Tíminn - 06.12.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.12.1970, Blaðsíða 16
Sunnudagur 6. desember 1970. RÆTT VIÐ VEIÐIMÁLASTJÓRA - BLS. 29 ATHUGASEMD FRA SJÚKRA- HÚSLÆKNINUM Í KEFLAVÍK Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi athugasemd frá sjúkrahús- lækninum í Keflavík: FRAMSOKNARVIST AÐ HÓTEL SÖGU Næstkomandi fimmtudag 10. des. verður haldin framsóknar- vist að Hótel Sögu ,og hefst kl. 20,30. Spilað verður um flugfar Reykjavík — Kaupmannahöfn — Reykjavík, sem einnig var spilað um á síðustu vist, og gildir saman lagður slagafjöldi beggja kvöld- anna. Auk þess verður fjöldi af öðrum glæsilegum vinningum, sem gilda aðeins fyrir þetta/,kvöld. Að- göngumiða má panta á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hringbraut 30, sími 24480, og á afgreiðslu Tímans, Bankastræti 7, sfcni 12323. Reykjanes- kjördæniK Stjórnarfundur í kjördæmissam bandi Framsóknarmanna verður að Neðstutröð 4 Kópavogi, mánudag- inn 7. des. kl. 21. Formenn allra flokksfélaganna eru hvattir til að mæta. — Stjórnin. Framsóknar- félag Rvíkur Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur verður þriðjudaginn 15. desember, kl. 20,30 í Glaum bæ, uppi. Fundarefni Venjuleg aðalfundarstörf, þar á meðal kosn ing fulltrúa í Fuiiltrúaráðio. Nán ar auglýst síðar. Stjórnin. AKRANES Framsóknarfélag Akraness held ur skemmtisamkomu með fram sóknarvist í félagsheimili sínu að Sunnubraut 21, sunnudaginn 6. des. kl. 20,30. Öllum heimill að- gangur meðan húsrúm leyfir. Freyjukonur Kópavogi (Tólafundur félagsins verður að Neðstutröö 4 fimmtudaginn 10. des. kl. 20,30. Sýnikennsla í for- réttum, eftirréttum og ffeira. Guð- r»- Hrönn Hilmarsdóttir hús- mædrakennari. Tilkynnið þátttöku 1 s*ma 41802 og 40511. Stjórnin. Félagsmálaskólinn Félagsmálaskóli Framsóknarflokks ins verður með 1|| fur.d á mánudag- 1 inn kl. 20,30, að | Hringbraut 30. — || Már Pétursson, J formaður SUF, mætir á fundin- ■ um og ræðir um stöðu og starf sam taka ungra fram Már Pétursson sóknarmanna. Fundir Félagsmálaskó.'ans eru öllum opnir, án tillits til aldurs eða stjórnmálaskoðana. „Vegna athugasemdar Kristjáns Valtýssonar í blaðinu í gær, varó'- andi flutning hans, gegn læknis- ráðum, á mikið slasaðri systur sinni af sjúkarhúsinu í Keflavík á Borgarspítalann i Reykjavík, sér undirritaður sig tilneyddan að láta eftirfarandi koma fram varð- andi þetta leiðindamál. Slys eru alltaf hörmuleg og valda oft og einatt því, að dóm- greind þeirra, sem í þeim lenda og vandamanna þeirra raskast. Blaðamenn Tímans, Fríða Björns dóttir og Elías Snæland Jónsson, hringdu í mig kl. 9 að kvöldi þriðjudagsins 1. des. og óskuðu þau upplýsinga frá mér um ofan- nefndan flutning, sem síðar var lýst í MorgunblaUinu og Tíman- um s.l. föstudag. Ég skýrði þeim frá málavöxtum, en bað þau með tilliti til hinnar stórslösuðu konu og fjölskyldu hennar, að gera þetta ekki að blaðamáli og urðu þau við þeirri ósk. Þar af leiðandi birtist ekkert um þetta mál fyrr en Alþýðublaðið slær því upp í rosafrétt á forsíðu þann 3. des. í gróusögustíl, og þegai svo var komið var óhjákvæmilegt aiV koma leiðréttingum á framfæri í blöð, sem iðka vandaðri fréttaflutning. í fyrsta sinn er Kristján hafði samband við mig, sama laugardag og slysið skeði, varð ég ekki var bess að hann né aðrir aðstand- endur konunnar hreyfðu neinum mótmælum við bá læknishjálp og hjúkrun, sem konan hlaut þegar eftir ■ komu á sjúkarhúsio, enda hef ég framkvæmt skurðaðgerðir á Kristjáni, konu hans og ungum syni og virðist að þá hafi traust- ið ekki skort til mín. Ekki réði ég því, hvert hinir slösuðu voru fluttir af slysstað og taldi mig aðeins igera sjálfsagffa s’kyildu mína að veita konunni læknis- hjálp eftir beztu getu og í bví sambandi er mér skylt að taka fram, að hjúkrunarkonur og allt starfsfdl’k spítalans gekk mjög vel fram í því að hlúa sem bezt að Ihenni. Aldrei lét sjúklingurinn neitt vantraust i Ijós við þeirri meðferð er hún fékk á sjúkrahús- inu í Keflavík. Ég vil ítreka, að mér hefur aldrei til hugar komið að stunda neinn sjúkling gegn vil.ja hans og þaðan af síður að togast á um sjúklinga við aðra. Aftur á móti er skoðun mín óbreytt á því, að allur óþarfa flutningur á margbein brotnu fólki sé óæskilegur, hversu færir flutningsmenn sem pantað- ir eru til þess. Ég efast ekki um, aö konan sé í góðum höndum hjá læknum Borgarspítalans og óska henni og vandamönnum hennar góðs bata. Jón K. Jóhannsson. sjúkrahúslæknir, Keflavík. LEIGUBÍLSTJÓRAR. VILJA FÆKKA LEIGUBÍLUNUM KJ-Reykjavík, laugardag. Á aðalfundi Bandalags ísl. leigubílstjóra, sem ha.'dinn var 23. nóveimber s.l. voru gerðar margar samþykktir og m.a. sem þykkt um að vinna að fækkun leigubifreiða á hverju reglu- gerðarsvæði. Þá voru gerðar samþykktir um að vinna að lækkun að- flutningsgjalda af leigubifreið- um, og stofnun lífeyrissjóðs fyrir félagsmenn aðildarfélag- anna. Einnig var samþykfct að félögin efni til fræðslufunda um umferðar.mál og slysavarn- ir, og fram fari athugun um kaup á landi fyrir orlofsheim- ili. Formaður gegnir störfucn aðeins eitt kjörtímabil í einu og núverandi formaður er Björgvin Þórðarson, en hann er jafnframt formaður Bifreiða stjórafélagsins Neistá í Hafnar firði. Aðrir í stjórn eru: Jón Kristinsson, Hafnarfirði, vara- formaður, Bergsteinn Guðjóns- son, Þorvaldur Þorvaldsson, Lárus Sigfússon, allir úr Reykjavífc; Jóhann Jóhannsson, Akranesd, Sveinn Jónsson, Sel- fossi, Ingi Eggertsson, Kefla- vífc og Eiríkur Þórðarson frá Trausta, félagi sendiferðabil- stjóra, Reykjavík. Hjartavernd hefur rann- sakað um 12.500 manns FB-Reykjavífc, laugardag. Nálega 12.500 manns hafa verið rannsakaðir í Rannsókn- arstöð Hjartaverndar frá því hún tók til starfa haustið 1967. Um þessar mundir standa yfir í stöðinni rannsóknir á u.n 6000 körlum á ' Reykjavíkur- svæðinu, og er gert ráð fyrir að þessum rannsóknum ljúki í júnílok næsta ár. Hver gestur þarf að fcoma tvisvar á stöðina, og koma nú um 30 manns á degi hverjum í fyrri heimsókn og um 30 í seinni heimsókn, eða alls um 60 manns. Þetta er nýr áfangi í hinni kerfis- bundnu hóprannsókn, sem fram hefur farið á Reykjavík- ursvæðinu. f framhaldi af rannsókn á fólki í Gullbringu -og Kjósar- sýslum, Keflavík, Mýra- og BorgarfjarðarsýBlum og Akra- nesi, hefur Hjartavernd ákveð ið að halda áfram rannsókntmn úti á landi. Hefur verið áfcveð ið að næsta rannsóknarsvæði verði Akureyri og Eyjafjarðar- sýsla. Undanfarið hafa farið fram Framhald á bls. 30. HUS RISA f fyrradag hélt Einar Ágústsson, byggingameistari, reisugildi méð 70 starfsmönnum sínum. Þann dag komst síðari áfangi Menntaskólans við Hamrahlíð imdir þak, og enn- fremur stórhýsi aldraðra að Norð- urhrún 1, sem Reykjavíkurborg er að byggja. Var flaggað á báð- um byggingunum í fyrradag. fbúð- ir aldra'ðra að Norðurbrún 1 eru 60 talsins. Sumarið 1969 samdi fyrirtæki Einars Ágústssonar nm verk fyrir 114 milljónir króna og síðan hafa unnið hjá Einari milli 50 og 100 menn, og þessir menn munu hafa vinnu við þessi verkefni fyrir- tækis Einars fram til nóvember 1971. Áætlað var að þessi áfangi Menntaskólans við Hamrahlíð, sem nú er komin undir þak, yrði fullbúinn haustið 1972, en nú er stefnt a® því að unnt verði að taka hann að mestu til notkunar næsta haust. Hinar 60 íbúðii aldraðra að Norðurbrún 1 eiga að verða fullfrágengnar í nóvem. ber næstkomandi. (Tímam. — G.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.