Tíminn - 27.03.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.03.1971, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 27. marz 1971 TIMINN 3 Valgarður fíuttur til Reykjavíkur Htn nýja bifreRS Björgvnarsveitarinnar Aiberts. Minningargjöt um Albert í Gróftu Lionsklúbburinn Þór í Reykja- yfk hefnr fært björgunarsveit SV!FÍ á Seltjamamesi að gjöf vandaða talstöð af gerðinni Bimini 550 til mainningar nm Albert Þor varðarson, vitavörð í Gróttu. Eins og kunnugt er fórst Al- bert á sl. vori. þegar hann féll útbyrðis af báti síntnn við hrogn ikelsaveiðar skamimt undan Gróttu. Með þessari kærkomnu gjöf hafa Þórsfélagar heiðrað minn- ingu góðs vinar á verðugan hátt, en björgunarsveitin á Seltjarnar nesi ber nafn Alberts í Gróttu. Björgunarsveitin Albert hefur nýlega tekið í notkun Dodge Weap on bifreið, sem félagar sveitarinn ar hafa breytt og endurbyggt í 43,9% tómstundum sinum, þannig að hún konú að sem beztum notum í starfi og er talstöðinni fcomið fyrir í henni. Þá hefur björgunarsveitin Al- bert til afnota 12 feta slöngubát með utanborðsvél, sem ætlaður er til notkunar við Gróttu og é Skerja firði. Björgunarsveitin Albert færir Þórsfélögum beztu þakkir fyrir höfðinglega gjöf. (Fréttatilk. frá SWÍ). IH—Seyðisfirði, föstudag. Valgarður Frímann, sem varð konu sinni að bana hér á Seyðis- firði í fyrradag, var fluttur héðan áleiðis til Reykjavíkur í kvöld. Átti að fara með hann í snjóbíl til Egilsstaða um klukkan átta. Til Egilsstaða var send sjúkra- flugvél sem flytur manninn til Reykjavíkur, en þar verður hann lagður inn á sjúkrahús. Fyrr í dag fóru héðan rannsókn- arlögreglumennirnir Njörður Snæ- hólm og Ragnar Vignir, sem að- stoðað hafa við rannsókn málsins. Valgarður er auðsjáanlcga mjög truflaður á geði en samt bráir af honum annað slagið og gerir hann þá boð eftir bæjarfógetanum og gefur skýrslu un, ..álið. Hafnfirðingar sigruðu í bridgekeppni SIB—Reykjavík, miðvikudag. Bæjakeppni í bridge, milli Hafnarfjarðar og Afcraness, sem fram fer árlega, var nýlega háð í Sfciphól í Hafnarfirði. Hafnfirð ingar báru nauman sigur úr být um í sjálfri bæjakeppninni, en á 6. borði, þar sem spilað er um sérstakan bikar, sigruðu Akur nesingar. Þá lauk nýlega firmakeppni Bridgefélags Hafnarfjarðar, en þátt í henni tóku 48 fyrirtæki. í fimm efstu sætum urðu: Sparisjóð ur Hafnarfjarðar með 320 stig, spilari Sæmundur Björnsson, Hafnarfjarðar Apótek, með 314 stig, spilari Sævar Magnússon. Trygging h.f. með 303 stig. spil ari Árni Þorvaldsson. Rafgeymir h.f. með 301 stig, spilari, Vilhjálm ur Einarsspn, og Lýsi og Mjöl h.f. með 300 stig, spilari Halldór Bjarnason. Framhald af bls. 1 fram á eru eingöngu miðaðar við það, að við stöndum í stað. Það er að segja við erum ekki að reyna að vinna upp nein töp fyrri ára heldur að iðgjöld og tjóna- kostnaður standist á á trygginga- árinu, sem fer nú í hönd. Þetta er miðað við tjónareynsluna og tjónakostnaðinn, og kostnað félag anna á s.l. ári, en það hafa verið mikil töp hjá félögunum, þrátt fyrir þær hækkanir, sem verið hafa á iðgjöldunum undanfarin ár, 34 og 35% síðustu tvö ár. en það hefur ekki dugað til þess að halda í horfinu. Við verður að ákveða iðgjöldin fyrirfram fyrir heilt ár í einu. Við getum ekki breytt iðgjöldunum á trygginga- árinu en við verðum að taka á okkur allar hækkanir, sem verða á árinu, í sambandi við kostnað tjónanna. — Tjónunum fer fjölgandi, og upphæðir tjónanna hækka líka. Það eina. sem menn geta gert. til þess að draga úr þessum hækkun um iðgjaldanna er, að keyra var lega. — Telur þú nýskipan þá, sem tekin hefur verið upp hjá Bifreiða eftirlitinu, að láta þá, sem valda óeðlilega mörgum slysum, taka próf aftur, geta haft áhrif til hins betra? — Já, mér finnst þetta alveg piýðilegt. Það hefði átt að vera búið að gera þetta fyrr. Það er einmitt þetta sem þarf. Það þarf meira aðhald í umferðinni, og menn þurfa að halda áfram að brosa, eins og þegar hægri um- ferðin var að komast á. — Eru menn hættir að hugsa eins mikið um umferðina. og þeir gerðu fyrst eftir breyting- una? — Já, ég held það. Ég held að það þurfi að koma á meiri fræðslu um umferðarmál. Það þarf að halda málunum vakandi. meira en gert hefur verið. en það er nú eitt af því, sem ríkis- valdið virðist ekki hafa áhuga á. eftir því sem alþingi sýndi, þeg ar það skar niður fjárveitingar til umferðarmálaráðs nýlega. Rjómaísterta - eftirréttur eða kaff ibrauð ? Þér gef ið valið Ef til vill vitið þér ekki, að yður býðst 12 manna Emmess isterta, sem er með tveim tertubotnum úr kransakökudeigi. — Sú er þó raunin. Annar botninn er undir isnum, en. hinn ofan á. ísinn er með vanillubragði og íspraut- aðri súkkulaðisósu. Tertan er því sannkallað kaffibrauð, enda nefnum við hana kaffitertu. Kaffitertan er fallega skreytt og kostar aðeins 250,00 krónur. Hver skammtur er þvl ekki dýr. Regluiegar ístertur eru hins vegar bráð- skemmtilegur eftirréttur, bæði bragðgóður og fallegt borðskraut ! senn. Þær henta vel við ýmis tækifæri og eru nánast ómissandi i barna- afmælum. Rjóma-ístertur kosta: 6 manna terta kr. 125.00. 9 manna terta — 155.00. 12 manna terta — 200.00. 6 manna kaffiterta — 150.00. 12 manna kaffiterta — 250.00. Svör f jármátaráðu- neytisins verða birt á morgun Eins og lesendur hafa fylgzt með hefur verið beint til fjár- málaráðherrans _ nokkrum spurningum hér í þessnm pistli undanfarna daga um launakjör ýmissa opinber'-a starfsmanna í ljósi hinna nýju samninga, er gcrðir hafa ver- ið, starfsmat og röðuirí launa- flokka. Fjármálaráðuneytið eða launaderld þess, hefur nu sent frá sér svör við þ-ssum fvrir- spurnum. Þessi svör eru svo merkileg og þarfnast svo v?ða- mikilla skýringa, athugasenrla og upplýsinga, sem biaðið hef- ur aflað sér til viðbótar við þau. að brugðið var á það ráð að fresta birtingu þeirra til morguns, svo svörin og at- hugasemdirnar gætu fylgzt að. Birtast þau í þættinum ,,Á víð og dreif“ í blaðinu á morgun. Skipulags- og aðgerð- arleysið einkennandi f athyglisverðri grein, sem Heimir Hannesson, skrifar í síðasta tölublaði Dags á Akur- eyri, segir hann m.a.: „Það verður því miður að segja þá sögu eins og hún er, að skipulags- og aðgerðarleysi er í dag einkennandi fyrir markaðs- og sölumál íslenzks niðursuðuiðnaðar. fslenzkar niðursuðuverksmiðjur hafa engin virk samtök, er vinna skipulega að þessum málum, og ríkisvaldið hefur ekki talið ástæðu til að taka hér forystu, þrátt fyrir yfirlýst áform við inngönguna í EFTA. Ár eftir ár seljum við t.d. Svíum og Bandaríkjamönnum saltsíld sem hráefni fyrir þeirra niður suðuverksmiðjur, án þess að ’gera alvarlega tilraun til þess að fullvinna vöruna innanlands og flytja síðan út. Og grá- slepnuhrognin eru e.t.v. enn skýrara dæmi um þá mögu- leika, sem fyrir hendi eru. fs- lendingar, nánar tiltekið ver- stöðvar frá Langanesi til Vest- fjarða, framleiða um 70—80% af öllum grásleppuhrognum i heiminum. Eftirspurn eftir grá- sleppuhrognum hefur stöðugt farið vaxandi. en í fyrra voru seld Tyrirfram um 12—13 þús. tunnur til erlendra aðila, eink- um í Þýzka'andi og Danmörku, sem hafa góðan arð af því að setja hrognin í glös og dósir og kalla síðan vöruu kavíar. Hér er því stórmál á ferðinni, sem taka þarf föstum tökum, og skiptir Novðlendinga e.t.v. meira máli en flesta aðra, sök- um þess að þaðan kemur hrá- efnið. Það er engin sérstök bjartsýni að ætla, að-ef mál- in yrðu tekin föstum tökum frá upphafi. þ.c.a.s. allt frá hrá efnisöflun til sölustigsins, mætti koma á fót niðurlagn- ,ingu á grásleppuhrognum til útflutnings, á þeim stöðum norð anlands, sem beztan aðgang hafa að hráefninu og þar sem vinnuafl og önnur aðstaða er fyrir hendi. Gæti hér í senn orðið um mikilvæga útflutn- ingsframleiðslu að ræða, sem Framhald á 14. sí9u.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.