Fréttablaðið - 04.11.2002, Side 16
16 4. nóvember 2002 MÁNUDAGUR
BÆKUR
MENNINGARNEYSLA Hádegisuppá-
komum hvers konar hefur fjölg-
að í Reykjavík á síðustu árum og
gjarnan er fullt út úr dyrum á
þeim. Fyrirlestrar í hádeginu
eru vel sóttir, svo og hádegis-
leikhús og tónleikar. Í Iðnó er nú
boðið upp á Kaffibrúsakarlana í
hádeginu á fimmtudögum og
föstudögum, Íslenska óperan
býður upp á óperutónleika ann-
an hvern þriðjudag og í Tón-
skóla Sigursveins safnast fólk
saman til að syngja keðju-
söngva, svo eitthvað sé nefnt.
Anton Helgi Jónsson, skáld,
var einn þeirra sem Fréttablaðið
náði tali af á hádegistónleikum
Íslensku óperunnar. „Þetta hent-
ar bara svo vel í hádeginu,“ seg-
ir Anton. „Tónleikarnir verða
öðruvísi, svona eins og litlir
kammertónleikar. Fólk vill létt-
an hádegismat og létta menning-
arviðburði með til að hlaða sig
fyrir daginn.“
Valdimar Ólafsson endur-
skoðandi, taldi ástæður vinsæld-
anna margar. „Borgin hefur nú
til dæmis stækkað svo mikið að
það er orðin heilmikil fyrirhöfn
fyrir fólk að koma sér milli
staða. Svo er það fyrir marga
bara töluvert þrekvirki að drífa
sig á konsert á kvöldin eftir
langan vinnudag.“ Ragnheiður
E. Bjarnadóttir guðfræðingur
benti á að svona tónleikar væru
nú ekki alveg nýir af nálinni, há-
skólatónleikar hafi verið haldnir
í hádeginu við góða aðsókn í
mörg ár. „En þetta er ein leið, og
mjög góð, til að njóta menning-
ar,“ segir Ragnheiður.
Það sem kom Gísla Rúnari
Jónssyni kaffibrúsakarli mest á
óvart var hversu auðvelt borgar-
búar eiga með að ramma inn
svona uppákomu á einum klukku-
tíma. „Sýningin í Iðnó hefst á
mínútunni tuttugu mínútur yfir
tólf og Íslendingar hafa komið
mér á óvart hvað varðar stund-
vísi. En fyrir okkur var það
markmiðið að koma fólki til að
hlæja í hádeginu, eitthvað sem
við héldum að væri ekki vinnandi
vegur, en það er nú eitthvað ann-
að,“ segir Gísli.
Þeim sem standa að hádegis-
uppákomum ber
saman um að þetta
form henti nútíma-
manninum sérlega
vel. Bjarni Daníels-
son óperustjóri
bendir á að barna-
fólk eigi oft erfitt
með að sækja kvöld-
samkomur, það
kosti barnagæslu og
fyrirhöfn. Þá séu
menningarviðburð-
ir í hádeginu ódýrir
og fólk nærist á sál
og líkama og sé mun
hæfara til að takast
á við verkefni dags-
ins að þeim loknum.
edda@frettabladid.is
Hádegisuppákomur
aldrei vinsælli
Menningarviðburðir í hádeginu mælast vel fyrir hjá Reykvíkingum.
Þeir flykkjast á tónleika, leikrit og fyrirlestra og koma endurnærðir til
verka sinna á eftir.
IÐNÓ
Fólk streymir á menningarviðburði í hádeginu.
ANTON JÓNSSON
Stundaði hádegisviðburði þegar
hann bjó í Stokkhólmi. Gott til að
hlaða sig orku fyrir daginn.
VALDIMAR ÓLAFSSON
Oft þrekvirki fyrir fólk að koma
sér af stað eftir langan vinnudag.
RAGNHEIÐUR E.
BJARNADÓTTIR
Frábær leið fyrir nútímafólk til að
njóta menningar.
!"#
$!%&!&
'()#"*&
&+!&,#$
-!&#%
- !"#
!
!
" #" "$
./.
012
.
.33
012
43
.3
012
5
#!$% &
%& " '( 012
46
)*+,*012
4/3
-"./ *012
)0*012
) *012
/57
) *012
353
)1
*012
7/4
' ()*+
,-
(
)
*+
,
-
LEIKRIT Leikritið Skugginn eftir Jó-
hann Sigurjónsson hefur verið gef-
ið út í ritröðinni Safn til sögu ís-
lenskrar leiklistar og leikbók-
mennta. Verkið var samið á dönsku
að öllum líkindum síðla hausts
1902 og á því aldarafmæli um
þessar mundir. Það hefur þó aldrei
fyrr verið þýtt eða gefið út, heldur
legið í handriti, fáum kunnugt
nema fræðimönnum, í handrita-
deild Landsbókasafnsins.
Jón Viðar Jónsson, sem ritstýr-
ir ritröðinni, þýddi leikinn og ritar
ítarlegan inngang. „Þetta verk hef-
ur verið lítið kynnt hingað til,“ seg-
ir Jón, „en það voru þó leiklesnir
úr því nokkrir kaflar fyrir tveimur
árum í Þjóðleikhússkjallaranum.
Það gerði sig mjög vel á sviðinu og
sagan og framsetningin virtist ná
vel til áhorfenda. Þó að Skugginn
sé langt frá því að vera fullkomið
verk, og beri vitni um veruleg Ib-
sen-áhrif, er það að ýmsu leyti
merkur áfangi á þroskaferli Jó-
hanns og þar bregður fyrir minn-
um sem hann átti eftir að vinna úr
í bestu verkum sínum, Fjalla-Ey-
vindi og Galdra-Lofti.“
Í ritinu er einnig birt ný þýðing
Jóns á öðru æskuverki Jóhanns,
Rung lækni, sem kom út á dönsku
árið 1905. Þó að það verk hafi ekki
átt brautargengi að fagna á leik-
sviði vakti það athygli danskra
bókmennta- og leikhúsmanna á
hinu unga íslenska skáldi og varð
þannig til að greiða braut þess inn
í heim danskra bókmennta og
leiklistar.
Jóhann Sigurjónsson:
Aldargamalt
æskuverk á bók
Mál og menning endurútgefurGaldur eftir Vilborgu Davíðs-
dóttur í nóvember. Vilborg fléttar
saman magnaða
ástarsögu og
hatrömm átök á
15. öld þar sem
persónurnar
takast á um völd
og virðingu,
knúnar áfram af
blindum metn-
aði, ást og af-
brýði. Foreldrar
Ragnfríðar og
Þorkels ákveða hjónaband þeirra í
fyllingu tímans, en Ragnfríður
verður barnshafandi eftir enskan
skipbrotsmann og eftir það heldur
Þorkell utan til náms í Svartaskóla
í París.
15.00 Búferlaflutningar og félags-
mynstur í Los Angeles og
Bandaríkjunum nefnist fyrirlestur
prófessors sem Curtis C. Rosem-
an heldur í Odda mánudaginn.
Fyrirlesturinn er á vegum Borgar-
fræðaseturs og Jarð- og land-
fræðiskorar Háskóla Íslands og
verður á fluttur ensku.
17.00 Málstofa verður haldin í hátíðarsal
Háskóla Íslands. Þar verður staða
Reykjavíkur og landsbyggðar í
nýju alþjóðlegu umhverfi rædd.
20.00 Aglow Reykjavík, kristileg samtök
kvenna, halda sinn mánaðarlega
fund í Templarasalnum að Stang-
arhyl 4 í Reykjavík.
20.00 Félag kvikmyndagerðarmanna
heldur kosningafund vegna
Edduverðlaunanna. Fundurinn
verður haldinn á Sólon og þar
verða tilnefningar til verðlaun-
anna til umræðu og framleiðend-
ur tilnefndra verka sýna úr mynd-
um og þáttum og kynna verk sín.
20.30 Heima-
eyjarkonur
funda í Ársal
Hótel Sögu.
Gestur fund-
arins verður
Steinunn Jó-
hannesdóttir
rithöfundur
sem segir frá
Guðríði Sím-
onardóttur
(Tyrkja-
Guddu).
UPPÁKOMUR
14.00 Í tilefni af 90 ára afmæli skáta-
starfs á Íslandi efna skátar til af-
mælisveislu í og við Laugardals-
höll. Veislan stendur til kl. 17.00
en þá tekur við kvöldvaka fyrir
yngri kynslóðina og fjölskyldufólk
sem stendur í klukkutíma.
21.00 Kvöldvaka fyrir dróttskáta og eldri
skáta í Laugardalshöll. Tilefnið er
90 ára afmæli skátastarfs á Ís-
landi.
TÓNLEIKAR
20.00 Í Iðnó verður dagskrá sem ber yf-
irskriftina Ljóð og djass. Lesið
verður úr nýjum ljóðabókum og
djassútgáfa Óma kynnt. Meðal
þeirra sem koma fram eru Þor-
steinn frá Hamri, Ingibjörg Har-
aldsdóttir, Ísak Harðarson, Einar
Már Guðmundsson og Sigtryggur
Magnason. Að auki leikur Tríó
Björns Thoroddsen og Tómas R.
Einarsson og félagar.
JÓN VIÐAR
JÓNSSON
Þetta er annað
ritið í ritröðinni
sem Jón hleypti
af stokkunum
fyrir fjórum
árum.
FUNDIR
Austurhrauni 3, Garðabæ, s. 552866
Jólavörurnar komnar
Einstakt verð
Takmarkað magn
Pöntunarlistarnir
á 1/2 virði