Tíminn - 19.03.1971, Page 5

Tíminn - 19.03.1971, Page 5
FÖ5TUDAGCR 19. marz 1971 TÍMINN 17 LANDFAR! Sauðfjárböðun og búnaða rsambönd Kaeri Landfari. Er nokkur leið að þú sjáir þér fært að taka eftirfarandi línur og þeysa með þær á flest býli á landinu, öllu velhugs- andi fólki til umhugsunar eða virkrar þátttöku í þeim um- bótaleiðum sem hér verður vik- ið að, út úr ógöngunum sem við hefur verið að glíma. Ég vil ekki þreyta bændur með því að rekja sögu sauð- fjái'böðunar hér á landi, enda flestum meira og minna kunn, en aðeins minnast á sumt sem óumflýjanlegt er, svo ljóst verði hverju breyta verður. Ég ætla að nefna lýs og kláðamaur „óþrif“ (þótt fleira geti falizt í því orði) til að spara orð, og á ég við þær tegundir einar sem hafa ónáð- að fé hér á lanui. Á meðan baðið var ekki virk ara gegn óþrifum en svo, að hægt var að halda þeim í skefjum með árlegri böðun, án þess að útrýma þeim, áttu bað- lögin við, eða voru viðunandi. En langt er orðið síðan svo virkt bað hefur fengizt, og ver ið notað, að auðvelt var að út- rýma óþrifunum á stuttum tíma af öllu landinu í eitt skipti fyrir öll. Þetta er staðreynd, sem ekki BERGUR LÁRUSSON HF. ARMULA 32 — SÍMI 81050 verður hnekkt með haldgóð- um rökum. En fram hjá þessu, sem hér var sagt, hafa margir gengið viljandi eða óviljandi til skamms tíma. En vilja nokkr- ir raunverulega gera það leng- ur? Nú virðast sumir hneykslast á því að ekki er alls staðar bú- ið að útrýma óþrifunum, og þeim helzt verið kennt um, sem hafa verið forsvarsmenn baðlaganna. En þegar nánar er athugað reynist þar oft skotið fram hjá marki ,og verður hér nánar bent á hvað ég á við. Sá háttur hefur verið hafð- ur hér á, að sauðfjáreigendur hafa ekki yfirumsjón með böð- un, heldur dýralæknar, en þeir voru til skamms tíma mjög fá- ir, og varð því á stundum að skipa aðra í þeirra stað bað- stjóra. Þetta fyrirkomulag gat eftir atvikum verið vandræðalaust. En þegar nánar er athugað, var afstaða þeirra, sem áttu að hafa yfirumsjón með böðun og baðlagasimíði þannig, a® sauð- fjáreigendur væru samábyrgir, fyrir að halda óþrifunum í skefjum og jafnvel útrýma þeim, og þess vegna skyldi allt fé baðað, ef einhvers staðar væru til óþrif, og af þessu leiddi að alveg var óþarft að ransaka hvort óþrif væru á fénu eða ekki, til að miða böðun við það. En hingað til eru víst til dæmi um það að svikizt hafi verið um að útrýma óþrifun- um, og reyndar þarf ekki ann- að til, þótt blöndun á baðlyfi hafi verið samkvæmt settum reglum en að böðun hafi verið flaustrað svo af, að féð hafi ekki blotnað nægilega vel, og þess vegna einhver óþrif lifað af böðun, eða nægilega til þess að gera baðlögin ekki óþörf í þessu formi að dómi forsvars- manna þeirra. Nú vil ég víkja að kjama málsins, en fyrst ætla ég að segja smásögu til gaman; Fyrir nokkrum árum hét ég 200 krónum í fundarlaun fyr- ir hverja færilús sem fyndist þegar verið var að rýja aðal safnið. Þetta varð til þess að leitað var vandlega, af mikilli eftir- væntingu um auðfenginn gróða, endi leitin framkvæmd af langt aðkomnum gesti. Síðan þetta var, hafa orðið fjórar gengisfellingar, og get- ur hver sem vill reiknað út hver upphæð fundarlaunanna væri með núverandi gengi Þess má geta að ég tapaði ekki neinu! Ef allir fjáreigendur þora að hafa þennan hát1 á, með því að bjóða rífleg fundarlaun fyrir hverja lús sem fyndist við rún- ingu, væri kannski hægt að fá sjálfboðaliða til að rannsaka hvort ástæða sé að baða vet- urinn eftir að féð er rúið, án þess að fjáreigendur kosti á annan hátt til. Nú kem ég að alvarlegum þætti þessa böðunarmáls. Ef öllum er gert ljóst að keppa beri að því að útrýma óþrifunum á stuttum tíma, og þar með verði böðun óþörf, er alveg víst að almennur áhugi manna verður meiri til að vinna markvisst að þcssum mál um sem stefna ber að. En til þess að svo verði, þarf að taka upp gagngerða breytingu. Það verður að rannsaka svo að víst sé um útbreiðslu óþrif- anna. Ekki um leið og baðað er, því það er óhentugasti tím- inn til þess á flestan hátt, sem er svo augljóst að ekki ætti að vera þörf á að rökstyðja það. Að sjálfsögðu verður þessi böðun — í hvaða formi sem hún er, að fara fram, ekki síð- ar en á hausti, áður en fyrir- hugað er að baða. En leiði rannsóknin í ljós að engin óþrif eru á fénu, sem gengur þar sem ekki er hætta á að óþrif berist á það, frá fé sem er með því í sumarhögum, á ekki að baða það. En til þess að koma þessu í kring, liggur beinast við og reynist að líkindum bezt, eftir því sem málið er krufið betur til mergjar, að stjómir búnað- arsambandanna beiti sér fyrir að koma þessum málum í þetta horf, með því að taka málið í sínar hendur, og sjái þar með um útrýmingu á lús. En hins vegar sjái dýralækn- ar um að útrýma kláðamaur. En þó þannig að reynt sé að samræma herferðina gegn þess um tegundum óþrifa. Ég held að öllum ætti að vera svona tilhögun í aðal- atriðum svo ljós að ekki sé þörf að raða hér rökum að. Fjáreigendur hafa betri að- stöðu til að vita hvort lús er á fé eða ekki. Sérstaklega þeg- ar það er rúið. En dýralæknar hafa aðgang að smásjá, sem mun nauð- synleg til þess að sjá kláða- maur, sérstaklega ef hans gæt- ir lítið. Ég fer nú að ljúka þessum ábendingum, og ef þeir aðilar, sem helzt ættu um þetta að fjalla reyndu að kryfja þessi mál til mergjar, og reyndu að leysa þau á sem auðveldastan og jákvæðastan hátt, þá eru þessar línur ekki til einskis skrifaðar. Þið verið að reyna að fá út- gefendur Freys til að taka greinar um þetta í blaðið á meðan þið eruð að skipuleggja og samræma vinnubrögðin. (Og jafnvel láta fjölmiðlana fá fréttir). Og þið, sem eruð í stjóm búnaðarsambandanna verðið að semja við dýralækn- ana um, að þeir gefi eftir þann hlut í þessu, sem ykkur ber. Og síðast en ekki sízt, að koma því í kring, að lögin verði ekki mótsnúin þeirri stefnu sem þið mótið. Að lokum þetta: Ekki er úti- lokað að dýralæknar vantreysti ykkur í þessu, og jafnvel að þingmennimir, þó einkum ráð- herramir telji sig röggsamasta og herskáasta til að taka þetta mál að sér, — og jafnvel að þeir telji bezt að fá erlenda herforingja til þess að vasast í þessum málum vegna þess hvað þeir em lærðir í „réttlát- um hernaði"! en þetta er hem aður, því takmarkið er að drepa öll fyrmefnd óþrif. En þó að ekki sé nema allt gott um þessa starfshópa að segja, þá er ykkur stjómendum bún- aðarsambandanna miklu betur treystandi í þessu stríði með tilstyrk ykkar þjálfuðu undir- deilda. Með vinsemd til væntanlegra lesenda þáttarins. A.B. — Díana, þú gleymdir tennisspaðanum þínum. — Mamma, ég er ekki að fara í frí, hcldur að vinna. Slúðursögurnar... Fallega S.Þ.-hjúkrunarkonan Díana Palm- er, er að fara til Bulana, þar sem Bular Dreki og forsetinn... — Ef þú skildir prins á heima... — Mundu, Díana, að sjá Díönu Palimer, þá skilaðu kveðju... það er elns auðvelt að clska ríkan mann — Skal gert. og fátækan. — Eins og ég viti það ekki. 15.00 16.15 17.00 17.40 18.00 18.45 19.00 19.30 19.55 21.30 Föstudagur 19. marz 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir. Tónleikar. 7.30 Fréttir. Tónleikar. 7.55 Bæn. 8.00 Morgunleik- fimi. Tónleikar. 8.30 Fréttir og veðurfregnir. Tónleikar. 8.55 Spjallað við bændur. 9.00 Fréttaágrip og útdrátt- ur úr forustugreinum dag- \ blaðanna. 9.15 Morgunstund barnanna: Geir Christensen byrjar lestur á „Ævintýrum Trítils" eftir Dick Laan í þýðingu Hildar Kalman. 9.30 Tilkynningar. Tónleik- ar. 10.00 Fréttir. Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir. Tónleik- ar. 11.00 Fréttir. Tónleikar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Húsmæðraþáttur. Sigríður Thorlacius talar. 22.00 22.15 22.25 22.45 23..20 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. Barokktónlist. Veðurfregnir. Létt lög. Fréttir. Tónleikar. Útvarpssaga barnannæ „Tommi“ eftir Berit Brænne. Sigurður Gunnarsson les (2). Tónleikar. Tilkynningar. Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. Fréttir. Tilkynningar. ABC. Ásdís Skúladóttir og Inga Huld Hákonardóttir sjá um þátt úr daglega lífinu. Kvöidvaka. a. fslenzk einsöngslög. Guðrún Tómasdóttir syngur lög eftir Maríu Brynjólfs- dóttur, Bodil Guðjónsson og Kolbrúnu á Árbakka; Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó. b Spjallað við Mýrdæling. Jón R. Hjálmarsson skóla- stjóri talar við Sigurjón Árnason bónda í Pétursey. c. Skaufahalabálkur. Sveinbjörn Beinteinsson flytur kvæði frá 15. öld. d. Sekkjapípur og blásarar. Gunnar Valdimarsson rifjar upp sitthvað um kynni sín af Skotum og þjóðlegri tónlist þeirra. e) Hólamannahögg. Sigrfður Schiöth flytur þjóðsögn og kvæði. f. Alþýðulög. Sinfónfuhljómsveit fslands lelkur lagaútsetningar Þor- kels Sigurbjömssonar, sem stjómar hljómsveitinni. Útvarpssagan: „Mátturinn og dýrðin" eftir Graham Greene. Sigurður Hjartarson is- lenzkaði. Þorsteinn Hannes- son les (3). Fréttir. Veðurfregnir. Lestur Passíusálma (34). Kvöldsagan: Úr endurminn ingum Páls Melsteðs. Einar Laxness les (3). Kvöidhljómar. Fréttir í stuttu máli. Föstudagur 19. marz. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Munir og minjar. Fornminjar f Reykjavfk. Umsjónarmaður: Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur. 21.00 Músík á Mainau. 5. þáttur dagskrár, sem sænska sjónvarpið gerði í eynni Mainau í Boden- vatni. Kammermúsíkflokkur frá Salzburg leikur Diverti- mento í B-dúr, nr. 9 efti Mozart Rudolf Klepac stjómar. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 21.10 Mannix. Morðgátan. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 22.00 Erlend málefnL Umsjónarmaður: Ásgeir Ingólfsson. 22.30 Dagskrárlok. Keflavfk — Suðurnes Sfminn er 2778 PrentsmiSja 0 Baldurs Hólmgeirssonar, Hrannargötu 7 — Kefiavfk ''

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.