Tíminn - 20.03.1971, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.03.1971, Blaðsíða 14
14 Framiiald af bls. 1 ins börnum til blessunar." 29 ár eru nú liðin, síðan sam- þykkt var gerð á fundi stjómar SÍS, um að SÍS gæfi Hallgríms- kirkju kirkjuklukkur — og skylöu þær afhentar, þegar byggingu kirkj unnar yrði það langt komið, að hægt yrði að setja klukkurnar upp. Klukkurnar komu nýverið til landsins með Sambandsskipi frá Rotterdam og hafa nú veriíð fluttar inná 1. hæð Odrkjuturnsins. Klukkurnar eru gerðar í Hol- landi hjá fyrirtækinu Eijsbouts í Asten, en það er stofnað árið 1871 og verður því 100 ára gam- alt á þessu ári. Hinn virðulegi aldur og langa reynsla þessa fyrir- tækis við kirkjuklukknagerð, er væntanlega trygging fyrir því að vel hafi til tekizt með klukkur Iíallgrímskirkju. Stærð þeirrá, útlit og gerð er á'kveðin af sérfróðum mönnum í samráði við byggingarnefnd kirkj- unnar og forráðamanna Sambands ins. Höfuðatriðið var, að hljómar klukknanna svöruðu vel til hins háa turns HaUgr.mskirkju. Aðal- ráðunautar við ákvarðanir þessar voru þeir dr. Róbert A. Ottósson, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og dr. Max Eijsbouts. Hollandi Stærsta klukkan ber nafnið HALL GRÍMUR. Hún vegur 2815 kg og mun vera stærsta kirkjuklukka á íslandi. Miðklukkan vegur 1650 fcg og sú minnsta 1155 fcg. Klukkur þessar eru samhring- ingarklukkur (swingingbells), sem hringja sfculu til tíða í Hallgríms- kirkju, en auk þess mun stærsta klukkan verða notuð í sambandi við turnklukkuna (þ.e. stunda- kliukku í tuminum) til að gefa timamerki á heilum tímum að deginum til. Til viðbótar samhringingarklukk unum og turnklukkunni, 'kemur í þessa samstæðu klukknaspil (þ.e. 29 litlar klukkur), sem nú munu vera á leið til landsins og ráða- menn kirkjunnar munu síðar skýra nánar frá. Uppsetning kirkjuklukiknanna mun hefjast n.k. mánudag undir stjórn holenzks verkstjóra frá Eijsbóuts. Stefnt fer að því að ijúka uppsetningu klukknanna fyrir páskana. ef þess er kostur. Hjúkrunarskóli íí Framhaid af bls. 16. sé nóg, sagði Einar. — Það á að byggja annan hjúkrunarskóla, og kemur vel til greina áð láta þann skóla rísa við Borgarspítalann. Eftir ræðu Einars Ágústssonar, fór Birgir í. Gunnarsson aftur upp að ræðupúlti og kvaðst alls ekki hafa átt við það, að ósamkomulag ríkti innan skólans. ÞaS væri ekki „innanríkisvandamálið“ sem hann hefði átt við, heldur hefði hann aðeins átt við hjúkrunarkennara- skortínn. Einar Ágústsson benti eðlilega á, að rætt hefði verið um árekstur innan veggja Hjúkrunarskólans. Hins vegar kvaðst hann ekki vilja leggja mat á það hvaið Birgir í. Gunnarsson hefði meint með því að ræða um „innanríkisvandamál“ í skólanum. Ef Birgir hefði meint innanríkisvandamálið eins og hann vildi vera láta, þá hefði hann talað full mikið undir rós. Þessar umræður spunnust út af framkominni tillögu Steinunnar Fnnbogadóttur er hljóðar svo: „Vegna tilfinnanlegs skorts á sérmenntuðu hjúkrunarfólki bein- ir borgarstjórn því til heilbrigðis- málaráðs, hvort ekki sé þörf á stofnun og rekstri hjútorunarskóla í tengslum við heilbrigðisstofnanir borgarinnar. — Æskir borgar- stjórnin þess, að ráðið láti henni í té álitsgerð um málið svo fljótt sem verða má“. Birgir ísleifur Gunnarsson sagði að ekki væri tímabært að gera það sém P^inunn leggði til, fyrr en „innanríkisvandamálið" yrði leyst. Það væri eíRilegt að ríkið ræki slík an sérskóla sem hjúkrunarskóla. Bar Birgir síðan fram tillögu í þeim anda, og að efla bæri Hjúkr- unarskólann áður en í meira væri ráðizt. Einar Ágústsson minnti á að undanfarið hefðu farið fram miklar umræður um skort á hjúkrunar- menntuðu fólki. Hefði hann í því sambandi átt tal við hjúkrunar- fólk, og eitt af því, sem það legði ákerzlu, á, væri hjúkrunarskóli, er starfaði í sambandi við Borgar- spítalann. Minnti Einar enn á hinn gífurlega skort á hjúkrunarfólki og þann undarlega hátt að láta Hjúkr unarskóla íslands vera nær hálf- tóman. Til þfess að leysa úr skortinum á hjúkrunarkennurum -— auk þess sem leysa ætti ,;’innanríkisvandá- málið“ er Birgir nefndi — nefndi Einar Ágústsson nokkrar leiðir, m. a. að ríkið styrkti fólk til hjúkrun- arnáms og að deild væri starfandi við Háskólann er veitti hjiúkrunar- ménntun, fá hjúkrunarmenntaða kennara erlendís frá og í neyðar- tilfnRi að fara fram á það, að feng ið ynði til þessara kennslustarfa, fólk, er ekki hefði full réttindi til þess að inna þau af hendi, t.d. reyndar hjúkrunarkonur. — Það þýðir ekkert að fórna höndum og segja að ekkert sé hægt að gera, sagði Einar. — Það verður að gera eitthvað í þessum málum. Og hvað myndi Reykjavík- urborg gera ef ríkið fengi engan kennara að Hjúkrunarskólanum, „innanríkisvandamálið" væri algert og vandinn enn ófundinn og Borg- arspítalinn fengi ekkert hjúkrunar fólk? Þá sagði Einar m.a. að í sam- bandi við stofnun annars hjúkr- unarskóla, fengi Hjúkrunarskóli ís TÍMINN lands þá samkeppni, er hann þyrfti til þess að auka afköst sín. Lagði Einar að lokum ríka á- herzlu á, a® meðan ekki gengi bet- ur en raun bæri vitni að ráða fram úr vandamálum Hjúkrunarskólans, kæmi fyllilega til greina að stofna annan hjúkrunarskóla. Þess vegna ætti að samþykkja tillögu Stein- unnar Finnbogadóttur. Þá tillögu felldi þó borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins gegn öllum atkvæðum minnihluta borg- arstjórnar. Tillaga Birgis í. Gunn- arssonar var samþykkt. Landakröfur Framhald af bls. 9. viðbrögðum sínum, beri fram „öfgafullar kröfur“, sem ómögulegt sé að verða við og geti auk þess eyðilagt bezta tækifærið, sem boðizt hafi til að fá tryggða almenna lausn í deilunum fyrir botni Miðjarð- arhafsins. SATT er að vísu, að af tillög um Bandaríkjamanna leiðir ekki aðeins nærveru banda- rískra hersveita á þessu land- svæði, heldur og sovézkra her- sveita. Af þeim leiðir einnig, að friðargæzlusveitirnar væri ekki unnt að fjarlæja nema með samhljóða samþykki fjór- veldanna (Bandaríkjanna, Sovétríkjanna, Bretlands og Frakklands). Af opinberri hálfu í Bandaríkjunum er á það bent í þessu sambandi, að sovézkir hermenn séu þegar í löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafsins þúsundum saman, og frambúðaröryggi ísraels velti á stjórnmálasamkomulagi, sem ekki verði komizt hjá að Bandaríkjamenn standi að og auk þess þurfi bæði á efnahags legum og iiernaðarlegum stuðn ingi þeirra að halda. Bandaríkjamenn „þröngva" ísraelsmönnum aldrei til neinn ar lausnar. Valdhafarnir í Jerú- salem velja eða hafna. Þeir eiga kost á stuðningi Banda- ríkjamanna og ábyrgð þeirra, en þeir geta einnig haldið fast við kröfur sínar um verulega landvinninga. Þeir eiga kost á öðru hvoru, en ekki livoru tveggja. Bæiarútgerð Fyrsti útgerðarráðsfundurinn var haldinn 18. febrúar 1931, og var þá Ásgeir G. Stefánsson, formlega ráðinn forstjóri Bæjar- útgerðarinnar. Ásgeir gengdi því starfi í 24 ár og vann þar merki- legt brautryðendastarf. Árið 1934 var ráðizt í kaup á öðrum togara, sem hlaut nafnið Júní. Voru þau kaup enn aukin lyftistöng fyrir atvinnulífið, sem hafði veri bágborið öll þessi ár. Eins og áður er getið kom Júlí nýr 1947. Árið 1948 strandaði tog- arinn Júní, en mannbjörg varð svo aftur urðu skipin aðeins tvö. Enn var farið í skipakaup og var nýr Júní keyptur, en það var árið 1951, og ennfremur togaramir Ágúst og April, sem voru keyptir sem „eldri nýsköpunartogarar,“ en gamli Maí var seldur. f febrúar árið 1959 skeði hið hörmulega slys, að Júlí fórst á veiðum við Nýfundnaland með allri áhöfn. Var það mikið áfall. Fiskiðjuverið var byggt á árun- um 1955—1957 en fiskframleiðsla hófst þar árið 1957. Hefur fiskiðju ver Bæjarútgerðarinnar lengst af verið í röð fremstu og fullkomn- ustu fiskiðjvera iandsins. Togarinn Maí kom nýr til lands ins 1960, en Benedikt Ögmunds- son, var í fyrstu skipstjóri, en síðan Halldór Halldórsson. núver- andi skipstjóri. f útgerðarráði Bæjarútgerðarinn ar sitja nú: Kjartan Jóhannsson, Móðir mín. Ragnheiður Benjamínsdóttir, Bakka, Bjarnarfirði, Strandasýslu, lézt að heimili sínu 18. þessa mánaðar. Fyrlr mína hönd og ann- arra vandamanna, Sigurður Jóhannsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Ásgeirs Guðmundssonar frá Krossnesi. Jafnframt þökkum við öllum þeim er velttu lionum hjúkrun og aðhlynningu í veikinaum hans. Sigrún Ásgeirsdóttir Ólafía Ásgeirsdóttir Ásgeir Ásgeirsson , Gróa Sigurjónsdóttir Snorri Ásgeirsson Kristjana Guðmundsdóttir og aðrir aðstandendur. LAUGARDAGUR 20. marz 1971 Sinfóníuhl jómsveit íslands FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR í Háskólabíói sunnu- daginn 21. marz kl. 15. Stjórnandi: Bohdan Wod- iczko, kynnir: Atli H. Sveinsson. Flutt verður tón- list eftir Britten, Rossini, Ravel o.fl. Skírteini frá tónleikunum 29. nóvember gilda aS þessum tón- leikum. Nokkrir aðgöngumiðar til sölu í bókabúð Lárusar Blöndal, bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar og í Háskólabíói. W2> •» ^EinrQfl Hver segir alltaf sannleikann, þegar hann er spurður? Ráðning á síðustu gátu: Sjórinn og fiskarnir. Robert Hiibner tryggði sér „kandidatssæti" í 21. umferð á Mallorca, er hann vann Uhlman, sem hefur svart í þessari stööu og á leik. Uhlman þarf að koma í veg fyr- ir drottningarskákina á c3, en í miklu tímahraki lék hann 32. — — Rb6? 33. Dc3t — Kg6 34. Hc7 — Rd5 35. Dc6f — He6 36. DxR og svartur gafst upp. Guðmundur Guðmundsson, Gunnar Hólmsteinsson, Jón Kr. Gunnarsson. Páll Daníelsson. Forstjóri er Einar Sveinsson. Að lokum má geta þess, að á fjörutíu ára afmælinu eru starfs fólk Bæjarútgerðar Hafnarfjarð- ar um 200 til sjós og lands, og er fyrirtækið því enn í röð 'stærstu vinnuveitenda. Fyrirtækið rekur einn togara, Maí, sem hefur verið landsþekkt aflaskip. Þá eru fyrirhuguð kaup á ein- um þeirra skuttogara sem í smíð um eru á Spáni og er hann vænt- anlegur til landsins haustið 1972. Á síðustu árum hefur rekstrar- afkoma Bæjarútgerðarinnar batn- að mjög og tvö síðustu árin hef ur fyrirtækið skilað hagnaði. Árið 1970 nam framleiðsla fisk iðjuversins um 120 milljónum aflaverðmæti b/v Maí 53 milljón ir og launagreiðslur til lands og sjávar námu rúmlega 50 milljón um til 1000 launþega, sem þar unnu lengur eða skemur, svo að einhverjar tölur séu nefndar til að gefa hugmynd um stöðu og stærð Bæjarútgerðar Hafnarfjarð ar, og þýðingu þess i heildarút- flutningsframleiðslunni og atvinnu lífi bæjarfélagsins. Á víðavangi yfir Skeiðarársand vestanmeg- in, en ckki að bíða með alla framkvæmdina. Þessum fram- kvæmdum ætti að verða lokið þjóðhátíðarárið 1974, og yrði það vcrðug afmælisgjöf til þjóðarinnar.“ — TK ifilií/ /> ÞJODLEIKHUSIÐ Litli Kláus og Stóri Kláus Sýning í dag kl. 16. FÁST Sýning í kvöld kl. 20 Litli Kláus og Stóri Kláus Sýning sunnudag kl. 16 UPPSELT SVARTFUGL Önnur sýning sunnudag kl. 20 Aðgöngumiðasalan topin frá kl. 13,16 tii 20. Simi 1-1200. Hitabylgja í fcvöld. Uppselt. Jörundur sunnudag kl. 15 90. sýning, Kristnihald sunnudag. Uppselt. Kristnihald þriðjudag. Hitaþylgja miðvikudag. Jörundur finuntudag. Fáar sýningar eftir. Aðgöngumiðasalan í Iðnó er op in frá kl. 14. Sími 13191. RIDG Oft má leggja gildru fyrir mót- herjana í bridge, þegar þeir eiga hæsta tromp, auk slags til að hnekkja spilinu, og fá þá til að trompa of seimt. A Á 9 7 4 ¥ Á 6 ♦ Á 10 6 2 * D 9 2 A D 10 5 A 3 ¥ 9753 V KG1084 ♦ 9854 ❖ K G 7 3 * 10 3 * 874 A KG862 ¥ D 2 ♦ D * ÁKG65 N opnaði á 1 T, A sagði 1 Hj„ en lokasögnin varð 6 Sp. í S (slæmt, því 6 Sp. standa hjá N). V spilaði út Hj.-9 og spilarinn tók á Á í blindum og kastaði D heima þannig, að mótherjarnir vissu ekki, hvort hann átti fleiri Hj. Þá tók hann á K og Ás í tirompi og í ljós ko.m, að V átti tromp- slag. L.-2 var spilað frá blindum og L.-G „svínað“ — eða þannig leit það út fyrir Vestur. S tók nú L.-Ás og spilaði L.-5 á D. Vestri leið mjög illa, því svo virtist, sem S hefði spilað upp á K annan í L hjá Austri. Hann vildi því ekki trompa „L.-K“ félaga og gaf. D átti slaginn og S var fljótur að taka á T.-As, trompa T og kasta Hj. úr blindum á L.-K. Nú mátti V trompa, en þr.ð var of seint

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.