Tíminn - 19.03.1971, Qupperneq 4
16
FÖSTUDAGUR 19. marz 1971
TIMINN
THOMAS DUKE:
NINETTE
40
al gestanna. Hún kom nefnilega
stundum hingað til þess að ná
sér í efni fyrir blað sitt. Nokkur
andlit kannaðist hann við frá
hinni frægu brúðkaupsveizl
sinni. Og þarna sat „Hafnsögumað
urinn“ ekki alllangt frá Maríusi,
en þennan daginn var ekkert sam
band þeirra á milli. Eftir hið
prinslega hanastélspartý var „Hafn
sögumaðurinn“ áreiðanlega kom-
inn á þá skoðun að fyrst um sinn
væri hyggilegast að ganga fremur
hægt um gleðinnar dyr.
— Hvað er að sjá þig? Maríus
glápti forvitnislega framan í
hann. — Hvar hefur þú orðið þér
úti um skrámur. Hann hallaði sér
aftur á bak í stólnum og beið í
spenningi eftir nánari skýringum.
— Þú hefur líklega snoppungað
þau?
— Ekki gerði ég það, svaraði
Hardy önugur. Hann var ekki
reiðubúinn til þess að standa í
sjóprófi.
— Jæja þá, sagði Maríus von-
svikinn
Hardy var í þann veginn að
snúa sér frá þeim og ganga fram
á salemið til að laga sig ofurlítið
til, þegar Maríus tók að korra
upp úr eins manns hljóði. Hann
lá að háifu leyti ofan á borðinu
og greip andann á lofti.
— Þú, stundi hann upp. —
Þetta er gamalt mein — hjartað.
Andardrátturinn var nú orðinn
reglulegur.
Sally rak upp vein og fleygði
Bibi frá sér á gólfið, sem stað-
næmdist á hryggskildinum og
komst því ekki á lappimar. Hún
losaði í skyndi um hálsklútinn á
Maríusi og hljóp svo í símann.
Hinar hávæm samræður í veit-
ingastofunni hljóðnuðu á sama
andartaki og Sally fleygði skjald-
bökunni. Þetta uppistand með
Maríus voru hreinir smámunir í
augum sjómannanna. Allt öðru
máli gegndi um Bibi. Aldrei í
manna minnum hafði skjaldbak-
an Bibi fengið aðra eins útreið.
Og það af hendi sjálfrar madöm-
unnar.
Gestirnir neyddust nú samt til
þess að horfa með nokkurri við-
urkenningu á Maríus fyrir það
eitt að geta komið Sally í þetta
ástand. Enginn fékk skilið það.
Maríus lá með lokuð augun, dró
andann þungt, og sviti spratt
fram á enninu. Hardy kraup á
hnjánum við hliðina á honum.
— Gamli, góði strákur, gamli
drengur, tautaði Hardy ósjálfrátt
upp aftur og aftur. Sjúkravagninn
hlaut að vera alveg á næstu grös-
um. Það var þó nokkuð síðan
Sally hringdi. Hardy gat ekki lit-
ið af andlitinu á Maríusi, það var
eins og hrikaleg gríma, hinir af-
mynduðu fölu andlitsdrættir, hið
eldrauða yfirskegg og bláar titr-
andi varir. Hvítt blátt og rautt —
þrílitur eins og franski fáninn.
Ætlaði þessi sjúkravagn aldrei að
koma. Sally stóð við símann og
skammaðist.
Hardy tók eftir því að_ gestirn-
ir horfðu vandræðalega á Bibi á
gólfinu. Hún lá algjörlega ósjálf-
bjarga og prjónaði fótunum upp
í loftið, þangað til „Hafnsögumað
urinn“ stóð á fætur og hjálpaði
skepnunni á réttan kjöl. Hún
stóð fyrst kyrr, eins og hún væri
að taka sólarhæðina, en fór svo
að vappa milli borðanna eins og
hún var vön. Mönnum létti fyrir
brjósti. Bibi var táknmynd þess
anda, sem sveif yfir vötnunum á
Welcome Bar. Síðast þegar Bibi
varð fyrir hnjaski. var þegar Sally
handleggsbraut hinn hávaxna
Breta. Nú hafði Sally sjálf óneit-
anlega brotið af sér, en „Hafn-
sögumaðurinn" bætti fyrir að
nokkru.
Eftir Maríusi tók enginn leng-
ur, og fyrra umræðuefni tekið
upp að nýju. Nú heyrðist í bíl-
mótor utan við og eftir augnablik
gengu tveir menn inn með sjúkra
börur á milli sín. Þeir hröðuðu
sér yfir gólfið til Maríusar, og
lögðu hann á börurnar með hand
tökum kunnáttumanna. Enginn
leit við sjúkrabörunum á útleið-
inni, menn voru allt of uPPtekn-
ir af hugmyndum sínum um það
hvernig fara mundi um úthlutun
verðlauna að lokinni kappsigling-
unni, til þess.
— Ég fer með honum, sagði
Sally, um leið og hún lagfærði
hárið. Hin svörtu augu hennar
voru fjarræn og óskýr. — Veit-
ingastofan getur passað sig sjálf
á meðan. Drengirnir munu halda
öllu í röð og reglu.
Hardy mótmælti. — Láttu mig
um þetta Sally, það verður betra
að ég fari með Maríusi.
— Þú getur látið skipstjórann
vita, sagði hún og settist inn í
vagninn. — Gerðu eins og ég segi,
vinur. Yfir henni var einhver hlý
legur virðuleiki.
— Eins og þú vilt, sagði Hardy.
Þegar öllu var á botninn hvolft
hafði hún fullt svo mikinn rétt
og hann til þess að annast um
Maríus.
Larsen skipstjóri sat að venju
í kortakelfanum, þegar Hardy kom
um borð.
— Slæm tíðindi, Capi. Maríus
er farinn á sjúkrahús, — það er
hjartað, sem er í ólagi.
Larsen skipstjóri horfði reiði-
lega á hann, spratt svo é fætur
og stappaði í gólfið. — Hvern
fjandann telur hann sér trú um.
Hann horfði ásakandi á Hardy,
eins og hann ætti sinn þátt í sjúk
dómi Maríusar.
— Jahá, hvern fjandann telur
hann sér trú um, endurtók Hardy.
Larsen skipstjóri dró augað í
pung, þegar hann horfði á Hardy:
— Eru þetta leikaraduttlungar?
Hjartað. . .
Af hreyfingum Hardys rnátti
ráða að hann var reiður: — Hon-
um leið mjög illa þegar hann fór
á sjúkrahúsið, sagði hann þung-
lega.
Larsen spýtti á gólfið.
— Já, jæja, hann getur spókað
sig þarna efra í nótt, en tíman-
lega í fyrramálið verður hann að
vera kominn til starfa. eða að
fjandinn hirði mig. Þessu til stað
festingar barði hann með hnefas
um í borðið, svo teikniáhöld og
sjókort dönsuðu.
— Allt í lagi, Capi. Eiginlega
var Hardy alveg orðlaus. Það var
ekki hægt að ræða við Larsen.
því annað hvort var hann sem
kallað er „hard case“ eða þá sinn
isveikur. Hann ræskti til og sagði:
— Góða nótt, Capi.
Haltu kjafti, urraði Larsen um
lei'ð og hann féll þunglega niður
í stólinn, tók spil upp úr vasa sín-
um og fór að leggja kabal.
Hardy var fokreiður þegar
hann gekk niður í hásetaklefann.
Eftir samtalið — ef samtal skyldi
kalla — við Larsen skipstjóra,
sjúkdómsáfall Maríusar og svo höf
uðið á honum sjálfum, en upp úr
því höfðu sprottið tvær egglaga
kúlur — ávextimir af göngustafs
höggum frú Wrights og síðast en
ekki sízt klístrunarónotin eftir
uppþvottaskólpið — var ekki
nema um þrennt að gera: Fara
strax í rúmið, eða fá að sofa hjá
stúlku, sem skildí mann, og í
þriðja lagi að drekka sig blind-
fullan. Eiginlega vildi Hardy belzt
gera þetta allt saman í einu.
Hann sat á kojubríkinni og
starði raunalega á Grikkina fjóra,
sem sváfu svefni hinna réttlátu,
og voru nú líklega staddir uppi á
Olympíufjalli, þar sem enginn
Larsen skipstjóri fyrirfannst til
þess að trufla hinn olympska frið.
Hardy teygði sig í kojunni. hann
var allur af sér genginn — aðeins
er föstudagurinn
19. marz
Árdegisháflæði í Rvík kl. 10.12.
Tungl í hásuðri kl. (06.50).
HEILSUGÆZLA
Slysavarðstofan I Börgarspítalan-
um er opin ailan sólarhringinn.
Aðeins móttaka slasaðra. Sími
81212.
Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr-
ir Bevkjavík og Kópavog simi
Mænusóttarbólusetning fyrir full-
orðna fer fram í Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur á mánudögum
kl. 17—18. Gengið inn frá Bar-
ónsstíg, yfir brúna.
Kvöld- og helgarvörzlu Apóteka í
R-vík 13. til 19 marz annast
Lyfjabúðin Iðunn og Garðs Apó-
tek.
Næturvarzla er að Stórholti 1.
Næturvörzlu í Keflavík 19. marz
annast Guðjón Klemenzson.
SIGLINGAR
Skipadeild S.Í.S.:
Arnarfell er í Rotterdam. Fer það-
an til Hull. Jökulfell fór 16. þ. m.
frá Þingeyri til New Bedford. Dís-
arfell fór í gær firá Hornafirði til
Ventspils, Gdynia, Svendborgar og
Kaupmannahafnar. Litlafell er í ol-
íuflutningum á Faxaflóa. Helga-
fell er í Setubal. Fer þaðan vænt-
anlega 22. þ. m. til Islands. Stapa-
fell er í olíuflutningum á Faxa-
flóa. Mælifell er væntanlegt til
Reykjavíkur 22. þ. m. Freyfaxi er
væntanlegur til Akureyrar 19. þ. m.
Sixtus fór 16. þ. m. frá Hamborg
til íslands. Birthe Dania átti að
koma til Liibeck í gær.
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla er á Norðurlandshöfnum á
vesturleið. Herjólfur fer frá Horna
firði í dag til Vestmannaeyja og
Reykjavíkur. Herðubreið fer frá
Reykjavík síðdegis í dag, vestur
um land til ísafjarðar. Baldur fór
til Snæfellsness- og Breiðafjarðar-
hafna í gærkvöld.
FLUGÁÆTLANIR
Loftieiðir hf.:
Snoriri Þorfinnsson er væntanlegur
frá New York kl. 08:00. Fer til
Luxemborgar kl. 08:45. Er væntan-
legur til baka frá Luxemborg kl.
17:00. Fer til New York kl. 17:45.
Leifur Eiríksson er væntanlegur
frá New York kl. 08:30. Fer til
Oslóar, Gautaborgar og Kaup-
mannahafnar kl. 09:30.
LEIÐRÉTTING
í blaðinu í gær var sagt frá
rauðmagaveiði í Hafnarfirði og
rætt við Grím Ásvaldsson, að því
er sagt var. Þetta er ekki rétt.
Grímur er Ársælsson. Blaðið biður
hann afsökunar á þessum mistök-
um.
FÉLAGSLÍF
Ferðafélagskvöldvaka
í Sigtúni sunnudaginn 21. marz kl.
21.00 (húsið opnað kl. 20,30). Efni:
1. Jóhann Pétursson, vitavörður,
segir frá Hornströndum og sýnir
myndir ásamt Einari Þ. Guðjohn-
sen. 2. Myndagetraun, sem dr. Sig-
urður Þórarinsson sér um. 3. Dans
til kl. 1. Rúllugjald við inngang-
inn. Ferðafélag íslands.
Ferðafélagsferðir.
Páskaferðir:
2 Þórsmerkurferðir, 5 daga og
3 daga. Hagavatnsferð (ef fært
verður).
Ferðafélag íslands
Frá Guðspckifélaginn.
„Hugleiðingar og andstæður" nefn-
ist opinbert erindi, sem Sverrir
Bjamason flytur í húsi félagsins,
Ingólfsstræti 22, kl. 9 í kvöld.
ORÐSENDING
Skrifstofa Samtaka einstæðra
foreldra Túngötn 14, Hallveigar-
stöðum, er opin á mánudögum frá
kl. 5 til 7 síðdegis, sími 18156.
Frá Kvenfélagi Bústaðarsóknar
Handavinnukvöldin eru á mánu
dögum kl. 8,30 e.h. í Litlagerði 12.
ís.enzka dýrasafnið
er opið alla daga frá kl. 1 ÖJ 6 t
Breiðfirðinsabúð.
Minningarkort
Styrktarfélags vangefinna
fást í Bókabúð Æskunnar, Bóka-
verzlun Snæþjarnar, verzJ. Hlín,
Skólavörðustíg 18, Minningabúð-
inni, Laugavegi 56, ve.
blómið, Rofabæ 7 og skrifstofu fé-
lagsins, Laugavegi 11, sími 15941.
11100.
Sjúkrabifreið f Hafnarfirði sími
51336.
Almennar upplýsingar um lækna-
þjónustu í borginni eru gefnar i
símsvara Læknafélags Reykjavik
ur. sími 18888
Fæðingarheimilið I Kópavogi.
Hlíðarvegi 40, sími 42644.
Tannlæknavakt er i Heilsuverndar
stöðinni. þar sem Slysavarðstoi
an var. og er opin laugardaga oe
sunnudaga kl. 5—6 e. h — Sími
22411
Kópavogs Apótek er opið virka
daga kl. 9—19. laugardaga ki 9
—14. helgidaga kl 13—15
Keflavíkur Apótek eT opið vtrka
daga kl. 9—19 laugardaga kl
9—14. helgidaga kl 13—15.
Apótek Hafnarfjarðar er opið all?
virka Cag. frá kl 9—7, á laugar-
dögum kl 9—2 og á sunnudög-
um og öðrum helgidögum er op.
ið frá kl. 2—4.
— Ég skil ekki, af iiverju Cliiids v'il
hjálp í bænum, en luin er á leiðinni. Á
mcðan... — Sjáið, Blake! Sýna þessir
pappírar ekki, að ég sé Pinkerton-maður-
inn? — Þú gætir hafa stolið þeim. —
Hér er cigandinn! — Er þessi maður
Pinkerton-löggan, sem fékk leigðan hest
hjá þér?
»^^^!^<^<^<^NNg>A;^^;^;/*^^<><^^^;^^<;g<s<N<N<Nr«|Ng»><N<S/s/S/S/N«s/N<S/N/N/>^>/N/N/N/NA^^/N/S/Nf>fN/N/v/»r<^N^/S>N/N^/N/N/v/sf>/S/Nr>fN/Sf»/N/N/N/Nl