Tíminn - 06.12.1970, Blaðsíða 8
24
TIMINN
SUNNtJDAGUR 6. desember 197«
Qf |g||g| ||0f||f ygr|5
trassað að moka út
EJ—Reykjavík, laugardag.
Sl. fimjmtudagskvöld gekkst
Félag ungra framsóknarmanna
í Reykjavík fyrir fundi í Glaum
bæ. Fundarefnið var: Er íþrótta
kennslan vanrækt í skólum? —
Frummælandi var Alfreð Þor-
stelnsson, íþróttafréttamaður;
Allmargir íþróttakennarar og
íþróttanefndamcnn úr skólum í
Reykjavík sóttu fundinn og
sköpuðust miklar umræður um
íþróttakennsluna.
Alfreð Þorsteinsson hélt ítar-
legt framsöguerindi um þetta
efni og sagði m. a.:
„Satt að segja fannst mér
gæta ful.’mikillar hæversku hjá
boiðendum þessa fundar, er þeir
ákváðu að hafa nafngift hans í
spurnarformi. Ég. fyrir mitt
leyti, hefði heldur kosið að
sleppa spurnimgarmerkinu aftan
viy fundarheitið — Er íþrótta-
kennsla vanrækt í skólum? --
og ganga hreint til verks með
því að slá því föstu, að íþrótta-
kennslan sé ekki aðeins van-
rækt heldur stórkostlega van-
rækt í skólum fandsins.
Börn undir 10 ára aldri
hljóta enga íþróttakennslu
Uim það höfum við ótal dæmi.
Ég get hent á nokkra af stærstu
kaupstöðum landsins, máli mínu
til stuðnings. I Hafnarfirði
njóta engin börn undir 10 ára
aldri íþróttakennslu. Sömu sögu
er að segja á Akureyri. Börn
og unglingar í eldri bekkjum í
þessum kaupstöðum njóta mjög
takmarkaðrar íþróttakennslu og
í sumum tilvikum al& engrar,
eins og á sér stað í efri bekkj-
um gagnfræðaskólans í Hafnar-
firði. í mörgum kaupstöðum og
kauptúnum úti á landsbyggð-
inni er sömu sögu að segja, en
ég nefndi Akureyri og Hafnar-
fjörð sem dæmi. Raunar mætti
nefna Kópavog og Keflavík í
sömu andrá, þó að ástandið sé
skárra þar.
Fjósalykt ennþá
í Reykjavík er ástandið þann-
ig við hina fjölmörgu ríkis-
skóla, að í engum þeirra er
framfylgt .lögboðinni íþrótta-
kennslu, enda kannski ekki von,
þegar þess er gætt, að ekki hef-
ur verið reist eitt einasta
íþróttahús vi® þessa skóla á
þeirri öld, sem við fifum á.
Eina íþróttahúsið, sem reist
hefur verið að frumkvæði rík-
isins mun vera gamla íþrótta-
húsið við Menntaskólann i
Reykjavík, sem að sögn var
byggt sem fjós upphaflega á
síðari hluta nítjándu aldar. Alla
tíð síðan hefur fjósalyktin ver-
ið ríkjandi í íþróttahúsamálum
Alfreð Þorsteinsson
ríkisvaldsins. Minnir það óneit-
anlega á fyktina í fjósi Ágesar
konungs í Elís, sem segir frá
í hetjusögum grískrar goða-
fræði, en sagan segir, að Ágeas
hafi átt ógrynni nauta. En fjós
hans höfðu aldrei verið mokuð
út, svo að mykjan hafði safn-
azt þar fyrir. — Ein af tólf
þrautum kappans Heraklesar
var að hreinsa fjósin á einutn
dégi — og leysti hann þrautina
með þvi a@ veita tvéimur fíjót-
um um fjósin og hreinsaði þau
á skömmum tíma.
Það væri sannarlega óskandi.
að hægt væri að leysa vandamá’
íþróttakennslunnar hér á landi
með jafneinfa.'dri aðferð og
Herakles notaði. en hræddur er
ég um. að það muni reynast
erfitt. Hvort tveggja er, að hús-
ráðendur eru ekki gjarnir á að
opna dyrnar til að veita nýjum
straumum inn, og hitt, að enda
þótt tækist að ljúka dyrunum
upp, er óvíst, að lyktin hyrfi á
skömmum tíma, svo lengi sem
trassað hefur verið að moka út.
Skortur á íþróttahúsum
Árið 1940 er merkilegt ár fyr-
ir íþróttakennsluna i laridinu.
Þá er íþróttakennsla lögleidd
við skóla .'andsins t reglugerð
í íþróttalögunum frá 1940 er
gert ráð fyrir. að nemendur fái
þriá íþróttatíma á vi'ku, én i
yngstu bekkjadeildunum tvo
tíma.
Alla tíð síðan hefur verið.mik
ill brestur á, að þessum lögum
hafi verið framfylgt. Ræður
mestu um skortur á íþröttahús
um. Ennfremur vil ég nefna
tvö önnur atriði, sem staðið
hafa íþróttakennslu hér á .’andi
fyrir þrifum — skortur á vel
menntuðum íþróttakennurum
— og skilningsleysi skólayfir-
valda á nauðsyn og gildi íþrótta
kennslunnar.
Af þeim þrem atriðum sem
einkum hafa staðið íþrótta-
kennslunni fyrir þrifum, vii ég
fyrst nefna aðstöðuleysið —
skortinn á húsnæði undir íþrótta
kenn,slu.
Ég hygg, að það muni ekki
of sterkt ti.’ orða tekið, þó að
ég segi. að eymdarástand hafi
verið rikjandi i íþróttahúsamíl
um undanfarna þrjá áratugi. eðn
allt frá því, að íþróttalög tóku
gildi. Nærtækt dæmi er sinnu-
leysi ríkisvaldsins um byggingu
íþróttahúsa við ríkisskólana hér
í höfuðborginni. Kennaraskól-
inn, Stýrimannaskólinn, Vél-
skó.’inn, Tækniskólinn, Mennta-
skólinn við Hamrahlíð, Hús-
mæðrakennaraskólinn, Mat-
sveina- og veitingaþjónaskólinn
og Iðnskólinn — enginn þess-
ara skóla hefur eigið íþrótta-
hús. Nemendur þessara skóla
skipta þúsundum, en enginn
þeirri hlýtur fullkomna íþrótta-
kenns.’u. Hún er alls staðar
skert — og í sumum skólum
alls engin, eins og til að myeda
í Iðnskólanum og Tækniskólan-
um.
Ástandið við ríkisskólana í
Reykjavík er sennilega Ijótasta
dæmið um sinnuleysið gagnvart
íþróttakennslu. Víða úti á lands-
byggðinni er pottur brotinn í
þessum efnum. Ég nefndi Abur-
eyri, Hafnarfjörð, Kópavog og
KeL’avík sem dæmi — sums stað
ar mun ástandi® vera betra, og
sums staðar verra, þó að ég hafi
ekki skýrslur undir höndum,
sem sanna það.
Breyting til batnaðar
hjá Reykjavikurborg
En víkjum aðeins að íþrótta-
húsamálum á vegum Rvfkur-
bórgar. Til skamms tíma hefur
rikt ófreriidarástand á þeim
vígstöðvum sem öðrum, allt
fram á allra síðustu ár. En nú
er að verða, sem betur fer,
stórkostleg breyting til batnað-
ar í íþróttahúsamálum Reykja-
víkurborgar, enda þótt margt
sé ógert enn. Ég hef hér undir
höndum yfirlit um byggingu
íþróttahúsa af hálfu Reykjavík-
urborgar frá 1930 og sýnir ®
g.’ögglega, hver þróunin hefur
verið í þessum málum:
Fyrir 1930 voru byggðir 2 sal-
ir, samt. 299 ferm., árin 1931 til
1940 enginn salur byggður, 1941
til 1950 fjórir salir byggðir,
samt. 801 ferm., 1951 til 1960
tveir salir byggðir, samt. 318
ferm. og 1961 til 1970 eru byggð
ir sextán salir að flatarmáli
samt 5294 fermetrar.
Reyndar ska,’ það tekið fram,
að 5 af þeim 16 íþróttasölum,
sem ég taldi vera smíðaða á
áratugnum 1961—70 eru enn í
smíðum. Er þar átt við íþrótta-
salina í Vogaskóla og íþrótta-
salina við Árbæjarskóla. En
smiði þeirra er það langt kom-
in, að þeir eiga að vera tilbún-
ir um áramótin.
Enda þótt reiknað sé með, að
íþróttahúsin við Vogaskóla og
Árbæiarskóla séu komin í gagn-
ið — sem þáu eru reyndar ekki
— kemur í ljós, að enn vantar
nokkuð á, að hægt sé að fram
fvlsia ,'ögboðinni íþróttakennslu
í skólum Reykjavíkurborgar. t
gagnfræðaskólum hljóta 57,7%
nemenda fulla íþróttakennslu,
en 42.3% hafa skerta íþrótta-
kennslu Þetta er þó miklu
betra ástand heldur en var fyrir
6 árum. því að þá hlutu ein-
ungi‘ 12.4% unglinga í gagn-
fræðaskó.’um fulla íþrótta-
kennslu.
í barnaskólum borgarinnar
verður samanbunður við árið
1964 enn hw<’'=■'•"*Rri, þvi að eft-
ir næ^lu áramót munu 72,2%
f þýðingu
1ÓNS HELGASONAR ritstjóra
Fáir erlendir höfundar hafa notið slíkra vinsælda
hjá íslenzkum lesendum sem skozki læknirinn
A. J. Cronin.
Eftir nokkurt hlé hefir þessi kunni rithöfundur nú
sent frá sér nýja skáldsögu, sem hlaut afburða
góða dóma brezkra blaða í fyrra.
Frábœr skáldsaga - Vönduð bók
Bláfellsútgáfan
bama hljóta fulla iþrótta-
kennslu, en árið 1964 nutu að-
ins 37,1% bí—i íþré.ftakennslu.
Ber vissulega ab‘ þakka það
átak, sem gert hefur verið í
þessum málum í höfuðborginni,
þó að eun sé nokku® langt í
land með að íþróttaskyldunni
verði fu.lnægt, auk þess, sem
enn skortir nokkuð á, að hús-
næði það, sem sumir skólarnir
nota, geti talizt hagkvæmt
verða nemendur þeirra að sækja
íþróttatíma langan veg, þar
sem íþróttakennslan fer fram
í ö@ru húsnæði en því, sem til-
heyrir skólunum. Má þar nefna
Hagaskóla, en nemendur hans
verða að sækja íþróttatíma í
KR-húsið við Frostaskjól, Hlíð-
arskóla, en nemendur hans
sækja íþróttatíma í Valshús.
Einnig mætti nefna verknáms-
skólann í Ármú.’a,
En Ijótasta dæmið um lang-
ferðir skólanema til að sækja
íþróttatíma, eru ferðir nemenda
æfingadeildar Kennaraskóla fs-
lands. Sækja nemendur hans,
sem flestir eru búsettir í ná-
munda við Kennaraskólann,
íþróttatíma í íþróttahús Jóns
Þorsteinssonar, sem er ni®ri í
miðbæ, nánar tiltekið við Lind-
argötu. Er að vonum, að for-
eldrar þessara barna hafa skrif-
að undir mótmæ.’askjal vegna
þessarar ráðstöfunar, sem er
hæpin í meira lagi.
Láfcum þetta nægja um íþrótta
húsin og aðstöðuna til íþrótta-
kennslu, en þó væri vissulega
ástæða til a® geta um þá miklu
vöatun á tækjum og áhöldum,
sem víða er ríkjandi — og
íþróttakennarar kvarta mjög
undan.
íþróttakennaranám alls
staðar lengra en hér
Snúum okkur þá að menntun
íþróttakennaranna. Ég hygg, að
öllum muni vera Ijóst, að 9 mán
aða nám í íþróttakennaraskóla
Islands að Laugarvatni getur
taeplega talizt fullnægjandi
nám. Vel má vera, að svo hafi
verið 1943, þegar íþróttaskóla
Björns Jakobssonar var breytt
i fþróttakennaraskóla íslands, en
siðan hafa orðið stórkostlegar
breytingar á íþróttakennslu —
og breytingar eru sífellt að ger-
ast. Kröfurnar, sem gerðar eru
til íþróttakennara, hafa aukizt
að mun. Er hægt að slá því
föstu, að íþróttakennaraskóli ís-
lands er ekki fær um það í dag.
eins og nú er í pottinn búið, að
veita væntan’egum íþrótta-
kennurum þá alhliða menntun.
sem krefjast verður af íþrótta
kennurum.
Aðarar þjóðir gera eftirtald-
ar kröfur um námsefni til i-
þróttakennaraprófs og hve und-
irbúningur nemenda er talinn
þurfa að vera langur:
Danmörk: 9 mánuðir að loknu
almennu kennaraprófi. 1400
kennslustundir.
Noregur: 16 mánuðir að loknu
almennu kennaraprófi eða stúd
entsprófi, 2149 kennslustundir.
Svíþjóð: 20 mánuðir a® .’oknu
almennu kennaraprófi eða
stúdentsprófi. 2176 kennsm-
stundir.
Flnnland: Áætlaður námstími
21 mánuður að loknu 3ja ára
námi í háskóla, auk námskeiða
að sumarlagi. Samtals um 21tm
kennslustundir.
Englasd: Skipt í 3 ár um 20
mánuði aUs.
V.-Þýzkaland: Skipt í 3 ár um
24 mánuði alls.
Frakkland: Skipt f 3 ár um
27 mánuðir alls.
Rússland: Skipt í 4 ár um 36
36 mánuði alls.
Ýmsar spurningar vakna
Þegar það er haft í huga
hve stutt námið á íþróttakenn-