Morgunblaðið - 20.12.2005, Síða 2
ÍÞRÓTTIR
2 C ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
England
1. deild
QPR – Coventry........................................0:1
Gary McSheffrey (vsp.) 87.
Staðan:
Reading 24 18 5 1 48:12 59
Sheff. Utd 24 16 5 3 46:21 53
Watford 24 10 9 5 39:31 39
Leeds 23 11 6 6 28:21 39
Stoke City 24 12 1 11 32:34 37
Wolves 24 8 11 5 29:20 35
Cardiff 24 9 8 7 33:26 35
Burnley 24 10 5 9 35:30 35
Preston 24 7 13 4 27:21 34
Luton 24 10 4 10 35:35 34
Cr. Palace 23 9 6 8 33:26 33
Southampton 24 6 14 4 26:22 32
Norwich 24 8 5 11 26:31 29
QPR 24 7 8 9 27:34 29
Ipswich 24 7 8 9 27:36 29
Coventry 24 6 10 8 29:34 28
Derby 24 5 12 7 30:33 27
Hull 24 6 8 10 22:27 26
Leicester 23 5 10 8 26:29 25
Plymouth 23 5 9 9 20:29 24
Brighton 24 3 13 8 24:36 22
Sheff. Wed. 24 4 8 12 17:30 20
Crewe 24 4 8 12 25:46 20
Millwall 24 3 8 13 17:37 17
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla
Narfi – SR ..................................................3:6
SA – Björninn ..........................................11:4
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Atlanta – Denver ...............................110:107
Eftir framlengingu.
LA Lakers – Houston ...........................74:76
Portland – Washington.........................97:92
Toronto – 76ers....................................80:107
New Jersey – Golden State ................118:90
New Orleans – San Antonio .................89:76
Dallas – Minnesota..............................102:95
HANDKNATTLEIKUR
Tvir stórleikir verða í þýsku 1. deildar-
keppninni í kvöld. Kiel fær Afreð Gíslason
og lærisveina hans hjá Magdeburg í heims-
kón og Flensburg mætir Gummersbach.
Sí
brett
minn
æfin
urinn
ingin
brau
mjög
íþrót
inga
arinn
inum
Þega
að h
„VE
bygg
frjál
Gun
mill
þjálf
und
og la
Eftir
iben@
H
öllin er vafalaust ein
mesta bylting sem átt
hefur sér stað í að-
stöðu til æfinga og
keppni í frjálsíþróttum
hér á landi. Aðstaðan er hins vegar
eitt og aukinn áhugi og bættur ár-
angur er annað. Þráinn segir menn
vera sér vel meðvitandi um að nú
þurfi félögin að nýta sér þann með-
byr sem þau hafi með bættri að-
stöðu til þess að vinna sitt starf og
ná til barna og ungmenna. Það
verði að vinna fyrir þátttakend-
unum.
„Það er Reykjavíkurfélaganna
að spila vel úr þeim möguleikum
sem húsið gefur. Í því sambandi er
fyrirhugað verulegt kynningarátak
í byrjun næsta árs í allri borginni.
Þá verður sendur kynningarbæk-
lingur inn á öll heimili í Reykjavík,
boð til barna og unglinga í opið hús
í Laugardalshöll til að prófa að
mæta á æfingar. Þá munu félögin
einnig heimsækja grunnskóla og
standa fyrir kynningum í grunn-
skólum borgarinnar og fleiru í
þeim dúr,“ segir Þráinn.
Góð samvinna frá upphafi
Þráinn segir að á meðan á hönn-
un hússins stóð hafi mjög gott og
mikið samráð verið haft við sér-
fræðinga innan frjálsíþróttahreyf-
ingarinnar til þess að gera húsið
eins vel úr garði og kostur er. Slíkt
samráð hafi verið afar mikilvægt
og það skili sér í betra mannvirki
og fyrir það beri að þakka.
„Við fengum mörgum atriðum
breytt okkur í hag frá fyrstu hug-
myndum. Þetta mikla og góða
samráð náði til útfærslu á keppnis-
og æfingasalnum sjálfum, til
áhalda og tækja til keppni og æf-
inga og sérhannaðrar lyftinga- og
þrekaðstöðu fyrir frjálsar. Þetta
samstarf hefur verið alveg til fyr-
irmyndar og eins samstarfið við
rekstraraðila Hallarinnar og
starfsfólk það sem af er frá opn-
un,“ segir Þráinn og bætir við að
góð reynsla sé fengin eftir nokk-
urra vikna æfingar í Höllinni. „Við
erum ennfremur mjög ánægðir
með að öll tæki voru keypt ný inn
og nóg af þeim. Farið var eftir
okkar óskum í þeim efnum. Ekki
var nýtt eitthvað gamalt og úr sér
gengið til þess að spara krónur
sem síðar hefði hvort eð er þurft
að skipta út.“
Bylting í mótahaldi
Þráinn er þrautreyndur keppn-
ismaður og m.a. fyrrverandi Ís-
landsmethafi í tugþraut. Hann hef-
ur víða farið sem keppnismaður og
síðar sem þjálfari. Einnig var hann
um nokkurra ára skeið einn skipu-
leggjenda Stórmóts ÍR á árunum í
kringum aldamót. Mótið laðaði að
sér þekkta erlenda í íþróttamenn
til keppni við fremstu frjálsíþrótta-
menn Íslands á þeim tíma auk þess
sem þúsundir manna mættu til að
horfa á frjálsíþróttakeppni við
frekar frumstæðar aðstæður í
Laugardalshöll. Nú er móthald við
þær aðstæður liðin tíð með tilkomu
nýju íþróttahallarinnar auk þess
sem umhverfi frjálsíþróttamóta
hér á landi gjörbreytist þar sem nú
verður hægt að keppa í fjölmörg-
um greinum við fullkomnar að-
stæður, greinum sem aldrei hefur
jafnvel verið hægt að keppa í hér á
landi, s.s. flestum tegundum
hlaupa, hvort sem um er að ræða
styttri eða lengri vegalengdir.
„Höllin gefur frjálsíþróttahreyf-
ingunni loks möguleika til að halda
heimsklassamót í öllum innanhúss
frjálsíþróttagreinum. Höllin setur
okkur jafnfætis öðrum þjóðum
hvað varðar möguleika til móta-
halds innanhúss og gefur okkur
tækifæri til að laða hingað frjáls-
íþróttamenn í fremstu röð til
keppni við toppaðstæður innan-
húss sem ekki væri hægt að bjóða
hingað að sumri til vegna veður-
farsins,“ segir Þráinn og bætir við
að af sjálfsögðu eigi þetta ekki ein-
göngu við um alþjóðleg mót; fyrst
og fremst sé um byltingu fyrir ís-
lenska frjálsíþróttamenn á öllum
aldri að ræða og þess hafi þegar
orðið vart þar sem þegar hafa ver-
ið haldin tvö mót í Höllinni.
„Mótahaldið mun aukast veru-
lega og er í því sambandi hugsað
til fleiri móta í október og nóv-
ember fyrir yngri flokkana en ver-
ið hefur. Og ný og skemmtileg mót
á hinu hefðbundna innanhúss
keppnistímabili keppnisfólksins frá
janúar til mars.
Reykjavíkurleikar verða haldnir
ÚRSLIT
Þráinn Hafsteinsson, formaður Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur,
um tilkomu frjálsíþróttahallarinnar í Laugardal
Okkar að spila úr
möguleikunum
„HÖLLIN gefur frjálsíþrótta-
félögunum í Reykjavík stórkost-
lega möguleika til að fjölga iðk-
endum og gefa ungum sem
öldnum tækifæri til að njóta
þess að stunda frjálsíþróttir.
Vaxtarmöguleikarnir hafa allt í
einu margfaldast,“ segir Þráinn
Hafsteinsson, yfirþjálfari hjá
Frjálsíþróttadeild ÍR, fyrrver-
andi landsliðsmaður og lands-
liðsþjálfari í frjálsíþróttum,
spurður um hina nýju frjáls-
íþróttahöll í Laugardal en Þrá-
inn er ennfremur formaður
Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Þorkell
Þráinn Hafsteinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari og formaður Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur,
ásamt Helgu, dóttur sinni, í nýju íþróttahöllinni, en Helga er mjög efnilegur hástökkvari hjá ÍR.
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
14. til 15. janúar. Reykjavíkur-
meistaramót í öllum aldursflokkum
sem er líka opið öllum félögum ut-
an Reykjavíkur. Þá er áformað að
Framhaldsskólamótið í frjálsum
fari fram 27. janúar.
Stórmót ÍR verður haldið 28. til
29. janúar þar sem um verður að
ræða opið mót í öllum aldursflokk-
um. Vígslumót Laugardalshallar
verður svo haldið laugardaginn 28.
janúar. Er undirbúningur þess
hafinn og stefnt að alþjóðlegu
boðsmóti með þátttöku allra bestu
frjálsíþróttamanna landsins auk
erlendra gesta.
Í febrúar verða öll Íslandsmeist-
aramótin haldin í Laugardalshöll. Í
apríl er fyrirhugað nýtt mót sem
verður sett sem fyrirtækjakeppni,
firmamót. Í byrjun maí verður svo
fjölmennt grunnskólamót.
Árlega er stefnt að einu til
þremur alþjóðlegum mótum innan-
húss svo sem Stórmóti ÍR og
Reykjavíkurleikum. Einnig er fyr-
irhugað að Norðurlandamót öld-
unga fari fram í Laugardalshöll ár-
ið 2008. Þannig að það er nóg
framundan. Við frjálsíþróttamenn
fögnum þessari löngu tímabæru og
glæsilegu aðstöðu og ætlum okkur
að nýta hana eins og kostur er
íþróttinni til framdráttar,“ segir
Þráinn Hafsteinsson, formaður
Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur og
yfirþjálfari hjá frjálsíþróttadeild
ÍR.
Br
„ÍÞRÓTTAHÖLLIN er mikil breyting fyrir okkur,“ segir Helga Þrá-
insdóttir, 16 ára hástökkvari í ÍR, sem var í óðaönn við æfingar þegar
Morgunblaðið bar að garði í nýju íþróttahöllina í Laugardal á dög-
unum. Helga hefur æft frjálsíþróttir frá sex ára aldri en nú í seinni tíð
hallað sér að hástökki og sannast þar að eplið fellur sjaldan langt frá
eikinni en móðir Helgu er Þórdís Gísladóttir, Íslandsmethafi í há-
stökki, og fremsti keppnismaður í þeirri grein í kvennaflokki sem Ís-
land hefur alið. Faðirinn, Þráinn Hafsteinsson, lagði einnig stund á
frjálsíþróttir á yngri árum og átti um nokkurra ára skeið Íslands-
metið í tugþraut.
„Hingað til höfum við verið í mjög þröngri og erfiðri aðstöðu í
Baldurshaga, ekki síst hefur verið þröngt um okkur sem leggjum
stund á hástökk, aðeins ein braut, lítil lofthæð. Hér er hins vegar allt
til alls,“ segir Helga og bætir því að það sé ólíku saman að jafna að-
stöðunni nú til æfinga og áður var í Baldurshaga við Laugardalsvöll.
„Það hefur ekki verið hægt að æfa hástökkið almennilega, aðeins með
nokkurra skrefa atrennu. Síðan var ekkert hægt að keppa í Baldurs-
haganum.“
Helga, sem æfir nú fimm sinnum í viku í íþróttahöllinni, hefur hæst
stokkið yfir 161 sentímetra og gerir sér góðar vonir um að íþrótta-
höllin muni stuðla að framförum hjá sér. „Þetta er algjör bylting og
það skilar sér alveg örugglega hjá mér og mörgum öðrum. Æfing-
arnar eru mun fjölbreyttari og skemmtilegri þar sem aðstaðan hér er
öll eins best verður á kosið. “
Helga segist ekki vera í vafa um að tilkoma íþróttahallarinnar muni
laða fleiri ungmenni að frjálsíþróttum. „Nú er aðstaðan til æfinga og
keppni mun meira aðlaðandi en áður var. “
Á síðan að leggja til atlögu við Íslandsmet móður þinnar?
„Já, vonandi tekst mér að ná því einn góðan veðurdag. Ég vonast
fyrst og fremst eftir að taka framförum núna,“ segir Helga Þráins-
dóttir og var þar með rokin í æfingar á nýjan leik.
„Hér er allt
til alls“