Tíminn - 22.12.1970, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.12.1970, Blaðsíða 12
 íkviSK ísftlU»'íOT-tHVvifV^iWl tfeniJ 10 llllHf 01 IMiBIÍII, V'eSsá^lv'lvlvtw v4wtH-w$? Þrlðjudagur 22. desembe-r 1270. Ósigur fyrir kommúnismann - Sjá bls. 7 Þeir, sem eru fastheldnir á jólasiöi kaupa rjúpurnar þrátt fyrir verðhækkun FB-Reykjavík, mánudag. Nú er fólk farið að hugsa al- varlega um að kaupa í jólamat- inn, enda fer hver að verða síð- astur. Við hringdum í Magnús Magnússon verzlunarstjóra í Kjöt og grænmeti og spurðum um innkaup fólks þessa dagana. Hann sagði, að verzlunin væri svipuð og í fyrra, fólk hefði haft áhyggj ur af svínakjötsskortinum, en nú væri heldur farið að greiðast úr þeim málum, svo engin vandræði *ttu að verða þess vegna. Rjúpurnar eru það eina, sem tekið hefur stökkbreytingum hvað verðinu vió'kemur. Nú kost- ar rjúpan hvorki meira né minna en 260 krónur, en kostuðu að- eins 100 krónur stykkið í fyrra. — Þrátt fyrir þetta er töluvert um fólk, sem lætur það eftir sér að kaupa rjúpur í jólamatinn, og vill ógjarnan breyta út af þeim sið. Við spurðum Magnús síðan, hvað myndi kosta að kaupa í jólamatinn fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Taldist okkur til, að þaó* kostaði kr. 3887.40, eða ná- lægt þúsund kr. á mann. Þó hækk- ar þessi tala um 600 krónur, ef fjöiskyldan ákveður að kaupa rjúpur í stað svínakjöts. Nú getið þið borið saman við þennan lista, hve miklu þið eyð- ið í jólamatinn sjálf: Aðfangadagur. Svínakótelettur kr. 402.00 Rjúpur 1040.00 Ávextir 300.00 Grænmeti 100.00 Súrmeti í poka 50.00 Hrísgrjón 19.00 Möndluverðlaun 150.00 Vindlar og sígarettur 250.00 Kaffi 55.00 Rasp 23.50 Sælgæti 200.00 Kerti, servíettur 140.00 Mjólk 75.00 Saft 46.70 Gos 75.00 Rjómi 30.00 Samt. kr. 1916.00 Jóladagur. Hangikjöt kr. 400.00 Kartöflur 26.00 Smjör 65.00 Brauð 20.00 Flatkökur 13.50 Grænar baunir 53.20 Súpa 42.00 Ávextir 90.00 Rjómi 90.00 Rófur 27.50 Svið 200.00 Sykur 40.30 Kaffi 80.00 Gos 130.00 Emmes ísterta (6) 125.00 Samt. kr. 1402.50 Ánnar í jólum. Hryggur kr. 275.00 Súpa 42.00 Grænar baunir 26.20 Þurrkaðir ávextir 55.40 Rjómi 30.00 Gos 140.00 Samt. kr. 568.60 Frá aðalfundi Framsóknarfélags Reykjavíkur: Magnús verzlunarstjóri í Kjöt og grænmeti á Snorrabraut með kjöt í jólamatinn. (Tímamynd Gunnar) MÝVETNINGAR VOTTFESTA ASTANDIÐ VIÐ MIÐKVÍSL KRISTINN FINNBOGASON ENDURKJÖRINN FORMADUR EJ—Reykjavík, mánudag. Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur var haldinn þriðju- daginn 15. desember síðastliðinn í Framsóknarhúsinu við Fríkirkju veg. Formaður félagsins, Kristinn Finnbogason, var endurkjörinn, og eins öll stjórn félagsins. Fundurinn hófst kl. 20.30 og setti formaður fundinn, og skip- aði Egil Sigurgeirsson, hæstarétt- Kri&tinn Flnnbogason arlögmann, fundarstjóra, en Sig- urð Björnsson fundarritara. Síðan flutti formaður skýrslu stjórnar en gjaldkeri, Markús Stef ánsson, skýrslu gjaldkera. f skýrsl unum kom fram, að starf félagsins á liðnu starfsári var þróttmikið, og m.a. fjölgaði félögum um rúm- lega 500. Fjárhagsafkoma félags- ins var mjög góð á árinu. Við stjórnarkjör voru foirmaður o«g stjórnarmenn einróma endur- kjörnir, og er stjórnin nú þannig skipuð: Formaóur Kristinn Finn- bogson, meðstjórnendur: Jón Abra ham Ólafsson, Kristján Friðriks- son, Hannes Pálsson, Markús Stef- ánsson, Alvar Óskarsson og Þor- Framhald á bls. 22. KJ-Reykjavík, mánudag. A3 undanförnu hafa verið tíðar rafmagnstruflanir á orkusvæði Laxárvirkjunar, en ekki hefur þó þurft að grípa til stórkostlegrar orkuskerð- ingar til neytenda. Á laugardaginn v®r rafmagns- laust fyrir hádegið, og var orsak- anna að leita í rennslistruflunum í Laxá. Þá segja virkjunarmenn, að þessar truflanir megi að nokkru leyti rekja til þess að nú er engin stífla í Miðkvísl. Mý- vetningar munu hafa farið að Miðkvísl vegna þessara ummæla, og vottfest hvernig ástandið var við Miðkvísl. Um helgina var jafnvel búizt við að grípa þyrfti til rafmagns- skömmtunar, þegar álagið á orku veitusvæðinu fór að aukast eftir helgarfríið, en ekki kom til þess að skammta þyrfti rafmagn, og KJ—Reykjavík, mánudag. Á sunnudaginn var stofnað í Reykjavík Náttúruverndarfélag Reykjavíkur og nágrennis, en ætl- unin mun vera að fé.'ag þetta nái yfir mikinn hluta af Suð-vestur- landi, og á það að vera hliðstætt náttúruverndarfélögum eða sam- tökum sem stofnuð hafa verið á Norðurlandi og Austurlandi. Rúm- lega 90 manns sat stofnfundinn, en aðalfundur verður haldinn í vor, og þá mun félagsstofnun kom var nægjanleg orka fengin með því að keyra allar diselstöðvar á fullu. ast í fastari skorður. í fréttatilkynningu frá fundinum segir svo: .,Af hálfu undirbúningsnefndar var lagt fram frumvarp til laga fé- ■'sins, og var það samþykkt nær óbreytt. Kosin var stjórn til næsta að- alfundar, sem haldinn verður eigi síðar en í maí, en kosningu í full- Framhald á bls. 22. dagar til jóla Jólatrásskemmtun Framsóknarfálaganna Framsóknarfélögin í Reykja- vík efna til jólatrésskemmtun- ar fyrir börn i Súlnasalnum að Hótel Sögu miðvikudaginn 10. desember nk. Skemmtunin hefst kl 3 síðdegis. Jólasveinn n- ur i heimsókn, og börnin fá jólagjöf og ávexti Aðgöngu- miða má panta á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hring- braut 30, sími 24480 Verða mið arnir seldir þar á skrifstofunni og einnig á afgreiðs.ú Tímans. Bankast — *- 7. sími 12323. Setjið miðana í jólap.kka barnanna. Náttúruverndarfélag Rvíkur og nágrennis

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.