Fréttablaðið - 12.08.2002, Síða 2
2 12. ágúst 2002 MÁNUDAGURLÖGREGLUFRÉTTIR
INNLENT
Lögreglan í Borgarnesi segirumferð um helgina hafa gengið
tíðindalaust fyrir sig. Mikill um-
ferðarþungi hafi verið seinnipart-
inn í gærdag í áttina til Reykjavík-
ur en talsvert dregið úr henni þeg-
ar líða tók á kvöldið. Aðspurður
segir hann ökumenn hafa verið að
keyra innan skynsamlegra marka.
Lögreglan á Selfossi segir heldur
draga úr umferð strax eftir versl-
unarmannahelgi. Eitthvað hafi ver-
ið um hraðakstur en umferð að
öðru leyti gengið vel fyrir sig.
Mikill erill var hjá lögreglunni íKeflavík um helgina. Tuttugu
ökumenn voru kærðir fyrir um-
ferðarlagabrot aðfaranótt laugar-
dagsins. Um var að ræða hraðakst-
ur, öryggisbeltanotkun og fleira.
Þá voru þrjár líkamsárásir til-
kynntar sem allar reyndust minni-
háttar.
SKIPULAGSMÁL Úrskurðar Skipu-
lagsstofnunar vegna mats á um-
hverfisáhrifum fyrirhugaðrar
Norðlingaölduveitu er að vænta í
dag, mánuði síðar en áætlað hafði
verið. Landsvirkjun hefur lagt
fram viðbótargögn í málinu um
mótvægisaðgerðir til að draga úr
setmyndun í lóninu. Nokkur eftir-
vænting ríkir um það hvort viðbót-
argögnin hafi áhrif á úrskurð
Skipulagsstofnunar.
Þær hugmyndir sem Lands-
virkjun hefur útfært ganga út á að
gera stíflu og setlón þar sem fyrir-
hugað var að gera 6. áfanga Kvísl-
arveitu. Með því telur Landsvirkj-
un mögulegt að þrefalda líftíma
Norðlingaöldulóns og þar með
Norðlingaölduveitu. Án mótvægis-
aðgerða myndi fyrirhugað Norð-
lingaöldulón hins vegar hálffyllast
af aur á tæplega 100 árum.
Náttúruvernd ríkisins hefur
öðru sinni hafnað framkvæmdinni
og segir viðbótargögn Landsvirkj-
unar engu breyta þar um. Þvert á
móti styrki þau enn frekar það álit
að umhverfisáhrif vegna Norð-
lingaölduveitu verði umtalsverð.
Með miklum mótvægisaðgerðum
sem sjálfar valdi umtalsverðum
umhverfisáhrifum, sé hægt að
lengja líftíma lónsins en umhverfis-
áhrifin verði að lokum enn meiri.
FYRIRHUGAÐ NORÐLINGAÖLDULÓN
Setlónið og samspil ýmissa annarra mót-
vægisaðgerða gætu þrefaldað líftíma
Norðlingaöldulóns og þar með Norðlinga-
ölduveitu. Án mótvægisaðgerða myndi fyr-
irhugað Norðlingaöldulón hálffyllast af aur
á tæplega 100 árum.
Eftirvænting vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar í dag:
Norðlingaölduveita
Sunnan Hofsjökuls
Bílslysið við Hvítá:
Árangurs-
laus leit
SLYS Árangurslaus leit fór fram síð-
astliðinn laugardag að manninum
sem saknað er eftir bílslysið við
Hvítá um verslunarmannahelgina.
Leit var hætt vegna veðurs í síð-
ustu viku en reynt að nýju á laug-
ardag. Sautján björgunarsveitar-
menn Slysavarnarfélagsins Lands-
bjargar frá Árborg, Eyrarbakka
og Grímsnesi tóku þátt í leitinni
ásamt þremur leitarhundum.
Leitað var á svæðinu frá slys-
stað niður til Kópsvatnseyra. Eng-
in leit var gerð í gærdag og hefur
ekki verið tekin ákvörðun um frek-
ari aðgerðir.
SÓL Í REYKJAVÍK
Áfram verður sól og kalt í Reykjavík.
Veður næstu daga:
Sólin heldur
áfram að
skína í höfuð-
borginni
VEÐUR Veðurstofan spáir áfram-
haldandi norðanátt sunnan- og
vestanlands næstu daga. Það þýð-
ir að sólin heldur áfram að skína á
höfuðborgarbúa, en kul er í lofti
og greinilegt að haustið er á næsta
leiti. Það er þó ekki þar með sagt
að fólk þurfi að halda sig inni við,
um að gera að njóta síðustu sólar-
geisla sumarsins og klæða af sér
norðanáttina. Tíðin sunnanlands
hefur verið heldur rysjótt undan-
farna daga meðan veðurguðirnir
hafa leikið við hvurn sinn fingur
fyrir norðan og austan. Nú er hins
vegar útlit fyrir að íbúar þar
þurfi að draga fram hlífðarfötin
til að verjast rigningunni. Annars
er um að gera að ergja sig ekki á
veðrinu yfirleitt, nota það sem
umræðuefni þegar allt annað
þrýtur, en kæra sig að öðru leyti
kollóttan.
Fiskidagur á Dalvík:
Fjölmenni
í bænum
HÁTÍÐ Fiskidagurinn mikli var
haldinn á Dalvík á laugardag. Er
þetta í annað sinn sem hátíðin er
haldin. Að sögn talsmanns lög-
reglunnar á Dalvík er talið í
kringum 10.000 manns hafi sótt
hátíðina. Hlutirnir hafi gengið af-
skaplega vel fyrir sig og engar til-
kynningar borist um tjón né ann-
að. Fólk hafi komið víða að og dag-
skrá verið fjölbreytt.
Lögreglan segir hafa fengið
þær upplýsingar frá aðstandend-
um hátíðarinnar að í kringum
40.000 skammtar af fiski hafi
runnið ofan í gestina. Til að glögg-
va sig betur á umfanginu hafi ver-
ið keypt krydd fyrir um hálfa
milljón króna og fimm kílómetrar
af álpappír verið notaður.
Það eru fiskverkendur úr Dal-
víkurbyggð sem standa að hátíð-
inni.
SPRON Fundur stofnfjáreigenda
Sparisjóðs Reykjavíkur og ná-
grennis verður í dag. Fundarins
er beðið með nokkurri eftir-
væntingu en þar verður meðal
annars tekin til afgreiðslu til-
laga um lagabreytingar vegna
tilboðs Starfsmannasjóðs
SPRON í meirihluta stofnfjár.
Lög SPRON heimila ekki að
óbreyttu að einn aðili eigi svo
stóran hluta stofnfjár. Fimm-
menningarnir, sem með fulltingi
Búnaðarbankans reyndu að
kaupa allt stofnfé SPRON, hafa
lagt áform sín á hilluna í bili.
Þeir segjast hins vegar munu
endurvekja tilboð sitt, gangi til-
boð Starfsmannasjóðsins ekki
eftir. Þá hafa fimmmenningarnir
dregið til baka vantrauststillögu
sína á stjórn SPRON. Afstaða
Fjármálaeftirlitsins til áforma
Starfsmannasjóðsins mun ekki
liggja fyrir áður en fundur
stofnfjáreigenda hefst í dag.
SPARISJÓÐUR REYKJA-
VÍKUR OG NÁGRENNIS
Málefni sjóðsins hafa verið í
brennidepli undanfarið.
Fundur stofnfjáreigenda í dag:
Beðið með
eftirvæntingu
GAY PRIDE Mikil mildi var að ekki
varð stórslys á Ingólfstorgi síðast-
liðinn laugardag þegar samkyn-
hneigðir héldu þar hina árlegu Gay
Pride-hátíð, Fjöldi áhorfenda
klifraði upp á skyggni við torgið til
að sjá skemmtiatriðin betur, með
þeim afleiðingum að skyggnið
hrundi og flytja þurfti yfir tuttugu
manns á sjúkrahús. Vakthafandi
læknir á bráðamóttöku sagði að
um það bil 23 hefðu verið fluttir á
deildina til aðhlynningar, en ekki
hafi verið um alvarleg meiðsl að
ræða. „Aðeins einn var lagður inn,
aðrir fengu að fara heim að lokinni
skoðun. Mest voru þetta skurðir á
höfði, en engin beinbrot,“ segir
hann. Heimir Már Pétursson,
framkvæmdastjóri hátíðarinnar,
segir að ábyrgðin sé þeirra sem
príluðu upp á þakið. „Þetta svið er
hluti af sviði Reykjavíkurborgar
eða Hins hússins á torginu og við
vorum ekkert að nota það,“ segir
Heimir Már. „Mér skilst að þetta
skyggni eigi ekki að vera úti nema
þegar eitthvað er í gangi á svið-
inu.“ Aðspurður hvort Ingólfstorg
henti ekki lengur fyrir hátíðina,
sem stækkar ár frá ári, sagði
Heimir að það væri í höndum nýrr-
ar samstarfsnefndar fyrir hátíðina
á næsta ári að fjalla um það. „Það
er spurning hvort Arnarhóll eða
Miðbakkinn væru betri kostir,“
segir Heimir. „
Gísli Árni Eggertsson, aðstoð-
arframkvæmdastjóri Hins húss-
ins, segir skyggnið í eigu Reykja-
víkurborgar eins og annar umbún-
aður við torgið. Hitt húsið hafi hins
vegar haft umsjón með útleigu á
búnaðinum.“ Aðspurður um
ábyrgð segir Gísli að allt hafi þetta
gerst mjög hratt og ekki hægt að
draga neinn til ábyrgðar. „Mér
skilst að allt í einu hafi farið ein-
hver flóðbylgja þarna upp á þakið
og skyggnið hrunið niður um leið.
„Það er náttúrlega ekki hægt að
passa alla hluti. Það er þarna
fjöldasamkoma í gangi og í tengsl-
um við hana ákveðin gæsla sem
beinist að sviðinu sem er í notkun.
Svo gerist þetta án þess að nokkur
fái við ráðið.“
Sigursteinn Steinþórsson varð-
stjóri tekur í sama streng og segir
ekki hægt að kalla einhvern til
ábyrgðar. „Þetta krefst að sjálf-
sögðu frekari rannsóknar, en ekk-
ert liggur fyrir um ábyrgðina á
þessu stigi.“
edda@frettabladid.is
Ekki hægt að kalla
neinn til ábyrgðar
Fjöldi manns slasaðist þegar skyggni hrundi á Ingólfstorgi síðastliðinn laugardag.
Þeir sem príluðu upp á skyggnið eru sjálfir ábyrgir, segir Heimir Már. Ekki hægt að
passa upp á alla hluti, segir framkvæmdastjóri Hins hússins. Málið er í rannsókn.
SLYS Á INGÓLFSTORGI
Töf varð á dagskránni meðan sjúkraflutningamenn hlúðu að hinum slösuðu, en erfitt var að ná til þeirra vegna mannfjöldans.
SKYGGNIÐ
Hrundi með braki og brestum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Það voru ekki allir jafn ánægð-ir með komu rússnesku her-
skipanna til Reykjavíkur. Íslensk-
ir friðarsinnar tóku sér stöðu úti
í Örfirisey til að mótmæla komu
þeirra. Sendu þeir frá sér yfirlýs-
ingu þar sem segir að tilgangur
heimsóknar á borð við þessa sé
fyrst og fremst að fegra og upp-
hefja stríðstól og hernaðaranda
og gera Ísland að virkari þátttak-
anda í hernaðarbandalaginu
NATO. Gagnrýna þeir að Reykja-
víkurhöfn sé ítrekað notuð til
slíkra heimsókna. Þá mótmæla
Íslenskir friðarsinnar sérstak-
lega þeirri ákvörðun forseta Ís-
lands að lýsa stuðningi sínum við
hernaðarhyggju og vopnaskak
með því að heimsækja aðmírál og
áhafnir rússneskra herskipa.
Kostnaður vegna viðgerða álistaverkunum sem skemmd-
ust í brunanum vð Fákafen mun
skipta milljónum að sögn Eiríks
Þorlákssonar, forstöðumanns
Listasafns Íslands. Forverðir
hafa skoðað listaverkin undan-
farna daga og sum þeirra hafa
verið flutt úr Fákafeninu meðan
önnur hafa verið látin byrja að
jafna sig á staðnum. Eiríkur segir
ekki hægt að segja til um það enn
hvort þurfi að fá aðstoð erlendra
sérfræðinga, en íslenskir for-
verðir hafi þekkingu til að gera
við verk sem hafi skemmst í
bruna. RÚV greindi frá.