Fréttablaðið - 09.08.2002, Page 2

Fréttablaðið - 09.08.2002, Page 2
2 9. ágúst 2002 FÖSTUDAGUR Íslensk þrívíð teiknimynd: Fyrsta tölvu- gerða teikni- myndin KVIKMYNDIR Fyrsta íslenska tölvu- gerða teiknimyndin, Litla lirfan ljóta, verður frumsýnd 30. ágúst. Þetta er þrívíð teiknimynd, hálf- tíma löng. Í myndinni er fylgst með litlu lirfunni ljótu fyrsta daginn í lífi hennar. Höfundur myndarinnar er Gunnar Karlsson og er hún gerð eftir sögu Friðriks Erlingssonar. Myndin hefur þegar verið seld í sjónvarp til nokkurra landa og búið er að semja 26 þátta sjónvarpsröð með lirfunni og félögum hennar í aðalhlutverkum. Sú þáttaröð var valin til að taka þátt í keppni sem heitir Cartoon Forum og lýkur í Wa- les í haust. Um þessar mundir er unnið að talsetningu myndarinnar á íslensku. Framleiðendur hennar er CAOZ hf.  Óhapp undan ströndum Frakklands: 226 manns þurftu að yfirgefa ferju BREST, FRAKKLANDI, AP 226 manns þurftu að yfirgefa ferjuna Atlante eftir að hún tók að leka undan norð- vesturströnd Frakklands. Talið er að vatn hafi flætt inn í vélarrúm ferjunnar. Engan sakaði í óhappinu en þó nokkrir farþegar þurftu á áfallahjálp að halda. Farþegarnir voru fluttir til næstu hafnar í bæn- um Quiberion þar sem hópur sjúkrastarfsmanna beið til vonar og vara. Ferjan, sem er 27 metra löng, var smíðuð árið 1998.  Sprengisandur: Ítali í ógöngum LÖGREGLA Ítalskur ferðamaður villtist á Sprengisandi á miðviku- dagskvöld. Maðurinn, sem skildi við hóp húsbíla, hugðist fara hjólandi frá Nýjadal suður Sprengisand, en villtist þegar hann tók sveig austur að Hágöng- um. Hann skilaði sér síðan klukk- an 10 í gærmorgun. Þegar hann hafði ekki skilað sér um kvöldið höfðu félagar hans samband við lögregluna á Hvols- velli og fóru sjálfir að leita að honum. Þegar ekkert hafði spurst til mannsins í gærmorgun var kallað eftir aðstoð þyrlu Land- helgisgæslunnar, en leitin var blásin af þegar ferðafélagar mannsins tilkynntu að þeir hefðu fundið hann.  LITLA LIRFAN LJÓTA Litla lirfan lend- ir í margs konar ævintýrum og hættum. ALÞINGI „Ég hef ekki tekið ákvörð- un um framboð í vor. Ég hef hug- leitt það, meðal annars í ljósi átak- anna um SPRON, hvort kröftum mínum kunni að vera betur varið utan þings. Það er auðvitað merki- legt að lög eru varla samin á þingi heldur koma þau annars staðar frá. Mér virðast áhrifin utan þings því hugsanlega vera meiri,“ segir Pétur H. Blöndal, 10. þing- maður Reykvíkinga. Hann hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan 1995 og oftar en ekki verið á öndverðum meiði við flokksfélaga sína í stóru málunum. Hann segir Evrópumál- in verða þung í kosningabarátt- unni. „Svo koma alltaf upp mál sem enginn átti von á. Kannski SPRON-málið verði að stórmáli í þinginu,“ segir Pétur Blöndal. „Það eru gild rök að betur sé eftir því tekið sem ég segi innan þingsins. Það hefur áhrif á mína ákvörðun sem ég tek væntanlega með haustinu,“ segir Pétur Blön- dal.  PÉTUR H. BLÖNDAL Telur kröftum sínum betur varið utan þings en innan. Pétur Blöndal þingmaður Reykvíkinga: Hef líklega meiri áhrif utan þings en innan SPRON „Við höfum tryggt okkur fjárhagslega. Það eru sparisjóðirn- ir í landinu og dótturfyrirtæki þeir- ra sem veita okkur fyrirgreiðslu vegna kaupa á stofnfénu. Takmark- ið var að ná 51% og því höfum við náð. Við munum hins vegar skoða það með jákvæðum huga ef ein- hverjir stofnfjáreigendur vilja selja. Við komumst ekki hjá því,“ sagði Ari Bergmann Einarsson, for- maður Starfsmannasjóðs SPRON. Kaup á öllu stofnfé SPRON þýða allt að þriggja milljarða fjárútlát. Ljóst er að Starfsmannasjóður SPRON mun ekki halda eftir nema litlum hluta stofnfjárins. „Það er ekki ljóst hver stór hlut- ur starfsmanna verður. Frestur þeirra og maka þeirra til að skrifa sig fyrir hlut í félaginu rennur út í dag. Þátttakan hefur verið mjög góð. Starfsmenn leggja inn stofnfé sitt og maka sinna. Í gærkvöldi höfðu um 200 einstaklingar, starfs- menn og makar, skráð sig í félagið. Við munum selja þorra stofnfjárins frá okkur. Sparisjóðirnir sem veita okkur fyrirgreiðslu munu þó ekki kaupa sjálfir heldur fjárfestar sem við veljum þegar þar að kemur,“ segir Ari. „Við náðum okkar markmiðum. Við fórum af stað til að slá skjald- borg um SPRON og um leið spari- sjóðina í landinu. SPRON er sterkt afl í keðju 24 sparisjóða í landinu. Ef yfirtökutilboð Búnaðarbankans hefði gengið eftir, þá hefði það eyði- lagt sparisjóðakerfið. Þetta var því fyrst og fremst spurning um líf eða dauða sparisjóðanna í landinu. Þeir lifa áfram sýnist mér,“ segir Ari Bergmann.  SPRON Sparisjóðirnir í landinu og dótturfyrirtæki þeirra veita starfsmönnum fyrirgreiðslu vegna kaupa á stofnfénu. Sparisjóðirnir tryggja kaup starfsmanna á SPRON Endursala meginþorra stofnfjárins undirbúin SÍMAÞJÓNUSTA Harðnandi sam- keppni blasir við Símanum en Tal bætist í haust í hóp símafyrir- tækja sem bjóða talsímaþjónustu fyrir heimili. Símafyrirtækin hafa öll boðið fyrirtækjum upp á talsímaþjónustu. Þessi fjölbreytni mælist vel fyrir, að sögn tals- manna einkareknu símafyrirtækj- anna. Öll bjóða þau frían flutning viðskipta frá Símanum, menn halda gamla númerinu og gjald- skráin verður, að þeirra sögn, 10- 30% lægri en hjá Símanum. Einkareknu símafyrirtækin stef- na að því að ná til sín þriðjungi til helmingi talsímaþjónustunnar, eða sem nemur 50 til 80 þúsund notendum. Fyrirtækin hafa lagt út í kostnaðarsama uppbyggingu kerfa, sett upp símstöðvar og til- heyrandi búnað. Íslandssími reið á vaðið haust- ið 2000 og bauð svokallað „fast forval“. Talsímaþjónustan er þá flutt til Íslandssíma, en heimtaug- argjaldið eða fastagjaldið þarf að greiða Símanum. „Nú eru tæplega 30.000 númer skráð hjá okkur, þar af rúmlega 9.000 hjá einstaklingum. Það er mikil hreyfing þessa dagana, jöfn fjölgun, ekki síst eftir verð- breytingar Símans,“ segir Pétur Pétursson, upplýsingafulltrúi Ís- landssíma. Halló kom inn á heimilissímamarkað- inn nú í júní og bauð þjónustu, sem felur í sér að fyrirtækið sér um allt sem tengir saman símstöð og símtæki notandans. Þar með var Halló fyrst fyrirtækja til að bjóða að- gang að heimtauginni og rauf jafnframt tæplega 100 ára einok- un Símans á heimtauginni. „Fast forval“ er einnig í boði hjá Halló. „Viðtökurnar hafa verið framar vonum. 3 þúsund manns hafa þegar skráð sig í fulla þjónustu, helmingur er þegar tengdur. Við- skiptavinir okkar eru nú um 17 þúsund og þeim fjölgar stöðugt. Markmið okkar er að ná að minnsta kosti 30.00 viðskipta- mönnum,“ segir Guðlaugur Magnússon, sölu- og markaðs- stjóri Halló. Og nú hefur Tal gefið út að tal- símaþjónusta fyrir heimili verði boðin í haust. „Við teljum okkur geta boðið þessa þjónustu á hag- stæðara verði en Síminn en gef- um ekki upp að sinni hver mun- urinn verður,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Tals. „Tal er stærsti keppinautur Símans á fjarskiptamarkaði með um 70 þúsund viðskiptamenn, þar af um 60 þúsund í GSM-þjónustu. Þegar þessi hópur telur hagstæðara að vera með öll sín viðskipti hjá Tali er hætt við að einhverjir verði hissa,“ segir Þórólfur Árnason.  Sótt að Símanum úr þremur áttum Einkareknu símafyrirtækin telja sig geta náð stórum hluta notenda fastlínukerfisins frá Símanum. Fyrirtækin áforma að ná til sín þriðjungi af talsímaþjónustu heimila, hið minnsta. Bandarísk þingnefnd: Kreppa í vopnasölu WASHINGTON, AP Efnahagskreppan í heiminum hefur áhrif á vopnasölu til þriðja heimsins. Bandarísk þingnefnd komst að því að vopna- sala til þróunarlanda hefur ekki verið minni síðan 1997. Þrátt fyrir að Kaldastríðið sé löngu búið einbeita vopnafram- leiðendur sér enn að því að selja þróunarlöndum vopn og þar sem salan hefur dregist saman hefur samkeppnin á vopnamarkaðnum sjaldan verið harðari. Árið 2001 seldu Bandaríkin vopn til þróun- arlanda fyrir um 600 milljarða króna og Rússar fyrir tæpa 500 milljarða.  ÞÓRÓLFUR ÁRNASON, Hætt við að ein- hverjir verði hissa þegar þúsundir viðskiptamanna telja hagstæðara að vera með öll sín viðskipti hjá Tali. PÉTUR PÉTURSSON Mikil hreyfing þessa daga og jöfn fjölgun við- skiptamanna, ekki síst eftir verð- breytingar Sím- ans. GUÐLAUGUR MAGNÚSSON Erum með 17 þúsund viðskipta- menn. Markmið okkar er 30.00 viðskiptamenn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.