Fréttablaðið - 26.10.2002, Side 10

Fréttablaðið - 26.10.2002, Side 10
10 26. október 2002 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Vill svör frá Sjómanna- félaginu Árni Jóhannesson, sjómaður á Vilhelm Þorsteinssyni EA-11skrifar: Ég las það í DV á dögunum aðvaraformaður Sjómannafé- lags Eyjafjarðar hefði sagt upp störfum vegna ósættis við for- mann og stjórn félagsins. Það sem mér finnst allrar athygli vert er að formaður félagsins virðist ekki vilja tjá sig um ástæður sam- skiptaerfiðleika þeirra á milli og leysist greinin upp í mannamál á skipum Samherja, sem varla koma málinu við Mér finnst það, sem félaga í Sjómannafélaginu, að þessi mál þurfi og verði að komast upp á yfirborðið, því að félaginu sé enginn greiði gerður með þessu ósætti. Ég vil því skora á formann félagsins, og já einnig á varafor- manninn fyrrverandi að gera hreint fyrir sínum dyrum og hreinsa andrúmsloftið sem allra fyrst.  Miðað við mannavalið sem takamun þátt í prófkjörum flokk- anna er ekki að vænta átakamikill- ar kosningabaráttu í vor. Þótt búast megi við einhverri keppni milli manna hjá hverjum flokki í einstaka kjör- dæmi munu flest prófkjör helst snú- ast um hversu langt frá öruggu sæti nýir fram- bjóðendur lenda. Þeir sem falla með minnstum mun stimpla sig inn sem líklegri kandidatar næst. Svona er endurnýjun framboðs- lista stjórnmálaflokkanna hæg. Endurnýjun málefna og stefnu þeirra er enn hægari – ef einhver. Samt sárvantar samfélagið end- urnýjun stjórnmálanna; bæði varð- andi málefni og menn. Mér fannst til dæmis óendanlega sorglegt að horfa á umræður um stefnuræðu forsætisráðherra á dögunum og átta mig á að þeir þingmenn sem skammlaust geta lesið eigin texta af blaði eru teljandi á fingrum annarr- ar handar. Ég sá Drífu Hjartardótt- ur, þingkonu sjálfstæðismanna af Suðurlandi, í Silfri Egils á síðasta sunnudag og fann til yfir því að vera uppi á tímum þegar samfélag- ið getur ekki fyllt þingsali af fram- bærilegra fólki. Ég fór næstum að snökta þegar ég mundi að Drífa kom á þing þegar Árni Johnsen sagði af sér. Á bak við hvern þing- mann án sýnilegs erindis í pólitík virðist því vera strollan af öðrum eins. Sjálfstæðismenn eru 26 á þingi. Þrátt fyrir þennan fjölda virðist þeim vera um megn að manna með sómasamlegum hætti þá sex ráð- herrastóla sem þeir hafa smíðað sér. Davíð Oddsson og Geir Haarde eru stjórnmálamenn sem hefðu plu- mað sig vel á öllum tímum; Geir reyndar síður. En mér er til efs að Sturla Böðvarsson, Sólveig Péturs- dóttir, Tómas Ingi Olrich eða Árni Mathiesen hefðu á öllum tímum þótt sjálfsögð ráðherraefni. Kannski eitt þeirra í einu – en aldrei öll saman í sömu stjórninni. Alþingi hefur hrörnað sem vinnustaður; það er ekki lengur eft- irsóknarverður starfsvettvangur. Það væri skrítinn ungur maður og undarleg ung kona sem liti yfir hóp þingmanna og hugsaði með sjálfum sér: Mikið væri spennandi að fá að vinna með þessu fólki. Ég væri til í að sitja meðal þess og greiða at- kvæði eftir fyrirmælum míns for- manns. Lausnin á lélegu mannavali í þingsölum er ekki að hækka laun þingmanna. Ekki trúa slíkum full- yrðingum. Röskt fólk, áræðið, duglegt og kjarkmikið, hleypur sjaldnast eftir peningum – heldur verkefnum og mögulegum ár- angri. Stjórnmálin bjóða ekki upp á slíkt.  „Ég fór næst- um að snökta þegar ég mundi að Drífa kom á þing þegar Árni Johnsen sagði af sér.“ Vill almennilegt fólk vinna á Alþingi? skrifar um lélegt mannaval í prófkjör- um, á Alþingi og í ríkisstjórn. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON STRÍÐ GEGN HRYÐJUVERKUM Múslimaklerkur hefur verið handtekinn í Lundúnum í Bret- landi grunaður um tengsl við al- Kaída hryðjuverkasamtökin. Maðurinn heitir Abu Qatada og er sagður vera háttsettur innan samtakanna. Hafa lögregluyfir- völd í Bandaríkjunum og á Spáni lýst honum sem „sendiherra Osama bin Laden í Evrópu.“ Qatada er Palestínumaður sem fæddur er í Jórdaníu. Fékk hann landvistarleyfi í Bretlandi árið 1994. Í Jórdaníu er hann eftir- lýstur maður sem dæmdur hefur verið í lífstíðarfangelsi fyrir að- ild að fjölda sprengjuárása árið 1998. Eftir að ný hryðjuverkalög tóku gildi í Bretlandi í desember á síðasta ári hvarf Qatada af sjónarsviðinu. Var hann á lista Sameinuðu þjóðanna yfir grun- aða hryðjuverkamenn sem tengdust al-Kaída. Talið er að hann hafi á sínum tíma fengið til liðs við sig skó- sprengjumanninn Richard Reid og Zacharias Moussaoui, sem er í haldi í Bandaríkjunum grunaður um skipulagningu hryðjuverka- árásanna á Bandaríkin. Qatada er 12. maðurinn sem handtekinn er í Bretlandi síðan nýju hryðjuverkalögin tóku gildi.  QATADA Abu Qatada er eftirlýstur maður í fæðingarlandi sínu Jórdaníu. AP /M YN D Múslimaklerkur handtekinn í Bretlandi: Sendiherra bin Laden í Evrópu Styrkveitingar samgönguráðherra: Fimmtíu milljónir á fjórum árum STYRKIR Samgönguráðherra veitti styrki að upphæð tæpar fimmtíu milljónir króna á árunum 1998 til 2001. 175 styrkir voru veittir á tímabilinu og var m e ð a l f j á r h æ ð hvers styrks um 238 þúsund krónur. Í svari ráðherra við fyrirspurn Kol- brúnar Halldórs- dóttur kemur fram að hæsti einstaki styrkurinn var veittur Snorra- stofu í Reykholti en fjórum milljón- um var veitt til gestastofu þar árið 2000. Snorrastofa fékk samtals sjö milljónir króna frá ráðuneytinu á tímabilinu. Nokkrir fengu styrki upp á eina milljón hver, Guðríðar- og Laugarbrekkuhópur fékk millj- ón vegna framkvæmda við Laugar- brekku undir Jökli til að minnast Guðríðar Þorbjarnardóttur, milljón fór í uppbyggingu ferðaþjónustu Hótels Geysis, Gestastofur í Reyk- holti og við Geysi fengu milljón hvor um sig og milljón var veitt vegna mótor- og tækjaminjasafns- ins að Stóra Gerði í Skagafirði. Og fátt er samgönguráðherra óvið- komandi, 50 þúsund króna styrkur var veittur vegna undirbúnings stofnunar skóla fyrir fluguveiði- menn, píanóflutningur til Gríms- eyjar var styrktur með 12.450 króna framlagi, þá fékk Rósa Ing- ólfsdóttir 100 þúsund króna styrk til viðgerða á rafmagnsbíl.  STURLA BÖÐVARSSON Hann lét ráðu- neytið borga 12.450 krónur vegna flutnings á píanói. WASHINGTON, AP Bandaríkin eru „hættulega óundirbúin“ þyrftiuþau að takast á við aðra stóra hryðjuverkaárás. Þetta kemur fram í skýrslu sem Gary Hart og Warren Rudman, fyrrver- andi öldungar- deildarþingmenn í Bandaríkjunum, höfðu yfirumsjón með. Menntamenn og viðskiptaforkólfar í banda- rísku atvinnulífi aðstoðuðu þá ein- nig við vinnslu skýrslunnar. „Að öllum líkindum mun næsta árás hafa í för með sér enn fleiri dauðsföll og jafnframt gríðarleg áhrif á lífshætti Bandaríkja- manna og á efnahag landsins,“ segir í skýrslunni. Þar kemur ein- nig fram að bandarískur almenn- ingur sé orðinn áhyggjulaus gagn- vart hugsanlegum hryðjuverka- árásum vegna þess að eitt ár hef- ur liðið án þess að önnur árás hafi verið gerð. Í skýrslunni segir að aðeins sé leitað í litlum hluta þeirra skipa, vörubíla og lesta sem komi til landsins á degi hverjum. Auk þess er starfsfólk í neyðarþjónustu óundirbúið fyrir hugsanlega sýkla- og efnavopnaárás. Einnig er auð- veldlega hægt að eyðileggja olíu- byrgðir og orkustöðvar í landinu. Í skýrslunni er það einnig gagnrýnt að lögreglumenn víðsvegar um Bandaríkin hafi ekki enn fengið í hendurnar lista yfir eftirlýsta hryðjuverkamenn og eigi því erfitt með að koma auga á þá. Í janúar á síðasta ári stjórnuðu Hart og Rudman nefnd á vegum Bandaríkjaþings, sem varaði við því að gríðarlegar hryðjuverka- árásir gætu verið í vændum. Lögðu þeir til að komið yrði á laggirnar öryggisstofnun í land- inu. Nefndin reyndist sannspá því átta mánuðum síðar voru árásirn- ar þann 11. september gerðar á landið. George W. Bush, Bandaríkja- forseti, stofnaði sérstakt heima- varnarráðuneyti eftir hryðju- verkaárásirnar og hefur jafn- framt lagt til að stofnuð verði sér- stök heimavarnardeild innan Bandaríkjaþings.  Næstu hryðjuverk stærri en 11. sept. Samkvæmt nýrri skýrslu eru Bandaríkin illa undirbúin gagnvart hugs- anlegum hryðjuverkaárásum. Almenningur í landinu er orðinn áhyggjulaus gagnvart hugsanlegum árásum. 11. SEPTEMBER Samkvæmt skýrslunni eru Bandaríkjamenn áhyggjulausir gagnvart frekari hryðjuverkaárás- um á landið. Einnig er auð- veldlega hægt að eyðileggja olíubyrgðir og orkustöðvar í landinu. LAGERSALA LAGERSALA Glæsileg lagersala í gamla Rafha húsinu við Lækjargötu Hafnarfj. Teiknimyndir 750 kr. Nýjar myndir. Úr í gjafaöskjum konuúr og karla 4900 kr. settið. Barby á 750 kr. Barby föt 250 kr. Góðir regngallar í felulitunum frábært verð 2.990 kr. Vandaðir barnagallar 990 jakki og buxur. Stórglæsilegir vasar og rammar. Ótrúlegt verð. Syngjandi dýr sem aldrei hafa komið til Íslands fyrr, væntanleg 15. nóv. Sýningareintök á staðnum. Þetta er lagersala sem enginn má láta framhjá sér fara. Opið alla virka daga frá 13 - 18 Laugardaga 11 - 18

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.