Fréttablaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 1
bls. 10 PERSÓNAN Skilur ekki skápatal bls. 22 FÖSTUDAGUR bls. 6 144. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 9. ágúst 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Skemmtanir 16 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 Útvarp 21 KVÖLDIÐ Í KVÖLD SKÓLAR Möguleikar netsins nýttir ERLENT Segir illa aðila ógna þjóðum múslima Úrslit í stangastökki FRJÁLSAR Þórey Edda keppir í úr- slitum stangastökkskeppninnar á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í München í Þýskalandi í dag klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Fimmtán stúlkur eru í úrslitum. Þórey Edda stökk yfir 4,30 metra á miðvikudag sem nægði henni í úrslitin. Keppt í luftgítar SKEMMTANIR Fyrsta Íslandsmeist- arakeppnin í luftgítar verður hald- in á Sportkaffi í kvöld. Í keppninni gilda einfaldar reglur, enginn gítar. Húsið opnar kl. 9 og skrá keppend- ur sig til þátttöku á staðnum. Sigur- vegarinn hlýtur rafmagnsgítar í verðlaun. Kynnir á Íslandsmeist- aramótinu er að sjálfsögðu Sjón. Þrír leikir í Síma- deild kvenna FÓTBOLTI Þrír leikir verða í kvöld í tíundu umferð Símadeildar kvenna. KR fær Breiðablik í heimsókn. Í Vestmannaeyjum mætast ÍBV og Valur og á Stjörnuvelli kemur ná- grannaliðið FH í heimsókn. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.00. WASHINGTON, AP Fulltrúar banda- rískra stjórnvalda vonast til að við- ræður þeirra við Palestínumenn veki með þeim von um trú á um- bætur og lýðræði á meðal Palest- ínumanna. Palestínumenn vonast til að Bandaríkjamenn veiti þeim stuðning í samningum við Ísraela. Palestínumenn vilja ísraelska her- inn brott af sjálfstjórnarsvæðun- um. Fyrr í vikunni virtist sem þjóð- irnar væru að ná slíku samkomu- lagi en það fór út um þúfur. Fundur ráðherra Palestínu og Bandaríkjanna er fyrsti fundur fulltrúa þjóðanna síðan í júní þegar George W. Bush, Bandaríkjafor- seti, krafðist þess að Jasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, léti af embætti. Condoleezza Rice, ráðgjafi Bandaríkjaforseta í öryggismálum, hitti þrjá ráðherra palestínsku stjórnarinnar. Síðan tók við fundur þeirra með Colins Powell, utanríks- ráðherra Bandaríkjanna. Leiðtogi palestínsku fulltrú- anna, Saeb Erekat, sagði að banda- rísk stjórnvöld ættu að aðstoða Ísraela og Palestínumenn við að ná samkomulagi. „Við þurfum þriðja aðilann,“ sagði hann á blaðamanna- fundi. „Við munum sjá um samn- ingaþófið. En við þurfum þriðja að- ilann til þess að meta það sem við segjum.“ Erekat sagði Palestínu- menn ekki sætta sig við neitt minna en það að Ísraelar færu af Vestur- bakkanum, Gaza-svæðinu og hluta Jerúsalem. Ráðherrarnir sem Powell hitti voru allir skipaðir af Arafat í júní. Powell hefur hrósað þeim fyrir að vera umbótasinnaðir. Aðspurður hvort til greina kæmi að bola Arafat frá völdum sagði Erekat svo ekki vera. Arafat er réttkjörinn forseti palestínsku þjóðarinnar og valkosturinn við hann væri fullkominn óreiða. Hann vísaði því á bug að vald Arafats stæði völtum fótum.  BARNEIGNIR „Ég hef tekið eftir því að konur sem eru að eiga sitt fyrsta barn eru að eldast. En eng- in hefur komið jafngömul og frú Blair í þau 20 ár sem ég hef starf- að hér,“ segir Guðrún Guðmunds- dóttir, ljósmóðir á sængurkvenna- gangi kvennadeildar Landspítal- ans, en fósturlát Cherie Blair, eig- inkonu forsætisráðherra Breta, hefur vakið heimsathygli og þá ekki síst fyrir þá sök að frú Blair er 47 ára gömul. „Eldri mæðurnar sem eru að eiga sitt fyrsta barn hér eru svona 35 ára og eru þá búnar að mennta sig og telja sig þá fyrst tilbúnar til að standa í barneiginum. Þetta er þró- un,“ segir Guðrún og undir orð hennar tekur hjúkrunar- fræðingur á skurðdeild kvennadeildarinnar sem ein- mitt var að horfa á sjónvarps- þátt um þetta efni hjá Opruh Winfrey á dögunum: „Þar kom það fram og var degin- um ljósara að konur láta starfsframann ganga fyrir barneignum þótt ungu mæð- urnar haldi að sjálfsögðu áfram að koma eins og alltaf,“ segir hún. Ekki tókst að fá upplýsingar um ald- ur elstu konu sem ól barn á fæðingar- deildinni á síðasta ári. Þó er ljóst að hún var yngri en forsætisráðherra- frú Breta.  Sængurkonur á Landspítala að eldast: Ekki jafn gamlar og frú Blair FJÖLDABRÚÐKAUP Í BAGDAD 362 brúðhjón gengu í það heilaga í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Írakar fögnuðu því að fjórtán ár eru liðin síðan stríði þeirra og Írana lauk. Saddam Hussein, forseti Íraks, sagði í sjónvarpsávarpi í tilefni dagsins að hann óttaðist ekki hót- anir Bandaríkjamanna. Nánar bls. 10. Bandaríkjamenn funda með Palestínumönnum Fyrsti fundur fulltrúa þjóðanna svo mánuðum skiptir. Bandaríkjamenn vonast eftir umbótum. Palestínumenn segja Arafat óskoraðan leiðtoga. REYKJAVÍK Norðvestlæg, 3-5 m/s. Skýjað með köflum og smáskúrir. Hiti 9 til 14 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-5 Skýjað 10 Akureyri 3-8 Hálfskýjað 14 Egilsstaðir 3-8 Hálfskýjað 14 Vestmannaeyjar 3-5 Skúrir 11 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 39 ára á föstudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 27,2% D V 70.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuð- borgarsvæð- inu á föstu- dögum? 58,4% 66,3% Stærstu útsölu- lokin EFTIR BRUNANN Slökkvistarf í Fákafeni tók sólarhring. Bruninn í Fákafeni 9: Listaverk Ásmundar eru óbrunnin BRUNI Listaverkin í kjallara Fákafens 9 eru mörg hver óskem- md. Eiríkur Þorláksson, forstöðu- maður Listasafns Reykjavíkur, skoðaði aðstæður í gær. „Ástandið var mun betra en ég hafði þorað að vona fyrirfram,“ sagði Eiríkur. „Það hafði aðeins lít- ill eldur komist í gegnum gat á vegg og skemmdirnar voru fyrst og fremst vegna sóts og vatns. Ég sá ekki betur en allar myndir Ás- mundar Sveinssonar væru óbrunn- ar og lítið skemmdar. Erfiðara er að segja um önnur listaverk, en við gerum ráð fyrir að þau verk sem voru úr pappír séu ónýt og bókalagerinn okkar er ónýtur.“ Samkvæmt stefnu borgarinnar voru listaverkin ekki tryggð. Ei- ríkur sagðist efast um að sú stefna yrði endurskoðuð enda gríðarlega dýrt að tryggja verk sem væru metin á 3 milljarða króna. Iðgjöld- in myndu væntanlega nema tugum milljóna á ári. Hann sagði að verk- in væru hins vegar alltaf tryggð þegar þau væru lánuð til annarra safna. nánar bls. 4 SAEB EREKAT Hefur verið náinn ráðgjafi Jassers Arafats um langa hríð. CHERIE OG TONY BLAIR Á flugvellinum í Toulou- se í Frakklandi í gær þar sem þau ætla að eyða sumarleyfi sínu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.