Fréttablaðið - 01.08.2002, Síða 2
2 1. ágúst 2002 ÞRIÐJUDAGURLÖGREGLUFRÉTTIR
ÚRSKURÐUR Félagsmálaráðuneytið
úrskurðaði í gær að bæjarstjórn-
arkosningarnar í Borgarbyggð
skyldu endurteknar vegna alvar-
legra hnökra á framkvæmd kosn-
inganna. Deilt hafði verið um
hvaða atkvæði skyldu gild.
„Þetta er náttúrulega bara
kjaftshögg fyrir það fólk sem er
búið að leggja svo mikla vinnu í
þetta,“ segir Helga Halldórsdótt-
ir, forseti bæjarstjórnar. Mikil
vinna hafi verið lögð í að skipu-
leggja starf bæjarfélagsins.
„Það er grundvallaratriði að
framkvæmd kosninga sé óaðfinn-
anleg og niðurstöðurnar í sam-
ræmi við vilja kjósenda,“ segir
Þorvaldur Tómas Jónsson, odd-
viti Framsóknarmanna, sem telja
sig hafa misst fulltrúa að ófyrir-
synju.
BORGARNES
Íbúar þar og annars staðar í Borgarbyggð
ganga innan tíðar að kjörborðinu og kjósa
bæjarstjórn í annað sinn á þessu ári.
Kjósa skal aftur í Borgarbyggð:
Þetta er náttúrulega kjaftshögg
Sala ríkisbankanna:
Landsbank-
inn seldur
fyrst
EINKAVÆÐING Einkavæðingarnefnd
ákvað í gær að ganga til viðræðna
við þrjá hópa fjárfesta um sölu á
hlut ríkisins í Landsbankanum. Þeir
eru Björgúlfsfeðgar og Magnús
Þorsteinsson, Kaldbakur og S-hóp-
urinn sem að standa meðal annarra
Ker, Samvinnutryggingar og Sam-
vinnulífeyrissjóðurinn.
Nefndin stefnir að því að fyrir
liggi í byrjun september hvert við-
ræðurnar leiða. Ákvörðun um sölu
Búnaðarbanka bíður síðari tíma en
miðað er við að seldur verði umtals-
verður hluti í báðum bönkunum.
SPRON „Það er alveg ljóst að sú
staða sem uppi er er á allan hátt
óheppileg,“ segir Halldór Ás-
grímsson, starfandi viðskiptaráð-
herra, um deiluna um SPRON. „Sú
lagaóvissa sem hefur skapast er
mjög slæm. Við verðum sem
stjórnvöld að vinna á grundvelli
gildandi laga og úrskurðar Fjár-
málaeftirlitsins.“
Halldór segir alveg ljóst að
hvorki tilboð stofnfjáreigendanna
fimm né starfsmanna SPRON í
stofnfjárhluti samrýmist úrskurði
Fjármálaeftirlitsins. „Hver fram-
vinndan verður liggur ekki fyrir
en við fylgjumst mjög náið með
því.“ Um þátt Búnaðarbankans,
sem er að meirihluta í eigu ríkis-
ins segir Halldór: „Það sem Bún-
aðarbankanum er heimilt er öðr-
um fjármálastofnunum líka heim-
ilt. Jafnvel þó við gætum í skjóli
meirihlutavalds í Búnaðarbankan-
um komið í veg fyrir að einhverj-
ir ákveðnir hlutir gerðust þar hef-
ur það litla þýðingu ef aðrar fjár-
málastofnanir taka við boltanum
og gera nákvæmlega það sama.“
Halldór segir ljóst að þó ekki
hafi verið talið að kaupa mætti
stofnfjárhluti á yfirverði þegar
málið var rætt á þingi verði að
vinna að málinu á grundvelli
þeirrar löggjafar sem þar var
sett. „Ef þar hafa orðið einhver
mistök þurfum við að taka afleið-
ingum þess.“
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Verðum að taka afleiðingum þess ef mistök voru gerð við lagasetninguna á Alþingi.
Lagaóvissan í SPRON-deilunni mjög slæm:
Þýðir lítið að hirta Búnaðarbankann
LÖGREGLA Karlmaður, sem réðist
inn á heimili í Álfheimum í fyrra-
kvöld vopnaður haglabyssu, var í
gærkvöld úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 12. ágúst. Maðurinn,
sem er fæddur árið 1982, hefur
áður komið við sögu lögreglu fyrir
ofbeldisbrot. Að sögn lögreglu er
ekki ljóst hvers vegna maðurinn
réðist inn í íbúðina, en þar bjó
kunningi hans. Málið verður lík-
lega rannsakað sem tilraun til
manndráps.
Klukkan hálfníu heyrðu íbúar
við Álfheima skothvell og var þá
hringt í lögreglu. Sjónarvottur, sem
Fréttablaðið náði tali af, sagði að
þegar hann hefði heyrt hvellinn
hefði hann litið út um gluggann og
séð mann brjóta sér leið inn um
eldhúsglugga í kjallaraíbúð á horni
Álfheima og Sólheima.
Að sögn lögreglu náði húsráð-
andinn að læsa sig inni í herbergi
og flýja þaðan út um gluggann áður
en byssumaðurinn komst inn í það.
Sjónarvotturinn sagði að árás-
armaðurinn hefði verið nokkra
stund inni í íbúðinni en síðan lagt á
flótta í bíl, sem hefði beðið hans á
bílastæðinu við verslunarkjarnann
efst í Álfheimum. Annar sjónar-
vottur veitti manninum eftirför í
bíl sínum og vísaði lögreglu leiðina.
Lögreglan náði að stöðva byssu-
manninn í Ártúnsbrekku, þar sem
hann var handtekinn. Haglabyssan
fannst hlaðin í bílnum auk hnífa.
Málið er nú í rannsókn lögreglu en
aðspurð sagðist hún ekki telja að
það tengdist fíkniefnum.
Málið í fyrrakvöld var fjórða al-
varlega ofbeldismálið í Reykjavík
á tæpri viku. Á laugardagskvöldið
var átján ára piltur stunginn í bak-
ið í Breiðholti. Sautján ára piltur,
sem grunaður er um verknaðinn,
er í haldi lögreglu. Á sunnudags-
kvöldið var kona skorin á háls í
Vesturbænum. Til átaka kom milli
konunnar og fyrrverandi sambýlis-
manns hennar inni á heimili á
Boðagranda. Konan er ekki í lífs-
hættu og maðurinn situr í gæslu-
varðhaldi. Á þessu ári hafa fimm
manndrápsmál komið til rannsókn-
ar lögreglu, en aðeins eitt þeirra er
komið til ákæruvaldsins. Í því máli
er kona grunuð um að hafa stungið
um fimmtugan mann til bana í
mars sl.
trausti@frettabladid.is
Á VETTVANGI
Lögreglumenn skoða verksummerki þar sem byssumaðurinn braut sér leið inn í íbúð við Álfheima í fyrrakvöld.
Byssumaður úrskurð-
aður í gæsluvarðhald
Tvítugur maður réðist inn á heimili í Álfheimum vopnaður haglabyssu. Húsráðandi náði að
flýja. Málið verður líklega rannsakað sem tilraun til manndráps.
LÍKAMSÁRÁSIR SÍÐUSTU
DAGA:
30. júlí.
Maður ræðst inn í íbúð í Álfheimum
vopnaður haglabyssu og hleypir af
tveimur skotum.
28. júlí.
Kona um fimmtugt skorin á háls við
Boðagranda.
27. júlí.
Maður stunginn með hnífi í bakið í
Breiðholti.
MANNDRÁP Á ÁRINU:
18. feb.
Þór Sigurðsson játar að hafa banað
Braga Óskarssyni á Víðimel.
6. mars.
Karlmaður um fimmtugt stunginn á
Grettisgötu. Lést af völdum stungusára
23. mars.
10. mars.
Maður finnst látinn í Hamraborg í Kópa-
vogi með innvortis áverka.
27. apríl.
Móðir grunuð um að hafa orðið völd að
dauða níu ára dóttur sinnar í Selja-
hverfi.
25. maí.
Tveir menn um tvítugt réðust á 22 ára
karlmann í Hafnarstræti. Maðurinn lést
2. júní.
Gjaldskrá Símans
Dýrara að
hringja í önn-
ur GSM
kerfi
SÍMINN Gjaldskrá Símans breytist
í dag, bæði til hækkunar og lækk-
unar. ADSL þjónusta lækkar, far-
símaþjónusta innan kerfis Sím-
ans lækkar en hækkar vegna
símtala í GSM kerfi Tals eða Ís-
landssíma. Þá hækkar gjaldskrá
vegna heimilissíma og seðilgjöld
vegna reikninga hækka úr 95
krónum í 150 eða um 60%.
Síminn segir þetta gert til að
laga tekjur einstakra þjónustu-
eininga að útlögðum kostnaði.
Hluta breytinganna megi þó
rekja til hækkana á tengigjöldum
annarra fjarskiptafyrirtækja
hérlendis.
Ræddi við ráðherra frá
Möltu um viðræður við
ESB:
Virðist hafa
gengið án
vandkvæða
STJÓRNMÁL „Það sem er athyglis-
vert í þeirra lausn er að þeirra
landhelgi er viðurkennd sem sér-
stakt stjórnunarsvæði. Það virðist
hafa gerst án teljandi vandkvæða
í samningum. Þeir telja sig hafa
náð fram þeim markmiðum sem
þeir höfðu varðandi þau mál,“
sagði Halldór Ásgrímsson, utan-
ríkisráðherra, eftir að hafa fund-
að með Josef Bonnici, viðskipta-
ráðherra Möltu.
„Hann sagði að það hefði kom-
ið á óvart hve mikinn skilning
ESB hefði sýnt á sérstöðu lítilla
eyríkja og var tiltölulega bjart-
sýnn á að þeim tækist að ná öllum
sínum meginsamningsmarkmið-
um í höfn í samskiptunum við
Evrópusambandið.“
Eldur kom upp í sumarbústað íHveragerði síðdegis í gær.
Slökkvilið Hveragerðis fór á vett-
vang og tók það tiltölulega skamm-
an tíma að ráða niðurlögum elds-
ins. Ekki er talið að bústaðurinn
hafi skemmst mikið. Að sögn lög-
reglu er ekki vitað hver voru upp-
tök eldsins.
Fjögurra bíla árekstur varð áNýbýlavegi, mitt á milli Tún-
brekku og Hjallabrekku, í gær. Að
sögn lögreglu slasaðist enginn al-
varlega og bílarnir skemmdust
ekki mikið.
Átján mánaða stúlka féll ofan ígosbrunn við íbúðarhús á
Breiðdalsvík í fyrrakvöld. 16 ára
gamall bróðir hennar kom að henni
og blés í hana lífi. Var hún flutt á
Fjórðungssjúkrahúsið í Nesskaups-
stað og fékk að fara heim í gær.
SÍMINN HÆKKAR OG LÆKKAR
Að hluta til vegna gjaldskrárbreytinga
annarra fjarskiptafyrirtækja.