Fréttablaðið - 01.11.2002, Page 4
4 1. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR
INNELNT
LÖGREGLUFRÉTTIR
JERÚSALEM, AP Ariel Sharon, forsæt-
isráðherra Ísraels, ætlar ekki að
boða til kosninga þrátt fyrir að
Verkamannaflokkurinn hafi slitið
stjórnarsamstarfi við Likud á mið-
vikudaginn. Þess í stað ætlar Shar-
on að reyna að mynda nýja stjórn
með litlu flokkunum lengst til
hægri á Ísraelsþingi.
„Nú fær Sharon að komast að
því hvernig helvíti samsteypu-
stjórna lítur út, með öllum þeim
kröfum, fjárkúgunum og hótunum
sem fylgja þeim,“ sagði dálkahöf-
undur í ísraelska dagblaðinu Yediot
Ahronot.
Án Verkamannaflokksins hefur
Sharon einungis stuðning 55 þing-
manna af 120. Til þess að ná meiri-
hluta á þinginu þarf Sharon því að
reiða sig á stuðning flokka þjóðern-
issinna og strangtrúargyðinga.
Þetta eru flokkar, sem eru alger-
lega á móti öllum samningaviðræð-
um við Palestínumenn og vilja inn-
lima herteknu svæðin á Vestur-
bakkanum og Gazaströnd.
Stjórnin féll vegna þess að
Verkamannaflokkurinn studdi ekki
fjárlagafrumvarp Sharons, þar sem
gert var ráð fyrir verulegri hækk-
un fjárframlaga til ólöglegra land-
nemabyggða á herteknu svæðun-
um. Fjárlagafrumvarpið var engu
að síður samþykkt með stuðningi
annarra flokka.
Sharon reynir að mynda nýja stjórn:
„Fær að
kynnast helvíti“
ARIEL SHARON Á ÞINGI
Forsætisráðherra Ísraels þarf nú að reiða
sig á stuðning hægri flokkanna.
Kanadabúar fæddir í
Mið-Austurlöndum:
Hvattir til að
ferðast ekki
til Banda-
ríkjanna
STRÍÐ GEGN HRYÐJUVERKUM Yfirvöld
í Kanada hafa hvatt borgara sína
til að hugsa sig tvisvar um áður
en þeir ákveði að ferðast til
Bandaríkjanna. Vegna hertrar ör-
yggisgæslu við bandarísku landa-
mærin eru allir þeir Kanadabúar
sem fæddir eru í Mið-Austurlönd-
um ljósmyndaðir auk þess sem
tekin eru af þeim fingraför áður
en þeim er hleypt inn í landið.
Skiptir þá engu máli hvort þeir
eru orðnir kanadískir ríkisborg-
arar.
Á kanadíska þinginu í fyrradag
sökuðu þingmenn bandarísk yfir-
völd um að leggja kanadíska
araba í einelti. Einn þingmaður,
sem fæddur er í Sýrlandi, sagði
að reglur Bandaríkjamanna
gerðu hann að annars flokks
Kanadabúa.
Samkvæmt nýju landamæra-
reglunum, sem teknar voru í gildi
í kjölfar hryðjuverkaárásanna á
Bandaríkin, eru allir þeir sem
fæddir eru í Íran, Írak, Líbýu,
Súdan eða Sýrlandi undir smásjá
bandarískra landamæravarða.
BÍLVELTA Í KÓPAVOGI Bílvelta
varð á Fífuhvammsvegi í gær-
morgun. Lögregla segir að mikil
hálka hafi verið. Ökumaður var
fluttur á slysadeild en reyndist
meiðsl hans lítilsháttar. Bíllinn er
mikið skemmdur.
SAGAÐI Í HÖNDINA Á SÉR Maður
slasaðist talsvert þegar honum
varð á að saga í höndina á sér.
Slysið varð við nýbyggingu við
Fellakot á Vatnsendahæð í gær-
morgun.
ÁRSFUNDUR „Húsnæðismál hjá
stórum hópum í samfélaginu eru í
sjálfheldu. Ákvörðun um að draga
verulega úr niðurgreiðslu vaxta í
félaglega kerfinu bitnar á þeim
sem síst skyldi. Þeim breytingum
sem gerðar hafa verið á síðustu
árum hefur ekki fylgt nauðsynleg
fjölgun félagslegra leiguíbúða og
það sem skiptir ekki minna máli,
að gera lágtekjufólki kleyft að
búa í slíku húsnæði,“ sagði Grétar
Þorsteinsson forseti Alþýðusam-
bands Íslands við setningu annars
ársfundar ASÍ í gær.
Grétar gerði húsaleigu að um-
talsefni og duldist engum að hann
beindi orðum sínum til borgaryf-
irvalda, sem nýlega samþykktu að
hækka leigu á félagslegum íbúð-
um um 12%.
„Ef menn vilja af alvöru takast
á við þetta vandamál, þá verður
leigan að vera viðráðanleg fyrir
þetta fólk. Húsaleigubætur duga
þar ekki til, nema þær verði
hækkaðar verulega,“ sagði Grétar
Þorsteinsson.
Forseti ASÍ:
Húsnæðismál hjá stór-
um hópum í sjálfheldu
GRÉTAR ÞORSTEINSSON
Sagði húsnæðismál í ólestri og leigu í fé-
lagslega kerfinu óviðráðanlega fyrir lág-
tekjufólk.
LÖGREGLAN
Nýtt ákvæði í hegningarlögunum veitir vit-
num aukna vernd.
Ofbeldi tengt fíkniefna-
viðskiptum:
Lögregla
hvetur fólk
til að kæra
FÍKNIEFNI Lögreglan hvetur fólk til
að kæra sæti það ofbeldi. Þetta á
ekki síst við um mál sem tengjast
fíkninefnanotkun.
Rætt hefur verið um líkamlegt
ofbeldi og hótanir um ofbeldi.
Lögreglan hefur fylgst með um-
ræðunni og ítrekar að þeir ein-
staklingar sem verði fyrir árásum
og hótunum leiti til lögreglu og
leggi fram kæru.
Árið 2000 var nýtt ákvæði sett
inn í hegningarlögin sem m.a. sé
ætlað að veita vitnum aukna
vernd. Heimild er fyrir því að
dæma einstaklinga í allt að sex
mánaða fangelsi eða sekt beiti
þeir annan mann eða nánum
vandamanni hans líkamlegu of-
beldi eða hótar ofbeldi vegna
skýrslugjafar hjá lögreglu eða
fyrir dómi.
HEPPUSKÓLI
Of lítið sund.
Sundkennsla á Höfn:
Kynskipti
brýn
SUNDKENNSLA Nemendur í áttunda
bekk í Heppuskóla á Höfn í
Hornafirði fá ekki þá sund-
kennslu sem þeim ber samkvæmt
reglugerð um sundnám í grunn-
skólum. Þetta kom fram á fundi
hjá skólanefnd Hornafjarðar sem
haldin var á dögunum. Í máli
skólastjóra Heppuskóla á fundin-
um kom fram að skólinn fengi ein-
faldlega ekki nægan tíma í sund-
lauginni á Höfn. Margir skólar
nýta sundlaugina fyrir nemendur
sína og er laugin fyrir bragðið of-
setin. Á fundi skólanefndar var
einnig rætt um mikilvægi þess að
kynskipta í sundtímum grunn-
skólabarnanna en það er með öllu
ógerlegt miðað við núverandi að-
stæður. Skólanefndin hyggst leita
lausnar á málinu.
FLÓTTAMAÐUR Hungurverkfall
Rúmenans Pál Sándor hefur nú
staðið yfir í þrjátíu og einn dag.
Læknisskoðun í fyrradag leiddi í
ljós að hann væri kominn með
hættuleg einkenni
og vilja læknar að
hann verði lagður
inn á sjúkrahús.
Þórir Guðmunds-
son, hjá Rauða
krossi Íslands, seg-
ist hafa verulegar
áhyggjur af líðan
hans. Sándor neiti
að láta leggja sig inn og vilji ekki
þiggja læknisaðstoð. Umræður
eru hafnar við dómsmálaráðu-
neytið um hvað gera skuli neiti
Sándor að nærast. Einn möguleiki
er að neyða hann til sjúkra-
hússvistar.
Pál Sándor kom til Íslands 23.
ágúst og leitaði hælis sem flótta-
maður. Fréttablaðið hitti Sándor í
fyrradag og var mjög dregið af
honum. Hreyfingar voru hægar
og hann var fölur. Sándor er 36
ára en lítur út fyrir að vera mun
eldri. Í máli hans kom fram að
hann er tilbúinn að deyja. Hann
segir Ísland vera síðasta við-
komustaðinn sinn. „Tólf ár sem
landflóttamaður er hverjum
manni nóg.“ Hann segist ekki geta
sofið og sé bæði þunglyndur og
áhyggjufullur.
Útlendingaeftirlitið segir að
tekin verði skýrsla af Sándor í
dag. Að sögn Georgs Lárussonar
forstjóra Útlendingaeftirlitsins
verður tekin ákvörðun hvort mál-
ið teljist hæft til úrskurðar eða
hvort þörf sé á frekari upplýs-
ingaöflun og rannsókn. Georg
segir hungurverkfall Sándor
ótímabært þar sem engin niður-
staða sé fyrirliggjandi.
Þegar Sándor kom hingað hafði
hann ekki meðferðis vegabréf.
Hann segir rúmensk yfirvöld hafa
tekið þau af sér á sínum tíma til að
koma í veg fyrir að hann færi frá
landi. Ný lög kveði á um að hver
sem fari úr landi ólöglega eigi yfir
höfði sér fangelsisvist. Hann seg-
ist ekki geta farið til baka. „Ég hef
upplifað hvernig er að láta koma
fram við mig sem manneskju. Ég
er að deyja en mér er orðið sama.
Ég er búinn að gefast upp,“ segir
Sándor.
kolbrun@frettabladid.is
Ég er að deyja
en mér er sama
Rúmeninn Pál Sándor hefur verið í hungurverkfalli í þrjátíu og einn dag.
Læknisskoðun hefur leitt í ljós að hann er komin með hættuleg einkenni.
Sándor neitar að leggjast inn á sjúkrahús og segist tilbúinn að deyja.
PÁL SÁNDOR
Sándor segist hafa orðið fyrir miklum ofsóknum í heimalandi sínu. Þá hafi hann þurft að
sæta pyndingum eftir að hafa reynt að flýja land. Tólf sinnum reyndi hann að flýja en mis-
tókst. Hann segist alsettur örum eftir barsmíðar. Árið 1990 fór hann fyrir fullt og allt og
skildi við sig eiginkonu og tvö börn.
Georg segir
hungurverkfall
Sándor ótíma-
bært þar sem
engin niður-
staða sé fyrir-
liggjandi.
BENSÍN LÆKKAR Olíufélagið hef-
ur ákveðið að lækka lítrann af
bensíni í dag um 50 aura, en verð
á öðrum olítegundum breytist
ekki. Í ljósi þróunar á heimsmark-
aðsverði sl. daga eru væntingar
um lækkun á heimsmarkaðsverði
á gas- og svartolíu og þess vegna
hefur Olíufélagið ákveðið að brey-
ta ekki verði á þeim tegundum, þó
ástæða væri til, segir í fréttatil-
kynningu.
RJÚPNAVEIÐI ÓHEIMIL? Nokkur
óvissa virðist ríkja um það hvort
rjúpnaveiði eða önnur skotveiði
er heimil á jörðum í eigu Ísa-
fjarðarbæjar. Bærinn hefur ekki
auglýst bann við skotveiðum á
þessum jörðum en hefur heldur
ekki lagt þær til afrétta. bb.is
KJÖRKASSINN
Farðu inn á frett.is og segðu
þína skoðun
frétt.is
Hefurðu áhyggjur af því að stétt
heimilislækna þurrkist út?
Spurning dagsins í dag:
Á að herða eftirlit með
fasteignasölum?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
66%
34%Já
ENGAR
ÁHYGGJUR
Næstum 70%
gesta á frett.is
hafa engar
áhyggjur af því að
stétt heimilis-
lækna þurrkist út.
Nei
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T