Tíminn - 08.06.1971, Page 8
20
TÍMINN
T’RIÐJUDAG UR 8. iúm' 1911
ROBERT MARTIN:
BYSSA TIL L2IGU
51
Hún tók á rás til klúbbhússins,
en maður hennar hraðaði sér til
hennar og tók utan um hana.
Hún hallaði sér upp að honum,
og þau hurfu í átt til bifreiða-
stæðisins.
Sam Allgood þerraði ennið.
— Þessi Lily, tautaði hann,
— ja, þvíiíkur villiköttur.
— Já, samsinnti Jim. Þvíiík-
ur villiköttur.
Hcctor leit á riffilinn, sem
hann hafði enn milli handanna.
Hvað á ég að gera af hon-
um, þessum? spurði hann.
— Ég ætla að sjá um hann,
flýtti Allgood sér að segja, um
leið og hann tók riffilinn úr hönd
um Heetors og stefndi upp að hús
inu.
Þeir Hector og Jim litu hvor
á annan, og Jim mælti:
— Nú held ég, að ég sé búinn
að fá nóg í kvöld. Það er bezt
að hraða sér í náttstaðinn eins
og hægt er, úr þessu.
Hector fylgdi honum út að bíln
um. Þegar Jim hafði opnað dyrn-
ar, rétti hann honum höndina og
mælti alvarlega:
— Það er trúlegast, að við sjá-
umst ekki aftur. Það hefur verið
skemmtilegt að hitta þig, Jim,
og kynnast þér.
Jim tók þétt hönd hans.
— Heill og hamingja fylgi þér,
Hector. Ef þú átl eftir að koma
til Cleyeland, þá hringdu til mín.
— Já, þökk fyrir. Við sjáum nú
til.
Áður en Jim hafði fest svefn
þessa nótt, heyrði hann, að það
var byrjað að rigna, en rétt í
dropatali.
Klukkan háifátta morguninn
eftir ók Jeff Winters upp að and-
dyrinu á Weathville-gistiheimil-
inu. Þegar Jim var kominn upp í
bílinn við hlið lögmannsins, hóf
hann samtalið.
Ég hélt nú háift í hvoru, að
þér munduð ekki koma - - eftir
gleðskapinn í gær.
— Við dvöldum þar nú ekki
svo lengi, svaraði Winters hlæj-
andi. — Ég hef ekkert á móti bví
að drekka, en ekki alla nótt-
ina. Og svo vil ég gjarnan spjalla
dálítið við yður, en til þess fékk
ég ekki tækifæri í gær.
— Allt í iagi, anzaði Jim. — Þá
skuluð þér leysa frá skjóðunni.
Þeir óku nú framhjá ráðhúsinu.
Það var greinilegt, að Winters
var undra frísklegur útlits.
— Hvað er það. sem gengur að
Sam? spurði hann.
H—versvegna ætti eitthvað að
ganga að honum? var svarið.
— Hver þremillinn er þetta,
maður? sagði Winters. — Hvert
mannsbarn í bænum veit, að þér
eruð uppljóstrari og að það var
Sam, sem fyrstur allra fékk yður
hingað.
Ég iðrast þess sárlega, að ég
skyldi gleyma að taka gerviskegg
ið mitt og vaxnefið með í ferð-
ina. sagði Jim.
Winters skellti aftur upp úr,
en bætti svo við með alvöru-
þunga-.
— Við skulum nú láta gamanið
lönd og leið. Sam er samstarfs-
maður minn, og hann er búinn
að vera afar óstyrkur í seinni tíð.
Ef það er eitthvað sérstakt, sem
er honum fremur mótdrægt, þá
ætti ég að öllu sjálfráðu að vera
sá fyrsti, sem rétti honum hjálpar
hönd.
Jim varð hugsað til þéjrra Sams
og Lily Winters, en það var nokk
uð, sem kom honum ekki við. Því
var það, að hann ákvað að skýra
frá því undandráttarlaust. í hvaða
augnamiði Sam Allgood hefði ráð
ið hann í þjónustu sína. Og þeg-
ar hann var tilbúinn að hefia
máls, kinkaði Winters kolli.
— Ég sé svo sem í hendi mér,
að annað eins getur lagzt á taug-
arnar og vaidið spennu, mælti
Winters að frásögninni lokinni.
— Á hinn bóginn hefði Sam átt
að geta fundið þetta út af sjálfs-
dáðum og þar með tekið í taum-
ana eins og þurfti. Ég held, að
það þurfi fáir að óttast Lem Fassl
er.
— Það sama var ég sjálfur
búinn að hugsa mér, sagði Jim.
— Nú, þá er sú sagan einnig á
enda kljáð.
— Fassler er ekki beinlínis
snjall maður, mælti Winters.
— Ætli Sam geri þá nokkuð frek-
ar þessu máli?
— Ekki held ég það, svaraði
Jim. — Hann vildi aðeins kom-
ast að því. hver maðurinn væri,
og þá óskar hann að sjálfssögðu,
að þetta liggi sem mest í þagn-
argildi hér eftir. Ég aðvaraði
hann og gat þesi s, að vera kynni,
að bóndinn vain daði sig Detwr
næst, þannig, a'i i hann missti þá
ekki marks.
Winlers andvj rpaði.
—- Já. Það litggur ekki beinlín-
is vel við með f aðgerðir af minni
hálfu, úr því aji Sam hefur aldrei
borið sig upp i 'ið mig með þesas
hluti.
Þeir óku r | ú inn á bifreiða-
stæði golfklúbM sins, en allt var nú
autt og kyrriÉitt í morgunsárið.
Jim sat kyrr á bílnum, á meðan
Winters fór ir/tn í búningsherberg-
ið, og reykti vindling með mestu
spekt. MorguifHÍnn var yndislegur,
og sóiskinið gjliitraði á votum gras
toppunum. H ann kenndi smáveg-
is í brjósti I um gestgjafa sinn,
Winters, sem j leit út fyrir áð vera
alltof snjall 1 náungi til að vera
kvæntur ö< ru eins hörkukvendí
Gangs í éttar-
hellur
Kantslíeinar
Brotsit|(iinar
i
RÖRS1IBYPAN H.F.
v/ Fífi uíavammsveg,
Kópavojji. Sími 40930.
er þriðjudagurinn 8. júni
— Medardusdagur
Árdcgisliáílæði í Rvík kl. 05.49.
Tung í hásuðri kl. (00.32).
HEILSUGÆZLA
Slysavarðstofan t Borgarspítalan-
nm eT opln allan sólarhrlnginn.
Siml 81212.
Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr
ir Reykjavík og Kópavog simi
11100.
Sjúkrabifrcið 1 Hafnarfirði siml
51336.
Almennar npplýsingar um lækna-
þjónustu i borginnt eru gefnar i
simsvara Læknafélags Reykjavtk
ur, simi 18888
Tannlæknavakt er 1 Hellsuverndar
stöðinnl, þar sem Slysavarðstoi
an vai, og er opin laugardaga of
sunnudaga kl. 5—6 e. b — Sim'
22411.
Paeðingarheimllið t Kópavogi.
Hliðarvegl 40. siml 42644.
Kópavogs Apótek « virka
daga kL 9—19. laugardaga k 9
—14, helgidaga kL 18—lfl.
Keflavíknr Apótek er opiö virka
daga kL 9—19, laugardaga kL
9—14, helgidaga kL 13—lfl.
Apótek Hafnarfjarðar er oplð alla
virka dag. frá kL 9—7, á laugar-
dögum kL 9—2 og á sunnudðg-
um og öðrum helgidögum er op-
ið frá kL 2—4.
Kvöld- og helgarvörzlu apóteka í
Reykjavík. vikuna 5. til 1] iúní.
annast Laugavegs Apótek og
Holts Apótek.
FLUGÁÆTLANIR
Loftleiðir h.f.
Þorfinnur kai'lsefni er væntanleg-i
ur frá NY kl. 0700. Fer til Luxem-
borgar kl. 0745. Er vænlanlegur til
baka frá Luxemborg kl. 1600. Fer'
til NY kl. 1645.
Eiríkur rauði er væntanlegur frá
NY kl. 0800. Fer til Luxemborgar
kl. 0845. Er væntanlegur til baka
frá Luxemborg kl. 1700. Fer til
NY kl. 1745.
Guðríður Þorbjarnardóttir er vænt
anleg frá NY kl. 1030. Fer til Lux-
emborgar kl. 1130.
Leifur Eiríksson er væntanlegur
frá Ösló, Gautaborg og Kaupmanna
höfn kl. 1500. Fer til NY kl. 1600.
SIGLINGAR
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla er á Austurlandshöfnum á
úörðurleið. Esja fer frá Rvík á
föstudaginn austur um land í hring
ferð. Herjólfur er í Rvík. Baldur
fer til Snæfellsness- og Breiöa-
fjarðarhafna í kvöld.
Skipadeild S.Í.S.
Arnarfell er á Akureyri. Jökulfell
fór 4. júní frá New Bedford til
Rvíkur. Dísarfell fer í dag frá
Gdvnia til Svendborgar og Gauta-
borgar. Litlafell losar á Austfjörð-
um. Helgafell er í Þorlákshöfn.
Stapafell fer í dag frá Akureyri til
Rvíkur. Mælifell fer í dag frá
Akureýri til Húsavíkur og Glom-
fjord. Frysna fór frá Borgarnesi
5. júní til Osló og Lysekil.
TU,AGSLlF
Félagsstarf eldri borgara I
Tónabæ á
A morgun miðvikudag verður opið
hús frá kl. 1,30 — 5,30 e.h. Dag-
skrá: lesið, spilað, kaffiveitingar,
upplýsingaþjónusta, bókaútlán og
skemmtiatriði.
ORÐSENDING
Minningarspjöld Háteigskirkju
eru afgreidd hjá Guðrúnu Þor-
steinsdóttur, Stangarholti 32 sími
22501. Gróu Guðjónsdóttur, Háa-
leitisbraut 47 sími 31339. Sigriði
Benónýsdóttur Stigahlíð 49 sími
82959. Bókabúðinni Hlíðar Miklu-
braut 68 og Minningabúðinni,
Laugavegi 56.
Minningarspjöld Flugbjörgunar-
sveitarinnar eru sela á eftirtöldum
stöðum: Bókabúð Braga Brvnjólfs-
sonar, Minningabúðinni, Laugavegi
56; Sigurði Þorsteinssyni, sími
32060: Sigurði Waage, sími 34527;
Magnúsi Þórarinssyni, sími 37407;
Stefáni Bjarnasyni, sími 37392.
Minniugarkort
Styrktarfélags vangefinna
fást í Bókabúð Æskunnar, Bóka-
verzlun Snæbjarnar. verzí. Hlín,
Skólavörðustíg 18. Minningabúð-
inni, Laugavegi 56, ve
bUmið, Rofabæ 7 og skrifstofu fé-
lagsins, Laugavegi 11, sími 15941.
GENGIS SKRANING
Nr. 6U — 7. jóm 1971.
1 Bandar. dt illar 87,90 88,10
1 Sterlingsp und 212,65 213,15
1 Kanadadoi Uar 86,50 86,70
100 Danskar k r. 1.173,34 1.176,00
100 Norskar ] ;r. 1.235,80 1.238,60
100 Sænskar t :r. 1.702,20 1.706,06
100 Finnsk mi irk 2.102,90 2.107,68
100 Franskir i r. 1.587,40 1.591, (fo
100 Belg. frani '<ar 177,10 177,50
100 Svissn. fr. 2.150,20 2.155,10
100 Gyllini 2.480,00 2.491,00
100 V.-Þýzk mi >rk 2.493,00 2.504,00
100 Lírur 14,06 14,10
100 Austurr, s« 'h. 351,90 352,70
100 Escudos 308,55 309,25
100 Pesetar 126,27 126,55
100 Reykningsk rónur —
Vöruskiptali «d 99,86 100,14
1 Reikningsdk) Uar —
Vöruskiptal ðnd 87,90 38,10
1 Reikningspa ind —
Vöruskiptalí ind 210,95 211,45
Auglýsið i í Tímanum
— Dádýrshorn, hvernig geluni við náð
Arnarklónni frá þcim. Þcir cru með
byssrur. — Og við erum með íkvcikju-
örvarnar. — Kvcikið í grasinu allt í
kringum þá. Ef þcir vilja kornast undan
eldinum, verða þeir fyrst að * iáta okknr
fá Arnarklóna.
1
i