Tíminn - 20.06.1971, Qupperneq 9
SUNNUDAGUR 20. júní 1971
TIMINN
9
Hið tvöfalda fréttamat
Þeir, sem fylgjast meS íþrótta
fréttum dagblaðanna', hafa veitt
athygli hinu tvöfalda frétta-
mati, sem jafnan á sér stað,
þegar ísland leikur landsleiki í
knattspyrnu erlendis. Þannig
skýrir franska fréttastofan AFP
frá því, að landsleikur Frakk-
lands og íslands hafi verið lé-
legur — jafnt hjá Frökkum sem
íslendingum — en Frakkar hafi
þó verið skárri aðilinn. Aftur á
móti>er það haft eftir formanni
Knattspyrnusambands íslands,
að landsleikurinn í París s.l.
miðvikudagskvöld hafi verið
einn bezti landsleikur íslands
fyrr og síðar, þrátt fyrir 1:0 tap.
Að sjálfsögðu eiga lesendur
blaðanna erfitt með að átta sig
á, hvor aðilinn segir satt, því
að engir íslenzkir blaðamenn
voru viðstaddir leikinn. Hins
vegar er vitað, að formaður
Knattspymusambandsins er ó-
spar á hástemmd lýsingarorð,
þegar íslenzka landsliðið er
annars vegar, sbr. þegar hann
taldi jafnteflisleik íslendinga
og Frakka, á Laugardalsvellin-
um í síðasta mánuði, góðan,
enda þótt flestir aðrir væru ann
arrar skoðunar og teldu leik-
inn leiðinlegan og einhvern
verst leikna af islands hálfu um
árabil.
Sá, sem þessar línur skrifar,
astlar ekki að leggja neinn dóm
á það, hvort frásögn frönsku
EFLUM OKKAR
HEIMABYGGÐ
★
SKIPTUM VIÐ
SPARISJÖÐINN
SAMBANO ÍSL. SPARISJÓÐA
Jón Grétar SigurSsson
HéraSsdómslögmaSur
SkólavörSustig 12
Simi 18783.
90
MALLORCA
Beint þotuflug til Mallorca.
Marglr brottfarardagar.
Sunna getur boðið yður
eftirsóttustu hótelln og
nýtfzku íbúðir, vegna mikilla.
viðskipta og 14 ára starfs á
Mallorca.
íERflASKRIFSTOFAN SUNNA
SÍIVIflR 1640012070 26505 (f
...... Tf&
fréttastofunnar AFP sé trúverð
ugari en frásögn formanns
Knattspyrnusambandsins um
leikinn — og ekki heldur, hvort
áhorfendur hafi verið 1151
(samkvæmt frásögn AFP) eða
5 þúsund, eins og skilja mátti á
viðtali við formann Knattspymui
sambandsins. En þegar svona
mikið ber á milli, eiga lesénd-
ur blaðanna heimtingu á að vita
sannleikann, því að þetta tvö-
falda fréttamat er orðið að ó-
frávíkjanlegri reglu.
íslenzkir fréttamiðlar, sér-
staklega dagblöðin, eru ekki það
fjársterkir, að þeir hafi efni á
að senda íþróttafréttamenn
sína erlendis til að fylgjast með
landsleikjuni, en til greina
kæmi, að þeir sameinuðust um
að senda menn utan til skiptis.
Fréttamaður Mbl. færi t.d. til
Noregs og gæfi öðrum fjölmiðl-
um upplýsingar. í næsta skipti
færi blaðamaður frá Þjóðvilj-
anum og svo koll af kolli. Þann-
ig væri tryggt, að jafnan væri
einn ísl. blaðamaður á leikjum
íslenzka landsliðsins erlendis,
og mætti þá treysta því. að
lesendur blaðanna fengju ör-
uggar fréttir af leikjunuin. Er
það verkefni fyrir Samtök
íþróttafréttamanna að taka
þessa tillögu til athugunar.
Að lokum skal þess getið, að
víða erlendis, t.d. á Norður-
löndum hefur verið rætt um
það, að setja sérstakar reglur
um fréttaþjónustu frá íþrótta-
mótum, sem haldin eru utan
heimalands og leggja blátt bann
við því, að fararstjórar annist
fréttaþjónustu af því tagi, sem
getið hefur verið um hér að
framan og þarf ekki að taka
fram hver ástæðan er. — alf.
Leiðrétting
Mishermt var í frétt um för
Jóhannesar Eðvaldssonar til S-
Afríku á íþróttasíðú Tímans í
gær, að hann hefði' kbmízt til
Höfðaborgar. Þetta er ekki rétt,
þar eð Jóþjmnes kfþnst aðeins til
Jóhannesborgar og vantaði stimp
il frá brezkum aðilum til að fá
að halda för sinni áfram til Höfða-
borgar, þar sem forráðamenn liðs
þess, er bauð honum til sín, biðu
árangurslaust eftir honum. Ef Jó-
hannes hefði hins vegar komizt
beint til Höfðaborgar, hefði hann
ekki þurft að snúa við.
fm
/M
m
il
il
W
if
m
W
vly
m
Æ
Télía
HEYTÆTLUR
Vegna einkar hagstæðra samninga sem við gerðum við FELLA
verksmiðjurnar, getum við nú boðið 4ra stjörnu heytætlurnar
á aðeins kr. 51.^86,00, og hefur verðið aldrei verið betra.
FELLA heytætlurnar hafa í hundraðatali verið í notkun hér
á landijí áraraðir og þessi langa reynsla hefur sannað ágæti
vélanna.
í FELL-A vélunum eru engir opnir hjöruliðir. Stjörnuásarnir
leika í olíubaði og vinnur vélin því sem næst hljóðlaust. —
Vinnslubreidd 3,30 metrar.
FELLA heytætlurnar eru fyrirliggjandi.
Hagstæðir greiðsluskilmálar. 1
LÁ6MÚLI 5, S1MI815SS
NÚ FÁLJM VIÐ LÚÐU, LAX
OG SILUNG
Góðfiski getum við kallað allan ís-
lenzkan fisk, sé hann veiddur á
réttum tíma, vel verkaður og fersk-
ur, eða rétt geymdur.
Vissar fisktegundir þykja þó flest-
um öðrum betri. Með þeim viljum
við smjör, því þegar reynir á bragð-
gæðin, er það smjörið sem gildir.
i
Draumurinn um soðinn lax með
bræddu smjöri ögrar pyngju okkar
á hverju sumri, því hvað er annað
eins lostæti og nýr lax með íslenzku
smjöri?
Matgleðin nýtur sín einnig þegar
soðinn eða steiktur silungur er á
borðum. Og enn er það smjörið
sem gildir. Til að steikja silung
dugar heldur ekkert nema íslenzkt
smjör og séu silungur eða raúð-
spretta grilluð, er fiskurinn fyrst
smurður vel með íslenzku smjöri
og síðan grillaður heill í örfáar
mínútur á hvora hlið.
Soðin lúða er herramannsmatur.
Sjálfsagt er að sjóða fiskinn í eins
litlu vatni og hægt er, ef ekki er
löguð súpa. Svolítið hvítvín útí
vatnið, eða í stað vatns, spillir ekki.
Sumir örlátir matmenn segja að
fiskar hafi synt nógu lengi í vatni
og séu þeir settir í pott, eigi að vera
vín í honum, en ekki vatn. En ís-
lenzkt smjör má ekki gleyma að
bera með, það væri synd. Gott er
líka að steikja þy’kkan lúðubita í
ofni. Við smyrjum bitann vel með
smjöri og pökkum inn i álpappír,
en setjum ekkert vatn við.
k .
fynta flokhidern^ííwjot' (
jop gromn
Nú er lúðu-, lax- og silungstíminn
og smjörið er á góðu verði.
Notfærum okkur gæði Iands og
sjávar. Annar eins herramannsmat-
ur og þessi býðst ekki víða annars
staðar.
1 * » .f / . , v
M > I 1 '-—7:-.»