Tíminn - 19.02.1971, Page 8

Tíminn - 19.02.1971, Page 8
y—--..................— Mengunar- rannsóknum viö Reykja- vík lýkur í marz EJ—Reykjavík, fimmtudag. Á næstu mánuðum verður væntanlega lokið að vinna úr öllum niðurstöðum þeirra at- hugana, sem á sh.'asta ári fóru fram á mengun í sjónum um- hverfis Reykjank vegna hol- ræsa sem liggja í sjó fram. Þær athuganir, sem hér um ræðir, voru gerðar í samvinnu við danskt fyrirtæki, Isotop- centralen í Kaupmannahöfn, og náðu þær til sjávansíðunnar frá Bessastaðanesi í Garðahreppi að Geldinganesi. Gatnamálastjóri Reykjavíkur, Ingi Ú. Magnússon, skýrði frá þessum rannsóknum á ráð- stefnu Sambands ísl. sveitar- félaga um umhverfisvernd. Þessar rannsóknir fóru hér fram á tímalbilinu 25. júní s.l. til 10. ágúst. Dvöldu hér 2 menn frá Isotopcentralen og ram'kvæmdu mjög umfangsmikl ar rannsóknir með því að setja út ísotopa í sjóinn umhverfis Reykjavilk og nágrenni og mæla síðan feril þeirra og dreifingu. Við þessar mælingar var not- aður bátur Slysavarnafélags fslands „Gísli Johnsen". Alls komu 15 sendingar af geisla- virku efni flugleiðis frá kjarn- orkutilraunastöðinni í Ris0 í Danmörku á 2ja—3ja daga fresti og voru settir út á 17 stöðum á svæðinu kringum borgarlandið. f samvinnu viö Hafrannsóknarstofnunina voru settir niður sjálfritandi straum maalar á nokkrum stöðum og ennfremur gerðar straummæl- ingar í nokkrum þversniðum. Þá sá Hafrannsóknarstofnunin einnig um mælingar á hitastigi og seltu og töku sýnishorna og rannsóknir á næringarsöltum. Rannsóknarstofan á Keldum sá um veirurannsóknir á sýnis- hornum úr aðalholræsunum. Þá voru gerðar mjög umfangs- miklar gerlarannsóknir og telkin sýnishorn til þeirra úr sjónum á fjölmörgum stöðum á mæli- svæðinu, úr sjávarbotninum við útrásirnar og ennfremur úr ýmsum aó'alholræsum borgar- innar. Allar þessar gerlarann- sóknir voru framkvæmdar af Rannsóknarstofnun Fiskiðnað- arins. Gert er ráð fyrir. að lok ió‘ verðj við að vinna úr öllum niðurstöðum þessara athuigana á þessu ári og er sú skýrsla væntanleg í júlímánuol í>egar skýrslan liggur fyrir, verður hægt að fara að vinna að þeim ráðstöfunum, sem þarf að gera í sambandi við útrásir holræs- anna þannig að mengun af þeirra völdum verði það lítil, að allir megi vel við una í fram tíðinni. — sagði gatnamála- stjóri. Svartfugl sýndur í Þjóðleikhúsinu f byrjun marzmánaðar frum- sýnir Þjóðleikhúsið Svartfugl, en Örnólfur Árnason hefur samið leikritið cftir samnefndri skáld- sögu Gunnars Gunnarssonar. Leik- stjóri er. Bencdikt Árnason. Leik- myndateikningar gerir Gunnar | Bjarnason, en Lárus Tngólfss. sér! um búninga í lcikinn. Leifur Þór- arinsson semur tónlist þá, er flutt verður með leiknum. Hlutverkin í leiknum eru um 25, en með lielztu hlutverkin fara: \ Rúrik Haraldsson leikur Bjarna Bjarnason á Sjöundá, og Krist- björg Kjeld leikur Steinunni Sveinsdóttur. Gísli Alfreðsson lcik ur séra Eyjólf Kolbeinsson, Gunn ar Eyjólfsson fer með hlutverk Schevings sýslumanns og Baldvin Halldórsson er Einar í Kollsvík, verjandinn. Ýmsir aðrir af þekkt um leikurum Þjóðleikhússins fara með stór hlutverk í leiknum. Æfingar hófust í byrjun janúar og er þetta mikla verk mjög sein- æft, en atriðin í leiknum eru yfir 2°, í annálum segir svo á því herr- ans ári 1802: „Vestan úr Barðastr.sýslu berast nú þau voðatíðindi, að á bænum Sjöundá í Rauðasandshreppi hafi verið framin tvö morð. Á bænum er tvíbýli og bjuggu á annarri hálflendunni hjónin Bjarni Bjarnason og Guðrún Egilsdóttir. Mótbýlisfólk þeirra voru hjónin Skjóna komin á þing TK-Reykjavík, fimmtudag. Pálmi Jónsson mælti fyrir frum varpi sínu um breyting á lögum um hefð þess efnis að ákvæði lag- anna næðu ekki til búpenings, í neðri deild Alþingis í dag. Kom til nokkurra orðahnippinga milli Björns Pálssonar og Páima og Gunnars Gíslasonar. Björn Pálsson sagði, að þetta frumvarp væri mjög óviturlegt að efni og formi. Ástæðan til þess að Páimi flytti þetta frumvarp væri sú, að hið svonefnda Skjónu- mál hefði farið á annan veg en skjólstæðingar Pálma hefðu kos- ið. Hefði Pálmi tjáð sér, að hann hefði beðið með að leggja frum- varpið fram þar til dómur í Skjónumálinu félli. Þá sagði Björn ,að frumvarpið myndi að einhverju leyti runnið undan rifj um Eyjólfs Konráðs Jónssonar, og flutningur þess sýndi, að þeir Pálmi hefðu átt þátt í að Skjónu- málið varð til og þeir myndu bera það með sér í frakkavösun- um meðan þeir lifðu, að þeir hefðu átt óbeinan hlut að þessu | máli. Björn sagðist hafa ástæðu til að ætla, að þeir Eyjólfur og Pálmi hafi ætlað að ríða Skjónu til þings að sumri komanda, og væru sárir yfir því, að hafa dottið af baki. Þess vcgna væri frum- varpið flutt. Björn rakti ýmis at- riði Skjónumálsins nánar og verður skýrt frá því síðar. Jón Þorgrímsson og Steinunn Sveinsdóttir. í aprílmánuði í vor hvarf Jón Þorgrímsson og var tal- ÓÓ-Króksfjarðarnesi. fimmtudag. Síðdegis í gær vildi það óhapp til, að jarðýta, sem var að vinna við snjómokstur í Gilsfirði að vestanverðu, hrapaði í hárri fjalls hlíð. Þetta var vestan til í Gils- firði, skammt frá Mávadalsá. Jarð ýtustjórinn, Guðmundur Hjartar- son, kom ómeiddur úr vélinni, og mun það vera því að þakka, að dyr vélarhússins voru opnar, og hann gat stokkið út á þvf augna- ið að hann hefði hrapað fyrir hamra. í júlímánuði andaðist kon an á hinum bænum, Guðrún Egils dóttir, mjög snögglega. Kvittur mun hafa komið upp um það í sveitinni, að dauðsföll þessi væru ekki með eðlilegum hætti. Gengu sögur um það, að samdráttur hefði átt sér stað milli þeirra Bjarna manns Guðrúnar og Stein- unnar konu Jóns. Þó munu menn ekki almennt hafa fengið sig til þess að trúa því. að framdir hafi verið þeir stórglæpir, sem nú er raun á orðin.“ Þessir óhugnanlegu atburðir á Sjöundá verða svo uppistaðan í skáldsögunni Svartfugli, sem er eitt af mestu snilldarverkum Gunnars Gunnarssonar, og er þá mikið sagt. Þess gerist vart þörf að kynna þessa gagnmerku bók, því hún mun hafa verið lesin af flestum íslendingum, er komnir eru til vits og ára. Gunnar mun hafa skrifað Svart fugl í Kaupmannahöfn, veturinn 1928—1929, eftir að hafa rann- sakað dóms-skjöl og aðrar heim- ildir um Sjöundár-málið mjög ná- kvæmlega. Bókin var gefin út í Kaupmannahöfn haustið 1929 og var síðar þýdd á íslenzku af Magnúsi Ásgeirssyni, en eins og fyrr segir þá er það Ömólfur Árnason, sem gert hefur leikritið eftir sögunni , bliki, sem vélin vó salt á vegbrún- inni. Fjallshlíðin er snarbrött á þessum slóðum, og mun fallið hafa verið næstum lóðrétt fjörutíu til fimmtíu metra. Auk þess sem hús ýtunnar er mölbrotið, er hún talsvert mikið skemmd að öðru leyti, en þær skemmdir hafa ekki verið kannaðar ennþá, enda ekki möguleiki, þar sem ekki hefur enn tekizt að ná verkfærinu upp aftur. Yta féll 40 metra Mál Daníels gegn sjúkrahúsinu á Húsavík: MEIRIHLUTIDÓMSINS VEITTIDANÍEL BÆTUR EJ-Reykjavík, fimmtudag. f dag var kveðinn upp dómur • í skaðabótamáli því, sem Daníel | Daníelsson, fyrrverandi yfirlækniri á sjúkrahúsinu á Húsavík, höfðaði; á hendur sjúkrahúsinu. Dómur- inn, sem var skipaður þremur mönnum, klofnaði, en meirihlut- inn dæmdi Daníel 160 þúsund kr. í bætur með 7% vöxtum frá 30. september 1969 til greiðsludags, og 50 þúsund krónur í málskostn- að, en einn dómenda vildi sýkna sjúkrahúsið. Mál þetta var höfðað með stefnu fyrir tæpu ári, eða 27. febrúar 1970, en Daníel hætti sem kunnugt er störfum haustið 1969, eftir að hafa verið sagt upp. Var þetta mikið deilumál á sínum tíma, eins og lesendur muna væntanlega eftir. Daníel höfðaði mál og krafðist skaðabóta af sjúkrahúsinu. Meiri- hluti dómsins, Guðm. Jónsson, borgardómari og Guðmundur Pét ursson, læknir, úrskurðuðu eftir farandi dómsorð: „Stefndi, Sjúkrahúsið í Húsa- vík s.f., greiði stefnanda, Daníel Daníelssyni, kr. 160 þúsund með 7% ársvöxtum frá 30. september 1969 til greiðsludags, og kr. 50 þúsund í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að telja, að viðlagðri aðför að lögurn". Forseti dómsins, Stefán Már Stefánsson, borgardómari, hafði eftirfarandi sérákvæði: „Stefndi, Sjúkrahúsið í Húsa- vík s.f., á að vera sýkn af kröfu stefnanda, Daníels Daníelssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður.“ Frá D-listanum í Iðju Eins og kunnugt er fara fram j stjórnarkosningar í Iðju, félagi j verksmiðjufólks í Reykjavík, á laugardag og sunnudag. Atkvæða- greiðsla fer fram að Skólavörðu- stíg 16, og stendur laugardag kl. 10—19 og sunnudag kl. 10—21. Tveir listar eru í kjöri, B-listi stjórnarinnar og D-listi óháðra félaga í Iðju. Blaðinu barst í gær eftirfarandi frá D-listanum í Iðju: Þar sem enginn stjórnmálaflokk I ur stendur að baki framboðs D- listans, biðjum við Iðjufélaga að hafa samband við síma okkar. Við munum ekki gcta haft kosninga- skrifstofu, vegna kostnaðar, en notið símana 37668, 18496, 40279 og 41256. Iðjufélagar, gerið félagið að félaginu ykkar svo það standi vörð um liag og rétt félaganna. D-listinn er listi óliáðra félaga í Iðju. D-listinn. Gunnar Gunnarsson Örnólfur Árnason Hvergerðingar Olfusingar Aðalfundur í Framsóknarfélag- inu vcrður haldinn laugardaginn 20. þessa mán- aðar kl. 2 e.h. á venjulegum fundarstað. Helgi Bergs rit- ari Framsóknar- flokksins mætir á fundinum. — Félagsmenn fjöl mennið og takið með ykkur nýja félaga. Stjórnin. Keflvíkingar Suðurnesjamenn Björk, félag fram sóknarkvenna í Keflavík heldur Framsóknarvist í Aðalveri, sunnu- daginn 21. febrú- ar kl. 21. Húsið verður opnað kl. 20:30. Þetta er fyrsta kvöldið í þriggja kvölda keppni. Jón Skaftason alþingis- maður flvtur ávarp i kaffihléi. Baldur Hólmgeirsson stjórnar vistinni. Góð verðlaun. — Allir velkomin. — Skemmtinefndin. Opirm stjórnar- fundur í F.U.F. Fclag ungra framsóknarmanna i Reykjavík heldur opinn stjórnar- fund laugardaginn 20. febrúar næst komandi að Hringbraut 30 og hefst bann kl. 14. Félagsmenn, sem fylgj ast vilja með starfsemi stjórnar- innar og gera tillögur um ný verk- efni, eru hvattir til að mæta. Stjórnin.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.