Tíminn - 24.12.1970, Blaðsíða 1
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
FRYStÍSfíÁPAR *
*
«•
*
*
*
*
*
*
■5fc
jQ/e.<5££xx/EA*áLtx/í' *
RAFTÆlCJiÁDEttD. MA^HARSTOÆTI 23, SIM! 183W ^
í Afríku
á jólunum
KJ.Reykjavík, miSvikudag.
Flugli'ðar eru ekki alltaf heima
hjá sér á jólum, verða t.d. tvær
ísleuzkar flugáliafnir, annað hvort
í Nairobi í Kenya eða Jóhannes-
borg í Suður-Afríku um jólin.
Þetta eru tvær á'hafnir á Cargo-
lux-fki’gvélinni TF-LIjr, og eru
flugstjérar þeir IÞorsteinn Jónsson
og Einar Sigurðsson. ASstoðarflug
me.Tin eru þeir Karl Guðjónsson
og Magnús Friðribsson og flug-
vélstjórar þeir Baldur Þorvalds-
son og Bjöm Sverrisson.
f vöruílutningaflngi fara vélar
og áhafnir víðar en í venjulegu
fanþegaflugi, þar seim í því er
lítíð um fastar áætlanir, og flug-
liðar halda þá jólin í fjarlæg-
um heimshlutum, án þess að vita
það með mJklum fyrirvara.
Að venju verða margar Loft-
leiðaáhafnir erlendis uim jólin,
Framhald á bls. 22.
Engar jólakveðjur
frá íslendingum
erlendis í útvarp-
inu um þessi jól
Jólasýníngar kvik-
myndahósanna
eru á á bls. 2—3
fóru ót í gær
KJ-Reykjavík, miðvikudag.
í gærkvöldi kom til Keflavfkur
flugvaHar frá Dwblin ÐC.7 flug-
vél með hreyfil f Trans Poiar
þotuna, er varð að nauðlenda á
Keflavíkurflugvelli í gærmorgun.
Með þessari flugvéi kooru flag
virkjar til að gera vfð þotuna.
í dag kom svo Trans Polar þota
og átti hún að halda áfram með
fanþegana áleiðis til Bahamaeyja
sío'degis. ÍE>essi sama þota fcom ekin
ig með varahluti í hjólabúoað.
Erns og skýrt var frá í Tíman-
um í dag, var þessi varaþota feug
in langt að, eða alla leið frá
ÁstraMu eða s-austitrr Asiu. Hing-
að kom þotan frá Doftóin í írlandi,
en þangað kom hún frá Aþenu.
Trans Polar loiguflugfélagið
keypti Ibáðar Boeing þoturnar frá
Air Lingus í íriandi, og antrast
það félag allt meiriháttar viðhaid
fyrir Trans Polar.
Ef ailt fer eftir áætímn, ættu
því Finnarnir og Sviamir 145, að
vera komuir á áfangastað á að-
fangadagdrvöld, en vart er hægt
að segja að ísland hafl heilsað
þeim með vetrarveðri, heidur með
fimm stíga hita og bliðu.
TK—Reykjavík, miðvikudag.
Eins og menn rekur minni til
ákvað Útvarpsráð fyrir síðustu
jól, að það skyidi þá í síðasta
sinn útvarpa jólakveðjum frá ís-
lendingum erlendis. Þessi siður,
að taka upp jólakveðjur meðal ís-
lendinga erlendis, mun jafn gam-
all almennum notum útvarpsins
á segulbandi við hljóðupptökur.
Þessum kveðjum var útvarpað í
sérstökum dagskrám um jólin, en
þar fluttu vi'ðlíomandi jólakveðjur
til vina og vandamanna persónu-
lega og bar oft mikið á barns-
röddum í þessum kveðjum.
Með órunuui lengdust þessar
kvec'jur stöðugt vegna vaxandi
fjölda íslendinga á erlendri
grund. Margir töldu þetta ágætis
jólaefni og áreiðanlega mun marg
ur, sem á barn sitt erlendis um
jólin, sakna sárt þessa dagskrárlið
ar, sem nú hefur verið felldur nið
ur. En þessar dagskrár voru farn
ar að vera svo miklar að vöxtum
og taka svo stóran hluta af dag
skránni um jólin og fyrirsjáanlegt
að þær rnyndu enn aukast og
lengjast, að Útvarpsráð taldi ó-
hjákvæmilegt að fella þessar
kveðjur niður. Þá var og bent á
það, ao' misréttj væri í þessu fal
ið, þar sem engir aðrir fengju að-
stöðu til að lesa sjálfir persónu
legar kveðjur í útvarpið á jólun
um og útvarpið auglýsti eftir jóla-
kveðjum í útvarpið og tæki gjald
fyrir og væri sá auglýsingatímj
ekki síður fyrir íslendinga erlend
is «n_ aðra. Fyrir þessar kveó'jur
frá íslendingum erlendis hefur
ekkert gjald verið tekið fyrir.
En hvað sem um allt þetta
má segja, er hitt víst, ag það
verða margir, sem sakna þessara
jólakveðja, þótt huggun harmj
gegn sé betri og fjölbreyttari jóla
dagskrá í útvarpinu en ella.
Hún horfir með heimspekitegri ró á jófapakkami sínn, þessi IvHa dama. Þó má greina, að hún er að velta
því fyrir sér, hvað i honum sé. Búast má við, að mel rl œsingur rfkl hfá mörgum, þegar þeír byrja að opna
pakkana, enda erfitt að stilia sig fyrir KHa manneskj u, sem er búm að bíða I lengri tíma eftir jólunum, og
hefur látið sig dreyma um sitthvað, sem hugurinn girnist. Jólaljósið lýsir teipunni, og jólagremar eru að baki
hennar, stjörnur og Ijós, tákn jólanna. (Tímamynd Róbert)
RAUÐ JOL ALLS
STAÐAR í BYGGÐ
OÓ—Reykjavík, miðvikudag.
GóSar horfur eru á að veð-
ur verði milt um jólin. Verða
rauð jól alls staðar í byggð,
og eru ekki líkur á að veðrátt-
an breytist mikið næstu daga
frá því sem nú er. Frost er
hvergi á láglendi. í Reykja-
vík er fimm stiga hiti og átta
stig á Galtarvita. Á Gríms-
stöðum á Fjöllum var eins
stigs frost í morgun. Veður-
stofan lofar okkur, að litlar
breytingar verði á veðri á
næstunni og mega allir vel
við una, þótt margir sakni
snjósins.
Fyrir vestan landið er mikill,
hlýr loftstraumur, norður um
Grænland og vestur um. Þarf tals
vert mikið til að breyta veðrinu,
eins og nú er, samkvæmt upplýs-
ing’-um Veðurstofunnar. Búast má
við einhverri úrkomu sunnan
lands oct vestan, en þó tæpast
neinu úrfelli. i
Veðrið er sérstaklegia kyrrt,
og heiðskýrt er að verulegu leyti
norðan lands og austan og allt
vestur um Vestmannaeyjar. Skýj-
að er aðeins á suðvesturhorni
landsins. Á Suðvesturlandi er sól-
skin og fyrir norðan skín jólasól-
in á tinda, en meira sést ebki af
henni þar á þessum árstíma.
Sjómenn semja:
25% hækkun fiskverðs
EJ-Reykjavík, niiðvikudag.
Hásetar á fiskiskipuni hafa ná'ð
samkomulagi vi'ð útvegsmenn um
nýja kjarasamninga. Ná'ðist sam-
komulagið í'gærkvöldi eftir fund
sem stóð í um tvo sólnrhringa.
Samningurinn miðast við 25%
hækkun á fiskverði, en sú verð-
ákvörðun verður væntanlega til-
kynnt einhvern næstu daga.
Ýmsar kjarabætur felast í nýja
samningnum, en um efni hans er
ckki tiánari upplýsingar að fá að
svo stöddu.
Dagskrá
hljóðvarps og sjónvarp*
yfir hátíðirnar
— sfá bk. 18—19
Friðrík Ólafsson
er með skákþrautir
í Skákþættinum
á blaðsíðu 21
Halldór Þorsteinsson
ritar um jólaleikrit
Þjóðleikhússins, Fást,
og höfund þess,
á blaðsíðu 14—15
kemur næst út þriðjudaginn
29. desember næst komandi.
Myndagáta » 5000. - króna verð&aun - sjá bls. 13
i