Fréttablaðið - 01.08.2002, Side 4
4 1. ágúst 2002 FIMMTUDAGURSVONA ERUM VIÐ
Mest byggt
af 3 og 4
herbergja
íbúðum
Á árunum 1996 til 2000 voru
byggðar 2.725 íbúðir í Reykjavík.
Rétt rúmlega helmingur þeirra, 1.403, eru
þriggja eða fjögurra herbergja íbúðir.
Minnst var um eins herbergis íbúðir, 40
slíkar voru byggðar.
Heimild: Borgarfræðasetur
Herbergjafjöldi Hutfall af nýbyggingum
1 1,5%
2 9,2%
3 22,0%
4 29,5%
5 19,2%
6 10,8%
7+ 7,9%
VARNARLIÐIÐ „Við teljum að
þessi breyting geti verið á marg-
an hátt jákvæð fyrir Ísland,“
sagði Halldór Ásgrímsson, utan-
ríkisráðherra, á blaðamanna-
fundi með Joseph Ralston, yfir-
hershöfðingja Atlantshafsbanda-
lagsins í Evrópu, þar sem þeir
kynntu breytingar á stöðu Ís-
lands vegna flutnings herstjórn-
arinnar yfir varnarstöðinni á
Keflavíkurflugvelli til Evrópu.
Hann kvaðst ekki eiga von á því
að flutningurinn leiddi til mikilla
breytinga á starfsemi varnarliðs-
ins á Keflavíkurflugvelli.
Ralston sagði að sömu yfir-
menn yrðu áfram hér á landi eft-
ir flutninginn. Sjálfur hefði hann
engin áform um að breyta varn-
arviðbúnaði á Keflavíkurflug-
velli nema til að tryggja þá
stefnu sem hefði verið mörkuð
um viðveru þar. Ef kæmi til þess
að fækka í varnarliðinu kæmi
það í hlut bandarískra og ís-
lenskra stjórnvalda að ákveða
hvaða breytingar skyldu gerðar.
Sjálfur teldi hann að þörf væri á
talsverðum viðbúnaði Banda-
ríkjahers í Evrópu og hér á
landi.
Yfirstjórn Keflavíkurflugvallar flyst til Evrópu:
Engin áform um breytt-
an varnarviðbúnað
ÍSLENSKUNÁM Sumarskóli Náms-
flokka Reykjavíkur stendur nú á
tvenns konar tímamótum. Annars
vegar vegna nýrra laga þar sem
meðal annars er kveðið á um
skyldunám í íslensku fyrir útlend-
inga og hins vegar er skólinn tíu
ára um þessar mundir. Enn er allt
óljóst um framkvæmd hinna nýju
laga sem ganga í gildi um næstu
áramót. Í þeim eru ákvæði um að
til að öðlast búseturétt á Íslandi
þurfi útlendingar að hafa setið
námskeið í íslensku eða að öðrum
kosti hafa staðist próf í íslensku.
Því má búast við að töluverðar
breytingar verði á skipulagi ís-
lenskunámskeiða í kjölfarið.
Íslenskunámskeið fyrir útlend-
inga hafa verið vel sótt að sögn
Guðrúnar Halldórsdóttur, for-
stöðukonu Námsflokkanna. „Í júlí
voru þátttakendur á fjórða hund-
rað eða tífalt fleiri en fyrsta sum-
arið. Börn og fullorðnir eru í námi
alla virka morgna klukkan 9-12 og
stór hópur fólks sækir kvöldnám-
skeiðin sem standa frá 18-21.“ Að
sögn Guðrúnar eru þó konur í
miklum meirihluta. „Ég hef engar
haldbærar skýringar á því,“ segir
hún. „Við bjóðum reyndar foreldr-
um upp á barnagæslu og eldri
börnunum kennslu meðan mæður
þeirra eru í skólanum, kannski er
það hluti af skýringunni.“ Guðrún
segir árangur af náminu almennt
mjög góðan en að þeir sem komi
einungis vegna þess að það er
skylda nái skiljanlega minni ár-
angri. „Áhugi útlendinga á ís-
lensku er þó mjög mikill. Margir
nota sumarfríið sitt til að bæta
kunnáttuna en aðrir vinna fulla
vinnu með náminu. Þá bjóða
Námsflokkarnir upp á námskeið á
veturna sem einnig eru vel sótt.
Síðasta vetur sóttu þau hátt í 1.300
manns.“
Guðrún segir enn allt óljóst um
hvernig framkvæmd íslensku-
kennslu í ljósi hinna nýju laga
verði háttað. „Gera má ráð fyrir
að þegar sett eru lög um náms-
skyldu hljóti að fylgja þeim nán-
ari ákvæði um skipulag, náms-
kostnað og hvernig tekið verður á
málum þeirra sem búa á lands-
byggðinni,“ segir Guðrún.
edda@frettabladid.is
SKATTUR Álagningarseðlar frá
skattstjórum hafa nú borist inn
um bréfalúgur landsmanna. Þar
koma fram upplýsingar um álögð
gjöld vegna síðasta árs, þær bæt-
ur sem framteljendur eiga rétt á,
vangreidd gjöld og endurgreiðsl-
ur vegna ofgreiddrar stað-
greiðslu á árinu 2001. Álagning á
lögaðila verður í lok október.
Samanlögð álagning tekju-
skatta og útsvars nemur 113,7
milljörðum króna, hækkar um
16% milli ára. Álagningin skipt-
ist því sem næst jafnt milli ríkis
og sveitarfélaga. Álagðir tekju-
skattar nema 57,6 milljörðum en
álagt útsvar nemur 56 milljörð-
um. Útsvar hækkar mun meira
en tekjuskattur sem rennur í rík-
issjóð. Þannig hækkar útsvar á
hvern framteljanda um 15,8%
milli ára en tekjuskattur hækkar
einungis um 9,3%. Tekjuskatts-
hækkunina má rekja til hærri
tekna í þjóðfélaginu en umfram
hækkun útsvars til þess að sveit-
arfélög hafa hækkað útsvar og
þar með aukið skattheimtu
sína.
Álagning jöfn milli ríkis og sveitarfélaga:
Sveitarfélög
taka meira til sín
Vaxta- og barnabætur
nema 9,2 milljörðum:
Færri fá
barnabætur
en í fyrra
SKATTUR Þeim sem fá barnabæt-
ur greiddar um mánaðarmótin
fækkar um 1.860 eða 3,5% frá síð-
asta ári. Ávísanir með vaxtabót-
um verða sendar 570 færri gjald-
endum en í fyrra og jafngildir það
9,2% fækkun. Greiðslur vegna
vaxta- og barnabóta nema alls 9,2
milljörðum króna, þar af koma 4,5
milljarðar til greiðslu nú um mán-
aðamótin. Barnabætur nema 4,5
milljörðum króna og hækka um
rúmlega 300 milljónir króna frá
fyrra ári.
Þessi hækkun endurspeglar
meðal annars ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar um að hækka
barnabætur í þremur áföngum
um allt að 2 milljarða króna og
kemur annar áfangi til fram-
kvæmda á þessu ári.
Skattgreiðendum fækkar:
Tekjuskattur
lækkar
SKATTUR Sérstakur tekjuskattur
lækkar í ár um 9,8% eða úr 1,6
milljörðum í fyrra í 1,4 milljarða
nú. Þessa lækkun má rekja til sér-
stakrar hækkunar á frítekju-
mörkum sem leiddi til þess að
greiðendum fækkaði um 12% eða
1.800 manns. Fjármagnstekju-
skattur nemur 4,1 milljarði króna,
hækkar um 26% milli ára. Þeim
sem greiða fjármagnstekjuskatt
fækkar hins vegar úr 78.600 í
fyrra í 76.100 í ár.
Skattaafsláttur vegna
hlutabréfakaupa hefur
lækkað:
Færri nýta
sér afsláttinn
SKATTAR Frádráttur frá tekjuskatt-
stofni vegna hlutabréfakaupa
nam 823 milljónum króna í fyrra.
Þetta er lækkun um tæplega
helming frá árinu áður og er frá-
drátturinn nú einungis þriðjungur
þess sem var á árunum 1998-2000.
Samkvæmt þessu má ætla að
skattafsláttur vegna hlutabréfa-
kaupa í fyrra hafi numið um 330
milljónum. 7.800 einstaklingar
nýttu sér þennan afslátt árið
2001 samanborið við 15.100
árið 2000 og 20-21.000 árin 1998
og 1999.
HERFORINGINN OG RÁÐHERRANN
Hvorki Ralston né Halldór töldu miklar breytingar á störfum varnarliðsins þó yfirstjórnin
færðist til Evrópu.
SUMARSKÓLINN
Sumarskóla Námsflokkanna lauk í gær með pylsuveislu á lóð Austurbæjarskólans.
Margt óljóst um framkvæmd
nýrra laga um íslenskukennslu
Aðsókn að íslenskunámi fyrir útlendinga hefur tífaldast á tíu árum. Samkvæmt nýjum lögum
þurfa útlendingar að hafa sótt íslenskunámskeið til að öðlast búseturétt. 1.300 útlendingar sóttu
námskeið í íslensku hjá Námsflokkum Reykjavíkur í vetur og hátt á fjórða hundrað í sumar.
ÚTSVAR HÆKKAR MEIRA EN TEKJUSKATTUR
Útsvar hækkar um 15,8% á hvern framteljanda en tekjuskattur um 9,3%.
LÖGREGLUFRÉTT
Fimm hundar, af Stóra Dan-kyni,sluppu út úr girðingu á eyðibýli
í Höfnum í fyrrakvöld. Lögreglan
og hundaeftirlitsmaður Heilbrigð-
isstofnunar Suðurnesja náðu hund-
unum og voru þeir vistaðir á
hundahóteli í Sandgerði. Lögreglan
hefur nokkrum sinnum áður þurft
að hafa afskipti af hundunum.