Fréttablaðið - 01.08.2002, Side 1
bls. 16
AFMÆLI
Humar eða
kjúklingur
bls. 22
FIMMTUDAGUR
bls. 22
139. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 1. ágúst 2002
Tónlist 16
Leikhús 16
Myndlist 16
Skemmtanir 16
Bíó 14
Íþróttir 12
Sjónvarp 20
Útvarp 21
ÍÞRÓTTIR
Bowie
keppir við
hvolpana
SÍÐA 14
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
EFNAHAGSMÁL Seðlabanki Íslands
kynnir í dag ágústhefti Peninga-
mála. Í því er meðal annars að
finna nýja verðbólguspá bankans.
Hún verður einnig birt á heimasíðu
Seðlabankans klukkan fjögur í dag.
TÓNLEIKAR Á hádegistónleikum í
Hallgrímskirkju í dag leikur Dou-
glas A. Brotchie nokkur verk á org-
el. Hann er í hópi nemenda Harðar
Áskelssonar sem leika í kirkjunni í
sumar. Tónleikarnir hefjast klukk-
an tólf.
FÓTBOLTI Fjórir leikir fara fram í
kvöld í tólftu umferð Símadeildar
karla. Efsta lið deildarinnar, KR,
tekur á móti FH í Frostaskjólinu. Í
Grindavík taka heimamenn á móti
Íslandsmeisturum Skagamanna.
Fylkir fær Keflavík í heimsókn í
Árbæinn og á Akureyri verður
norðanslagur þegar Þór og KA
mætast.
MYNDLIST Í gallerí i8 sýnir Birta
Guðjónsdóttir sýnir vídeó-innsetn-
ingu sem ber heitið „Hér er gott“
þessa dagana. Galleríið er á Klapp-
arstíg og sýning Birtu stendur til
10. ágúst.
Ísland
er Mekka
köfunar
FÓLK
Kynntist Rúnna
Júll um verslunar-
mannahelgina
SÍÐA 12
BALLETT
Dönsuðu
á skökku
sviði
TÓNLIST
SKATTAR Jóhannes Tómasson í
Kópavogi er skattakóngur Ís-
lands þetta árið. Jóhannes er
einn fyrrverandi eigenda Ölgerð-
arinnar Egils Skallagrímssonar,
sem seld var Gildingu í fyrra
fyrir 2 milljarða króna. Jóhann-
esi er gert að greiða samtals
112.605.617 krónur í gjöld til hins
opinbera.
Þórunn Árnadóttir í Garðabæ,
einnig kennd við fyrrum eigend-
ur Ölgerðarinnar, fylgir fast á
hæla Jóhannesi, með rúmar 100
miljónir króna í álögð gjöld en
þessi tvö hafa algera sérstöðu.
María Júlía Sigurðardóttir, eigin-
kona Jóns Hjartarsonar, fyrrum
eiganda Húsgagnahallarinnar
greiðir þriðju hæstu gjöldin á
landsvísu og hæstu gjöldin í
Reykjavík þetta árið, rúmar 78
milljónir króna. Eiríkur Sigurðs-
son á Seltjarnarnesi, gjarnan
kenndur við 10-11 verslanirnar
er fjórði í röð skattakónga og
drottninga, greiðir samtals 57
milljónir króna, Baltasar Kor-
mákur leikstjóri er fimmti í röð
hákarlanna, greiðir tæpar 37
milljónir, Haukur Clausen tann-
læknir í Garðabæ greiðir rúmar
29 milljónir króna eins og Dagur
Ingimundarson í Sandgerði. Guð-
rúnu Guðmundsdóttur í Reykja-
vík er gert að greiða rúmar 23
miljónir og Kristjáni Vilhelms-
son hjá Samherja á Akureyri er
gert að greiða tæpar 23 milljónir.
Kristján er skattakóngur á
Norðurlandi eystra þetta árið,
Ragnar Ólafsson útgerðarmaður
á Siglufirði skartar þeim titli á
Norðurlandi vestra, greiðir tæp-
ar 6 milljónir, Sveinn Rögnvalds-
son á Patreksfirði er skattakóng-
ur Vestfjarða með tæpar 13
milljónir í heildargjöld.
Ingvar Matthíasson, Innri
Akraneshreppi greiðir 10 millj-
ónir í gjöld og hreppir titilinn
skattakóngur Vesturlands, Sigur-
bergur Hauksson, skipstjóri í
Neskaupstað er skattakóngur
Austurlands, en hann greiðir
rúmar 4 milljónir. Arnór Páll
Valdimarsson er skattakóngur
Vestmannaeyja, greiðir 9,5 millj-
ónir til ríkis og sveitar.
Á þessu ári borga einstakling-
ar 113,7 milljarða króna í tekju-
skatta og útsvar og er það 16%
hækkun frá fyrra ári. Heildar-
fjöldi framteljenda við álagningu
2002 var 224.914 og fjölgaði um
1,5% milli ára.
the@frettabladid.is
nánar bls. 4
VERSLUNARMANNAHELGIN Besta veðr-
ið um verslunarmannahelgina
verður fyrir norðan og austan.
Þannig hljóðaði spá Veðurstofu Ís-
lands sem hún gaf út í gær. Ekkert
er þó gefið í þessum efnum. „Það
hefur verið flökt á spánum síðustu
vikur og það verður flökt á þeim
næstu daga. Það hefur verið mikill
hausverkur að segja til um veðrið,“
segir Björn Sævar Einarsson, veð-
urfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Samkvæmt spánni á hæðar-
hryggur að halda sig fyrir austan
land sem þýðir að mestar líkur eru
á sól þar. Skýjað verður á vestan-
verðu landinu og úrkoma með köfl-
um. Ef skil sem liggja fyrir vestan
land færast inn á land þýðir það
rigningu á öllu vestanverðu land-
inu, þar með talið Vestmannaeyjum
og Galtalæk. En ekki er hægt að
segja fyrir um hvenær það gerist
segir Björn. Því er spáð að hiti
verði á bilinu tíu til fimmtán stig
sunnan- og vestanlands. Á Norð-
austur- og Austurlandi verður hit-
inn á bilinu fimmtán til 22 stig.
Á veðurvef CNN gætir ekki jafn
mikillar bjartsýni og í íslenskum
spám. Í fimm daga spá CNN er
spáð rigningu föstudag, laugardag
og sunnudag í Reykjavík, Vest-
mannaeyjum og á Akureyri. Útlitið
er ekki eins vott á Egilstöðum, þar
á bara að rigna á laugardag.
Björn segir fólk mikið hringja á
Veðurstofuna fyrir verslunar-
mannahelgi til að forvitnast um
veðrið. Þeir sem vilja velja áfanga-
stað eftir veðri ættu að bíða til
morguns með að ákveða hann segir
Björn sem sjálfur ætlar ekki að
elta sólina uppi heldur halda sig
vestanmegin á landinu.
REYKJAVÍK Suðlæg átt, 3-5
m/s Skýjað að mestu. Hiti 9
til 14 stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 5-8 Skýjað 11
Akureyri 3-5 Skýjað 13
Egilsstaðir 2-5 Léttskýjað 18
Vestmannaeyjar 3-5 Skýjað 12
+
+
+
+
VEÐRIÐ Í DAG
➜
➜➜
➜
Fyrrverandi ölkóngur
nú skattakóngurinn
Félagsmálaráðuneytið úrskurð-aði í gær að bæjarstjórnar-
kosningarnar í Borgarbyggð skyl-
du endurteknar vegna alvarlegra
hnökra á framkvæmd kosning-
anna. bls. 2
Karlmaður, sem réðist inn áheimili í Álfheimum í fyrra-
kvöld vopnaður haglabyssu, var í
gærkvöldi úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 12. ágúst. bls. 2
Sveitarfélögin hafa aukið skatt-heimtu sína. Útsvar hækkar um
15,8% á hvern einstakling en
tekjuskattur hækkar einungis um
9,3%. bls.4
Forstjóri Vinnumálastofnunarsegir að ágætt hefði verið að fá
að vita það strax ef Ríkislögreglu-
stjóri hefði ekki tíma eða áhuga á
að kanna hvort vændi væri stund-
að á nektardansstöðum. Hann seg-
ir Vinnumálastofnun sjálfa bera
ábyrgð á útgáfu atvinnuleyfa til
erlendra nektardansmeyja. bls. 4
ÞETTA HELST
ELDSVOÐI Í HAFNARFIRÐI Í GÆRKVÖLDI. Allt tiltækt slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins var kallað að húsnæði USH sandblásturs og máln-
ingar við Íshellu á níunda tímanum í gærkvöldi. Töluverður eldur logaði þegar slökkvilið kom á staðinn. Greiðlega gekk að ná tökum á eldin-
um. Hjá fyrirtækinu er framleiddur búnaður tengdur álvinnslu í Straumsvík og töluvert um eldfim efni í húsnæðinu. Eldsupptök eru ókunn.
Tvö greiða yfir 100 milljónir króna í opinber gjöld. Álögð gjöld einstaklinga 113,7 milljarðar
króna. Greiðslur vegna vaxta- og barnabóta nema 9,2 milljörðum í ár.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
Erfið spáskilyrði valda veðurfræðingum hausverk:
Veður vænlegast á norð-
austurlandi um helgina
Hér er gott
Ný verðbólguspá
Orgeltónar í
Hallgrímskirkju
Fjórir leiki
í Símadeild
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 39
ára á fimmtudögum
samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
mars 2002
18,6%
D
V
70.000 eintök
70% fólks les blaðið
Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára
íbúar á höfuðborgarsvæðinu
á fimmtu-
dögum? 48,0%
55,7%