Tíminn - 20.06.1971, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.06.1971, Blaðsíða 4
£etií Cii AjcHúatp DAUÐASYNDIRNAR SJÖ. Síðasta leikritið í brezka sjón- varpsmyndaflokknum Dauðasynd- irnar sjö var sl. sunnudagskvöld á dagskrá. Flest hafa leikrit þessi verið áhugaverð og fjallað á skemmtilegan liátt um mannlegan breizkleika. Síðasta leikritið, sem fjaliaði um girndina var bráð- skemmtilegt og vel leikið. SKEMMTILEG DANSKEPPNI. Sjónvarpið hefur öðru hvoru sýnt myndir frá erlendum dans- keppnum og var ein slík á dag- skrá sl. sunnudagskvöld. Það er reglulega gaman að horfa á þess- ar dansmyndir og spennandi að fylgjast með keppni hinna snjöllu dansara. Dansflokkarnir, er sýndu, er lilé varð á keppninni, sýndu líka sérlega skemmtilega dansa. KOSNINGASJÓNVARP. Sjónvarpinu tókst vel upp á kosninganóttina, og tókst að gera dagskrána vel úr garði. Beinar sendingar af talningu, útreikning- ar og spár, allt þetta tókst vel. Og inn á milli voru viðtöl við fólk úr öllum landshlutum, sum- mjög skemmtileg. Sjónvarpið lauk svo kosninga- dagskrá sinni á mánudagskvöldið með yfirliti um úrslitin og viðtali við formenn flokkanna, og tókst sá þáttur einnig vel. Getur sjón- varpið verið ánægt með frammi- stöðu sína. FANGELSISMÁL í ÓLESTRI. Bjarki Elíasson, yfirlögreglu- þjónn, sat fyrir svörum 1 þætti, er Eiður Guðnason stjórnaði á þriðjudagskvöldið, og var spurð- ur spjörunum úr. Bjarki svaraði nokkuð misjafnlega, en áheyrend- ur voru þó margs fróðari vegna þess að spyrjendur komu víða við. Ég býst við, að flestir bafi vit- að, að fangelsismál okkar íslend- inga eru í mesta ólestri, en þessl þáttur minnti okkur enn frekar á það. Það er ekki beinlínis til íyrir- myndar að láta afbrotamenn bíða mánuðum, jafnvel árum saman eft- ir að fá að afplána sinn dóm vegna þess, að ekki er til pláss -fyrir þá í fangelsi. Á þetta jaínt við um þá, er fremja smávægileg afbrot og t-d. menn, er fremja kyn ferðis- afbrot. Eitt kom fram í þættinum, er kom mjög á óvart. Ég hafði ailtaf staðið í þeirri barnalegu trú, að ef menn „misstu ökuleyfið ævi- langt“, þá þýddi það það sama og orðin segðu. En í þessum þætti komu fram þær upplýsingar. að þeir menn, er misst hefðu ökuleyfi sitt ævilangt, gætu bara sótt um ökuleyfi aftu reftir þrjú ár og fengju það þá venjulega, ef þeir Bfndaríski vísnasöngvarinn James Durst mun skemmta tjónvarpsáhorfendum á mánudagskvöid.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.