Tíminn - 24.12.1970, Side 2
14
FIMMTUDAGUR 24. desember 1970
TIMINN
f Frum-Fást, sem saminn er
á árunum 1773—74, er að
finna fyrsta eintal Fásts, sam-
tal hans vi&' Wagner, samtal
■Wefistofelesar og náms-
mannsins, atriði'ð í Auerbachs
kjallaranum og þáttinn af
Grétu, þótt honum fylgi hvorki
1 frumgerðinni frásögn
af dauða Valentínusar né
galdramessan á Valborgarnótt.
Verkefnið átti hug skáldsins
svo óskiptan, að meira en sex-
tíu áruan síðar eða með öðrum
orðum allt fram á andlátsstund
að heita má, var það' enn að
fága Fást sinn og fullgera.
Það má réttilega álykta, að
verkið njóti þess og gjaldi í
jafnríkum mæli, hversu lengi
það var í smíðum. Hugsanafer-
ill skáldsins er vitanlega þeim
mun fjölskrúðugri og blæfeg-
urri sem reynsla þess er meiri
og ríkari, en hins vegar er
hætt við, að fyrstu innviðirnir
hafi færzt svo úr skorðum, að
heildarbyggingin hafi talsvert
skekkzt við það. Hversu mikl-
ar mætur, sem menn kunna að
hafa á Fást, viðurkenna flest-
ir, að hann sé fjarri því að
vera rammbyggilega gerður
eða skipulega hugsaður, eink-
um þó ef hann er borinn sam
an við slíka dvergasmíði sem
Antigóna Sofóklesar er, enda
ber Goethe ebki spennitreyju
Gömul koparstunga af Mefistofeles og Fást.
FAST FYLGT
R HLAÐI
leikformsins með sama létt- sMlU^urinp .$óð,i., er ann. þá vísar eðli hans á rétta
leika og glæsibrag sem gríski að’sem hugverk hans hefur til leið.
--------------- . .(ÞýV. Magnúsar Ásgeirs-
I formalanum á nimm veðja sonar).
drottinn og djöfullinn um sálu
Fásts eins og flestir vita. Orða
skipti þeirra eru svo ótvíræð,
að enginn vafi leikur á því,
hvor muni vinna veðmálið og
dregur þetta óneitanlega úr
óvissu okkar og ofvæni. Þetta
hlýtur að teljast talsverður
ljóður á sjónleiknum, þar sem
okkur er aldrei gefið tilefni
til að örvænta um hlutskipti
Fásts, sem fær þrátt fyrir
ófagra hrösun sína hlutdeild í
dýrð drottins undir leikslok
síðari hlutans. Um Fást hefur
drottinn þau orð að segja, sem
hér fara á eftir í þýðingu
Magnúsar Ásgeirssonar:
Þótt óljóst kunni hann enn
að þjóna mér,
mun æðri birta á veg hans
siðar skina.
Á grænum sprota garðsins
vörður sér
þess gróðrar vott, sem tré
hans á að krýna.
Og það er reyndar ekki að-
eins Fást, sem þjónar honum
heldur kölski líka á sinn kyn-
lega hátt. Enda þótt drottinn
lýsi því yfir, aö maður fari vill
ur vegar svo lengi sem hann
keppist við eða eins og það
hljóðar á frummálinu: „Es irrt
der Mensch, so’ang’er strebt",
þá getur Fást samt sem áður
aldrei orðið svo villuhætt í við
leitni sinni, að hann hljóti ei-
lífa útskúfun og bölvun fyrir.
Drottinn ítrekar svipaða hug-
sjón, er hann yrðir nokkrum
ljóðlínum neðar svofelldum orð
um á Satan:
Þín ósk skal veitt! Ef anda
þessa manns
frá uppsprettunni fær þú
glapið
og getur vélað vilja hans
á vegi þína, — mitt er tapið.
En skömmin þín, ef sannar
samt hans skeið:
Þótt góður drengur vaði í
villu og svíma,
Hér er beinlínis gefið í skyn,
að Fást gangi á guósvegum og
sé því eilíflega sáluhólpinn,
hversu ódrengilega sem hann
breytir gagnvart náunganum
eða hversu stórsyndsamlega,
sem hann lifir lífinu yfirleitt.
Hér virðist Goethe vera sama
sinnir og Marteinn Lúther, sem
metur meira trú manna heldur
en verk þeirra.
Á einum stað í seinni hlut-
anum standa eftirfarandi orð:
Þann, sem alltaf reynir fyrir
sér, er okkur fært að frelsa.
(„Wer immer strebend sich
bemiiht. Den können wir erlös
en“). Er ekki hér á ferðinni
þversögn eða hreinasta mót-
sögn, sem stangast illa á við
ofangreind orð drottins í for-
málanum á þá leið, að við-
leitni manns og villu sé ógjör-
legt að skilja að. Nú virðist
viðleitnin hins vegar vera orð-
in frumskilyrði fyrir sáluhjálp
hans og heill.
Menn vinna ekki léttara
verk en að finna viðlíka mót-
sagnir og þá, sem hér hefir ver-
ið lítillega drepió' á, enda er
ekki ofmælt, að hugur Fásts
eins og reyndar hugir flestra
manna, sé gapandi safnþró æp-
andi mótsagna.
Fást hefur sökkt sér svo
heilshugar niður í fræði sín,
að lífið hefur lengstum liðið
hjá, án þess að hann hafi
notið lystisemda þess. Honum
er þó ekki kappsmál að höndla
sams konar hamingju og þá,
sem fellur geðspektarmönn-
um í skaut eöa nánar tiltekið
öllum þeim, sem láta sér lynda
að lifa lífinu án grúsks og
teljandi heilabrota eða nær-
göngulla spurninga u.n næsta
líf og freklegrar hnýsni um
hinztu rök. Nú skal láta gamm-
inn geysa um víðan vang og
allt reyna, vegna þess að í
upphafi var ekki orðið heldur
athöfnin, eða eins og Goethe
segir á sínu máli:
„Im Anfang war die Tat“.
Fást er óseðjandi. Hann
krefst einlægt nýrrar og nýrr-
ar reynslu og getur hvc.gi
numið staðar. Hann hrekst
mótsagna á milli og kemst í
snertingu við sakleysi og sora.
Stundir unaðar og þjáninga
skiptast á. Hann berst stöóugt
áfram með tímans straumi
(„das Rauschen der Zeit“) og
rás Viðburða „das Rollen der
Begebenheit"). Þessum leit-
andi anda, sem vill eignast
bæði jarðríki og guðsríki í
senn, er meinað að ná marki,
vegna þess að maðurinn er
hálfráðin gáta og ófuUkomn-
un, en guð aftur á móti full-
komnun og óendanleiki. Og
Fást er með þeim ósköpum
gerður, að hann getur ekki
óleitandi, óstarfaridi né óspyrj-
andi verið frekar en Hamlet og
Pétur Gautur svo nefndir séu
tveir hálfbræður hans úr heimi
bókmennta. Þar sem Mefisto-
feles lýsir honum í formálanum
á himni á ólíkt meistaralegri
hátt heldur en mér er unnt,
er ekki úr vegi að gefa hon-
um orðið hér: (Mefistofeles
svarar drottni).
Víst mjög svo undarleigur
skósveinn þinn!
Ei jarðar fæðu og drykk
sá dári skeytir,
en dul og vil hann teygir
í óraleitir,
og þó til hálfs er honum
æðið Ijóst.
Hann kysi að' höndla
himins stjömusveitir
og hvert það yndi, er
mennskum lýð því Ijóst,
en ekkert nær né fjær
þann fullnað veitir,
er firði hans þreyjulausa
brjóst.
(Þýð: Magnúsar Ásgeirss.)
í samningum, sem Mefisto-
feles og Fást gera sín á milli,
setur sá síðarnefndi það skil-
yrði, að lífsreynslan veiti hon-
um nautn og ánægju. Úr því
málum er þannig háttað,
skyldi maður ætla, að Mefisto-
feles legði sig í framkróka til
aó' fullnægja þessu mikilvæga
skilyrði og vinna þar með
veðmálið, en því er, hversu
undarlegt sem það má heita,
á annan veg farið. Hann gerir
bókstaflega ekki neitt til að
ná tangarhaldi á sálu Fásts
eða veita honum slíka fullnæg-
ingu, að hann geti sagt við
líðandi stund: „Ver þú kyrr,
þú ert svo fögur". („Verweile
doch, du bist so schön“). Það
virðist sem Mefistofeles geri
sér enga rellu út af þessu
og sé því í rauninni andskotans
sama hvort hann verði einni
sálu ríkari eða fátækari. Ein-
sætt er að slíkur tvíveðrungur
hlýtur að diraga talsvert úr
seiðmagni sjónleiksins og
mætti, en um leið er rétt að
hafa það fast í huga, að Fást
er ekki leikrit í venjulegum
skilningi heldur leikrænn ljóða
bálkur úr sundurleitustu
erindum, saniinn af skáldi,
sem var mjög einkennt frá
öðrum mönnum að' andlegum
yfirburðum
A breiðtjald mannlegrar
reynslu er brugðið upp óskyl -
ustu og fjölbreytilegustu
myndum. í hugskoti höfundar
búa hreinustu gersemar: há-
leitar hugsanir og djúpstæðar
tilfinningar. Goethe spannar
yfir svo ótrúlega vítt hugsaaa-