Tíminn - 27.03.1971, Side 16

Tíminn - 27.03.1971, Side 16
EJ—Reykjavík, fimmtudag. Hvergei'ðingar fundu í dag nokkra iarðskjálftakippi eftir hádegið. Hefur komið í ljós, að sterkasti kippurinn mældist 3 stig á Richter kvarða og að upp tök kippanna eru í Hengli. Fyrsti jarðskjálfta'kippurinn fannst í hádeginu í dag, en síðdegis fundust nokkrir kippir til viðbótar. Sterkasti kippur inn fannst um þrjúleytið. „EITURLYFIГ SKAÐMINNA ENÆTLAÐVAR OÓ—Reykjavík, föstudag. Eiturlyfjadeild lögreglunnar hefur nú borizt niðurstaða rann- sóknar, sem gerð var í rannsókn arstofnun lyfjadeildar Háskólans á efni því sem blaðamanni hjá Tímanum og fleiri var selt ekki alls fyrir löngu sem eiturlyf. Reyndist þetta vera nokkuð sem í stórum dráttum má líkja við magnýltöflur að samsetningu. Þetta var erlendur sjómaður að selja hér með milligöngu íslend ings sem áður hefur verið orðað ur við fíknilyfjasölu. Ekki er vit- að með vissu hve mörgum tókst að selja þetta ágæti, en Tíminn veit að minnsta kosti um einn að- ila sem birgði sig upp og keypti fyrir níu þúsund krónur og aðrir keypbu minni skammta. Við fyrstu prófun hjá fíknilyfja deildinni svaraði þetta efni til að vera amfetamín af sterfcustu gerð, en nánari rannsókn leiddi í ijós að efnið er af annarri sam setningu. LEITIN AD HAUKIENN ARANGURS LAUS OÓ—Reykjavík, föstudag. Leitinni að Hauki Hansen, flug vélstjóra var haldið áfram í dag en án árangurs. Leitað var í dag á landi og úr lofti. Leitar flokkar gengu fjörur frá Sandvík að Reykjanesi og þyrla flaug yfir svæðið. Haukur hafði haglabyssu með- ferðis þegar hann týndist og finnst hún ekki heldur. Svo hátt ar til á ströndinni þar sem félag ar Hauks skildu við hann. að þar er hyldýpi og harður straumur. Er líklegast að hann hafi verið á hraundranga sem gengur fram sjóinn, en Haukur var að huga að skarfi. Leitinni verður haldið áfram á morgun. Sýnir myridir af og r n í ■ I. I Baltasar og verk Bogasalnum OÓ—Reykjavík, föstudag. Þríþætt málverkasýning um fs- land og íslendinga kallar Baltasar ^ýnipgu 4 .yeí'kum sínum, sem hanri opriarf í Bogasalnum á morg un. laugardag. Er þessi spænsk ættaði íslendingur einna þjóð legastur þeirra myndlistarmanna, sem nú fara með pensil og liti hér á lárifli/ 1 ) / Alls sýnir Baltasar 30 olíumynd ir að þessu sinni. í sýningarskrá skiptir hann þeim í þ*já flokka, landslag, hesta og þjóðlíf og fyrirsætur og portret. Heiti mynd anna gefur nokkra hugmynd um þau viðfangsefni sem listamaður inn glímir við, Morgundögg á Þingvöllum, Gljúfur við Kerling arfjöll, Safnið rekið_ til byggða, Stóðið reikið á fjall, í höm, Þorra blót, Mjaðmarhnyfckur á lofti, Skilaréttir. Baltasar er fæddur á Spáni og kom fyrst til íslands árið 1961. Síðan 1963 hefur hann verið bú- settur hérlendis og er kvæntur ís- lenzkri konu. Hann varð íslenzik ur ríkisborgari 1968. Listamaðurinn er hvað þekkt ingar sínar og blaðateikningar, en jafnframt hefur hann málað olíu myndir og hefur haldið málverka sýningu í Bogasalnum áður. Hest ar eru' augsjáanlega eitt af uppá haldsviðfangsefnum málarans, og er kannski ebki að undra, þvi sjálfur er hann mikill hestamað ur og hestaeign hans ekki síðri I en hvers meðalbónda. Nokfcrar myndanna á sýning unni eru til sölu. (Tímamynd GE) astur hér á landi fyrir bókaskreyt GERT AÐ GREIDA BÆTUR FYRIR VÍG JÚHANNS GÍSLASONAR OÓ—Reykja'vík, föstudag. f síðasta mánuði var kvéðinn upp dómur í bæjarþingi Reykja víkur vegna bótakröfu sem Vil borg Kristjánsdóttir, efckja Jó- hanns Gíslasonar, gerði á hend ur Gunnari Fredriksen, en hann varð Jóhanni að bana á heimili þeirra hjóna 9. maí 1968. Gerði Vilborg bótakröfur fyrir sina hönd og fjögurra barna sinna, samtals að fjárhæð kr. 3.920.064,00 og 8% ársvaxta frá 9. maí 1968. Dómur féll á þá leið að stefnda er gert að greiða stefnendum sam tals kr. 1.675,000,00 og 7% árs vexti frá 9. maí 1968 til greiðslu dags. Stefán M. Stefánsson, borg ardómari kvað upp dóminn. Búið er að áfrýja honurn til Hæsta réttar. til 16 ára fangelsisvistar. og af- plánar nú refsingu sína í fangels inu að Litla-Hrauni. Dómsorð eru þannig: Stefndi, Gunnar Viggó Fredrik sen, greiði stefnanda, Vilborgu Kristjánsdóttur, sjálfri kr. 1.200, 000.00, f.h. Kristjáns Jóhannsson ar, kr. 60,000,oo, f.h. Guðrúnar Jóhannsdóttur kr. 65.000,oo, f.'h. Heiðu Elínar Jóhannsdóttur kr. 90.000,oo og f.h. Jóhanns Gísla Jóhannssonar kr. 160.000,oo allt með 7% ársvöxtum frá 9. maí 1968 til greiðsludags. Málflutningslaun skipaðs lög manns stefnanda, Sigurðar Sig urðssonar. hrl.. og skipaðs lög- manns stefna, Ragnars Jónssonay, hrl. kr. 150.000,oo til hvors um sig, igreiðist úr ríkissjóði. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögtun. 7 froskmenn leituðu týnda drengsins OÓ—Reykjavík, föstudag. Leitin að fimm ára drengn um sem hvarf að heiman frá sér í gænmongun í Ytri-Njarð vik, hefur efcki borið árangur. Hóst leitin að drengnum um hádegi í gær og var leitað á landi og slætt meðfram strönd inni. í dag fór fram víðtæk leit og tóku meðal annarra þátt í henni 7 frostomenn, er leituðu í sjónum meðfram ströndinni og einnig var mikið svæði leitað á landi. Verður leitað fram í mynkur og ef drengurinn finnst efcki verður leitinni haldið á mongun. áfram Arnesingar - landbúnaðarmál son ráðunautur. |Fundur um land sýslu. | búnaðarmál |verður haldinn í || Aratungu föstu || daginn 2. apríl, ; hefst hann |kl. 21. Frum- imælendur verða “Jónas Jónsson ráðunautur, Ingvi Þorsteinsson magister og Sveinn Hall'gríms FUF Ámes- Gunnar var dæmdur fyrir víg -r'~ Jóhanns í sakadómi 19. marz 1969 Norðurlandamót pilta í handknattleik Veiðifélag Horna- fjarðar stofnað Stofnað hefur verið veðifélag um vatnasvæði Hornafjarðaróss í Austur-Skaftafellssýslu, en aðild að félaginu eiga veiðieigendiur, er land eiga að ósnum og öllum ám og lækjum, sem fiskgengt er, og fellur í vatnakerfið. Eru 17 vatns föll, stór og smá, auk stöðuvatns ins Þveitar á vatnasvæðinu, sem er víðáttumikið og fjölbreytt að gerð og legu. Rúmlega 70 jariðir í þremur hreppum eiga hlutdeild í Veiðifélagi Ilornafjarðar. Stofnfundur veiðifélagsins var haldinn í félagsheimilinu Mána- garði miðvikudaginn 24. marz s. 1. Einar Hannesson, fulltrúi veiði málastjóra flutti erindi um veiði mál á fundinum og skýrði m. a. frá hlutverki veiðifélaga og þeirri reynslu, sem fengizt hefði af starfi slíkra félaga. Eru rúmlega 60 veiðifélög í landinu og um 10 félög i undirbúningi víðs'vegar nm land. Frarnhald á Dls. 8. ísland tapaði Danmörku ldp—Reykjavík. íslenzka unglingalandsliðið í liandknatíleik pilta tapaði fyrsta leik sínum í Norður- landamótinu, sem hófst í Laug- ardalshöllinni í gærkveldi. Voru það Danir, sem urðu í neðsta sæti á síðasta móti, sem sigruðu í leiknum, 16:14, eftir að hafa haft yfir í liálfleik, 10:6. Leikur ísl. liðsins var allur í molum, bæði í vörn og sókn. Það var aðeins undir lokin, sem það sýndi einhver tilþrif, en þá breytti það stöðunni úr 15:10 i 15:14. Var það nálægt því að jafna, því liðið hafði knöttinn þegar. ein mínúta var eftir — en það upphlaup endaði með skóti í stöng. og náðu Danirnir knetfinum og brunuðu nnp og skoruðu úr vítaka.sti síðast.a mairkið í ieikrium íslenzku piltarn'r yoim oijiig óheppnir með skot sín. 10 sinn- um skutu þeir i stangirnar — og munar um minna í leik eins og þessum. Það, sem var mest áberandi af öllum göllum liðsins í þess- um leik, var varnarleikurinn. Hann var í einu orði sagt hörrtiu legur. Gátu dönsku leikmenn- irnir skorað að vild, og ekkert var varið fyrr en undir lokin, er Ólafur Benediktsson, Val, sýndi sitt rétta andlit. íslenzka liðið hélt í við danska liðið í gær þar til um miðjan fyrri hálfl-ik, en þá var staðan 5:5. í síðari hluta hálf- lciksins skoraði liðið ekki mark fyrr en á síðustu mínútu, eða meira en hálfan hálfleikinn. t síðari hálfleik komust Dan- irnir i 15:10 en íslenzku pilt- nnir tiáðu að n.innka bilið í 1 inarh, 14:15 en síðan fór eins og fyrr segir. Á þeim kafla sýndi liðið að það getur gert tnarga góða hluti, og fáum við vona ii að sjá það betur í lcikjunum í dag og á morgun. Só' narleikur liðsins var lengst af sundurlaus og sam- vinna lítil, enda mikið um „stjörnur" í þessu liði. Það getur betur en það sýndi í þessum leik og ekki er öll Vv,n Úti um að halda titlinum, en ú ví rður skorið í dag og á morgun. Mótið hefst í dag kl. 10.00 f.h. og aftur kl. 15.00 e.h. f síðari leiknum í gærkveldi sigraði Svíþjóð Noreg 13:12 eftir að hafa haft 8:4 yfir í hálf leik. /

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.