Tíminn - 24.12.1970, Blaðsíða 6
í heimsókn hjá Henný Hermanns
„Ævintýraþráin
var það, sem
íreistaði mín“
i
/
Ég hugsaði með mér, að
aldrei væri „góð vísa of oft
kveðin“. Þess vegna fannst mér
hreint ekki svo vitlaust að ná
sambandi við Henný Her-
manns, sem eins og kunnugt er
hefur sýnt landi okkar mikinn
sóma í hvívetna því víða hefur
Henný komið við, og þótt ekki
sé hún nema 18 ára, þá hef-
ur hún þegar farið tvívegis í
kringum hnöttinn og geri
aðrir betur'.
Ég var komin í heimsókn
og rétt setzt niður til að virða
fyrir mér gullfallega bikara og
aðra fagra minjagripi, sem
Henný hafði unnið íslandi til
sigurs. — Já unnið fyrir okkur.
Ég hugsaði hvílík reynsla.
Henný kom með irjúkandi
kaffi og líkjörslögg, sem átti
mjög vel við hlýlegt og smekk-
legt heimili hennar, sem ber
svo sannaiiega vott um mikla
gestrisni. — Henný var klædd
i svartar þröngar buxur, en að
ofan var hún i þunnri svartri
blússu með rauðum rósum, sem
fór mjög vel við ljósan hára-
lit hennar. Ég tók eftir þrem
fallegum hringum sem hún bar
en einn þeirra skar sig þó úr,
því að sá hringur var sérstak-
lega hannaðuir af islenzkum
gullsmið, sem eftirlíking af
kórónunni er hún vann, þegar
hún fékk titilinn „Miss Young
International“.
Ég bað Henný að sýna mér
myndir og erlend blaðaum-
mæli, sem ég virti fyrir mér,
og komst ég að raun um, að
engin önnur 18 ára stúlka hef-
ur uppfyllt þær kröfur sem
ætlazt er til, betur en Henný
Hermanns, enda viðurkennir
Henný að hún hafi þroskazt
að mun, allt frá því japanski
fUlltrúinn kom til íslands og
valdi hana til þátttöku ^ í al-
heimskeppni fyrir íslands
hönd.
— Auðvitað leit ég á það
sem heiður, að mér skyldi bjóð
ast slíkt tækifæri, en ég hugs-
aði aldrei um að ég myndi
sigra. Datt það ekki í hug.
En ævintraþráin var það, sem
freistaði mín, sagði Henný.
Ég spurði Henný um dóm-
nefndina i bessari fegurðar-
samkeppni. Svarið olli því að
mér fannst ekki úr vegi að
skilgreina hana hér nánax:
— Höfum við íslendingar
gert okkur grein fyrir hvað
raunverulega þarf.tjl , þess að
sigra slíka samkeppni.
Dómarar voru 15 talsins og
12 þeirra fylgdust með hverju
fótmáli hinna 48 stúlkna er
þátt tóku í keppninni, án þess
að þær raunverulega vissu að
þeir væru dómarar, sem sé
stúlkurnar voru undir smásjá
allan timann .Til dæmis ma&-
urinn sem afhenti þeim lykl-
ana í gestamóttöku hótelsins
var dómari . . . þjónninn sem
gekk um beina var dóm-
ari ... kona forseta keppninnar
var dómari . . þjónninn sem
hugsaði um herbergin (stúlk-
umar voru þrjár saman í
hverju herbergi, en ein þema,
sem kölluð var „mamma“ hugs
aði um hvert herbergi) hún
var dómari . . ,s „æðisgenginn"
bítill var fenginn í hlutverk
bvennagullsins til að reyna við
stúlkurnar, eða sjá hvað þær
væru tilkippilegar, hann var
dómari . . sá sem var farar-
stjóri þeirra, hvert sem stúlk-
urnar fóru, hann var dómari..
og svo mætti nefna þrjá sesn
dæmdu framkomu við fyrstu
sýn — svo að eitthvað sé
nefnt — hugsið ykkur.
Indverska stúlkan í keppn-
inni var búin a& fá sjö kórón-
ur áður en hún fór í þessa
keppni og Henný Hermanns-
sem fékk ekki einu sinni eina
fyrir þátttöku í unglingakeppni
hér á íslandi — enda var hún
vonlaus um sigur. Þama varð
hún að standa, bugta sig og
beygja, brosa og vera kát
—• aílt fyrir okkur íslendinga,
— vonlaus um sigur.
En kannski var það þess
vegna sem Henný vann.
Ég ætla, að þeir for-
ráðamenn, sem koma frá
annarri heimsálfu til að velja
eina stúlku, af okkar fríða
hópi til þátttöku í alheims-
keppni, viti, hvaS þeir eru
að gera, og einmitt þess
vegna mundi ég viija benda
ungum stúlkum á að ef ein-
hver fulltrúi slíkrar keppni
knvr á dyr — hugsið ykkur
TIMINN
FIMMTUDAGUR 24. desember 197®
tvisvar um áður en þið neitið.
Henný fór og Henný sigraði,
en það var heldur engu að tapa.
Eg spurði Henný hvar henni
þætti fegursta bvenfólkið á
þessari jarðkúlu. Hún kvað
norðurlöndin bera þar sigur úr
býtum, bæði hvað vaxtarlag og
„týpur“ landanna yíirleitt
snerti.
Það er alveg dæmalaus öf-
und sem ríkir hér á íslandi
— við vitum það öll. Er ekki
timi til kominn að samgleðjast
í staðinn? Henný var okkar
stolt, stóð sig betur en nokkur
önnur, hvað framkomu, hæfi-
leika og fegurS snerti — auð-
vitað erum við hreykin. Ég er
sammála Henný að öfundin er
ljóta kérlingin sem segir nei.
Hefur það komið fyrir ykkur
að vinfólk ykkar taki ekki und
ir kveðju ykkar mætist þið á
götu, heldur gengið rakleitt
flissandi og hlæjandi
af einskærri öfund í stað þess
að samgleðjast? Þetta hefur
komi& fyrir Henný, kannski
þig — og kannski þig.
En var það notalegt augna-
blik?
Ef til vill eru það margir,
sem hafa enn ekki velt þessu
leiðigjarna smáatriði fyrir sér.
En er þá efcki tími til kom-
inn? ,
Við þurfum öll að hjálpa til
og breyta þessum íslenzka
móral. Erlendis er borin virð-
ing fyrir slíkum sigiri sem þeim,
er Henný vann. Hérlendis er
litið á málið, sem hégóma.
Miðvikudagsmorgun fyrir
skömmu, var hringt í Henný
alla leið frá útvarpsstöð i
Kaliforníu, svona rétt til aó‘
vita hvernig ferðin gekfc heim
og hvernig henni liði. Var
þama um að ræða útvarpsþul,
sem Henný kynntist á sínu
síðasta ferðalagi, sem ákvað að
gefa milljónum manna ■ um
alla Kaliforníu, fcost á að
heyra rödd hennar.
Henný dvaldist í Ástralíu um
daginn ásamt öðrum fegurðar-
dísum. Starf þeirra var í því
fólgið ao* koma fram á ýmsum
frægum stöðum, sem fulltrúar
sinna þjóða, hvort heldur var
í ýmsum kynningarþáttum í
sjónvarpi, sem skemmtikraftar
eða sýningarstúlkur. Alls stað-
ar var Henný jafn vel _ tekið.
Hún sagði mér að Ástralía
væri „unga fólkið“. Á hverjum
degi í útvarpi og sjónvarpi
væri ungt fólk að verki.
—Ég kunni mjög vel við
fólkið í Ástralíu, þar eru mjög
enskar „týpur“, hélt Henný
áfram, en ekki gæti ég hugsaó’
mér að búa þar langdvölum.
Mawaii-er paradís á jörðu, en
ísland er bezta landið.
í Hollywood var Henný kjör-
in „drottning drottninganna“
þ.e.s.a. af þeim fjórum alheims
keppnum, sem haldnar eru ár-
lega. Keppendurnir voru „Miss
World“, „Miss Universe" ,Miss
International" og „Miss
Young International“. S’tærri
titil er ekki hægt að fá í
drottninga keppni, en venju-
legast er sem minnst um slík-
an titil talað, enda gæti það
verið hættulegt gagnvarb titl-
um hinna. En bikarinn s„nnar
titilinn því að hann er persónu
lega áritaður Henný Hermanns
dóttur sem drottningu drottn-
inganna.
Að lokum segir Henný:
— Ég hef hugsað mér að
vera ég „sjálf" og halda áfram
danskennslu, því að ég kem
ti.‘ með að taka við dansskól-
anuro af föður mínum (Her-
manni Ragnars), en vel gæti
ég hugsað mér að fara í tizku-
sýningarferðir svona þrjá mán-
uði af árinu.
-Eva Benjanúos.