Fréttablaðið - 12.08.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.08.2002, Blaðsíða 14
14 12. ágúst 2002 MÁNUDAGUR FRÉTTIR AF FÓLKI Leikkonan Patricia Arquettetrúlofaði sig á dögunum sem ekki þætti nægilegt fréttaefni til þess að fylla þetta pláss ef ekki fylgdi skemmtileg saga. Þannig var mál með vexti að Arquette var stödd í bíó ásamt kærasta sínum að horfa á þögla mynd. Henni brá skyndi- lega þegar hún sá á skjánum rit- að; „Patricia, viltu giftast mér? þinn Thomas“ í stað þess texta sem átti að fylgja myndinni. Vita- skuld svaraði hún játandi. Leik- konan var áður gift Nicolas Cage. Nýjasta kvikmynd Nicole Kid-man, „The Hours“, mun ekki verða tilbúin í tæka til fyrir Fen- eyjarhátíðina eins og fram- leiðendur henn- ar höfðu vonast til. Í myndinni leikur Kidman Virginiu Woolf en mótleikkon- ur hennar í myndinni eru þær Meryl Streep og Julianna Moore. Leik- ararnir Jude Law og Paul Newm- an fara einnig með stór hlutverk í myndinni. Leikstjóri myndar- innar er Stephen Daldry sem síð- ast gerði hina mögnuðu „Billy Elliot“ og spá margir því að myndin verði í slagnum um Ósk- arsverðlaunin á næsta ári. Leikkonan Demi Moore hefurtekið að sér stórt hlutverk í framhaldsmynd „Charlies Ang- el’s“. Moore hefur ekki leikið í kvikmynd síðan hún tók sér frí árið 1997 eftir hina hræðilegu mynd „G.I. Jane“ til þess að sinna fjölskyldu sinni. Hún ætlar að bregða sér í hlutverk bófans og leikur fyrr- verandi „engil“ sem notar hæfi- leika sína til ill- verka. Aðal- leikkonurnar þrjár úr fyrri myndinni, Cameron Diaz, Lucy Liu og Drew Barrymore, ætla all- ar að leika í myndinni. Natalie Portman hefur sam-þykkt að vera „kærasta“ Sat- urday Night Live grínistans Jim- my Fallon í heila viku. Örvæntið ekki piltar mínir því allt er til gamans gert, eða frekar í auglýs- ingaskyni, fyrir MTV Video Movie Awards sem Fallon verður kynnir á. Að eyða heilli viku með leikkonunni var víst eitt af þeim skilyrðum sem Fallon setti sjónvarpsstöð- inni fyrir því að hann myndi taka verkefnið að sér. MIB 2 kl. 6, 8 og 10 ÁLFABAKKA 8, SÍMI 587 8900 www.samfilm.is MURDER BY... kl. 8 og 10.20 VIT400 SCOOBY DOO kl. 2, 4 og 6 VIT398 FRÍÐA OG DÝRIÐ 2, 4 og 6 VIT418 BIG TROUBLE kl. 8 og 10.10 VIT406 MR. BONES kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 VIT415 PÉTUR PAN 2 m/ísl. tali kl. 2 VIT358 MONSTER INC. m/ísl. tali kl. 2 VIT338 VILLTI FOLINN m/ens. tali kl. 8 VIT407 VILLTI FOLINN m/ísl. tali 2, 4 og 6 VIT410 THE MOTHMAN... kl. 10.10 VIT408 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 VIT 414 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Kl. 5, 6, 8, 9 og 11 Sýnd kl. 4, 7 og 10 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 417 kl. 6, 8 og 10.05ABOUT A BOY kl. 10MÁVAHLÁTURkl. 8 og 9LEITIN AÐ RAJEEV NOVOCAINE kl. 8 og 10 VILLTI FOLINN m/ísl. tali kl. 6CLOCKSTOPPERS kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Sýnd kl. 6 m/ísl. tali Leikarinn Jeremy Irons komgestum Shannon flugvallar á Írlandi heldur betur á óvart á dögunum er hann tók upp á því að þrífa. Aðspurður sagðist hann hafa verið orðinn leiður á því að lesa og bíða þegar hann tók eftir því hversu skítugt allt saman var. Þess vegna hafi hann ákveðið að drepa tímann með því að skella sér í hlutverk ræstingarmanns. Hann segist hafa orðið glaðari fyrir bragðið þar sem uppátæki hans hafi komið af stað mörgum skemmtilegum viðræðum við ókunnugt fólk. David Bowie hefur tekið aðsér að sjá um og semja tón- list fyrir Broadway söngleik. Hann segist vera kominn á þann aldur að það eina sem honum virkilega langi til þess að gera sé að „tjá lög sín“ eins og hann orðar það. Hann nenni ekki lengur að fara á ferðalög til þess að leika á tónleikum á hverjum degi. Hvort hann ætli að semja ný lög fyrir söngleik- inn eða styðjast við eldra efni er ekki vitað. TÓNLIST Þegar íslenskar hljóm- sveitir leika á Hróaskelduhátíð- inni í Danmörku fyllast tónlist- arunnendur klakans að stolti og fjarskyldustu frænkur liðs- manna gorta sig í saumaklúbb- um. Liðsmenn hljómsveitarinnar Clickhaze frá Færeyjum hljóta því að hafa fengið konunglegar móttökur er þau snéru aftur til síns heima eftir tónleikahaldið á hátíðinni. „Tónleikaferðin gekk rosa- lega vel og við fengum mjög góða dóma,“ segir Jón Tyril gít- arleikari en hann var staddur hér á landi í síðustu viku í leit að dreifingasamning fyrir þröngskífuna „E.P.“. „Við spil- uðum líka á fleiri hátíðum og platan okkar kemur vonandi út í Danmörku í næstu viku.“ Þröngskífan hefur fengið góða dóma og setningar á borð við „Björk farðu heim“ og „Besta hljómsveit Skandinavíu í dag“ fengið að fljóta. Á einum fimm árum hefur tónlistarlíf í Færeyjum stökk- breyst frá því að vera steindautt í það að vera iðandi af lífi. Ís- lendingar hafa fengið smjörþef- inn af því sem er að gerast. Pönksveitin 200% hefur selst vel í Hljómalind, Týr áttu eitt vin- sælasta lag síðasta vors á Rás 2 og söngkonan Eivör Pálsdóttir hefur heillað eyru. Fyrsta sóló- plata hennar hefur selst eins og kjúklingur á tilboði í Færeyjum síðasta árið og það ætti því ekki að minnka áhugann á Clickhaze að Eivör skuli vera söngkona sveitarinnar. En hver er ástæðan fyrir þessum aukna tónlistar- metnaði í Færeyjum? Sólarn Sól- munde umboðsmaður Clickhaze er með kenningu; „Hljómsveitir á síðasta ára- tug voru frekar slæmar,“ segir hann umbúðarlaust. „Svo hækk- aði tíðni atvinnulausra og marg- ir stofnuðu hljómsveitir og leit- uðu í bílskúranna sína.“ „Núna eru hljómsveitirnar orðnar mjög góðar,“ bætir Jón við. „Fólk er byrjað að opna aug- un fyrir menningararfi eyjanna.“ Einnig hefur hljómsveitar- keppnin Grand Prix, sem Click- haze vann árið 2001, glætt tónlist- arlíf eyjanna til muna. „Færeyjar voru mun einangr- aðri en Ísland. Það voru engin hljóðfæri á eyjunum fyrr en á 19. öld. Ekki eitt orgel í kirkju. Tón- listarhefðin sem mótaðist var því ekki í sama 12 nótna skala og í Evrópu. Tónlistin hljómar oft meira eins og afrísk eða ind- versk.“ biggi@frettabladid.is „Björk, farðu heim!“ Hljómsveitin Clickhaze er ein sú vinsælasta í Færeyjum um þessar mundir og lék m. a. á Hróaskelduhátíðinni í ár. Þröngskífan „E.P.“ hefur verið kölluð „besta norræna útgáfa síðan „Ágætis Byrjun“ Sigur Rósar kom út“. CLICKHAZE Liðsmenn sveitarinnar segja tónlistina rokktónlist undir áhrifum frá trip-hop og færeyskri þjóðlagatónlist. „Það voru engin hljóðfæri í Færeyjum fyrr en á 19. öld,“ segir Sólarn. „Tónlistarhefðin var því ekki í sama 12 nótna skala og í Evrópu. Tónlistin hljómar oft meira eins og afrísk eða indversk.“ Spennandi, ekki satt? Mynd: Jens K. Vang. COURTNEY LOVE Leikur flagð undir fögru skinni í næstu mynd sinni. Kannski ekki svo fjarri raunveruleikanum? Courtney Love: Leikur Lafði Macbeth FÓLK Söng- og leikkonan Courtney Love og ekkja rokkarans Kurt Cobains hefur hneykslað marga á ferli sínum. Fátt kemur þó jafn mikið á óvart en sú ákvörðun hennar að taka að sér hlutverk Lafði Macbeth í væntanlegri kvik- myndaútgáfu af Shakespeare leikritinu. Courtney tekur leiklistina afar alvarlega og hefur ráðið til sín einkaleiklistarkennara í von um að tækla hlutverkið sem best. Fyr- ir þá sem ekki vita er Lafði Macbeth ekki beint besta skinn í leikritinu. Dave Grohl, fyrrum trommuleikari Nirvana og núver- andi söngvari Foo Fighters, ætti því að vera fullviss um að hún ráði við hlutverkið. Enda hefur hann kallað hana öllum illum nöfnum þar sem þau eiga í laga- deilum um höfundarréttindi Nir- vana-laganna. Leikstjóri myndarinnar verður Vincent Reagan. Framleiðandi myndarinnar er Luc Besson.  Kate Moss og Sadie Frost: Ætla að skella sér á súluna FÓLK Vinkonurnar Sadie Frost, leik- konan sem gift er leikaranum Jude Law, og fyrirsætan Kate Moss ætla sér að gera kvikmynd um súludans. Þær eru búnar að skrifa handritið og ætla sér sjálfar að fara með að- alhlutverkin í mynd- inni. Vinkonurnar hafa víst eytt miklum tíma síðustu mánuð- ina í rannsóknar- vinnu. Hún fólst aðal- lega í því að skella sér á nektardansstaði í London til þess að kynna sér súlutækn- ina. Sadie Frost heill- aðist víst það mikið af „listgreininni“ að hún lét setja upp súlu á heimili sínu. Stúlkurnar bíða víst spenntar að hefja tökur en neyðast til þess að bíða í rúmt ár. Þeir eiga nefnilega báðar von á barni. Myndin verður gerð af fram- leiðslufyrirtækinu Natural Nylon sem er í eigu leikaranna Jude Law, Ewan McGregor og Johnny Lee Miller.  KATE MOSS Segir súludans vera eina bestu líkamsrækt sem völ er á.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.