Tíminn - 19.02.1971, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.02.1971, Blaðsíða 4
16 TIMINN FÖSTUDAGUR 19. febrúar 1971 THOMAS DUKE: NINETTE 16 ami. Þú kemur sjálfur til mín ein- hvern tíma. Hún snerist á hæli, og gekk með mjúkum, letilegum. drepandi yndisþokka upp eftir bryggjunni. Hann horfði fokreicíur á eftir henni. Enn hafði hún komið af stað ólgunni í blóðinu. Þrýsting- urinn í gagnaugunum talaði sínu máli. Blik augna nennar hafði gert hina ævafornu kröfu: Minn líkami krefst líkama þíns. Hann gerði samanburð á henni og Wivi. Þær voru eins og haukur og dúfa. Dagurinn var eyó'ilagður — vinnu gleðin farin veg allrar veraldar. Hann var alveg i rusli. Fyrirhug- að skemmtikvöld með Wivi vat ekki einu sinni hjálpað honum. VII. Þau sátu í hinni rúmgóðu dag- stofu Wrights hjónanna. Wivi hafði strax heillað fjöl- skylduna með ljúflegri framkomu og útliti ^ínu, svo þau höfðu stung ið upp á að hún umgengist þau eins og hún væri fjölskyldumeð- limur. Það var búið að kynna Hardy fyrir skipamiðlaranum. Hann var lágvaxinn maður, en þrekinn, með blá, köld augu. — Hún mun koma til meó að kunna við sig hérna hjá okkur, trúði hann Hardy fyrir. Rödd hans var þurr og nátíðleg, eins og hann væri að ljúka alvarleg- um samningi, hvert sinn er hann talaði. Wivi sendi honum augnatillit fullt þakklætis. Hún sat í einum þessara gömlu ruggustóla og hekl- aði. Frú Wright gekk másandi og hvásandi um stofuna með flugna- skellu í hendinni. Við og við fékk hún sér sæti, eftir haro'a sókn á flugurnar, og stundi við. Charles þvoði upp frammi í eldhúsinu. — Eigum við ekki að fá okk ur göngutúr, sagði Hardy og horfði spyrjandi á Wivi, sem lét hekludótið falla niður í keltu sína, og brosti. — Því þá það, vió' höf- um það svo huggulegt hérna. Hann horfði örvæntingarfullur á hana. Ef þetta var hugmynd hennar um heimilisyndi, ja, guð náði hana þá, og þau bæði. — Ég sendi pappírana í kvöld, sagði hann um leið og hann stóð þunglega á fætur. — Já ' geró'u það, vinur minn, sagði hún blíðlega. Fjandinn hafi það, þessa þró- un málanna hafði hann hreint ekki séð fyrir. Átti hann virki- lega að sitja hér. halda i hend- ina á henni, og horfa til him- ins í þessu flauels-andrúmslofti? i Hann horfði tómlega á Charles, | sem var að ganga inn í stofuna — brosandi og snyrtur. — Ah voila, hann hneigði sig auðmjúklega fyrir Hardy. — Kær-1 asta yðar virðist kunna vel við sig hérna hjá okkur. Hann horfði á hann sigri hrósandi, eins og hann renndi grun í að Hardy mundi ekki líka þetta tal alls kostar. —Jlá, það lítur út fyrir það, hann horfði þungbúinn á Charles, sem hreyfó'i sig um gólfið á sinn undariega, kvenlega hátt. — Hvers vegna verzlar ,,Ther- mopylai" aldrei hjá mér? sagði Wright, og horfði skarplega á Hardy. — Látið orð falla við skip- stjórann. Hann skal fá góða fyrir- greiðslu. — I‘m english and Im straight. Wright undirstrikaði sí'ð- ustu setninguna með því að setja hnefann í borðið. — Ja, það hef ég alls ekkert með að gera, sagði Hardy kulda- lega. Wivi leit snöggt upp, meó' „það er ekki hægt' — svip, sem varð til þess að Hardy bætti gremju- lega við það, sem hann hafði þeg- ar sagt: — Honum er fjandans sama hvaðan vörurnar koma. — Wright lést alls ekki heyra þetta síðasta, sem Hardy sagði. — Þér reynið nú þetta, sagöð hann ískuldalega. — í næsta mánuði fer Charles að heiman til þess að gegna her- þjónustu, sagði frú Wright, og beindi tali sínu til Wivi. — Það verður stór dagur fyrir okkur öll. Hún horfði á son sinn votum aug- Charles stóð réttur, og beinöi tveim fingrum upp aö hrokknum ennistoppnum. Hann fann að augu Wivi mundu hvíla á sér. — Þér eruð kannski einkason- ur? Wivi horfði spyrjandi á hann. Charles roðnaði og ætlaði að fara i að svara, en móðir hans var fyrri til: — Jiá, guö*i sé lof. Hann er yndislegur drengur — hann tek- ur við fyrirtækinu þegar við leggj um upp laupana — og hann er ósvikinn af því. . . Hardy fannst hann endilega þurfa að rústmölva eitt eða ann- að. Hann varð að leggja bönd á sig til þess að taka ekki þennan aukvisa og brjóta í honum hvert einasta bein, ef nokkur bein voru þá í þessu lindýri. Nei, strax á morgun skyldi hann finna nýjan samastað handa Wivi, hér var orö- ið óþolandi að vera stundinni lengur. Hann fann að það mundi gefa honum alveg yndislega útrás, ef hann keyrði báða hnefana ofan í borðið, og segöi meiningu sína um þetta heimili. Það yrði gaman að sjá svipinn á þessum blóðlausu aumingjum. Hardy hrökk ósjálfrátt við, hann óttaðist þessar hugsanir. Hann hafði í raun og veru met- ið Wivi að líku og hin. En hún var ágæt, bara að þau fengju að tala saman í næði. Herra guð, hann hafði engar taugar til þess að sitja hér og setja hugsanir sín- ar og skoðanir í harðlokaða sviga. Mætti hann ekki vera meö' fólki, sem segði meiningu sína, eða þá einn með Wivi, væri allt á helj- arþröm. — Ég fer á pósthúsið, sagði hann kuldalega, og stóð á fætur. — Já, og ég fer upp að hátta rétt strax, það er framorðiö', sagði Wivi um leið og hún lagði frá sér saumadót sitt. Hardy skellti hurðinni þéttings fast á eftir sér. Hann krossbölv- aði á leið sinni niður dimma göt- una, honum var það nokkur létt- ir. Marga vankanta þurfti að að strjúka af honum sjálfum — það vissi hann vel — ef hann ætti að geðjast Wivi. Auðvitað var bað hann, sem var Svartipéturinn í þessu öllu saman. Hann var sjálf sagt orðinn hálfgerður villimaöHir í seinni tíð. Og þetta með Nin- ette ætlaði að verða honum þungt í skauti. Ef nann hugsaði ekki um Wivi, þá var það Ninette, sú glæsta meri. En nú fékk hann góó'a hugmynd — að honum skyldi ekki hafa dottið þetta í hug fyrri. Hún gat sem bezt sof- ið um borð í ,,Thermopylai“. Þar voru að minnsta kosti tvær koj- ur auðar, og sérherbergi. Þar mundi fara vel um hana, og „sá gamli‘ mundi ekki verða mjög erfiður ef Maríus igengi í málið. Hann herti gönguna, og náði mec? naumindum til pósthússins í tæka tíð. Hann var kominn í ágætt skap þegar hann hljóp upp tröppura- ar og opnaði herbergið. Hún var háttuð og las í bæklingi um Cann es. — Jæja stúlka mín, nú er pabbi búinn að finna lausnina. í næstu viku geturðu flutt um borð í snekkjuna, er þaö' ekki alveg fyrirtak? Grænu augun hennar urðu ákaf lega stór. — Hvað meinarðu eig- inlega? sagði hún með öndina í hálsinum. — Og — um borð í skip — innanum sjómenn — aldrei. Hún hristi höfuðið til 4- herzlu. — Þar að auki líkar mér ágætlega hér. — Heyrðu mig, Pylle, það var gælunafnið á henni, sem hann not aði nú í fyrsta sinn í fjögur ár. Hann talaði eins og að hann væri að tala við bam. — Geturðu ekki skiliö' að þetta er óþolandi fyrir okkur. Ég get ekki hugsað til þess að sitja hjá þeim, kannski oft í hverri viku. Þau eru að þrengja sér inn í einkalíf okkar. Við skul- um reyna að vera með sjálfum okkur, fara í gönguferðir upp í fjöllin á sunnudögum — og kannski svipast um niður við höfnina á kvöldin. — Þaö' vil ég mjög gjaman, en í kvöld langaði mig ekki. Þú hef- ur algerlega misskilið þessar manneskjur hérna — og hveraig þú gazt komið fram við þær í er föstudagurinn 19. febrúar Árdegisháflæði í Rvík kl. 11.57. Tungl í hásuðri kl. (8.02). HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan i BorgarspítalaD' nm er opin hllar sólarhringinn Aðeins móttaka slasaði a Stmi 81212 Slökkviliði? og sjUkrabtfreiðii '"vr ir Revklavík os Rópavos stmi 11100 SjUkrahifreíð i Hafnarfirði sim) 51336 Almennar upplýsingar um la’ .na þjónustn 1 borginni eru eefnar simsvara Læknafélass Revkiaviti ur. slm. 18888 Fæðingarheimilið i Kópavngi Hlíðarvegi 10. simi 42t>»4 Tannlæknavakt er i Heilsuv^rm. r stöðinnl. þai sem Slvsavarðstot an var. og er opin lausardasa >t sunnudags kx 0—0 e. h Slmi 22411 Kópavogs Apótek er opi? dasa kl 9—19 laugardasa kl 0 —14, V' "Haga fcl 13—lö Keflavíku, Apótek er opt? virka daga fcl 9—19, laugardaga fcl i—14 helvldasa 13—lb Apótek tlafnarfjarðai er opið alla virka daga frá fcl 9—7. ft laus ardögum kl 9— 2 og á sunnu lögum og öðrum helgidögum u opið frá kl. 2—4 Mæniicnttqrhól’ fyrir full orðna fer fram l He.'suverndar stöð Reykjavíkur á mánudögum kl 17—18 Gengið lnn frá Bar ónsstis vfir brúna Kvöld- og helgarvörzlu Apóteka i Reykjavík vikuna 13.— 19. febr annast Vesturbæjar Apó- tek og Háaleitis-Apótek Nætur- varzla er I Skipho’"’ 1. Næturvörzlu i Keflavík 19. 2. annast Arnbjörn Ólafsson. SIGLÍNGAR __________________ Skipaútgerð ríkisins: Hekla var á Sauðárkróki síðdegis í gær á vesturleið. Herjólfur fer frá Hornafirði í dag til Vestmanna- eyja. Herðubreið fer frá Rvík á laugardaginn vestur um land í hringferð. Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell er í Rotterdam, fer það- an á morgun til Hull og Rvíkur. Jökulfell fór 12. þ.m. frá Keflavík til New Bedford. Dísarfell fór í gær frá Akureyri til Kaupmanna- hafnar, Ventspils og Svendborgar. Litlafell losar á Húnaflóahöfnum, Helgafell fer væntanlega í dag frá Heröya til Reyðarfjarðar. Stapa- fell losar á Norðurlandshöfnum Mælifell fór 16. þ.m. frá Rvík til Sikileyjar. ORÐSENPÍNG ____________ Frá Guðspekifélaginu fundur í Stúkunni Septínu í kvöld föstudaginn 19. febrúar kl. 9. Sig- valdi Hjálmarsson flytur erindi er nefnist: Þekktu sjálfan þig. Aðventkirkjan Reykjavík. Laugardagur: Biblíurannsókn kl. 9:45 f.h. Guðsþjónusta kl. 11. O. J. Olsen prédikar. Sunnudagur: Sam- koma kl. 5. Ræðumaður Sigurður Bjarnason. Aðventkirkjan Vestmannaeyjum: Sunnudagur: Samkoma kl. 5. Ræðu maður S. B. Johansen. Safnaðarheimili Aðventista Kefla- vík: Laugardagur: Guðsþjónusta kl. 11. Sunnudagur: Samkoma kl. 5. St.in- þór Þóuðarson. Geðvemdarfélag íslands. Munið frimerk.iasöfnun Geðvernd- ar, pósthólf 1308, Rvík. A skrif stofu félagsins. Veltusundi 3, eru til sölu nokkrar frímerkjaarkir, allt frá 1931. einnig inm'end og erlend frimerki. Fótaaögerðastofa aldraðra i Kópavogi er opin eins og áður alla mánudaga eftir hádegi. Uppl. i sima 41886 Föstudaga og mánu- daga kl 11—12 í.h Minningarspjöld Kvenfclagsins Hvítabandið, fást hjá: Arndísi Þorvaldsdóttur, Vestur- götu 10 (umb. Happdr Háskól- ans), Helgu Þorgilsdóttui, Víði- mel 37. Jórunni Guðnadóttur. Nökkvavogí 27. Þuríði Þorvalds- dóttur. Öldugötu 55. Skartgripa- verzlun Jóns Sigtnundssonar, Laugavegi 8. Minningarkort Styrktarfélags vangefinna fást í Rókabúð Æskunnar Bóka- verzlun Snæbjarnar, verz.' Hlin, Skólavörðustíg 18, Minningabúð- inni, Laugavegi 56, ve. ... > blórnið, Rofabæ 7 og skrifstofu fé- lagsins, Laugavegi 11, sími 15941. HJÓNABAND GENGISSKRÁNING Nýlega voru gefin saman í Havndmp kirkju á Fjbni, Guðrún Pedersen og Jörgen Bergholdt, vélvirki. Hcimili þeirra verður að Ávænget 2, Havndrup. Nr. 18 — 16. febrúar 1971 1 Bandar. dollar 87,90 88,10 1 Sterlingspund 212,55 216,05 1 Kanadadollar 87,15 87,35 100 Danskar kr. 1.174,44 1.177,10 100 Norskaa- kr 1.230,70 1.233,50 100 Sænskar kr. 1.696,94 1.700,80 100 Finnsik mörk 2.109,42 2.114,20 100 Framskir fr. 1.593,80 1^97.40 100 Belg. fr. 177,15 177.55 100 Svisisn. fr. 2.045,00 2.049,66 100 Gyllinj 2.443,80 2.449,30 100 V-þýzk mörk 2.421,00 2.425 42 100 Lírur 14,10 14,14 100 Austurr. sch. 339,35 340,13 100 Escudos 308,55 309,25 100 Pesetar 126,27 126,55 100 RekningsikrómiT Vöruskiptalönd 99,86 100,14 1 Reikningsdollar Vöruskiptalönd 87,90 88,10 1 Reikningspund Vöruskiptalönd 210,95 211,45 Lárétt: 1) Lífstíðar 6) Slæ 7) Alít 9) Sár 11) Eyja 12) Fæddi 13) Egg 15) Óhreinkj 16) Slæm 18) Leggi undir. Krossgáta Nr. 738 Lóðrétt: 1) Frændi 2) Vond 3) Drykkur 4) Þoku 5) Ásjónu 8) Vafi 10) Veiði- tæki 14) Málmur 15) Fæði 17) Tveir -ins. Ráðning á Krossgátu nr. 737: Lárétt: 1) Þvottur 6) Dái 7) Öld 9) Lóu 11) Nái 12) RS 13) Gný 15) Bót 16) Ról 18) Ráðkænn. Lóðrétt: 1) Þröngur 2) Odd 3) Tá 4) Til 5) Raustin 8) Lán 10) Óró 14) Ýrð 15) Blæ 17) Ók.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.