Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.08.2002, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 01.08.2002, Qupperneq 8
8 1. ágúst 2002 FIMMTUDAGURORÐRÉTT LEIÐRÉTTING SJÁVARÚTVEGUR SÆLKERINN „Ég þakka Guði fyrir rúgbrauð með osti.“ (Siggi Hall um uppáhaldsmatinn sinn í útvarpsviðtali.) FLÓKINN TEDDI „...háspekilega grundvallandi um hvernig efni sest að í rýminu, hrifsar það til sín og gerir sig að stabílum granna í til- vistarpúslinu.“ (Umsögn í Morgunblaðinu um listsýn- ingu Tedda í Perlunni.) HVERS VEGNA HURÐIN? „Seint á laugardagskvöldið hring- di konan í mikilli geðshræringu vegna manna sem væru að ham- ast á útihurðinni hjá henni.“ (Úr lögreglufréttum helgarinnar í Morg- unblaðinu.) BANDARÍKIN Þingmaðurinn James Traficant, sem rekinn var af Bandaríkjaþingi á dögunum, hef- ur verið dæmdur í átta ára fang- elsi. Traficant, sem er 61 árs, var dæmdur í lengra fangelsi en sækj- endur höfðu krafist. Sagði dómar- inn að Traficant bæri enga virð- ingu fyrir stjórnvöldum í landinu. Traficant, sem varði sig sjálfur fyrir réttinum, sagði að brottvikn- ingin úr þinginu hafi verið nægi- leg refsing fyrir sig. Dómarinn sagði brottvikninguna aftur á móti hafa verið af pólitískum toga og tengdist ekki refsingu fyrir glæpi hans. „Þú hefur gert marga góða hluti á þinginu... en það afsakar ekki glæpi þína,“ sagði dómarinn. Traficant, sem fyrst var kosinn á Bandaríkjaþing árið 1984, var þann 11. apríl dæmdur fyrir að reka þingskrifstofu sína eins og fjárglæfrafyrirtæki. Var hann meðal annars sakaður um að hafa þegið greiðslur undir borðið frá skjólstæðingum sínum og eigin starfsfólki, tekið við mútum og svindlað á skattinum. Traficant ætlar að áfrýja dómnum. Sagðist hann við réttar- höldin ætla að bjóða sig fram sjálfstætt til síns tíunda kjörtíma- bils í næstu þingkosningum sem fram fara í nóvember, jafnvel þótt hann þurfi að gera það úr fangels- inu.  BIN LADEN Ekkert hefur spurst til Osama bin Laden í langan tíma. Margir telja að hann hafi lát- ist í loftárásum Bandaríkjamanna á Afganistan. Lífverðir bin Ladens handteknir: Bin Laden líklega látinn STRÍÐ GEGN HRYÐJUVERKUM Nokkrir lífverðir Osama bin Ladens hafa verið handsamaðir og hnepptir í varðhald í fangelsi hryðjuverka- manna í Guantanamo á Kúbu. Lík- ur eru taldar á því að bin Laden sé látinn vegna þess að lífverðirnir voru hvergi nálægt honum er þeir voru teknir höndum. Að því er kom fram á fréttavef CNN hafa mennirnir verið í varðhaldi síðan í febrúar. Lengi hafa verið uppi getgátur um hvort bin Laden hafi látið lífið í loftárásum Banda- ríkjamanna á Afganistan.  Hjá Síldarvinnslunni í Nes-kaupsstað hafa menn ráðist í að hreinsa gömul tæki og tól úr grunni gömlu mjölverksmiðjunn- ar. Þau verða flutt í endurvinnslu og grunnurinn fylltur af efni og breytt í snyrtilegt svæði. Þetta er hluti af umhverfisátaki fyrirtæk- isins. Undanfarna daga hefur dregiðverulega úr veiði á loðnu og kolmunna. Nú hefur þriðjungur loðnukvótans verið veiddur, 132 þúsund tonn af 410.000 tonnum. Að auki hafa erlend skip landað 76 þúsund tonnum af loðnu hér- lendis. 157 þúsund tonn af kol- munna hafa borist á land, um 60% heildarkvótans. ÍFréttablaðinu í gær kom framað Ólafur F. Magnússon, odd- viti borgarstjórnarflokks Frjáls- lynda flokksins, væri með um 200 þúsund krónur í grunnlaun. Byggði það á þeim upplýsingum að hann ætti ekki sæti í neinni nefnd. Sem oddviti F-listans á hann hins vegar sæti í borgarráði og skipulags- og byggingarnefnd, sem áheyrnarfulltrúi. Hann fær því greitt fyrir setu sína í þeim nefndum og er með sambærileg laun og aðrir borgarfulltrúar, sem sitja í nefndunum. Hann fær því 276 þúsund á mánuði auk sér- staks álags fyrir setu í nefndun- um tveimur. VERSLUNARMANNAHELGIN Lögreglu- menn í sveitarfélögum víða um land verða með aukinn viðbúnað í tilefni verslunarmannahelgarinn- ar. Fréttablaðið hafði samband við lögregluna í Vestmannaeyjum, á Selfossi, á Akureyri og á Blöndu- ósi. Á öllum þessum stöðum verð- ur aukið eftirlit og á Blönduósi og í Vestmannaeyjum verður lög- reglumönnum fjölgað um meira en helming. Jóhannes Ólafsson, yfirlög- regluþjónn í Vestmannaeyjum, segir um eitt hundrað manns verða við gæslu í Eyjum. Þar af séu tutt- ugu lögreglumenn auk björgunar- sveitarmanna. Njóta þeir aðstoðar fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík sem verður með tvo sérþjálfaða fíkniefnahunda sér til aðstoðar. Þá verður leitað á flug- völlunum í Reykjavík, á Bakka og í Þorlákshöfn. Aðspurður hvort menn ættu von á mikilli fíkniefna- neyslu segir hann að ef marka megi reynslu síðustu ára verði tíu til tuttugu manns handsamaðir vegna fíkniefnabrota. Á Selfossi verður löggæsla með svipuðu sniði og verið hefur. Að sögn talsmanns lögreglunnar verður brugðist við eftir aðstæð- um. Gæsla verður svipuð og um helgar. Hermann Ívarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Blönduósi, segir mjög ákveðið eftirlit verða á móts- svæði Kántrýhátíðarinnar og á svæðinu í kring. Hundar verði not- aðir við fíkniefnaeftirlit og öflugt umferðareftirlit verði í gangi. Hann segir að undir venjulegum kringumstæðum séu sex lögreglu- menn á vöktum en þeim fjölgi í átján um verslunarmannahelgina. Komi viðbótarliðið frá lögreglunni í Reykjavík. Á Akureyri verður löggæsla með svipuðu sniði og um helgar. Daníel Guðjónsson, aðalvarð- stjóri, segist ekki búast við nein- um látum. Búist sé við friðsælu fjölskyldufólki sem komi til að njóta þess besta sem bærinn bjóði upp á. Sameiginlegt umferðareftirlit verður hjá lögregluliðum Vest- fjarða og Dalasýslu þ.e. Bolungar- víkur, Hólmavíkur, Ísafjarðar, Pat- reksfjarðar og Búðardals. Alls verða átta lögreglubifreiðar með áhöfnum í eftirliti alla helgina. Sérstakt eftirlit verður haft með umferðinni svo og þeim svæðum þar sem fólk safnast saman. kolbrun@frettabladid.is STJÓRNMÁL „Það hafa margir komið að máli við mig og hvatt til fram- boðs. Eins og staðan er í dag er ég ákveðnari frekar en hitt í að láta slag standa,“ segir Katrín Júlíus- dóttir, fyrrum formaður Ungra jafnaðarmanna, sem að öllum lík- indum bætist í hóp þeirra sem þátt ætla að taka í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í nýju Suðvestur- kjördæmi. „Ég er aðeins 27 ára og íhuga þessi mál því af varfærni. En ég býst frekar við að fara,“ segir hún. Í svipuðum sporum og Katrín eru þeir Jakob Frímann Magnús- son tónlistarmaður og Ásgeir Friðgeirsson framkvæmdastjóri Strik.is. Í nýju Suðvesturkjör- dæmi sitja fyrir þrír þingmenn Samfylkingarinnar sem ætla að verja sæti sín; Guðmundur Árni Stefánsson, Rannveig Guðmunds- dóttir og Þórunn Sveinbjarnar- dóttir. Miðað við fylgi Samfylk- ingarinnar í síðustu kosningum ætti að vera rúm fyrir fjóra þing- menn flokksins í nýju kjördæmi. „Þetta getur orðið spennandi slagur. Hlutirnir eiga eftir að ger- ast hratt þegar valferlið hefur verið ákveðið,“ segir Katrín sem starfar hjá margmiðlunarfyrir- tækinu Innn á Laugavegi í Reykjavík. Hún á sæti í Fram- kvæmdastjórn Samfylkingarinn- ar.  TRAFICANT James Traficant eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. Hann hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi. Þingmaðurinn James Traficant: Dæmdur í átta ára fangelsi AP /M YN D AP/M YN D KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Gæti orðið spennandi. Prófkjör Samfylkingarinnar: Katrín í slaginn Öflug löggæsla um allt land Lögregla í sveitarfélögum víða um land bregst við verslunarmannahelg- inni með auknum mannskap eða vinna í sameiningu að öflugri lög- gæslu. Hundar til fíkniefnaleitar eru notaðir í æ ríkari mæli. HERT EFTIRLIT UM VERSLUNARMANNAHELGINA Lögregla um land allt fjölgar lögreglumönnum á vakt um helgina til að fylgjast með ungum sem öldnum á ferð um landið. Námskeið í klassískum ballet Borgarleikhúsinu 12.-23. ágúst Kennarar: Auður Bjarnadóttir, Katrín Hall, Lauren Hauser og María Gísladóttir. Píanisti: Olga Bragina. UPPLÝSINGAR Í SÍMA 5529212 OG 5621746. Sprengjuárás í ísraelskum háskóla: Sjö létu lífið og 70 særðust JERÚSALEM, AP Að minnsta kosti sjö manns fórust og meira en 70 særðust, margir hverjir alvar- lega, þegar sprengja sprakk í kaffiteríu Hebrew háskólans í Ísr- ael í gær. Engin hefðbundin kennsla fer fram í skóla- stofum háskól- ans á þessum tíma ársins. Fjöldi nemenda hefur aftur á móti þreytt þar próf auk þess sem sumarnám- skeið hafa verið í fullum gangi. Voru fjölmargir nemendur í há- degismat í kaffi- teríunni þegar sprengingin varð. Fyrst var talið að um sjálfs- morðsárás hafi verið að ræða, en síðar voru líkur leiddar að því að sprengju hafi verið komið fyrir á staðnum. Háskólinn er staðsettur skammt frá landamærum austur- hluta Jerúsalem, þar sem meiri- hluti íbúa eru arabar, og vestur- hluta Jerúsalem. Flestir nemend- ur skólans eru gyðingar, þó svo að fjöldi araba sæki einnig skólann auk erlendra nemenda. Talið er að arabískir stúdentar hafi verið á meðal þeirra sem létust í árásinni. Byggingin þar sem árásin var gerð er nefnd eftir bandaríska söngvaranum Frank Sinatra, sem heimsótti hana árið 1978. Hamas-skæruliðahreyfingin lýsti ábyrgð á árásinni á hendur sér, að sögn arabísku sjónvarps- stöðvarinnar al-Jazeera.  GRÁTUR Nemandi við há- skólann hágrætur skammt frá staðn- um þar sem sprengjan sprakk.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.