Tíminn - 20.12.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.12.1970, Blaðsíða 5
SUNNUÐAGUP. 20. descmber 1970 TIMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFINU Þaffl var á bæinasamkomu og margir höfðu staðið upp og vituað. Loks stóð Maríus gamli upp og söfnuðurinn beið óþolin móður eftir vitnisburði hans. Hann stóð góða stund og sett- ist svo aftur án þess að 'segja eitt orð. — Ég var bara að li'ðka 'appimar, sagði hann við sessunaut sinn, — þær voru alveg orðnar dofnar. Prestur nokkur í Skot’andi kom einu sinni að konu sinni, þar sem hún var að róta í sam- skotabauk kirkjunnar. — Hamingjan góða! hrópaði prestuxinn. — Hvað ertu að gera, kona? — O, taktu það rólega góði sagði konan, — ég er bara að leita að hnapp, sem gæti pass að á jakkanrn þinn. Blaðasali í Texas stóð á götuhorni og hrópaði: — Svindl að á 98 manns! Eldri maður keypti blaðið, leit yfir það. — Ég sé ekkert um þetta svindl í blaðinu. Strákurinn var þá upptekinn við alS hrópa: — Stórsvindl! Svind.'að á 99 manns! — Þú ert alltaf að tala um brúðkaupsferð, sagði Skotinn við ungu konuna sína. — En þú hefur bara ekki hugmynd um, hvað það kostar að 'eigja tveggja manna reiðhjól. Veðurfræðingurinn, sem var búinn að spá rigningu. I héraði einu í Mexikó, sem mikið er sótt af ferðamönnum, eru uppsprettulindir með heitu og köldu- vatni, með stuttu millibili. Konur notfæra sér þetta á þann hátt, að þvo í heitu lindunum. Ferðamaður sem horfði á þetta af mikil'i aðdáun, sagði við mexí'kanska leiðsögumanninn: —•. Þessar konur hljóta að dásama gjaf- mildi móður náttúru á þessum slóiðum. — Nei, senor, svaraði leið- sögumaðurinn. — Það er kvart að mjög undan því, að hún skuli ekki einnig hafa getað séð fyrir sápu. Varaðu þig á smásyndurun- um, það er hægara að temja fíl en flugu. DENNI DÆMALALISI Nei, þetta er alls ekki vit- laust númer, við höfum haft það í fjöldamörg ár. ISPEGLI TÍlMg Við þekkjum heldur lítið til Luciu-hátíða hér á landi, nema þegar Norrænu félögin, sem hér starfa, efna til þeirra. í Svíþjóð þykir mjög merkilegt, að vera kjörin Lucia, og mynd- irnar tvær, sem hér eru me'ð eru af Luciu Svíþjóiðar 1970. Hún heitir Birgitta Lindb.'ad og er 19 ára gömul. Það varð eig- inlega fyrir mestu tilviljun að hún var valin Lucia. Það gerð- ist á þann hátt, að kærastinn hennar, Ulf Peterson, sem er 25 ára gamall sendi mynd af henni í keppnina. Birgittu varð mikið um, þegar hún frétti af þessu, en komst þó yfir skelf- inguna. Nokkrum dögum síðar fékk Ulf að vita, að Birgitta hefði verið valin, sem fulltrúi Öre- brolens í keppni um Lusiu- titifinn, en þaffl var tímaritið Vecko-Revyn, sem efndi til keppninnar. — Þá vissi ég, að hún myndi bera sigur úr být- um, sagði Ulf. Hann er bæði stoltur yfir því, eð eiga svona fallega kærustu, og svo var gott, svona rétt fyrir jólin að fá 17 þúsund krónur fyrir að benda á sigurvegarann, því nóg er að gera með peningana við jólainnkaupin. Lucia og þernur hcnnar munu innan skamms fljúga til Syra- cusa á Sikiley, og má segja að það sé mjög svo viðeigandi, því sagt er að fyrsta Lucian hafi verið, kristin jómfrú, sem dó píslardauða í Syracusa árið 304. Birgitta hefur sjálf einu sinni komið fram sem þerna Luciunnar í Örebro — heima- borg hennar sijálfrar. Já, og að lokum má geta þess, að Birg- itta er með ,'jóst hár, en flestir eru þeirrar skoðunar, að það eigi sönn Lucia að vera. Birgitte Bardot vill ekki ,'eng ur affl blöðin segi frá hverju smáatriði, sem fyrir hana kem- ur í ein'kalífi hennar. Hún hef- ur nú gengið í samtök nofckurra heimsfrægra leikara, sem. ætla sér að lögfræðilegri aðstoð, að tryggja hinum frægu félagis- mönnum sínum vernd gegn blaðamönnum og frósögnum blaða af einkalífi þeirra. For- maður samtakanna er ,'ögfræð- ingur, og félagsmenn munu þegar vera orðnir 150 talisins. í Danmörku hafa menn spurt, hvort þarlendar stjörnur þurfi á félagsskap sem þessum að halda. Peter Steen, leikari og rit- höfundur segir: — Þetta er stórfín hugmynd. Ég er orfflinn þreyttur á því að sjá uimmæli mín brengluð í blöðum. Ég hef megna andúð á einu sérstöku vifeublaði. Fyrir nofekru bað það um mynd af mér og Lisbeth Lundquist. Ég gaf þeim leyfi til að birta myndina. I næsta bi’aði birtist mynd af Lisbeth á forsíðunni með nafein brjóst og yfir stóð: Peter Steen er trú- lofaður. Ekki hef ég hugmynd um hvaðan þeir höfiðu fengið myndina. Þetta var allavega efeki myndin, sem myndasmið- urinn hafði tekið. Það sem í greininni stóð, höfðum við held ur efeki sagt. Svínarí! Lisbeth Lundqvist: ljósmynda fyrirsæta. — Ég grét í heila vifeu, eftir að hafa séð mynd af mér nakinni í einu blaðanna. Ég hafði beðið um, affl þessar myndir yrðu ekfei birtar. Ég held, það gæti verið gott að fá svona félagsskap hér í Dan- mörku. Bent Rotbe, leikari:: — Ég tel ekki, að við þurfum á þessu að halda. Dönsk b,'öð fylgja fast siðareglum, sem þau hafa sett sér. Helle Virfener Krag, leikkona: — Við þörfnumst efeki svona samtaka. Vikublöðin í Dan- mörku eru ekki komin svo langt nifflur í svaðið, eins og víða annars staðar í útlöndum. Mað- ur verður sjálfur að grípa í taumana, ef manni finnst á hlut sinn gengið, en sé um alvarleg- roáí að ræða, er rétt að snúa sér til lögfræðings.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.