Tíminn - 20.12.1970, Page 6

Tíminn - 20.12.1970, Page 6
6 TIMINN SUNNUDAGUR 20. desember 1970 AHUGAFOLK UM NÁTTÚRUVERND munið stofnfund Náttúruverndarfélags Reykjavík- ur og nágrennis að Hótel Sögu í dag, sunnudag, M. 15.30. Fjölmennið. Uudirbúningsnefndin. EY09JR SÖGUNNAR Við veíium REHSfef ; ■■■ ■ það bórgcrr sig ' v , IIIIM ■ nuniiaf . ofmah h/ 'F. ■<; :•. - öiöumuia z/ * neyKjavis ■ ' Símar 3-55-55 og 3-42-00 Getið í eyöur sögunnar heitir bók eftir sr. Sveln Víking. Fjallar hún um kristni og kirkjur hér á landi á fyrstu öldum þjóð- arinnar auk þess, sem þar er rætt um hugsan.’egan, sennilegan mann- fjölda hér á landi. Ekki ætla ég að leggja dóm á tilgátur höfundar, en hann telur fornsögur okkar langtum meiri heimildarrit en nú er í tízku með- al yngri fræoimanna yfirleitt. Mér virðist margt mæla með því, að sr. Sveinn Víkingur hafi rétt fyrir sér í þeim efnum. Ég get alls ekki trúað því að 200— 300 árum eftir landnám hafi þjóð- in verið búin að gleyma svo landnámsmönnum sínum og sög- um af þeim, að unnt hafi verið að segja henni hvað sem var frá þeim tímum og þeiirra tíma mönn EKC0 FISKKASSAR FYRIR 50 KG AF FISKI STERKIR HAGKVÆMIR 18 MÁNAÐA ÁBYRGÐ UMBOÐSMENN: SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA SJÁVARAFURÐADEILD - SÍML 17080 um. Fyrir þessu skal nú færa nokkur rök. Þegar ég var á fimmtánda ári vorið 1925 var ég um skeið við sjóróúra frá verstöðinni Kálfeyri í Önundarfirði með þremur mönn- um öldruðum. Sá elzti var 60 ár- um eldri en ég. Hann minntist á það, að vinnumenn Finns á Hvilft hefðu komið úr skötulegu í haustmyrkri og róið upp á Flög- una og hvolft undir sér og drukkn að, en FJagar. er blindsker skammt frá landi lítið eitt fyrir utan Kálfeyri. Ég hélt af fáfræði minni og hvatvísi að þetta hefðu verið vinnumenn Finns Magnússonar á Hvilft, sem dó 1876. Mörgum ár- um seinna sagði Ólafur bróðir minn mér, að þetta hefðu verió vinnumenn Finns Guðmunds- sonar á Hvilft, en hann var fað- ir Ragnheiðar, móður Finns Magn ússonar og varð þetta slys haust- ið 1823 ef ég man rétt. Nú sé ég ekki neitt ótrúlegt við það. að mér endist líf og vit í 10 ár enn, svo að ég gæti sagt þetta ein- hverjum sem myndi þag jafn- lengi og ég eða jafnvel fram undir miðja næstu öld. Eins vil ég geta þess, að móð- ursystir mín sagði mér, að Ragn- heiður á Hvilft hefði fengið sex tunnur af kartöflum upp úr garði sínum. Um það hef ég aldrei séð neinar skrifaðar heimildir en nú eru liðin um þaó* bil hundrag ár síðan það var. Þriðja dæmi: Amma mín, sem fædd var árið 1841 kom fyrst að Kirkjubóli í Bjarnardal þegar hún var eitthvað 10 ára og sá þar gamla konu. Löngu seinna þegar amma mín var orðin húsfreyja á Kirkjubóli sagði nágranni hennar Rósinkrans Kjartansson í Tröð, henni cftir þessari gömlu konu, að þegár hfin var ung, sem mun hafa verið um aldamótin 1800, hefðu kýrnar á Kirkjubóli verió’ reknar til beitar í gróna hlíð þar sem í minni æsku voru gróðurlausLr aur- ar og skriður. Nú er þessi hlíð aftur orðin svo gróin að hún er öll grænyrjótt yfir að líta á sumr- um með fagurgrænum geirum og teigum sem breikka ár frá ári. Hvað er nú óeðlilegt við það, að ég geti sagt unglingunum frá þessu, svo ag eftir næstu aldamót verði á Kirkjubóli fólk, sem kann sagnir um þaó', að um aldamótin 1800 hafi hlíðin verið vel gróin en upp úr aldamótunum 1900 gróðurlaus? Ég get ekki annað en kannazt við þær staðreyndir að þessar sagnir geymast og þó er ekkert af þessu, sem hér er nefnt af þeirri gerð, sem fastast loðir í minni frá kyni til kyns. Ég dreg það ekki í efa að á landnámsöld Sr. Sveinn Víkingur eins og nú hafi myndazt þjóðsög- ur um menn í lifanda lífi og fólk hafi haft tilhneigingu til að mikla allt hið stóra og frábæra. En atl frægustu menn á landnámsöld hafi verið gleymdir og allar sagnir af þeim týndar eftir 200—300 ár er fjarstæða. Þeir, sem kunna að halda slíku fram, þekkja ekki ís- lenzkt þjóðlíf eins og það hefur verið fram á okkar daga og vita því ekki um hváð þeir eru að tala. Og býsna mikil breyting hef- ur orðið á viðhorfi íslenzkra manna til sögulegra fræða og bókmennta hafi þeir á þrettándu og fjórtándu öld gert sér að góó'u að taka við sögum um nafn- kunna menn án alls tillits til þess hvernig þær féllu við þær arfsagnir, sem lifðu á vörum manna. Arfsögnunum hefur verið trúað um allar aldir og sá orð- stír sem menn höfðu fengið í almenningsáliti samtíðarinnar lifði frá kyni til kyns. Fram hjá þessu verður ekki gengið þegar meta skal fornsög- urnar. Það hefur sjálfsagt verið hægt að búa til sögur, sem féllu í góo'an jarðveg, ef þær voru um menn, sem enginn hafði heyrt nefnda. En að rísa gegn arfsögn- um um fyrstu byggð á helztu höf- uðbólum eða gjörbreyta eftirmæl- um frægustu manna held ég, að hafi ekki verið neinn barnaleikur. Síra Sveinn Víkingur heldur fram þeirri skoðun að kristni og kristin áhrif hafi verið mun meiri á landnámsöld og tíundu öld en almennt hefur verið talið- Þar ber honum saman við það, sem annar vígó’ur öldingur og skemmtiilegur höfundur, sr. Gunn- ar Benediktsson, hefur boðað í útvarpserindum nýlega. Þeir, sem vilja gera sér grein fyrir sögu þjóðarinnar frá upphafi íslandsbyggðar, munu lesa þessa bók Sveins Víkings með athygli og ánægju. H.Kr. Jólatónleikar í Hátelgskirkju Sunnudaginn 20. desember, M. 10.30 um kvöldið verða jólatónleikar í HáteigsMrkju. Flytjendur: Jón Sigurbjörnsson flauta. Pétur Þorvaldsson celló. Kirkjukór Háteigskirkju. Stjórnandi: Martein Hunger. Sóknarnefnd Háteigskirkju. VEUUM (SLENZKT <H> ÍSLENZKANIDNAD I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.