Fréttablaðið - 09.08.2002, Page 6

Fréttablaðið - 09.08.2002, Page 6
6 9. ágúst 2002 FÖSTUDAGURSPURNING DAGSINS Drekkur þú bjór? Já , já, ég geri það. Kristján Valdimarsson SKATTAMÁL Fjármálaráðuneytið segir skattbyrði heimila ekki hafa stóraukist á undanförnum árum. Slíka túlkun hefði hins vegar mátt lesa út úr myndum sem fylgdu fjölmiðlaumfjöllun í vikunni. Þar var sagt frá því að álagning tekju- skatta og útsvars hefði meira en tvöfaldast í síðustu tíu árum. Í vefriti fjármálaráðuneytisins segir að frá árinu 1991 hafi heild- argreiðslur tekjuskatts, að há- tekjuskatti og fjármagnstekju- skatti meðtöldum, aukist sem hlutfall af heildartekjum úr 10,4% í 12,1%. Það hafi gerst á sama tíma og hlutfall útsvars- greiðslna hafi hækkað verulega, mest vegna til- flutnings á verkefnum frá ríki til sveitarfélaga. Fjármálaráðuneyt ið segir umræðu um skatt- byrði hér á landi vera sér- kennilega þar sem tekju- skattar hér séu með því lægsta sem þekkist í Evrópu. „Sömuleiðis má minna á þá stað- reynd að óvíða er innbyggð meiri jöfnun í skattkerfinu en hér á landi sem stafar m.a. af því að skattleysismörkin í tekju- skatti eru með hæsta móti og skattbyrðin með lægsta móti,“ segir í vefriti fjármálaráðuneytis- ins í gær.  Fjármálaráðuneytið segir skattaumræðu sérkennilega: Skattleysismörkin með hæsta móti GEIR HAARDE Fjármálaráðuneytið segir skatta Íslendinga vera með lægsta móti. SKÓLAMÁL „Við vildum koma til móts við þörf skóla og einstak- linga fyrir gott námsefni sem væri aðgengilegt á netinu. Það var hvatinn á bak við opnun skóla- vefsins,“ segir Skúli Thorarensen, framkvæmdastjóri. Skólavefur- inn, sem er á slóðinni www.skola- vefurinn.is, var settur á laggirnar fyrir tveimur árum síðan. Brátt hefst því þriðji starfsvetur hans. Á vefnum er að finna efni fyrir nemendur sem kennara. Megnið er fyrir grunnskólastigið, en ein- nig er efni ætlað börnum á leik- skólaaldri. Skúli bendir einnig á að efni fyrir síðari ár grunnskól- ans nýtist nemendum í framhalds- skóla. „Til dæmis í tungumálun- um og í sögu eru verkefni á vefn- um sem nýtast í framhaldsskóla.“ Óhætt er að segja að vefurinn hafi hitt í mark. Þegar hafa um 80% grunnskóla keypt sér aðgang að honum og segir Skúli að það stefni í að yfir 90% grunnskóla á landinu hafi keypt sér aðgang þegar skólar hefjast í haust. Að- gangur að skólavefnum er ekki bundinn við skólana eingöngu. Einstaklingar geta keypt sér að- gang. „Það er tilvalið fyrir nem- endur að fara á vefinn eftir skóla til þess að æfa sig,“ bendir Skúli á. Auk nemenda í skólum getur vefurinn nýst fullorðnum einstak- lingum sem eru ef til vill að hefja nám á nýjan leik. Skólavefurinn er einkarekinn. Að honum standa einstaklingar sem hafa víðtæka reynslu af kennslu í skólum segir Skúli. Efn- ið sem finna má á vefnum er bæði samið af aðstandendum sem og fólki sem ráðið er í verkefna- vinnu. „Það er hægt að nýta netið á skemmtilegan hátt. Við erum til dæmis með gagnvirk verkefni, þar sem tölvan veitir svörun, ein- nig erum við með verkefni sem má prenta út og nota þannig. Við bætum við verkefnum á hverjum degi þannig að vefurinn tekur stöðugum breytingum.“ Einstaklingar geta keypt sér aðgang fyrir 950 krónur á mánuði. „Við finnum á viðbrögðum þeirra hvað margir hafa tekið þessu fagnandi. Þetta er möguleiki fyrir nemendur til að bæta árangur sinn.“ sigridur@frettabladid.is Möguleikar netsins nýttir á skólavefnum Stefnir í að 90% skóla nýti sér skólavefinn. Verkefni og próf fyrir börn í leikskóla og í grunnskóla. Nýtt námsefni á hverjum degi. SKÚLI THORARENSEN Efni sem höfðar til barna og fullorðinna er að finna á skólavefnum segir Skúli. Einnig eru úrræði fyrir nemendur með sérþarfir. ATVINNA Mjög hefur dregið úr veit- ingu nýrra atvinnuleyfa og að- flutningi erlendra ríkisborgara til landsins. Útlendingar sem fyrir eru virðast hins vegar dvelja hér lengur. Í nýjasta vefriti Fjármála- ráðuneytisins segir að stöðug aukning sé í framlengingu at- vinnuleyfa, sem erlendir ríkis- borgarar utan EES-svæðisins þurfa að fá eftir eins árs dvöl hér á landi. Ráðuneytið segir að fleiri óbundin atvinnuleyfi séu veitt, eða svokölluð græn kort. Veiting atvinnuleyfa til fólks utan EES-svæðisins var mest á haustin og náði yfir 300 manns á mánuði árið 2000. Aðflutningur fólks náði þó aldrei þeirri tölu. Haustið 2001 var toppurinn helm- ingi minni en árið áður og nýjum atvinnuleyfum hefur farið nær stöðugt fækkandi frá því þá. Ekki er vitað hversu mikið er um að at- vinnurekendum sé synjað um at- vinnuleyfi fyrir erlenda ríkis- borgara hjá viðkomandi verka- lýðsfélögum. Á þessu tímabili hef- ur skráð atvinnuleysi aukist og því eru væntanlega minni tilefni til þess að sækja starfsmenn til útlanda.  Sífellt fleiri sækja um framlengingu: Færri ný atvinnu- leyfi til útlendinga FLESTIR ÚTLENDINGAR STARFA VIÐ FISKVINNSLU Atvinnuleysi hefur aukist undanfarið og færri starfsleyfi veitt til útlendinga. Hvalfjarðargöng: Tjaldvagn tafði umferð UMFERÐ Bíll með tjaldvagn í aftur- dragi festist í sunnanverðum Hvalfjarðargöngum í gær. Sam- kvæmt upplýsingum frá Speli hf, sem á og rekur göngin, brotnaði hjólabúnaður tjaldvagnsins á mjög hættulegum stað í göngun- um. Umferð var því bara hleypt í eina átt í einu. Vagninn vó um hálft tonn og því þurfti að kalla eftir kranabíl úr Reykjavík til þess að færa hann. Tók það um klukkutíma. Mikil umferð var í gegnum göng- in á þessum tíma og mynduðust langar raðir. Vagninn festist á mjög slæmum stað, eða í blind- beygju í brekkunni sunnanmeg- in.  Um helgina verður sýninginCAMP-Hornafjörður opnuð á Höfn. Tuttugu og fimm mynd- listarmenn frá Íslandi, Dan- mörku, Þýskalandi og Englandi sýna verk sín, sem eru unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu. horn.is Bæjarráð Mosfellsbæjar sam-þykkti í gær að styrkja Myndlistarskóla Mosfellsbæjar um 1 milljón króna. Kjartan Kristjánsson hefurverið ráðinn til þess að skipuleggja og undirbúa opnun Saltfiskseturs Íslands í Grinda- vík. Hann mun vera í nánu sam- starfi við Björn G. Björnsson sýningarhönnuð og stjórn Sal- fisksetursins. sudfr.is Bæjarráð Reykjanesbæjarhefur samþykkir að veita hvalaskoðunarskipinu Hafsúl- unni vínveitingaleyfi til 4 ára. sudfr.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 85.74 0.65% Sterlingspund 130.86 -0.08% Dönsk króna 11.17 0.51% Evra 82.93 0.50% Gengisvísitala krónu 125,30 0,28% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 160 Velta 991,2 ICEX-15 1.263 -0,06% Mestu viðskipti Húsasmiðjan hf. 677.599.451 Flugleiðir hf. 138.113.750 Össur hf. 88.275.947 Mesta hækkun Skýrr hf. 5,88% Flugleiðir hf. 5,86% Opin kerfi hf. 3,03% Mesta lækkun Eimskip -2,91% Sjóvá-Almennar hf. -1,15% Flugleiðir hf. -1,77% ERLENDAR VÍSITÖLUR Dow Jones* 8.581,3 1,5% Nasdaq* 1.298,3 1,4% FTSE 100 4.240,5 3,6% DAX 3.661,2 5,6% Nikkei 9.799,6 -0,3% S&P 500 893,9 2,0% *Klukkan 18.00 Nýr sparkvöllur í Ásahverfi íGarðabæ verður tekinn í notkun eftir tvær til þrjár vikur. Völlurinn er miðsvæðis í hverf- inu milli Öguráss og leikskólans Ása við Bergás. Starfsfólk garð- yrkjudeildar bæjarins vinnur þessa dagana að því að þekja völlinn. Bæjarráð Hafnarfjarðar ákvaðí gær að veita 4 milljónum króna í viðbót til Fríkirkjunnar í Hafnarfirði vegna framkvæmda við kirkjuna. INNLENT INNLENT Tölvunám: Netveitan yfirtekur tölvuskóla MENNTUN Rafiðnaðarskólinn og Netveitan ehf., eigendur Viðskipta- og tölvuskólans ehf., hafa gert með sér samkomulag um að Netveitan ehf. taki að sér rekstur Viðskipta- og tölvuskólans ehf. og Tölvuskóla Reykjavíkur. Eigendur Netveit- unnar ehf. eru Hilmar Þór Haf- steinsson, Jónas Yngvi Ásgrímsson og Magnús Már Magnússon, en þeir hafa m.a. starfað við bókhalds- og tölvukennslu hjá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum undanfarin ár. Hilmar Þór Hafsteinsson er kennslufræðingur, alþjóðamark- aðsfræðingur og vörustjórnunar- fræðingur. Jónas Yngvi Ásgríms- son er rekstrarfræðingur og Magn- ús Már Magnússon er íslensku- og kerfisfræðingur. Viðskipta- og tölvuskólinn á rætur sínar að rekja til Einkarit- araskólans sem stofnaður var 1974. Skólinn býður upp á heilsteypt tveggja anna starfsnám. 

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.