Tíminn - 20.06.1971, Page 7

Tíminn - 20.06.1971, Page 7
ÍUNNUDAGUR 30. júm' 1971 TÍMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN framkvaemdastjórl: ftrlstjáii Benediktsson. Ritstjórar: Þórarlno Þórarinsson (áb). Jón Helgason, IndriBJ G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Rlt- Etjórnarskrifstofur 1 Edduhúsinu, simar 18300 — 18306. Skrif- stotnr Bankastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasíml: 19523. Aðrar skrifstofur simi 18300. Askriftargjald kr 195,00 á mánubl tnnanlands. t lausasölu kr. 12,00 elnt. — Prentsm Edda hf. Láglaunastéttirnar Meðal þýðingarmestu verkefna, sem bíða úrlausnar á komandi mánuðum, er að bæta kjör þeirra láglauna* stétta, sem hafa auðsjáanlega dregizt aftur úr 1 kjara- kapphlaupinu á undanfömum árum. Þetta gildir alveg sérstaklega um bændur, sjómenn og verkamenn, og tals- verðan hluta skrifstofu- og verzlunarfólks. Eins og áður hefur verið greint frá hér í blaðinu, liggja fyrir um það útreikningar, sem gerðir hafa verið á vegum kjararannsóknarnefndar, að kaupmáttur dag- tímakaups verkamanna hafi verið mun minni árið 1970 en 1959. Fullvíst er, að kjörum bænda hefur hrakað enn meira. Af sjómannastéttinni er það skemmst að segja, að illa gengur orðið að manna fiskiflotann, því að kjörin þykja lakari þar en í landi. Lögin, sem Eggert Þorsteins- son setti um skerðingu á sjómannahlutnum, eiga vitan- lega stóran þátt í þessu. Að því verður að vinna að bæta hlut láglaunastétt- anna. Það verður að gera með kauphækkunum eftir því, sem unnt er. En fleiri leiðir eru til kjarabóta en kaup- hækkanir og margar þeirra eru raunhæfari, því að þær þurfa ekki að leiða til verðhækkana. Þar er um ráðstaf- anir að ræða eins og aukinn persónufrádrátt við skatta- álagningu, afnám söluskatts á helztu nauðsynjum og end- urbætur á húsnæðislánalöggjöfinni. Síðastnefnda málið er ekki sízt mikilvægt. Hin opinberu húsnæðismálalán eru ekki aðeins of lág, heldur mjög óhagstæð. Það stafar ekki aðeins af vísitölubindingunni, heldur einnig því, að lánin eru til of stutts tíma. Húsnæðiskostnaður margra er nú miklu meiri en venjulegur launamaður geti risið tmdir honum. Því þarf að gera allt, sem mögulegt er, til að draga úr honum. Mál sjómanna og bænda verður svo að athuga sér- staklega með tilliti til sérstöðu þessara miMlvægu fram- leiðslustétta. Fall ríMsstjórnarinnar og þó sérstaMega ósigur Al- þýðuflokksins stafaði ekki sízt af því, að mál láglauna- stéttanna höfðu verið vanrækt. Það er sérstök skylda þeirra, sem urðu sigurvegarar í kosningunum, að stuðla að leiðréttingu í þessum efnum og láta ekM óeðlileg sér- sjónarmið varðandi önnur efni, koma í veg fyrir, að þessi mál sitji í fyrirrúmi. Lágmarkslaun aldraöa Meðal þeirra mála, sem næsta Alþingi hlýtur að fjalla um, er hækkun lágmarkslauna til aldraðra og öryrkja. Sú breyting var gerð á almannatryggingalögunum á síð- asta þingi ,að tryggja öldruðu fólM og öryrkjum, sem ekM hafa aðrar tekjur en bætur almannatrygginga, viss lágmarkslaun. Sá galli fylgdi hins vegar gjöf Njarðar, að þessi lágmarkslaun voru ákveðin of lág. Stjómarand- stöðuflokkarnir stóðu sameiginlega að þeirri tillögu að hækka þau verulega. Það er nú hlutverk þeirra að koma því máli fram og tryggja jafnframt þá tekjuöflun, sem til þess þarf. Önnur, annarleg sjónarmið mega ekM koma í veg fyrir, að hlutur láglaunafólks, aldraðs fólks og öryrkja, verði bættur. En jafnhliða þessu þarf svo að hefja róttæka endur- skoðun á öllu almannatryggingakerfinu, en þar er víða þörf mikilla umbóta. Þá þarf að athuga vandlega hvemig eðlilegast er að afla tekna til tryggingakerfisins. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Joseph Luns - nýr framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins Nýjar og breyttar aöstæður gera starf hans vandasamara en áður. JOSEPH LUNS ÞVÍ ER spáð um Joseph Luns, sem verður framkvæmda stjóri Nato 1. október næst- komandi, að hann muni hafa lífgandi áhrif á hið nýja um- hverfi, en andrúmsloftið í aðal stöðvum Nato þykir þungt og vistin þar daufleg. Þessi álykt- un er m.a. dregin af því, að Luns hefur reynt að lífga vinnubrögð hollenzka þingsins, m.a. með því að flytja ræður sínar í léttari tón en þar er al- mennt siður. Luns hefur líka átt það til að vera ekki allt of formfastur og er sú saga sögð, að hann hafi eitt sinn tekið af sér skóna á flokksfundi og gleymt að fara í þá og verið kominn út í anddyrið, þegar blaðaljósmyndarar veittu þess- um óvenjulega fótabúnaði hans athygli. Luns reyndi að bæta úr þessu með því að dansa fyr- ir ljósmyndarana! Fleiri slík- ar sögur eru til um hann og hafa þíer síður en svo dregið ur vinsældum hans. En þótt Lun^ takist að lífga eitthvað andrúmsloftið hjá Nato á þennan hátt, verður að draga það í efa, „ð hann komi þangað með nýjar hugmyndir. Hann er búinn að vera lengur utanríkisráðherra samfleytt en nokkur Evrópumaður annar eða síðan 1952. Fyrstu fjögur árin gegndi hann stöðunni með öðrum, en einn síðan 1956. 1 skoðunum þykir Luns yfirleitt íhaldssamur og gildir það ekki síður um utanríkismál og innanríkismál. Luns er allra manna mestur vexti og er því veitt mikil at- hygli hvar sem hann fer. Hann er sagður eini maðurinn, sem hafi rætt við de Gaulle og verið nógu hár til að lfta nið- ur á hann! Annað hefur þó ver ið fært honum meira til ágætis í sambandi við de Gaulle, en það er, að hann hafi hiklaust í viðræðum við hann, gagnrýnt stefnu Frakka varðandi aðild Breta að Efnahagsbandalaginu, en Luns hefur jafnan verið ákveðinn fylgismaður þess, að Bretland fengi inngöngu f bandalagið. JOSEPH LUNS er fæddur I Rotterdam 1911. Faðir hans var listfræðingur og gegndi prófessorsembætti í þeirri fræðigrein. Hann skrifaði all- margar bækur um listir fyrir almenning. Luns hefur líka mikinn áhuga á listum, en er þó lítill aðdáandi nútíma- málaralistar. Hann sagði einu sinni um málverk, sem hann sá á sýningu í Stokkhólmi, að svona málverk væri hægt að búa til á átta mfnútum. Hann var tekinn á orðinu og lauk verkinu á sjö mfnútum. Þetta málverk hans hangir nú í sænska sendiherrabústaðnum f Róm. Luns lauk prófi i lögum við háskólann í Leyden, en stund- aði sfðar framhaldsnám í Lon- don (við London School of Economics) og í Berlín. Hann gekk í þjónustu utanríkisráðu- neytisins 1938 og gegndi m.a. störfum í Bem, Lissabon og London. Árið 1949 varð hann annar aðalfulltrúi Hollands hjá Sameinuðu þjóðunum og gegndi því starfi til 1952, er hann tók við öðru utanríkis- ráðherraembættinu, en starfi utanríkisráðherrans var þá tvf- skipt. Síðan 1956 hefur hann svo gegnt embættinu einsam- an. LUNS hefur unnið sér al- mennar persónulegar vinsældar bæði heima og erlendis. Sam- kvæmt sjónvarpskönnunum hefur hann lengi verið vinsæl- asti stjómmálamaður Hollands. Skoðanir hans hafa þó verið umdeildar, en hann fer ekki dult með, að hann er íhalds- samur á mörgum sviðum og mikill aðdáandi hinna svo- nefndu fomu dyggða. Hann er rammkaþólskur. Róttækustu öfl in hafa því haft horn í síðu rans. Fyrir nokkru gaf vinstri- sinnaður, kristilegur félags- skapur út smárit um Luns. Það bar titilinn: „Luns: Hversu mikilvægur er hann?“ Að titil- síðunni undanskildri, voru all- ar síður ritsins auðar. J Luns h.fur sfðan hann hóf afskipti af stjórnmálum, verið í kaþólska flokknum. Sá flokk- ur beið verulegan ósigur í ný- loknum þingkosningum og hef- ur því ný flokkasamsteypa komið til sögunnar. Hún hefði ekki orðið sammála um Luns sem utanríkisráðherra. Luns hafði séð þetta fyrir og því verið búinn að sækja fyrir kosningaraar um framkvæmda stjórastöðuna hjá Nato. Þar stóðu honum allar dyr opnar sökum persónulegra vinsælda, sem hann hefur unnið sér á al- þjóðavettvangi og meira er að þakka alþýðlegri og óformlegri framgöngu hans en skoðunum. Á sviði alþjóðlegri mála, hefur Luns verið fhaldssamur ekki siður en heima fyrir. Hann hef- ur t.d. alltaf stutt stefnu Bandarfkjanna f Vietnam. Hann hefur verið ófeiminn við að þiggja orður af afturhalds- sömum ríkisstjómum. NATO stendur á mikflvæg- um vegamótum, þegar Luns tekur við framkvæmdastjúm- inni. Viðhorfin eru mjBg að breytast. Kalda stríðið er úr sögunni í sinni gömlu mynd. Þýðingarmiklir samningar milli austurs og vesturs virðast framundan. Vísir að einangrun arstefnu er að myndast f Bandaríkjunum. Kröfur um sér stakt vamarbandalag Vestur- Evró;: j, er ráði yfir kjamorku- vopnum, hafa talsvert fylgi. Þótt Luns sé fhaldssamur og fastheldinn í eðli sínu, bendir eigi að síður sitthvað til þess, að hann geti lagað slg að breyttum aðstæðum. Það mun hann lfka þurfa að gera, ef hon um á að takast vel f hinu nýja starfi, sem nú bíður hans. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.