Tíminn - 08.06.1971, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGTJR 8. júní 1971
TIMINN
21
LANDFAR!
HEILINDI.
„FÉLAGSLEGT ÖRYGGI“.
Svo heitir forystugrein í Morg-
unbl. 12. maí. „Félagsleg sam-
hjálp verður . . . ávallt eitt af
meginviðfangsefnum Sjálfstæð-
isflokksins," segir þar. Ljóm-
i andi er þetta fallegt. „Telja
verður að nýgerð endurskoðun
almannatryggingalaganna sé
ekki fullnægjandi, þótt til bóta
hafi verið, og því beri að taka
málið upp að nýju með framan
greind sjónarmið í huga“ (þ.e.
hækkun bóta). Þetta stendur í
stjómmálayfirlýsingu lands-
fundar Sjálfstæðisflokksins.
Morgunbl. vitnar til þessa fyr-
irheits og segir síðan:
„í þessari yfirlýsingu er sér-
staklega bent á nauðsyn þess
að auka bætur, þar sem þeirra
er sérstaklega þörf. Engum
dylst, að með þeim má á auð-
veldari hátt og skemmri tíma
stuðla að meiri félagslegum
jöfnuði en nú er og um leið
leysa vanda fjölmargra þjóðfé-
lagsþegna eins og t.a.m. elli-
lífeyrisþega.“
Hver getur svo sem efazt um
að Sjálfstæðisflokknum brenni
I í brjósti óslökkvandi áhugi á
NYTT!
FAIRLINE ELDHÚSIÐ
TREVERK FYRIR HÚS OG IBÚÐIR
Seljum FAIRLINE eldhús með og án tækja,
ennfremur fataskápa, inni- og útihurðir.
& Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar.
Gerum teikningar og skipuleggjum eldhús og
fataskápa, og gerum fast, bindandi verðtilboð.
& Komum í heimahús ef óskað er.
VERZLUNIN ÓÐINSTORG HT.
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 - SÍMl 1-42-75.
„félagslegum jöfnu'ði"? Hver
getur efazt um, að þau Ragn-
hildur og Lárus og Ellert hafi
mælt af fullum heilindum í
sjónvarpinu, þegar þau keppt-
ust við að lýsa umhyggju Sjálf-
stæðisflokksins fyrir gamla
fólkinu og bráðri nauðsyn á
hækkun ellilauna og ör-
orkubóta?
Alþýðuflokkinn þarf naum-
ast að nefna í þessu sambandi.
Hann er yfir allt og alla haf-
inn, þegar tryggingamál eru
annars vegar. Svo segir a.m.k.
Alþýðublaðið. Og svipað sagði
Eggert í sjónvarpinu. Hann
einn (þ.e. flokkurinn) á trygg-
ingalöggjöfina með húð og
hári. Jafnvel rekkjunauturinn
elskulegur kemst þar ekki að.
/ ■
BARNALEIKTÆKI
★
ÍÞRÓTTATÆKI
Vélaverkstæði
BERNHARÐS HANNESS,,
Suðurlandsbraut 12.
Sími 35810.
Á síðasta þingi voru gerðar
nokkrar breytingar á trygg-
ingalögunum. Ellilaun og ör-
orkubætur eiga að hækka lítils-
háttar um næstu áramót. Eng-
inn veit hvcrt gildi þær hækk
anir hafa, þegar þar að kem-
ur. Fari sama vandræðastjóm-
in með völd þegar „hrollvekja"
Ólafs prófessors Bjömssonar
dynur yfir, þarf ekki að efast
um, hvað verður. Vandræða-
stjórnin þekkir ekki annað
læknislyf en lækkun gengis.
Og hvers virði verða þá lítil-
fjörlegar hækkanir bóta?
Framsóknarmenn lögðu til,
að ákvæðin um hækkanir bóta
væm þegar látin taka gildi, en
gildistakan ekki dregin til ára-
móta. Þær tillögur fundu ekki
náð fyrir augum flokksins, sem
hefur „félagslega samhjálp" að
„meginviðfangsefni", né held-
ur hins flokksins, sem kennir
sig við alþýðuna og þykist vera
hold af hennar holdi.
Þetta má nú kalla heilindi.
Svo er talið að sumir stór-
gæðingar fhalds og krata hafi
hundrað þúsund króna mánað-
arlaun eða meira — og drjúg-
an hluta af því lítilræði skatt-
frjálsan. Hins vegar telja höfð
ingjar stjómarflokkanna enga
ástæðu til að hækka að svo
stöddu ellilaun gamalmenna,
sem eigi hafa aðrar tekjur sér
til framfæris. 4900 krónur á
mánuði er kappnóg handa þess
konar fólki. Þetta sýnir gerla,
af hvilíkri kostgæfni Sjálfstæð-
isflokkurinn og Alþýðuflokkur
inn ástunda að koma á hinu
„félagslega öryggi“.
G. M.
12.00
12.25
12.50
14.30
15.00
15.15
16.15
17.00
17.30
18.00
18.10
18.45
19.00
19.30
20.15
21.05
21.20
Þriffjudagur 8. júní
<1*7.00 Morgunútvarp .j , ,,
Veffurfregtör kl. 7.00, 8,30
og 10,10. Fréttir fcl. 7.30,
8,30, 9,00 og 10,00. Morgun-
bæn kl. 7,45. Morgunleik-
fimi kl. 7,50. Morgunstund
bamanna kl. 8,45: Heiffdís
Norðfjörð les áfram söguna
um „Línu langsokk í Suður-
höfum“ eftir Astrid Lind-
gren (7). Útdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna kl.
9.05. Tilkynningar kl. 9,30.
Létt lög leikin milíi ofan-
greindra talmálsliða, en kl.
10.25 Sígild tónlist: Artur
Rubinstein og Sinfóníuhljóm
sveitin í St. Louis leika
„Nætur í görðum Spánar"
eftir de Falla; Vladimír
Golschmann stj. Arthur Rub
instein og Sinfóníuhljóm-
sveitin í Fíladelfíu leika
Fantasíu op. 13 eftir Chopin;
Eugene Ormandy stj. (11.00
Fréttir) Sænskir útvarpskór-
23.
inn syngur; Eric Ericson stj.
Fflharmoníusveitin í Stokk-
hólmi leikur Sinfóníu nr. 3
éftir Hilding Rosenberg;
Herbert Blomstedt stj.
Dagskráin. Tónleikar.
Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
Tilkynningar.
Viff vinnuna: Tónleikar.
Siffdegissagan: „Litaffa blæj-
an“ eftir Somerset Maugham
Ragnar Jóhannesson les (6).
Fréttir. Tilkynningar.
Klassísk tónlist
Myron Bloom og Sinfóníu-
hljómsveitin í Cleveland
leika Hornkonsert nr. 1 í Es-
dúr eftir Richard Strauss;
George Szell stj. Hljómsveit-
in Philharmonía í Lundún-
um leikur Sinfóníu nr. 7 í
A-dúr op. 92 eftir Beethov-
en; Otto Klemperer stj.
Veðurfregnir. Létt lög.
Fréttir. Tónleikar.
Sagan: „Gott er í Glaffheim-
um“ eftir Ragnheiði Jónsd.
Sigrún Guðjónsdóttir les
sögulok (og er þá bókin Glað
heimakvöld meðtalin;; —13)
Fréttir á ensku
Tónleikar. Tilkynningar.
Veðurfregnir.
Dagskrá kvöldsins.
Fréttir. Tilkynningar.
Frá útlöndum
Umsjónarmenn: Magnús
Þórðarson, Elías Jónsson og
Magnús Sigurðsson.
Lög unga fólksins
íþróttir
Jón Ásgeirsson sér um þátt-
inn.
Hringborffsumræffur forustu
manna þingflokkanna
Umræðunum, sem frétta-
mennimir Magnús Bjam-
freðsson og Eiður Guðnason
stýra, verður útvarpað og
sjónvarpað samtímis.
Fréttir og veðurfregnir u.þ.b.
kl. 23.00.
Á hljóðbcrgi
S. Helgason hf. STEINIÐJA
Eínholtl 4 Símar 26677 og 14264
Ég spurði/affeins, hvort komi'ð hefði
011
vcrið með Díönu Palmer liingað. — Okk-
ur líka ekki svona spurningar. Ég sting
þér inn. — Ég atliuga þetta sjálfur. —
Díana!
ÞRIÐJUDAGUR 8. jlim
20.00 Fréttir
20.25 Veffur og auglýsiqgar
20.30 Kildare læknir
Meff ástarkveffju frá Nígeríu
Þýðandi: Jón Thor Earalds-
son.
21.20 Hringborffsumræffur forystu
manna þipgflokkanna
Þessir ménn taka þátt í
umræðunum fyrir hönd
þingflokkanna fimm:
Gylfi Þ. Gíslason fyrir
Alþýðuflokkinn.
Hannibal Valdimarsson
fyrir Samtök frjálslyndra
og vinstri ma-na.
Jóhann Hafstein fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
Lúðvík Jósefsson fyrir
Alþýðubandalagið.
Ólafur Jóhannesson fyrir
Framsóknarflokkinn.
Umræðum stýra fréttamenn
imir Eiður Guðnason og
Magnús Bjarnfreðsson.
Á það skal bent, að um-
ræðum þessum verður
einnig hljóðvarpað.
Dagskrárlok óákveffin.
Suðurnesjamenn
Leitið
tilboða hjá
okJatr
Látið okkur
prenta
fyrirykkur
Fljót afgreiðsla — góð þjónusla
Prentsmiðja
Baldurs Hólmgeirssonar
Prannargötu 7 — Keflavík