Fréttablaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 22
22 9. ágúst 2002 FÖSTUDAGUR VEÐUR Veðurfræðingar geta verið við-kvæmir menn. Viðkvæmir, opinberir starfsmenn. Veður- fréttamenn eru harðari af sér. Einn þeirra lét hafa það eftir sér í vikunni að loðnar veðurspár gætu verið verri en engar. Sér- staklega ef veðurfæðingar þyrðu ekki að spá vondu veðri fyrir úti- hátíðar af ótta við að raska að- sókn. Sjá hefði mátt hellirigning- una um verslunarmannahelgina fyrir strax á miðvikudegi. Rign- ingin hefði ekki átt að koma nein- um á óvart. En gerði það vegna þess að spáin var loðin. Hún er það líka stundum fyrir áramót. Þá verður að vera hægt að selja flugelda í friði fyrir sannspáum veðurfræðingum sem á móti vilja fá að vera í friði fyrir sárreiðum flugeldasölum. Fyrir bragðið geta veðurspárnar orðið eins og veðr- ið: Óútreiknanlegt. Annars er farið að kólna í lofti. Haustið á næsta leiti. Fegursti tími ársins. Engar veðurspár breyta því. Höskuldur Jónsson, forstjóriÁTVR, er 65 ára í dag. „Ég verð að heiman eins og það heitir. Hef ekki tök á því að standa í heim- sóknum eða veisluhöldum,“ segir hann og játar því aðspurður að töluverður munur sé á því að vera 56 ára eða 65 ára: „Það er nú lögmál lífsins að maður verður stirðari með árun- um. Ég hef yndi af því að rölta um og finn að ég á ekki lengur samleið með yngri og röskari mönnum,“ segi Höskuldur sem er þó enn í fínu formi ef meintur stirðleiki er frá- talinn. „Þá tek ég eftir því þegar ég eldist hvað ég þekki miklu minna af fólki en áður. Þó þekkti ég flesta, ef ekki alla, framámenn í viðskipt- um, atvinnulífi og stjórnmálum. Nú orðið verð ég að vanda mig vel til að dylja hve fáa ég þekki og kann deili á. Svo er einnig hitt að í mörg- um tilvikum talar maður ekki sama mál og yngra fólk og þá á ég ekki við orðin sjálf heldur hugsunina,“ segir Höskuldur sem vel gæti hugsað sér að verða ungur á ný: „Tvímælalaust vildi ég verða ungur aftur. Ég sé eftir æskunni með hverju árinu sem líður enda á ég góðar minningar um unglings - og æskuárin,“ segir afmælisbarn dagsins.  Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, er 65 ára í dag. Hann hefur ýmislegt við aldurinn að athuga. Afmæli Saknar æskunnar Við slit Þjóðfundarins íReykjavík árið 1851 hrópuðu þingmenn: „Vér mótmælum allir. Einni öld síðar var afhjúpuð minningartafla um fundinn í há- tíðarsal Menntaskólans í Reykja- vík þar sem fundurinn var hald- inn. Þúsund ára minningarhátíðGísla Súrssonar og Auðar konu hans var haldin í Geir- þjófsfirði árið 1930. Menntamálaráðuneytið gaf úttilkynningu um friðun gam- alla húsa á Bernhöftstorfu í mið- bæ Reykjavíkur árið 1979. 165 létust í flóðum í Suður-Kóreu árið 1998. Meðal hinna látnu voru þrír bandarískir her- menn. FÓLK Í FRÉTTUM ÁGulu síðunum í símaskránnieru 27 kvensjúkdómalæknar á skrá. Verra er að ekki er hægt að fá tíma hjá nokkrum þeirra fyrr en eftir marga mánuði. Ljóst er að skortur er á kvensjúkdóma- læknum ef eitthvað er að marka annir þeirra. Ástandið er betra hjá tannlæknum en þeir eru orðn- ir svo margir í höfuðborginni að þeir slást um viðskiptavinina og eru tilbúnir til samninga um verð utan við gjaldskrá. Siv Friðleifsdóttir umhverfis-ráðherra birtir dagbók sína á Netinu á hverjum degi og þar getur almenningur fylgst með öllum hennar ferðum og fjöl- skyldu hennar. Dagbókin er, eins og slíkar bækur eiga að vera, opinská heimild um það sem helst drífur á daga höf- undar. Um daginn kom móðir hennar í heimsókn með sveppi sem þær hreinsuðu, steiktu og frystu. Athyglisvert framlag ráðherra við að treysta böndin við kjósendur. Flugstöð Leifs Eiríkssonar erþegar orðin allt of lítil til að anna umferð farþega á háanna- tímanum. Um miðjan dag í gær var svo troðið við innskriftarborð í brottfararsal að farþegar gátu vart snúið sér við. Biðraðir hlykkjuðust um allt og runnu saman í eitt. Eldri borgarar áttu erfitt með að ná andanum. Þá voru sjö flugvélar að fara í loftið á sama tíma. Að sögn starfs- manna er ástandið svona á hverj- um degi yfir sumartímann. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að vegna aldurs keyrir Bjössi á mjólkurbílnum aðeins út G - mjólk. Leiðrétting KJARNORKUÁRÁSAR MINNST Í dag eru liðin 57 ár frá kjarnorkuárásinni á Nagasaki. Minnst var árásarinnar og árásarinnar á Hírósíma, sem gerð var þremur dögum fyrr, með kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn þriðjudaginn 6. ágúst. FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI HÖSKULDUR JÓNSSON Er orðinn stirðari til göngu - en frískur samt. Þessir Hinsegin dagar skiptamig engu máli og ég ætla ekki að taka þátt í þeim. Ég verð upptekinn við annað og þýðing- armeira,“ segir Guðlaugur Jónsson, hárgreiðslumeistari í Kirkjuhvoli; betur þekktur sem Laugi. „Ég hef aldrei tekið þátt í hópstarfi samkynhneigðra en ég skil vel að slíkt geti hjálpað sumum. Þetta fólk má mín vegna fara í hópgöngu niður Laugaveginn en ég fer mínar eigin leiðir og hef alltaf gert,“ segir Laugi og það eru orð að sönnu. Aldrei verið virkur í hóp- starfi samkynhneigðra né tekið þátt í réttindabaráttu þeirra: „Ég hef aldrei skilið þetta skápatal. Aldrei hef ég þurft að koma út úr skápnum, ég er bara fæddur svona. Aðrir geta falið sig í skápum og skúffum að vild og ég skipti mér ekki af því,“ segir hann. Laugi er þó á því að homma - og lesbíuhátíð eins og sú sem haldin verður í Reykjavík um helgina hefði tæpast verið möguleg fyrir 20 árum: „Það hefði ef til vill mátt reyna en ég er viss um að enginn hefði mætt. Hér áður fyrr voru sam- kynhneigðir síst færri en í dag en þeir voru allir í felum. Ég faldi mig aldrei. Þar liggur styrkur minn,“ segir Laugi sem margir kalla fyrsta hommann í Reykjavík. En það er þjóðsaga og fjarri öllu sanni. Sjálfur vill Laugi ekki kalla sig homma: „Hef aldrei verið hrifinn af þessu orði. Vil heldur vera gay. Ég er svo international,“ segir hann.  GUÐLAUGUR JÓNSSON Þurfti aldrei að fela sig í skáp. Þar liggur styrkur hans. JARÐARFARIR 14.00 Gunnar Guðbjörn Sverrisson, Straumi, Dalabyggð, verður jarð- sunginn frá Breiðabólstaðarkirkju á Skógarströnd. 14.00 Hallgrímur Matthíasson, Heiðar- gerði 7, Akranesi, verður jarðsung- inn frá Akraneskirkju. AFMÆLI Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, er 65 ára. ANDLÁT Steingrímur Gíslason, Lyngmóum 2, Garðabæ, lést 7. ágúst. Sigríður Brynjólfsdóttir, Heiðarbrún 1, Keflavík, lést 7. ágúst. John Aikman, Selvogsgrunni 18, Reykja- vík, lést 3. ágúst. Kristín Eiríksína Ólafsdóttir, Aðalstræti 32, Akureyri, lést 3. ágúst. Guðmundur Ingvar Guðmundsson lést 5. ágúst. SAGA DAGSINS 9. ÁGÚST Tvær vinkonur komu akandieftir þjóðvegi 1 á vel yfir 120 km. hraða. Sú dökkhærða, sem var undir stýri bað vinkonu sína, ljóshærða, að gá hvort nokkur lögreglubíll væri í augsýn. Ljósk- an leit við og sagðist vissulega sjá lögreglubíl. „Bölvuð vandræði,“ sagði sú dökkhærða. „Eru blikkljósin nokkuð á?“ Ljóskan leit þá aftur um öxl og sagði svo: „Já..., nei..., já..., nei..., já....“ Ekki hommi heldur gay Guðlaugur Jónsson hárgreiðslumeistari í Kirkjuhvoli ætlar ekki að taka átt í Hinsegin dögum. Hann fer sínar eigin leiðir. TÍMAMÓT PERSÓNAN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.