Tíminn - 27.03.1971, Qupperneq 8

Tíminn - 27.03.1971, Qupperneq 8
8 TIMINN LAUGARDAGUR 27. marz 1971 Ósannindi Norðan- fara Leiðrétt — Það var fyrir tilstuolan fulltrúa stjórnarandstöðu- flokkanna í fjárveitinganefnd, að framhaldsskólanemar fá hærri ferða- og dvalarstyrk á þessu skólaári en Magnús fjármálaráðherra vildi EB—Reykjavík, föstudag. í umræðunni um fnunvarp Sigurvins Einarssonar og Ingv ars Gíslasonar um námskostnað arsjóö, er fram fór í neðri deiid í gær, var nokkuð rætt um dvalar- og ferðastyrki til lianda framlialdsskólanemum. sem búa verða fjarri hcimilum sínum meðan þeir stunda nám sitt. Er fjárlögin fyrir 1971 voru til afgrei'ðslu á Alþingi fyrr í vetur lagði ríkisstjórnin til, að kr. Í2 millj. yrði veitt til þessara styrkveitinga, en fyrir tilstuðlan fulltrúa stjórn arandstöðuflokkanna í fjárveit inganefnd Alþingis, Halldórs E. Sigurðssonar o. fl. var liægt að fá þessa fjárveitingu hækk aða upp í 15 millj. kr. Vildu fulltrúar stjórnarandstöðu- flokkanna I nefndinni reyndar hafa þcssa fjárveitingu 25 millj. kr. en það vildu fulltrú ar stjórnarflokkanna alls ekki fallast á. Kváðust þeir hins vegar, vegna framkominnar kröfu stjórnarandstöðufulltrú- anna, mundu fallast á að hækka framlagið úr 12 millj. upp í 15 millj. — Þar sem stjórnar andstöðumönnum var ljóst að tillaga þeirra um 25 millj. kr. fjárveitingu næði ekki fram að ganga og til þess að koma í veg fyrir að fjárveitingin yrði 12 millj. kr. féllust þeir á til- boð stjórnarsinna og stóðu sið an með stjórnarsinnum að til- lögunni um 3 millj. kr. hækk un á upphaflegri tillögu meiri hluta nefndarinnar. Skýrði Halldór E. Sigurðsson frá þessu í umræðunni, m. a. vegna þess að í ,,Norðanfara“, málgagni Sjálfstæðismanna í Norðurlandskjördæmi vestra, var því hampað fyrir skömmu, að stjórnarþingmenn einir hefðu staðið að tillögunni um 15 millj. kr. fjárveitingunni, þegar hún var borin fram í söl um Alþingis. Sérfræðileg afiiugun fari fram á fiskeldi í Þorskafirði og Hestfirði EB—Reykjavík, föstudag. Steingrímur Hermannsson og Sigurvin Einarsson lögðu fyrir nokkru fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar þess efnis að rík- isstjómin beiti sér fyrir því, að sérfræðileg athugun fari fram á fiskeldi í Þorskafirði og Hest- firði í jambandi við vegagerð yfir mynni þcssara fjarða. f lok ítarlegrar greinargerðar um þetta efni segja þingmennim- ir: Ein mikilvægasta framkvæmd í vegamálum á Vestfjörðum er lagn ing hins svokallaða Djúpvegar, sem mun koma ísafirði og ná- grenni í samband við aðra lands- hluta mestan hluta ársins. Á þeirri leið eru margir djúpir firðir og vegalögn mjög erfið. Nú er verið að leggja veginn yfir Skötufjörð frá Ögri. Með þeirri takmörkuðu fjárveitingu, sem til þessarar vegagerðar hefur fengizt, mun það taka þrjú til fjögur ár að komast að næsta firði, sem er Hestfjörð- ur. Að vísu verður að vona, að fjár veiting fáist aukin, þannig að þess um vegi verði lokið fyrr en nú Tillaga frá Gísla Guðmundssyni, Ingvari Gíslasyni og Stefáni Valgeirssyni: Fuilnaðanmdirbúiimgur að virkjun Trr)(f3f»íní' Sundár í Þistilf. hefjist nú þegar EB—Reykjavík, föstudag. Gísli Guðmundsson, Ingvar Gísla son og Stefán Valgeirsson hafa fyrir nokkm lagt fyrir sameinað Alþingi tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórnin láti nú þcgar hefja fnllnaðarnndirbúning að virkjnn Sandár f Þistilfirði og lagningn orkuvcitu þaðan til Þórshafnar og Raufarhafnar, sbr. lög nr. 65 frá 1965. f greinargerð segja þingmenn- irnir m. a.: Búið er eða langt komið að leggja háspennulínu um vestur- hluta Norður-Þingeyjarsýslu, en undanfarin ár hafa flestir orku notendur í sýslunni haft raforku frá dísilstöðvum á Raufarhöfn og Þórshöfn svo og frá einkastöðvum, sem flestar eru dísilstöðvar og margar að þrotum komnar. Nú í seinni tíð hefur raforkumála Gísli GuSmundsson stjómin gert ráð fyrir því, að héraðið fái rafmagn frá Laxár- BILASKODUN & STILLING Skúlagötu 32 LJÓSASTILLINGAR HJÖ.LASTILLINGAR MOTORSTILLINGAR Látið stilla í tíma. Flfót og örugg þjónusta. 13-10 0 virkjun og að fyrrnefnd háspennu lína verði tengd við hana. Vonir standa til, að á þessu ári verði síðustu býlin, sem reglan um IV2 km meðalvegalengd tekur til, tengd við dísilstöðvarsamveitu og síðan verði hafizt handa um teng ingu býla, þar sem vegalengd er meiri. Áætlun um rafvæðingu þeirra hefur þó enn ekki komið fram, og tillaga um að ljúka raf væðingunni á árinu 1972—73 hef ur ekki fengizt samþ. á þingi því er nú situr. En hvað sem því líður, má telja, að rekstur dísilstöðva fyrir samveitur í sýslunni þurfi að hverfa úr sögunni sem fyrst og orka frá vatnsaflsstöð að koma í staðinn, hvort sem um verður að ræða orkuver innanhéraðs eða utan. Árið 1956 var veitt lagaheimild til að fela Rafmagnsveitum ríkis ins að reisa orkuver við Sandá í Þistilfirði, og af ýmsum ástæð um hefur verið áhugi á því hjá mörgum innanhéraðs, að sú heim ild verði notuð. Stærð orkuvers við Sandá yrði sem svarar 2100 j kw og mundi nægja fyrst um sinn j til að sjá Norður-Þingeyjarsýslu fyrir rafmagni, en e.t.v. einnig tveim nyrztu hreppum Norður- Múlasýslu, norðan Smjörvatns- heiðar. En þó að Sandá yrði virkj uð, er tenging fyrmefndrar há- spennulínu við Laxá eigi að síður mikilsverð, því að mikið hagræði er að slíku sambandi milli orku veitusvæða. horfir. Fyrir Hestfjörðinn eru aðr ir u.þ.b. 25 km. af mjög erfiðri vegagerð. Yfir mynni þessa fjarða er hins vegar aðeins rúm- lega 1 km. og grynning allveru- leg. Sjálfsagt virðist að nota tím- ann, á meðan unnið er að vega- gerð fyrir Skötufjörð, til þess að athuga, hvort vegur og brú kæmu til greina yfir Hestfjörðinn. í þessu sambandi virðist vafa- litið, að fiskrækt gæti orðið álit- leg í þeim firði, sem yrði fyrir innan slíkan veg. Það þarf að at- huga. Leitað hefur verið eftir styrk til þess að gera alhliða athugun á fiskeldi í og vegagerð yfir Þorskafjörð, m.a. til Atvinnujöfn- unarsjóðs. Að því er næst verður komizt, telur sjóðsstjórnin liins vegar vafasamt, að það sé verk- efni þess sjóðs að kosta athugun á vegagerð. Hins vegar er vart við því að búast, að vegamálastjóri telji athugun á fiskeldi í sínum verkahring. Af þessum ástæðum hefur ekki tekizt að fá nauðsyn- legt fjármagn til slíkrar athugun- ar. Þó er varla um stórar upphæð- ir að ræða, a.m.k. ekki fyrir þá frumathugun, sem í upphafi yrði gerð. Telja verður, að slíkt mætti gera allvel fyrir 200—300 þús. kr. Með tilliti til þessara erfiðleika og jafnframt þeirrar staðreyndar, að athugun má ekki dragast, ef úr framkvæmdum á að verða, telja flutningsmenn þessarar þingsályktunartillögu eðlilegt, að hæstvirt ríkisstjórn láti málið til sín taka og feli t.d. Rannsóknaráði ríkisins í samráði við Vegagerð ríkisins o.fl. að semja við verk- fræðingg, rannsóknarstofnanir og sérfræðinga um frumathugun á fiskeldi í umræddum fjörðum í sambandi við áætlun, sem jafn- framt verði gerði á vegagerð yfir mynni fjarðanna. MNGFRÉTTIR ÞINGPALLI STEINGRÍMUR HERMANNSSON mælti í gær í efri deild fyrir þings- ályktunartillögu sinni um að athugun fari fram á því hvort hagkvæmt reynrst að leysa erfiðleika við sjúkraflug á Vestfjörðum með reksfcri vel útbúinnar tvéggjá hreyfla flugvélar, sem stalðsett verði á Vestfjörðum og styrkt af opinberu fé. Fjallaði Steingrúnur ítarlega um þetta efni í framsöguræðu sinni, en auk hans tók til máls Auður Auðuns, dóms- málaráðherra. Greindi hún frá því, að landhelgisgæzlan væri að kaupa þyrlu frá strandgæzlu Bandaríkjanna og væri þessi þyrla hagkvæm til sjúkraflugs. Frumvarpið um Áburðarverksmiðju rikisins vair í gær afgreitt til efri deildar. Breytingartillaga frá Þórarni Þórarinssyni og Sigurvin Einarssyni um, að þess vehði gætt, að ekki stafi mengunarhætta frá verkstniðjunni, var samþykkt, svo og tillaga frá Benedikt Gröndal, um samstarfsnefnd í stjórn verksmiðjunnar. Jóhann Hafstein, forsætisráðherra, mælti fyrir frumvarpinu um virkjun Svartár í Skagafirði, er lagt var fyrir Alþingi í gær. Sagði Jó- hann, að hann hefði ætlað að leggja frumvarpið fyrr fyrir Alþingi, en úr því hefði ekki getað orðið, af ýmsum ástæðum. Jóhann lagði áherzlu á, að þetta mál yrði afgreitt á þessu þingi. Gunnar Gíslason fagnaði framkomu frumvarpsins, sem hann sagði, að væri mikið áhugamál Skagfirðinga. Um það væri rætt, að með virkj- un Svartár risi upp ný Laxárdeila. Svo myndi ekki veirða, nema ein- hver utan að komandi öfl ættu þar hlut að máli, innan viðkomandi landéigendafélags ríkti mikill áhugi á því, að Svartá yrði virkjuð. Það væri ekki einungis í Skagafirði, sem samstaða ríkti um það, að virkjun yirði komi@ upp, heldur í kjördæminu öllu. Gat Gunnar grein- ar, er Svarthöfði ritaði i Tímann í gær, og deildi þingmaðurinn fast á það sjónarmið, er þar kom fram, og lagði að lokum áherzlu á að frv. yrði afgreitt á þessu þingi. Auk þess tók Jón Kjartansson til máls í um- ræðunni. Frumvarpið um útvarpslög var í gær afgreitt sem lög frá Alþingi. Frumvarpið um Stofnlánadeild landbúnaðarins var afgreitt til efri deildar. Veiðifélag stofnað - Framhald aí bls 16 Ákveðið var á fundinum að veiðiréttareigendum á svæðinu væri heimilt að ráðstafa sjálfir veiði fyrir landi sínu um veiði tímann 1971, eins og lög leyfa, enda tilkynntu þeir stjórn félags ins um veiðitilhögunina áður en veiði hæfist. Jafnframt fól fund urinn stjórn félagsins að láta framkvæma alhliða könnun á að- stöðu til fiskræktar og annarra umbóta á félagssvæðinu, og þeg ar slík úttekt lægi fyrir, yrði leitað leigutilboða í einstaka hluta svæðisins eða það allt, og tekin yrði ákvörðun um þessi mál á aðalfundi 1972 í stjórn Veiðifélags Hornafjarð ar voru kosnir: Formaður séra Skarphéðinn Pétursson, Bjaraa- nesi og meðstjórnendur þeir Sæ- var Kristján Jónsson, Rauðabergi og Þrúðmar Sigurðsson, MiðfellL

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.