Tíminn - 26.03.1971, Side 4
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 2G. marz 1971
THOMAS DUKE:
NINETTE
46
sem líkami hennar þráði þó svo
mjög.
— Hardy, þú yndislegi villimað
ur. Hún dró djúpt að sér andann,
og í augum hennar var innileg
ástúð þegar hún hvíslaði: — Eig-
um við ekki heldur að hátta al-
mennilega?
XIX.
Morguninn eftir fór hann seint
á fætur. Verzlanimar í gamla bæj
arhlutanum, le Souquet, voru þeg
ar komnar með vörur sinar út á
götuna til þess að raða þeim upp
til sýnis.
Nóttin hafði verið óviðjafnanleg
munaðarvíma. Hann var léttur
og hress, reyndar mjö'g hamingju-
samur. Hún var svo saklaus og
blíð. en gat þó orðið ofsalega
ástríðufull og frek. Stundum hafði
girnd hennar kastað henni út í
hreina óstjórn. Á milli ástaratlot-
anna höfðu þau talað hægt og ein
íæglega saman. Nú vissi hann allt
um hana og fjölskyldu hennar.
í byrjun viðkynningar þeirra
bærðist eitthvað hið innra með
honum, sem var andstætt því að
hann gæfi sig henni á vald, en
hann hafði bráðnað fyrir yl ástúð-
ar hennar. Auðvitað mundi hún
notfæra sér hann eitthvað í skrif
um sínum, en hún um það. Ástir
hennar síðastliðna nótt gátu ekki
verið uppgerð, til þess var hún of
fögur í endurminningunni. Hann
minntist þess að hún hefði farið
höndum um hann allan, eins og
hún vildi finna og þekkja hvem
blett líkama hans. Hún fann fæð-
ingarblett á vinstri mjöðminni. og
sýndi honum fæðingarblett á
hægri mjöðminni á sér. Þau höfðu
verið eins og tvö börn utan tíma
og rúms, og leikið hinn eilífa, en
unga leik milli karls og konu.
Það var blátt áfram með lisí-
rænm kennd, sem hann gekk til
vinnu sinnar þennan morgun,
hreinn og tær hið innra og laus
við allar áhyggjur. — Segðu að
þú elskir mig, hafði hún sagt —
og hann hafði margsinni.s sagt
henni það, fagnandi röddu. Hann
hafði falið hendur sínar í ilmandi
hári hennar, og kysst bláu siagæð
ina á gagnauganu. Þessi nótt hafði
verið sú fegursta, sem hann hafði
lifað. Líkami hennar hafði verið
altarið, á hverju hann oft'raði öl!u
sem hann átti til í eigu sinni.
Hann hraðaði göngunni. Veðrið
var grátt og rakt. Höfnin var í
rakri móðu, sem annað. Þeir slógu
átta glös á skemmtisnekkjunum
allt í kring, þegar hann gekk upþ
landganginn á Thermopylai.
Grikkirnir voru komnir upp á
dekk að laga til, og Larsen skip-
stjóri kom út úr kortakelfanum.
Hann heilsaði Hardy þurrlega, en
gerði enga athugasemd viið hve
seint hann kom.
— Já, það er satt, sagði hann
dimmraddaður að vanda. — Ég
þarf að tala við þig. komdu inn
í kortaklefann. Hann kjagaði á
undan og settist másandi á einn
stólinn.
— Geturðu ekki setzt á rass-
inn? gelti hann framan í Hardý. —
Ég hef fengið fyrirskipun frá eig-
andanum um að sigla þegar í
kvöld til Alexandríu, þar sem
hann kemur til móts við okkur.
Larsen dró upp úr vasa sínum |
rósóttan klút og snýtti sér með
þeim krafti að allur líkaminn titr
aði. Síðan hristi hann klútinn
vandlega rétt fyrir framan nefið
á Hardy, og hélt svo áfram:
— Útför Maríusar á að fara
fram, ekki á morgun, heldur hmn
daginn. Ég hef talað við sendiráð
ið, og það sér um allt. Að svo
mæltu féll hann í þunga þanka.
— Þessi bölvaði þrjótur, tautaði
hann, — svo hrekkur hann upp
af með „stright flush“ í spaða á
hendinni. Af svip hans mátti ráða
að honum var stórlega misboðið.
— Ég er þegar búinn að borga
þessa tvö þúsund franka, hvæsti
hann framan í Hardy.
— Allt í lagi, allt í lagi, Capi.
Hardy kinkaði vingjarnlega kolli,
til að sefa hann.
— Þú tekur við störfum Marí-
usar hér um borð, urraði Larsen
skipstjóri, og leit ólundarlega á
Hardy. — Við förum ekki að lög-
skrá nýjan mann fyriir þennan
snatttúr.
— Já en. . . Hardy ætlaði að
fara að malda í móinn.
— Haltu kjafti, öskraði Larsen.
— Réttu mér hönd þína upp á
það að þú farir þessa ferð með
mér til Alexandríu.
Hann horfði grunsemdaraugum
á Hardy, sem átti í harðri bar-
áttu við sjálfan sig. Ninette hafði
gefið honum bendingu um að
losna mundi pláss um borð í Sapp
hire. Hún þekkti skipstjórann.
Hann hafði engan áhuga á þess-
ari ferð til Alexandríu, þegar þá
Maríus var ekki lengur um borð.
— Verður svo ekki farið beina
leið aftur til Cannes, spurði Hardy.
— Jú, auðvitað gerum við það,
hreytti Larsen út úr sér. — Svona,
réttu mér löppina. Larsen skip-
stjóri veifaði sinni hendi óþolin-
móðlega mjög, og líktist höndin,
sem hann rétti. einna helzt svíns
læri.
— Jæja þá, never mind. Hardy
rétti honum höndina sér þvert um
geð.
Það var skrítið að vera hér að
búa niður í sjópoka Maríusar alla
þá smáhluti og dót, sem óhjá-
kvæmilega safnast saman hjá
gömlum sjómanni. Myndina af
Sally tók hann frá. Hann ætlaði
að afhenda hana á Welcome Bar
í dag. Fjandinn hafi það, að þurfa
endilega að leggja af stað í kvöld.
Honum var alls ekki fullkomlega
ljóst hvers vegna hann hefði sagt
já við Larsen skipstjóra, ekki lík-
aði honum svo vel við hann. „Sá
mmmmmmm
Gamli“ var kominn í slæma klípu
vegna fráfalls Maríusar. Það var
mjög erfjtt að ,fá mann í hans
stað, s-vo honum:háfði riðið mik-
ið á þvi að fá Hárdy með í þessa
ferð. Auðvitað mundu þeir liggja
eitthvað í' Alexándríu, svo þessi
ferð gat sem bezt tekið fleiri mán
uði.
Þá var nú sjópokinn tilbúinn,
enda ekki stór. Jarðneskir munir
Maríusar voru hvorki miklir né
margvíslegir. Það, sem mest fór
fyrir, voru kuðungar, sem hann
hafði safnað á mörgum árum. Lík
anið af hinum konunglega sexmet
ra „Dan“ var raunar það eina sem
hann átti, og Sally eina manneskj
an, sem hann átti að. Þó hafði
Maríus verið ríkur maður. Jæja
þá, sá eineygði gat farið með sjó
pokann upp í sendiráðið hvenær
sem vera vildi. Vertu sæll Maríus.
Hardy horfði á úrið, tíminn var
aumur. Larsen skipstjóri hafði gef
ið honum landleyfi til klukkan
16, en klukkán 18 skyldi lagt af
stað. Hann varð þó að kveðja Nin
ette. Hún var auðvitað á kafi í
síðasta kapítulanum „Rómantísk
sigling“. Það gladdi hann að geta
gefið Ninette ofurlítinn blaðamat
um prinsinn af Wales, í hennar
höndum mundi það verða saga til
næsta bæjar. Já. hann varð að
muna eftir því að skila bókinni.
— Nú get ég skrifað, hafði hún
hvíslað að honum, þegar hann fór
frá henni í morgun, með glamp-
andi andagiftina í augum sér. Það
var ekki aðeins að hún hefði
hann andlega á valdi sínu, heldur
hafði hinn orkumikli, fagri líkami
hennar gjörsamlega lagt hann að
fótum sér. Hún var engum kven-
manni lík. og hann fann að hann
mundi aldrei vilja koma nálægt
annarri konu.
Hardy hljóp niður landganginn,
tíminn var orðinn naumur. Grikk
er föstudagur 26. marz
Tungl í hásuðri kl. 13.15
Árdegisháflæði í Rvík kl. 05.58
HEILSUGÆZLA
Slvsavarðstotan I Borgarswtalan
u-rn er opin allan sólarhringinn.
Aðeins móttaka slasaðra Simi
81212
Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr
ir Revkjavík og Kópavog simi
11100
Sjúkrahifreið l Bafnarfirði simi
51336
Almenna? tipnlýsingar am lækna
þjónustu i horginni eru gefnar i
símsvara l-æknafélags Reykjavik
ur. simi 18888
Fæðingarheimilið i Kópavogi.
Hlíðarvcgi 40 simi 42644
Tannlæbnavakt er i Heílsu'’erndar
stöðinni þaT sem Slysavarðsto.
an var og er opin laugardaga o'
sunnudaga kl 5—6 e h — Sinv
22411
Knpavogs Apótch er opið virkt
daga kl 9—19 laugardaga k 0
—14. helgidaaa ki 13—15
Reflavikur Apótek er opið vlrka
daga kl 9—19. laugardaga ki
9—14. helgidaga kl 13—16,
Apótek ílafnarfjarðar eT opið all«
virka dat. frá kl 9—7 a laugar
dögum kl 9—2 og a sunnudög-
um og öðrum helgidögum eT op-
frá kl 2—4
Maenusóttarbolusetning fyrii full-
orðna fer fram í Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur á mánudögum
kl 17—18. Gengið inn frá Bar
ónsstíg. vfir brúna
Kvöld- og helgarvörzlu apóteka 1
Reykjavík vikuna 20,—26 marz
annast Reykjavíkurapótek og
Borgar-apótek
Næturvarzla er að Stórholti 1
Næturvörzlu í Keflavík 26. marz
annast Jón K. Jóhannsson.
SIGLINGAR
SIGLINGAR
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla fer frá Reykjavík í kvöld,
austur um land í hringferð. Herj-
ólfur fer frá Reykjavík kl. 21.00 í
kvöld til Vestmannaeyja. Herðu-
breið er á Vestjörðum á norður-
leið. Baldur fer til Snæfellsness-
og Breiðafjahðarhafna á mánudag-
inn.
FLUGAÆTLANIR
Loftleiðir hf.:
Snorri Þorfinnsson er væntanleg-
ur frá New York kl. 08:00. Fer til
Luxemborgar kl. 08:45. Er væntan-
legur til baka frá Luxemborg kl.
17:00 Fer til New York kl. 17:45.
Leifur Eiríksson er væntanlegur
frá New York kl. 08:30. Fer til
Oslóar, Gautaborgar og Kaup-
mannahafnar kl. 09:30.
FÉLAGSLÍF
Frá Quðspekifélaginu.
Fundur verður í kvöld kl. 9 i húsi
félagsins, Ingólfsstræti 22, á veg-
um Reykjavíkurstúkunnar. Guðjón
B. Baldvinsson flytur erindi, er
hann nefnia- „Um hvaö spuhði
Gangleri?“
Náttúrulækningafélag Rvílrur:
Aðalfundur Náttúrulækningafé-
lags Reykjavíkur verður haldinn
í matstofu félagsins Kirkjustræti
8. mánudaginn 29 marz kl. 21.
Fundarefni venjuleg aðalfundar
störf veitingar Stjórn NLFR.
Framsóknarfélag Kópavogs
heldur fund mánudaginn 29. marz
að Neðstutröð 4, og hefst hann kl.
8,30 e. h. Dagskrá: 1. Kosning full-
trúa á FLOKKSÞING FRAM-
SÓKNARFLOKKSINS. 2. Fram-
söguræða Jóns Skaftasonar um
landhelgismálið o. fl. Ath. breytt-
an fundardag. Stjórnin.
Einsdagsferðir um páskana
(geymið auglýsinguna).
8/4 Vífilsfell.
9/4 Valahnúkar — Helgafell.
10/4 Borgarhólar — Mosfellsheiði.
11/4 Reykjafell — Hafravatn.
12/4 Lækjarbotnar — Sandfell.
í einsdagsferðir verður lagt
af stað kl. 1,30 frá Umferðar-
miðstöðinni.
Ferðafélag íslands
MINNING
Sigurlaug Guðmundsdóttir, fyrr-
um húsfreyja í Hvammi í Norður-
árdal, lézt í Reykjavík 18. marz.
Sigurlaug var fædd 24. júlí 1890,
að Lundum í Stafholtstungum.
Hún giftist Sverri Gíslasyni, bónda
í Hvammi.
Kvoðjuathöfn um Sigurlaugu fer
fram frá Fossvogskirkju í dag,
föstudag, kl. 3 síðdegis. Jarðar-
förin verður frá Hvammskirkju í
Norðurárdal á morgun, laugardag,
kl. 2 síðdegis.
Sigurlaugar verður minnzt síð-
ar í íslendingaþáttum Tímans.
— Hvað verður Díana lengi í Tulana? —
Þrjá mánuði. — Það er ekki víst, að hún
komi aftur. Bular prins er ókvæntur og
hefur mikinn áhuga á henni. Manstu, að hvað sagði hún? — Hún sagði orðrétt:
ég sagði Díönn, að það væri iafnauðvelt — Eins og ég geti gleymt því. — Lily,
að elska ríkan mann og fátækan. — Og það er kominn morgunverðartími.
SSSSSSSS*ÍSSSS$SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS$SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSSSSSSSSSSSSSSSS5SS«SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS$5$ÍSS$$SSS
THEYR.E TRY/NG TO STANT
A F/RE ANP FORCE
LJS/NTO
TNFOPEN/