Fréttablaðið - 26.10.2002, Síða 22

Fréttablaðið - 26.10.2002, Síða 22
22 26. október 2002 LAUGARDAGUR ÓKEYPIS Taize-kvöld í Háteigskirkju. Gamall munkasiður að kyrja lág- væran söng í félagi við aðra. Slaka á, kúpla yfir í hlutlausan og hvílast. Á rætur sínar að rekja til Taize í Frakklandi þar sem munk- ar hófu þennan sið til vegs og virðingar fyrir margt löngu. Þyk- ir koma í stað fyrir Prozak og önnur geðlyf. Miklu ódýrara. Reyndar ókeypis. Öll fimmtu- dagskvöld í Háteigskirkju klukk- an 20:00. Takið þá með sem ykkur þykir vænt um. Svo er í lagi að djöflast þess á milli - og greiða uppsett verð. Hefð fyrir borgaralegri óhlýðni Íslendinga Christine Ax hefur verið viðloðandi Ísland frá árinu 1988. Hún liggur nú yfir gögnum á Þjóðskjalasafninu og safnar heimildum fyrir dokt- orsritgerð sína um samband yfirstéttar og almúga á Íslandi á 18. öld. Þegar ég var búin með mennta-skólann heima í Danmörku vissi ég ekkert hvað ég átti að taka mér fyrir hendur. Mamma benti mér þá á auglýsingu í Berl- ingske Tidende frá konu á Íslandi sem óskaði eftir stúlku til að passa börn og sinna heimilisstörf- um og ég ákvað að slá til.“ Christina las svolítið í Egils- sögu áður en hún kom hingað og reyndi að læra einhverja íslensku en gekk frekar illa. Henni leist ekkert á blikuna þegar hún lenti á Keflavíkurflugvelli og því síður á það sem fyrir augu bar á leiðinni til Reykjavíkur. „Ég hugsaði með mér er þetta Ísland? Og leist ekk- ert á að eiga að vera hérna í heilt ár. Ég vissi auðvitað ekkert um landið þegar ég kom og sú fagra mynd af Íslandi sem dregin er upp erlendis er ekki beinlínis það sem blasir við manni þegar mað- ur lendir í Keflavík. Þegar ég var búin að vera hér í hálft ár gat ég hins vegar ekki hugsað mér að fara aftur heim.“ Hún fór þó engu að síður aftur til Danmerkur að ári liðnu og hóf nám í þjóðhátta- fræði og segist dvölina hér hafa haft áhrif á það val sitt. Hvað rannsóknarverkefni sitt varðar segir hún að það sé „að sjálfsögðu alltaf eitthvað sér- stakt við Ísland en þegar á heild- ina er litið er varla merkjanlegur munur á almúgafólki hér og í ná- grannalöndunum. Það er þó einna helst að yfirstéttin hafi verið frábrugðin sömu stétt í Danmörku. Íslensku embættis- mennirnir voru litlir herramenn og svolítið sveitó í samanburði við þá dönsku. Þetta á þó vita- skuld ekki við um þá alla og inn á milli voru sannir aristókratar þó kollegum þeirra í Danmörku hefði sjálfsagt ekki þótt mikið til þeirra koma, enda ekki með þetta í blóðinu.“ „Íslensk alþýða var frekar undirgefin, líkt og annars staðar í Evrópu, og passív í óánægju sinni. Það fer ekkert fyrir rót- tækni af sama tagi og í Bretlandi og Frakklandi á Norðurlöndunum en þegnarnir hér voru þó ekkert sérstaklega hlýðnir og hegðuðu sér ekki alltaf í samræmi við vilja yfirstéttarinnar, þannig að það má segja að það sé nokkuð löng hefð fyrir borgaralegri óhlýðni á Íslandi.“ thorarinn@frettabladid.is FÓLK Í FRÉTTUM Í NÝJU UMHVERFI Íslendingar munu mæta Banda-ríkjamönnum í landskeppni í hnefaleikum þann 16. nóvember. Síðasta keppni hér á landi var haldin fyrir tæpum 50 árum. Guð- jón Vilhelm er einn þeirra sem stendur að keppninni. „Við erum spenntir fyrir mót- inu og erum orðnir ýmsu vísari eftir Danmerkurferðina,“ segir Guðjón Vilhelm og vísar þar til gullverðlauna sem íslenskir hnefaleikakappar unnu til á al- þjóðlegu móti fyrr í mánuðinum. „Bandaríkjamenn eru að vísu miklu stærri hindrun því þeir eru fremstir í þessu sporti á heims- vísu og eru almennt taldir stærsta boxþjóð heims. Við eigum ekki eftir kenna þeim neitt en ætlum að sýna þeim að þetta verður ekki auðvelt fyrir þá. Við munum berj- ast með þessu alíslenska víkinga- hjarta og láta þá finna að það hef- ur enginn nema við.“ Guðjón Vilhelm hefur stundað hnefaleika frá árinu 1992. Hann hélt sýningu ásamt félaga sínum ári síðar og þá varð að vitlaust. „Það birtist baksíðu mynd af sýn- ingunni í DV og í kjölfarið vorum við kærðir. Síðan þá höfum við verið að berjast fyrir lögleiðingu hnefaleika. En þetta hefur alltaf verið draumurinn að geta séð hnefaleika á Íslandi. Þetta er einn af þessum stóru viðburðum sem maður hefur séð í móðu hingað til.“ Guðjón tók fyrsta stig þjálfara- réttinda frá ameríska boxsam- bandinu árið 2000 og það næsta ári eftir. Hann þjálfar nú hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness, í heimabænum Keflavík. Guðjón á tvö börn, Kamillu Birtu þriggja ára og dreng sem kom í heiminn þann 11. september síðast liðinn. „Kannski er þar kominn einn svona milliþunga- vigtamaður,“ segir Guðjón Vil- helm að lokum.  Fyrsta hnefaleikakeppnin sem haldin hefur verið á Íslandi í tæp 50 ár verður í Laugar- dalshöll í nóvember. Alþingi lögleiddi hnefaleika í fyrra. Guðjón Vilhelm er einn þeirra sem barðist fyrir lögleiðingunni. PERSÓNAN Berjumst með víkingahjartanu Breski pistlahöfundurinn og grínistinn Mark Steel sló heldur betur í gegn þegar hann kom fram í troðfullum Stúdentakjall- aranum í boði Múrsins. Steel gerði óspart grín að því hvernig hann hefði upplifað sig sem vinstriróttækling og hæddist óspart að breskum hægrimönn- um, Tony Blair og íslenskum að- dáendum Margrétar Thatcher. Eitthvað af því endurtekur hann væntanlega í Silfri Egils á morg- un enda var Egill Helgason á staðnum og fljótur að ganga frá því að fá kappann í viðtal. Í milli- tíðinni kemur Steel fram á árs- fundi Samtaka herstöðvaand- stæðinga þar sem hann ræðir al- þjóðamál, væntanlega af engu minna háði en bresk stjórnmál. JARÐARFARIR 14.00 Elías Tómasson, Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, verður jarð- sunginn frá Beiðabólstaðakirkju. 14.00 Erlendur Guðmundsson, Heið- mörk 62, Hveragerði, verður jarð- sunginn frá Skálholtskirkju. 14.00 Guðrún Jóhanna Magnúsdóttir, Austurvegi 34, Seyðisfirði, verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju. ANDLÁT Þórður Guðmundur Valdimarsson lést 24. október. Sigurjón Jónsson, Breiðuvík 53, Reykja- vík, lést 17. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sveinn Klemenzson, Tjarnarbakka, Bessastaðahreppi, lést 23. október. Hafsteinn Hansson lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 15. október. Útförin hefur far- ið fram í kyrrþey. Hugborg Benediktsdóttir, Lækjartúni, Ölfusi, lést 23 október. TÍMAMÓT CHRISTINA AX „Mér fannst ég verða að koma aftur og var hér í hálft ár 1992. Þá fór ég í Háskólann í sagnfræði og íslensku fyrir útlendinga. Þegar allar heimsóknir mínar hingað síðustu árin eru teknar saman hef ég dvalið hér í rúm tvö ár.“ Viðskipti Hallgríms Helgason-ar og Davíðs Oddssonar virð- ast ætla að draga dilk á eftir sér en skrif þess fyrrnefnda um bláu höndina virðast ekki falla Davíð og þeim sem næst honum standa vel í geð. Annað var hins vegar upp á teningnum fyrir ári síðan þegar Hallgrímur gaf út bók sína Höfundur Íslands, sem hann byg- gði leynt og ljóst á ferli Halldórs Laxness, hins eina sanna höfund- ar Íslands. Hannes Hólmsteinn taldi bókina tímamótaverk og lof- aði hana í hástert. Eftir að Hall- grímur styggði Davíð vilja bók- menntafróðir ekki útiloka að við- fangsefni hans í bókinni hafi stig- ið honum til höfuðs og hann vilji komast á spjöld Íslandssögunnar sem listamaðurinn sem þorði að bjóða ofurvaldi einvaldsins yfir Íslandi birginn. Ekki ósvipað þeirri stöðu sem Laxness var sjálfur í þegar hann stóð í enda- lausu stappi við Jónas frá Hriflu sem réði lögum og lofum í land- inu á fyrri hluta síðustu aldar. Og enn af viðskiptum lista-manna og Davíðs. Baggalút- ur.is, sem nýverið var valinn besti íslenski afþreyingarvefur- inn, þykist hafa komist yfir minn- isblað forsætisráðherra með palladómum um listamenn. Þó ritstjórn vefjarins taki sig hátíð- lega er þó rétt að taka honum með fyrirvara en þar kemur fram að Baltasar Kormákur sé „skuggalegur“ og því sé réttast að „tala við hann“, Bergþór Páls- son sé alltaf „grunsamlega glað- ur“ og því sé rétt að láta „ein- hvern annan tala við hann.“ Við nafn Bjarkar stendur einfaldlega „neitar að tala við mig, sama þó ég svelti mömmu hennar í hel“. Erp Eyvindarson á að taka úr umferð þar sem „það er ekki hægt að tala við hann“. Friðrik Þór er líka hættulegur en „bless- unarlega óskiljanlegur“. Vigdís Grímsdóttir er „örugglega norn“ og því best að „brenna hana bara eða eitthvað.“ MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að Lalli Jones er ekki bróðir Indiana Jones. Leiðrétting Halldór var að gefa út fyrstatölublað bæjarmála í Hafnar- firði. Hann setti sér þá stefnu að ná athygli með fyrsta blaðinu og setti því fyrirsögn á forsíðu þar sem stóð. „Helmingur bæjarfull- trúa eru glæpamenn.“ Yfirstjórn bæjarins var ekki ánægð með uppátæki Halldórs og báðu hann um að leiðrétta málið hið snarasta. Halldór varð við beiðninni og í næsta tölublaði var forsíðufyrirsögnin. „Helmingur bæjarfulltrúa eru ekki glæpa- menn.“ Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað • Þínar tölur eru alltaf í pottinum • Frír útdráttur fjórum sinnum á ári – gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker • Þú styrkir gott málefni GUÐJÓN VILHELM Er einn þeirra sem hefur barist fyrir lög- leiðingu hnefaleika. Hann hefur þjálfara- réttindi frá Bandaríkjunum og telur að um 300 manns á landsvísu stundi nú íþróttina. Um 110 milljarða króna. Gunnar I. Birgisson er formað- ur og Steingrímur Ari Arason er framkvæmdastjóri. Eitt pund. 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FÓLK Í FRÉTTUM Stjórnmálamenn reyna nú hvaðþeir geta að hafa hendur í hári kjósenda vegna prófkjöra sem eru á næsta leyti. Einhverjir kynnu að segja að Ásta Ragnheið- ur Jóhannesdóttir hafi tekið bók- staflegar en aðrir þegar hún valdi sér stað undir prófkjörs- skrifstofu. Skrifstofan er til húsa í Pósthússtræti þar sem áður var hárgreiðslustofa. Hún er þó ekki ein til að setja upp skrifstofu í Pósthússtræti. Þar opnaði Ágúst Ólafur Ágústsson prófkjörsskrif- stofu í gær.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.