Fréttablaðið - 01.08.2002, Qupperneq 3
Stofnfjáreigendur SPRON:
Miðstöð stofnfjáreigenda Túngötu 6
Okkur er alvara
Staðan í dag, 1. ágúst 2002, er eftirfarandi:
Stofnfjáreigendur standa frammi fyrir tveimur tilboðum í stofnfé sitt í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Umræðan um tilboð
þessara tveggja aðila hefur farið fram af miklu kappi í fjölmiðlum undanfarið. En um hvað stendur valið?
Hagsmunir stofnfjáreigenda eru miklir og því mikilvægt að þeir íhugi ákvörðun sína vel. Taki stór hluti stofnfjáreigenda tilboði
Starfsmannasjóðs eru mestar líkur á að þeir fái aðeins greitt uppfært nafnvirði fyrir stofnfé sitt. Þeir sem gera samning fyrir
tilsettan frest, á hádegi á morgun, fá stofnfé sitt staðgreitt inn á lokaðan reikning í sínu nafni. Reikningurinn verður opnaður
14. ágúst, enda hafi öll skilyrði tilboðsins verið uppfyllt á þeim tíma.
Skilyrði samnings okkar við Búnaðarbankann er að verði bankinn endanlegur meirihlutaeigandi stofnfjár í SPRON missi enginn
starfsmaður SPRON vinnu sína í tengslum við breytingu á eignarhaldi. Allir almennir starfsmenn halda ennfremur óbreyttum
launakjörum frá því sem þeir hafa í dag og viðskiptavinir SPRON geta áfram gengið að óbreyttri fjármálaþjónustu undir nafni SPRON.
Þú getur gengið frá sölu á stofnfé þínu hjá Miðstöð stofnfjáreigenda að Túngötu 6, 101 Reykjavík. Síminn þar er 561 0335,
tölvupóstur stofnfe@stofnfe.is. Opið er frá 10 til 22 alla daga. Við tökum vel á móti þér!
Kaupgengi 5,5
Já, enda er mikilvægt fyrir stofnfjáreigendur
að geta kosið SPRON nýja stjórn, þar sem
sú er nú situr telur sig ekki geta samþykkt
sölu á stofnfé á yfirverði.
Mikið. Búnaðarbankinn tryggir greiðslu
fyrir stofnféð.
Einbeittur og óbreyttur frá upphafi.
5,5
Nei, stofnfjáreigandinn afsalar atkvæðisrétti
sínum til Jóhannesar Helgasonar. Það
verður til þess að sama stjórnin situr áfram
með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Lítið bolmagn. Núverandi hlutafé félagsins
er 500 þúsund og með heimild til
hækkunar í 70 m.kr.
Nýtilkominn, sem vekur upp spurningar
um trúverðugleika tilboðsins.
Vilji til að beita sér fyrir
því að stofnfjáreigendur
fái sannvirði fyrir bréf sín:
Fjárhagslegt bolmagn
tilboðsgjafa:
Atkvæðisréttur á fundi
12. ágúst:
Tilboð Starfsmannasjóðs SPRON ehf.Tilboð fimm stofnfjáreigenda
Fimm stofnfjáreigendur SPRON