Tíminn - 08.06.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.06.1971, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 1971 TIMINN 15 Svar frá Ellert B. Schram til Jóakims Arasonar og Tímans í Tímanum 5. júní sl. er birt opið bréf til mín frá Jóakim nokkrum Arasyni um „frelsi og yfirgang". I bréfi þessu er rifj- að upp rúmlegá þriggja ára gamalt mál, sem snertir starf mitt hjá Reykjavíkurborg. Dylgjur og skætingur í minn garð er með þeim hætti, að ekki er hægt að láta slíku ósvarað. Jóakim Ai'ason er eigandi landspildu sunnan við Rauða- vatn, Sclásbletts 12A og þar hefur hann reist, án leyfis bygg ingaryfirvalda, skúrbyggingar til hænsna- og sauðfjárhalds. Um sumarið 1967 voru veruleg brögð að því, að landeigendur á þessu svæði héldu áfram, án leyfis byggingaryfirvalda, að setja niður eða reisa skúrbygg- ingar, þar á m> ðal Jóakim Ara- son. Eftirlitsmenn borgarinnar fóru þess á leit við þessa aðila, að byggingaframkvæmdir og skúrflutningar yrðu stöðvaðir, meðan heimildir lægju ekki fyrir, en þegar þeim tilmælum var ekki sinnt, kom það í minn hlut, sem starfsmanns borgar- verkfræðings, að fylgja málinu eftir. Samkvæmt erindisbréfi er það m. a. mitt hlutverk að sjá til þess að óleyfilegar bygg- ingar utan skipulags og án sam- þykktar, séu ekki reistar í borg arlandinu. Vakti ég þá m. a. athygli Jóa- kims Arasonar á því, að borgin neyddist til að rífa skúra hans, ef hann sinnti ekki tilmælum eftlrlitsmanna. Aðvaranir mínar voru marg- ítrekaðar, bæði munnlega og skriflega, en án árangurs. Næst- um ári síðar, eða með ,bréfi dags. 29. 4. ’68, var hreinsunar- deild borgarverkfræðings falið að annast niðurrif fjölmargra skúra á umræddu svæði. Sá skúr, sem rifinn var hjá Jóakim Arasyni, var óinnrétt- að hænsnahús, 30 m2 að stærð. Ég hef nú starfað í tæp fimm ár sem skrifstofustjóri hjá borgarverkfræðingi, og óhjá- kvæmilega kemur fyrir, að tekn ar eru í mínu nafni ákvarðanir og aðgerðir, sem valda óþæg- indum eða erfiðleikum hjá við- komandi. Hvort það sé til áfell- is að sinna skyldustörfum sam- kvæmt fyrirmælum og beztu samvizku, verður hver og einn að dæma fyrir sig. Eg segi hins vegar í fullri hreinskilni, að það veldur mér vonbrigðum, að dagblaðið Tím- inn skuli grípa til þeirra ráða í þessari kosningabaráttu, að birta óhróður vegna þriggja ára gamalla afskipta minna í skyldustarfi. Það er ekki drengi legt að vega að pólitískum and- stæðingum sínum með ómak- AFL n ÖRYGGI VIÐ VEITUM YÐUR UPPLÝSINGAR 5 ^Yimnai Sfyzeimm kf. ÚTBOÐ Kópavogskaupstaður óskar tilboða í frágang á leik vallasvæði við Fögrubrekku. Útboðsgögn verða af- hent á skrifstofu minni, Melgerði 10, gegn 2 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 15. júní kl. 11 árdegis. Kópavogi 7. júní 1971 BæjarverkfræSingur. legum, persónulegum ávirðing- um. Slíkum baráttuaðferðum mun ég ekki beita, og ég leyfi mér að fullyrða, að þær verði Framsóknarflokknum ekki til framdráttar. I starfi mínu hjá Reykjavík- urborg hef ég haft skipti við þúsundir Reykvíkinga, og ég á ekki von á því, að þeir beri nfír þá sögu, að ég hafi „kúgað“, „sparkað", „hyglað“ eða „mis- munað“ mönnum. Ef kosning- arnar ráðast af dómi þess fólks, sem við mig hefur átt erindi eða samskipti, þá hræðist ég ekki úrslit þessara kosninga. eykjavík, 6. júní, Ri Ellert B. Schram Ath. ritstj. Ritstjórn Tímans vill vinsam- lega benda Ellert Schram á það, að Jóakim Arason skrifaði um- rædda grein í Tímann og ber á henni ábyrgð. Ef hann vill birta fleiri greinar í blaðinn, mun ritstjórnin tryggja það, að blaðið geti orðið vettvangur skoðanaskipta þeirra Ellcrts og hans um þessi mál. Smekkvísi Morgunbl. 26. maí segir frétt ir af fundi ,sem frambjóðend- ur Sjálfstæðisfl. í Reykjavík héldu með kjósendum laugar- daginn næstan áður. Fátt er athyglisvert við þá frásögn ann að en niðurlagið. Það væri þá helzt eftirfarandi málsgrein, sem verður til að rifja upp spá dóm Ólafs prófessors Björns- sonar um að upp mundi verða tekið og ástundað hið „léttara hjal“ fram að kosningum, — en Ólafur þekkir sitt heima- fólk : „Ingibjörg Ingimundardóttir spurðist fyrir um stöðu gjald eyrisvarasjóðsins. Jóhann Haf- stein sagði, að ekki væri hætta á því að hann eyddist og allt benti til, að staða okkar á þessu ári væri mjög örugg." Fallega mælt. En svo var það niðurlagið. Morgunbl. segir með stolti, að forsætisráðherrann hafi í fundarlok heimfært upp á sjálf an sig og Sjálfstæðisflokkinn síðasta vísuorðið í 5. erindi hins gullfallega sálms Matthí- asar: Fyrst boðar Guð sitt blessað náðarorðið. En þar leggur skáldið Guði föður í munn þessi orð: „í mínu húsi rúmast allir — allir". Erindið er svona: Hann býður enn þft, „Farið, laðið, leitið, og ieitið, kallið, biðjið, þrýstið, néyðið, mitt kærleiks djúp á himins víðar hallir, í húsi mínu rúmast allir — allir". MorgUnbl. fræðir lesendur á að síðasta vísuorðið sé „gamall málsháttur". Og blaðinu finnst það vel við hæfi, eins og for- sætisráðherranum, að snúa hin um fagra sálmi Matthíasar upp á Sjálfstæðisflokkinn og hafa þenna „gamla málshátt“ (!), sem það kallar svo, að yfir- skrift og einkur.narorðum. Þeim fatast ekki smekkvisin á bænum þeim. / Gísli Magnússon. YTfY ■ ■ ' I Um W*5 0<5 POLYTEX plaslmólningu má þynna me3 vatni, hún þekur vel, þornar á aðeins\30 mínútum, er áferðarmjúk og endingargóð, — og auk þess rennur hún svo vel saman á vegg, að hvergi sér för eftir pensil eða rúllu. Polytex er auðvelt að þvo, — það kemur öllum saman um, sem reynt hafa. Polytex fæst í glæsilegu litaúrvali. Skoðið Polytex-litabókina í næstu málningarverzl- un, — og kynnizt verðinu. Það er hvergi lægra. EFNAVERKSMIÐJANSJOFN•AKUREYRl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.