Tíminn - 26.03.1971, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 26. marz 1971
TÍMINN
15
koma fram máli Snæfells á
henchir ASÍ. En hvar er réttar-
farsþjóSfélagiS? Er þeim sterka
leyft aS beita þann veikari of-
beldi og eySileggja eignir hans?
Eignir Snæfells hafa verið
seldar á þessum uppboðum,
sem ættu aS heyra til grárri
forneskju, en ekki nútímaþjóS-
félagi. ASÍ hefur ekki, að mér
skilst, fariS varhluta af góSum
kaupum á eignurn Snæfells,
sem á landi sambandsins stóSu.
TaliS var, að um 7% væru eft
ir af verki SnæfelLs, þegar ASÍ
tók þaS af því, aðallega frá-
gangur úti, sem ekki var hægt
að ljúka vegna áSurnefndra
skurSa, sem opnir stóSu.
Þegar samningur ASÍ og Snæ-
fells var gerSur, settu ASÍ-
menn í hann eina grein, sem ég
hef ekki áSur séS í verksamn-
ingi, en þar sem ASÍ þóttist
hafa sérstöðu í þessu máli gagn
vart launafólki, þótti ekki nema
rétt aS leyfa þeim aS hafa þessa
grein, en hún er númer ellefu
og er þannig:
„Verksali skuldbindur sig til
aS inna af hendi greiðslur vinnu
launa jafnóSum og þær falla í
gjalddaga, samkvæmt gildandi
samningum stéttarfélaga. Verk-
kaupi áskilur sér rétt til aS
halda eftir af greiSslum til verk
sala, sbr. 10. gr., sem svarar
sannanlegum vanefndum í þessu
efni.“
Þarna bindur ASl sig nokk-
uS, aS minnsta kosti siSferði-
Lega.
Af hverju var þessi grein
sett inn, ef ASÍ ætlaði sér ekki
neitt meS hana? Var hún bara
til aS sýnast?
SnæfeLI setti tryggingu fyrir
verki sínu, samanber tryggingar-
bréf Samvinnutrygginga 20. 6.
1963, aS upphæð 888.200,00 kr.
Þar sem ekki hefur veriS kvart-
aS um ófaglega vinnu viS þetta
vérk, en tryggingarféS úttekiS,
finnst manni a@ eSlilegt hefSi
mátt kallast, aS ASl notaSi fé
þetta fyrst og fremst til aS gera
upp ógoldin verklaun við Ölfus-
borgir. En því var ekki þannig
fariS, meS þessa forustumenn
íslenzkrar alþýSu, aS þeir væru
að greiða vinnandi fólki laun
sín, sem mun þó hafa veriS tal-
in aðalástæSan fyrir þvf, aS
verkiS var tekiS af Snæfelli.
Þeir beittu 11. gr. verksamn-
ingsins gegn Snæfelli, en hún
kvaS á um tryggingu verk-
láuna, en neituSu svo a@ borga
iðhaSarmönnunum launin!
Og það, sem kemur firam í
grein Árna Jónssonar, að hann
eigi launin eftir áramót 1965
ógreidd, kemur ASÍ einu við,
því þá hafði Snæfell ekki leng-
uý njeð þetta verk að gera.
Ölfusborgrr tóku til starfa,
frágangi var lokið. Allir, sem
séð hafa, lofa verk smiða og
annarra, sem þar hafa að unnið,
en ekki gæti maður haldið, að
það væri vilji launamanna á ís-
landi, að heildarsamtökum
þeirra héldist uppi sá ribbalda-
háttur, sem fram hefur komi@
í þessu máli. En þessa menn
kjósa þeir sér til forsjár. Og
um annað af tvennu hlýtur að
vera að ræða, að þeir viti ekki
um þessi mál (og það er bara
að gfla sér upplýsinga), eða
hitt, að þeim líkar þetta vel, en
þvr trúi ég ekki um alþýðu-
menn.
Þess má geta, að húsin kost-
uðu miklu meira en áætlun
ASÍ gerði ráð fyrir, en hún
var nokkuð undir tilboði Snæ-
fells. Þá var áætlað, að hvert
hús á steyptan grunn kostaði
um 120 þúsund, en nú skilst
mér, aS ASÍ borgi um 800 þús-
und fyrir hvert hús, sem nú
er í byggingu, og þau séu orð-
in meira en ári á eftir áætlun.
Eg tel ASÍ bera fulla ábyrgð
á gjaldþrcti Snæíells hf., og að
launarnenn sem unnu við Ölfus-
borgir fengu ekki sín laun.
Hefði ASÍ staðið við sína samn-
inga og greitt tafir, sem þaS
olli, vegna breyttra viðhorfa,
sem sköpuðust af ófullkomnum
updirbúningi, hefðu launamenn
fengið sín verklaun og Snæfell
væri til sem fyrirtæki enn í
dag. Réttur laganna getur ver-
ið tey.gjanlegur, og færiir lög-
fræðingar geta gert satt ?.ð
röngu og rangt að sönnu, en
þeir geta ekki baggað réttlætis-
kennd hins ólöglærða manns,
en hún segir honnm, a@ ASÍ
beri að greiða verklaun við Ölf-
usborgir og gera að fullu upp
tafir, og vandræði, sem það olli
verktakanum meðan vinnan
stóð, og svo eftir það, því fyrir
hvern var verið að vinna þetta
verk, nema ASÍ? Þennan blett.
venður alþýða þessa lands að
þvo af sér. Það getur hún ekki
með öðru en að gera upp og
greiða Ölfusborgir samkvæmt
samningi eða eins og þær kost-
uðu. Þetta friðsæla, fallega
hvíldarþorp erfiðismanna má
ekki liggja undir þessari smán
forustumanna ASÍ.
Þannig er sannleikurinn og
hann er bezt a@ hafa, og treysti
ég þeim mönnum, sem í mið-
stjórn ASÍ eru og þekkja ekki
þessi mál, að kynna sér þau og
koma á réttlátu uppgjöri við
þá, sem byggðu þessa „paradís
á jörðu“, Ölfusborgir.
Eskifirði, 17. marz 1971.
' Bóas Emilsson
Starfsstúlkur óskast
Starfsstúlkur vantar í Vífilsstaðahælið. Upplýsing-
ar gefur forstöðukonan, sími 42600.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
NÝTT ÚTIBÚ
- Aöalfundur
Verzlunarbanka íslands h.f. verður haldinn í veit-
ingahúsinu Sigtúni, laugardaginn 3. apríl 1971,
og hefst kl. 14,30.
DAGSKRÁ:
1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans
síðastliðið starfsár.
2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar bank-
ans fyrir síðastliðið reikningsár.
3. Lögð fram tillaga um kvittun til bankastjóra
og bankaráðs fyrir reikningsskil.
4. Kosning bankaráðs.
5. Kosning endurskoðenda.
6. Tekin ákvörðun um þóknun til bankaráðs og
endurskoðenda fyrir næsta kjörtímabil.
7. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins
verða afhentir í afgreiðslu bankans, Bankastræti 5,
miðvikudaginn 31. marz, fimmtudaginn 1. apríl
og föstudaginn 2. apríl kl. 9,30—12,30 og kl.
13,30—16,00.
í bankaráði Verzlunarbanka íslands h.f.
Þ. Guðmundsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson,
Magnús J. Brynjólfsson.
Opnum í dag nýtt útibú
að Dalbraut 1.
Sími 85250.
Opnunartími
kl. 9.30—12, 1—4 og 5—6.30.
IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H.F.
LAU G ARNESÚTIBÚ
PIPULAONIR
STILL] HITAKERFl
Lagfæri gömul hitakerfi.
Set upp hreinlætistæki.
Skipti hita.
Set á kerfið Danfos
ofnaventla.
SÍMI 17041.
j NORRÆNA
1 HUSíf>
NORRÆNA HÚSIÐ er orðið of lítib . . .
I
í LISTASAFNI ASÍ, Laugavegi 18, 3. hæð,
höldum við sýningu á verkum
SEX DANSKRA SVARTLISTARAAANNA.
Eftirfarandi listamenn sýna samtals
58 MYNDIR
Povl Christensen Petrea Dan Sterup Hansen
Henry Heerup Sven Wiig Hansen
Palle Nielsen Mogens Zieler
Sýningin verður opnuð laugardaginn 27. marz kl.
14 og verður opin alla daga frá kl. 14—18.
Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.
Beztu kveðjur.
NORR€NA HUSIÐ
POHJOLAN TALO
NORDENS HUS
Auglýsing
UM SKIPULAG í BESSASTAÐAHREPPI
Samkvæmt lögum nr. 19/1964 er hér með auglýst
eftir athugasemdum við tillögu að aðalskipulagi
Bessastaðahrepps.
Sá hluti Bessastaðahrepps sem að þessu sinni kem-
ur fyrst og fremst til álita að skipuleggja, er suð-
vestur hluti Álftaness, nánar tiltekið svæðið vestan
vegarins sem liggur norðan Eyvindarstaða og
Landakots. Nemur svæði þetta rúmlega 170 hekt-
örum að flatarmáli.
Jafnframt liggja frammi greinargerð skipulags-
stjóra ríkisins og athugasemd, sem hreppsnefnd
Bessastaðahrepps hefur þegar sent skipulagsstjóra.
Tillagan, ásamt fylgiskjölum, verður til sýnis mið-
vikudaga og laugardaga kl. 16.00—18.00 í skrif-
stofu oddvita Bessastaðahrepps frá 7. apríl n.k.
til 19. maí n.k.
Hlutaðeigendum ber að skila athugasemdum sín-
um til oddvita Bessastaðahrepps eigi síðar en 2.
júní n.k., að öðrum kosti teljast þeir hafa sam-
þykkt tillöguna.
Bessastaðahreppi, 26. marz 1971.
Skipulagsstjóri ríkisins,
Oddviti Bessastaðahrepps.
Bíll til sölu
Tilboð óskast í sendiferðabíl. Renault R 4 ’63.
Bíllinn er til sýnis á verkstæði Strætisvagna Kópa-
vogs við Nesvör.
Tilboð sendist undirrituðum fyrir kl. 11 árd.
þriðjudaginn 30. þ.m.
Kópavogi, 25. marz 1971.
Bæjarverkfræðingur.