Fréttablaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 16
16 26. október 2002 LAUGARDAGURHVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ?
BÆKUR
Sigurður Hólm Gunnarsson. Blaðamaður.
Ég sá kvikmyndina The Salton Sea um dag-
inn. Hún er virkilega góð. Meistaraverk.
LEIKHÚS Leikbrúðuland, undir
stjórn Helgu Steffensen og Ernu
Guðmarsdóttur, frumsýnir í dag
klukkan 14 ævintýrin Fjöðrina
sem varð að fimm hænum og Æv-
intýrið um Stein Bollason. „Þetta
eru tvö ofboðslega skemmtileg
verk,“ segir Helga. „Annars vegar
er saga byggð á ævintýrinu Það er
alveg áreiðanlegt, eftir H.C. And-
ersen, og hins vegar mið-evrópskt
ævintýri frá 1903 um hjartagóð
hjón sem eru svo sorgmædd af
því þau eiga engin börn. Þau fá
sjálfan Guð í heimsókn sem býður
þeim þrjár óskir. Hjónin óska sér
einskis annars en barna og fá
hundrað.“
Helga, sem hefur verið með
Leikbrúðuland í 30 ár og Brúðu-
bílinn í 23 ár segir brúðurnar
alltaf höfða jafn sterkt til krakk-
anna. „Börn elska brúður og taka
heilshugar þátt í sýningunum.
Ævintýrin eru sígild og fræðandi í
senn og í þessari sýningu erum
við til dæmis með heilt brúðu-
hænsnabú og risa sem þarf að
berjast við dreka. Það er mikið
fjör á sviðinu og ævintýrin höfða
til barna á öllum aldri,“ segir
Helga. Sýningar Leikbrúðulands í
Gerðubergi verða 26. og 27. októ-
ber og 2. og 3. nóvember.
Að þeim sýningum loknum
liggur leið Leikbrúðulands til
Lúxemborgar og Belgíu, og í
framhaldi af því út á landsbyggð-
ina á Íslandi þar sem verður sýnt
í skólum og samkomuhúsum.
LEIKBRÚÐULAND
Gaggandi fjör, því
hænur eru í aðal-
hlutverki í öðru af
tveimur ævintýrum
sem Leikbrúðuland
frumsýnir um helg-
ina.
Leikbrúðuland í Gerðubergi:
Gaggandi hænur,
risi og drekar
Heimsendingar og sótt!
O p n u n a r t í m i : 1 1 - 0 1 v i r k a d a g a o g 1 1 - 0 6 u m h e l g a r
Grensásvegur 12
533 2200
r r
Nýt
t
Ef þau kaupir og sækir pizzu hjá okkur 3svar sinnum færð þú fjórðu
pizzuna og möguleika á því að vinna
FRÍTT
1x 150.000 kr. ferðavinnig að eigin vali
2x 20.000 kr. gjafabréf hjá Sævari Karli
2x 20.000 kr. gjafabréf hjá Boss Kringlunni
1
2
3
Leikurinn stendur til 15. des. • Gildir aðeins ef sótt er.
Sótt Sent
1. 12“ m/3 álegg. 990.-
2. 16“ m/3 álegg. og 1 l. gos 1390.-
3. 18“ m/3 álegg. og 1 l. gos 1590.-
4. 2 fyrir 1
Ef þú kaupir eina pizzu að eigin
vali og ostabrauðstangir/hvít-
lauksbrauð færðu aðra frítt
Gildir EKKI með 3+1 afsláttarkorti
1. 12“ m/3 álegg. og 1 l. gos 1490.-
2. 16“ m/3 álegg. og ostabrauð-
stöngum eða 2 l. gos 1900.-
3. m/3 álegg. og ostabrauð-
stöngum eða 2 l. gos 2390.-
Gildir með 3+1 afsláttarkorti
Leikur
3+1
JPV útgáfa hefur gefið út bók-ina Samúel eftir Mikael Torfa-
son. Samúel er auðnulaus öryrki,
Íslendingur sem býr í Danmörku.
Brenglaður hugur
hans horfir á
heiminn frá
þröngum sjónar-
hóli, hann er utan-
garðsmaður í
margs konar
skilningi. Hann er
haldinn of-
sóknaræði og
botnlausum rang-
hugmyndum um samskipti fólks,
ást og kynlíf. Vanmáttur hans á
rætur í sjúku sambandi við móð-
ur og fjölskyldu. Örvæntingarfull
leit Samúels að sjálfum sér, sann-
leikanum og guði hrekur hann út
á ystu nöf. Mikael Torfason talar
enga tæpitungu frekar en venju-
lega og gálgahúmor og miskunn-
arleysi einkenna þessa sögu sem
tekur á þjóðernishyggju, kyn-
þáttafordómum og sjálfsmynd út-
lendingsins.
STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstrihreyfingar-
innar græns framboðs, segist
hafa litlar áhyggjur af því í hvaða
félagsskap hann lendir þegar
dregið er um sæti. „Ég hef haft
býsna marga sessunauta á öllum
þessum þingum sem ég hef setið.
Það er gaman að kynnast nýju
fólki og með einni til tveimur und-
antekningum hef ég alltaf verið í
góðum félagsskap. Við skulum
bara segja að sumir séu minna
skemmtilegir en aðrir, án þess að
nefna nein nöfn.“
Steingrímur situr nú á milli
sjálfstæðiskonunnar Sigríðar
Önnu Þórðardóttur (D) og Kol-
brúnar Halldórsdóttur (V) og
kann vel við sig. Í fyrra sátu hann
og Ögmundur, félagi hans, Jóns-
son saman á fremsta bekk. „Ein-
hverjir andstæðinga okkar voru
óhressir með að hafa okkur þarna
við púltið og töldu það hafa áhrif á
stemninguna á þingfundum.“ Ög-
mundur hefur verið fluttur um set
en það væsir ekki um Steingrím
þar sem flokksystir þeirra fyllir
skarðið. „Það er ósköp notalegt að
sitja við hliðina á samherja. Þá
getur fólk stungið saman nefjum
og ráðið ráðum sínum.“
Ásta Möller (D) á sæti á milli
Samfylkingarkvennanna Sigríðar
Jóhannesdóttur og Jóhönnu Sig-
urðardóttur. Hún kann afskaplega
vel við sig í þessum félagsskap og
telur sig heppna að fá að vera á
aftasta bekk annað árið í röð.
„Sætin eru auðvitað misgóð, ekki
síst með tilliti til sjónarhorna
sjónvarpsmyndavéla og yfirsýnar
yfir salinn, sem er til dæmis mjög
góð þar sem ég sit.“ Ásta og Jó-
hanna eru ágætis vinkonur og hún
ber Sigríði einnig vel söguna.
„Svo er Ögmundur fyrir framan
mig. Við erum miklir vinir og vor-
um samherjar í kjarabaráttunni.
Þó við séum algerlega sitt á hvor-
um pólnum í pólitíkinni gengur
okkur mjög vel að vinna saman
persónulega.“
Því hefur oft verið haldið fram
að í stjórnmálum eignist menn oft
betri vini í röðum andstæðing-
anna heldur en í eigin flokki. Það
skal þó ósagt látið hvort það ráði
einhverju um hversu vel Vil-
hjálmi Egilssyni (D) líður á milli,
Rannveigar Guðmundsdóttur og
Kristjáns L. Möller, andstæðinga
sinna úr Samfylkingunni. „Þetta
eru ágætis vinir mínir og við höf-
um það fínt“, segir Vilhjálmur
sem hafði litlar áhyggjur af því
hvar hann myndi bera niður í
þingsalnum áður en drátturinn
fór fram.
thorarinn@frettabladid.is
PÉTUR OTTESEN
Sagan segir að hann hafi alltaf strunsað í
sitt gamla sæti og ekki farið eftir sæta-
drættinum. Enginn abbaðist upp á hann
fyrir það. Fleiri dæmi um þetta þekkjast
ekki en rétt er að hafa í huga að reglum
um sætaskipan var ekki fylgt út í hörgul á
árum áður.
Þverpólitísk
sætaskipan
Ólíkt skólabörnum fá alþingismenn ekki að
velja sér sessunauta þegar þeir koma úr sumar-
fríi. Örlögin ráða því hverjir sitja saman og
ætla má að oft sitji ósáttir þröngt saman enda
má ekki skiptast á sætum.
ÁSTA MÖLLER OG JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
Ásta segist mjög ánægð með sessunautinn. „Það fer vel á með okkur og við erum ljóm-
andi góðar vinkonur. Við höfum verið mikið saman í erlendu samstarfi og farið víða sam-
an. Jóhanna er sterk persóna og það er mjög gaman að hafa kynnst henni.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
LEIKHÚS
14.00 Jón Oddur og Jón Bjarni eru
sýndir á Stóra sviði Þjóðleikhúss-
ins.
14.00 Karíus og Baktus eru sýndir á
Litla sviði Þjóðleikhússins.
14.00 Benedikt Búálfur er sýndur í
Loftkastalanum. Laus sæti.
14.00 Heiðarsnældan er sýn í Mögu-
leikhúsinu.
14.00 Kardemommubærinn er sýndur
hjá Leikfélagi Hveragerðis.
14.00 Hunk! Ljóti andarunginn er
sýndur á stóra sviði Borgarleik-
hússins.
20.00 Veislan er sýnd á Smíðaverkstæði
Þjóðleikhússins.
20.00 Sölumaður deyr er sýndur á
Stóra sviði Borgarleikhússins.
20.00 And Björk of course er sýnt á
Nýja sviði Borgarleikhússins.
20.00 Sellófon er sýnt í Hafnarfjarðar-
leikhúsinu. Uppselt.
21.00 Beyglur með öllu sýna í Iðnó.
Uppselt.
21.00 Kvetch er sýnt hjá Leikhópnum Á
senunni í Vesturporti.
SÝNINGAR
Kakklamyndir hughrif úr íslenskri nátt-
úru nefnist sýning sem Bjarni Sigurðs-
son heldur í Gallerí Fold, Rauðarárstíg
14-16. Sýningin stendur til 4. nóvember.
Marisa Navarro Arason sýnir ljósmynd-
ir í Ljósfold, Gallerí Fold, Rauðarárstíg.
Sýninguna nefnir hún Quo Vadis? Sýn-
ingunni lýkur 4. nóvember.
Listmálarinn Steinn Sigurðsson sýnir á
Kaffi Sólon. Sýningin er opin á opnun-
artíma Sólon og stendur til 8. nóvember.
Jóhanna Ólafsdóttir og Spiros Misokil-
is sýna ljósmyndir sínar á Kaffi Mokka.
Sýningin heitir „Orbital Reflections“. Allir
eru velkomnir.
Sýning á verkum fjögurra eistneskra
listamanna stendur í Hafnarborg, menn-
ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Þeir
eru Jüri Ojaver, Paul Rodgers, Jaan
Toomik og Jaan Paavle.
SUNNUDAGURINN
27. OKTÓBER