Tíminn - 04.06.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.06.1971, Blaðsíða 3
FÖSTODAGUR 4. júní 1971 15 TÍMINN Nýlega skrifuðum við um það, að aer ein að Veili í Hvolshreppi hefði borið, sem eloki er í frásögur færandi. En svo gerðist það, viku síðar, að hún bar aftur, og eignaðist í það skiptið tvö lömb. Þyklr það heldur óvenju- Oddeyrarskóla slitið Oddeyrarskólanum á Akureyri var slitið 28. maí s. 1. Nemendur í vetur voru 482 í 19 bekkjadeild um. Barnaprófi luku 90 böm og hlutu 11 þeirra ágætiseinkunn. Dagana 25. — 27. maí, minntist skólinn 50 ára afmælis S.Í.B. og 300 ára afmælis barnafræðslunn ar á Akureyri, meS veglegri sýn ingu á vinnu bamanna. Auk þess var foreldrum boðið til kynningar dagskrár varðandi skólastarfið. Fór hún fram á sal og flutt af rúmlega 100 börnum. Sóttu þessa kynningu á fimmta hundrað full orðinna, auk skólabamanna, eða samtals um 900 manns. Þar að auki skoðaði fjöldi fólks aðeins sýninguna. í vetur hefur mikið verið unnið í skólanum og gerðir margir falleg ir munir. Til nýbreytni má telja, að elztu börnin unnu í frístundum að mál- un glermynda, svo og að gera vina bæjamei’ki Akureyrar, auk bæjar- merkisins, skjaldarmerki íslands og stöfum Oddeyrarskólans. Er merkjunum komið fyrir á stöplum úti fyrir skólanum, en glermynd irnar skreyta glugga hans. Skákíþrótt hefur nokkuð verið stunduð í vetur. Lauk henni með keppni. Vann Ingvar Þóroddsson og hlaut til eignar fagran verð- launapening og titilinn „skákmeist ari Oddeyrarskólans 1971”. Ingv ar hlaut einnig verðlaunapening fyrir bezta brautartíma í svigi, en Vilhelm Þorsteinsson framkvæmda stjóri hefur ætíð gefið skólanum góða gripi til verðlaunaveitinga fyrir afrek í skíðaíþróttinni. Mörg börn hlutu verðlaun fyrir góða námsárangra og prúð- mennsku. Verðlaun þessi eru gef m af: Kvöldvökuútgáfunni, Eiríks sjóði og Áfengisvarnanefnd Akur eyrar. Kann skólinn gefendum beztu þakkir fyrir. f sumar verður haldið áfram lagfæringum á lóð skólans og breytingum á kennslustofum. Á árinu hefur hann eignazt mörg ný keimstatæki og áhöld, ásamt all ntíklu af bókum. Nú síðast voru fest kaup á bamabókasafni stúk wrmar, hefur það verið flutt í skólann og verður senn raðað í spjaldskrá. SkóSastarfið er orðið mjög fjöl þætt Námsgreinar um 24, en eðlis fræði bætöst í hóp þeirra á þess mn vetri. Var hún kennd í 5. bekkjum. Næsta vetur er áætlað að taka upp kennslu í líffræði og jafnframt færa dönskukennsluna niður í 5. bekk. Erlendis eru gerðar tilraunir með breytingu á kennsluháttum, sem nefndar hafa verið „skóli án bekkjadeilda". Ræddi skólastjóri nokkuð um þessar tilraunir og kvað athyglisvert hversu vel þær virtust gefast. Að loknum skólaslitum var hald inn 100. kennarafundur nýja Odd eyrarskólans. Skólastjóri er Indriði Úlfsson. Heimilt aS byggja sumarhús Landeigendafélagið vill vekja athygli almennings á að heimilt er að byggja sumarhús í Mosfells hreppi, samanber reglugerð nr. 146, 25. maí 1970, um viðauka við byggingarsamþykkt Mosfellshrepps nr. 280/1967. Reglugerðin liggur frammi á skrifstofu hreppsins að Hlégarði. Landeigendafélag Mosfellssveitar. legt, a5 sama ærrn komi þrem lömbum í heiminn og ekki samtímis. Hér er svo mynd af þessari merkiskind og lömbunum hennar þremur, í góSu yfirlæti í fangi krakkamna á Velli. [FKíinniK ISTUTTU MÁLI oo o Gjöf til Hallgrímskirkju Ónafngreind, eldri hjón í Reykja vík, afhentu biskupi íslands í dag eitthundrað þúsund króna gjöf til Hallgrímskirkju í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góða handleiðslu | í lífinu. Reykjavík, 1. júní 1971. Gjöf til Krabbameinsfélagsins Nýlega barst Krabbameinsfélagi íslands 75 þús. kr. gjöf frá Inga Halldórssyni, Baldursgötu 11, hér í borg, til minningar um konu hans, frú Guðlaugu Erlendsdóttur og dætur hans tvær, þær Svövu Ingadóttur Nielsen og Huldu Inga dóttur. Börn safna fyrir Styrktarfélag vangefinna Nýlega tóku nokkrir krakkar £ Kópavogi sig saman og héldu hlutaveltu. Högnuðust börnin um kr. 3.000,00 sem þau færðu síðan Styrktarfélagi vangefinna að gjöf. Börnin, sem öll eiga heima við Hlíðarveg og Reynihvamm £ Kópavogi heita: Katrin Ingadótt ir, Fjóla Rut Rúnarsdóttir, Dóra Vilhelmsdóttir, Kristján Björns- son, Daniel Þ. Magnússon, Gunnar Már Óskarsson og Ingólfur Vil- helmsson. Öm fannst dauður Nýlega fannst fullorðinn örn dauður á eyju á Vesturlandi. Þar lágu einnig tvær dauðar veiði- bjöllur. Fuglarnir höfðu ekki ver ið skotnir. Það er áskorun til allra að þyrma islenzka hafernin um. Varizt að bera út eitur, ekki aðeins á arnarsvæðunum heldur einnig alls staðar á landinu, þar eð ungir ernir fara um allt land. Fuglarnir sem fundust verða send ir til Reykjavíkur þar sem reynt verður að finna dauðaorsök. Fréttatilkynning. Poppblað heldur velli EB—Reykjavík, mánudag. 4. tbl. þessa árs af Samúel & Jónínu — blaði fyrir'ungt fólk — er nýkomið út. Meðal efnis blaðs ins er viðtal við Þorstein Eggerts son skáld og myndlistarmann er ber yfirskriftina „Ég rækta manna þef í einverunni.“ Þá er grein um aðstoðarmenn popphljómsveitar, sem nefndir eru „ródarar". Fjall að er um Klub 32 — ferðaklúbb ungs fólks, grein um kvikmynda leikarann Dustin Hoffmann og ýmislegt fleira er í blaðinu. Rit- stjóri blaðsins er Þórarinn Jón Magnússon. Útgáfa svonefndra poppblaða hérlendis hefur gengið all treglega hingað til. Hins vegar hafa frá áramótum komið reglulega út tvö blöð, sem helguð eru ungu fólki. Bæklingur um blettahreinsun Hjá Kvenfélagasambandi ís- lands hefur komið út bæklingur um blettahreinsun. Sagt er frá því hvemig unnt er að ná burt ýmsum blettum, sem komið geta í fatnað og einnig er sagt frá ýmsum bletta hreinsiefnum og hvernig eigi að nota þau. í bæklingnum má fletta upp á um 70 mismunandi bletta tegundum, sem raðað er í staf rófsröð. Bæklingurinn sem er sérprent un úr tímaritinu „Húsfreyjan” ér til sölu á skrifstofu Kvenfélaga- sambandsins að Hallveigarstöðum og kostar 30 kr. Skrifstofan er opin alla daga nema laugardaga kl. 3—5. Skrifstofumabur - I nnheimtumabur Rafveita Hafnarfjarðar óskar að ráða nú þegan I. Reglusaman mann til bókhaldsstarfa með Verzlunarskólapróf próf. eða Samvinnuskóla- TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu 1 GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður. I Bankastræti 12. n. Reglusaman mann með góða framkomu til innheimtustarfa. Umsækjandi þarf að hafa kynnzt vinnu við rafmagn og geta lagt til bíl. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist til Rafveitu Hafnarfjarðar, Hverfis- götu 29. Forstöðukona óskast að vistheimilinu að Skálatúni, Mos- fellssveit. Upplýsingar um stöðuna veitir forstöðu- kona heimilisins, Gréta Bachmann. Umsóknir sendist stjórn Skálatúnsheimilisins, c/o Jón Sig- urðsson, borgarlæknir, Reykjavík, fyrir 1. júlí 1971. Frá skólasýningunni í Oddeyrarskóla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.