Fréttablaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 18
FUNDIR 12.00 Hanna Björg Sigurjónsdóttir flyt- ur erindið Sjónarhorn og reynsla stuðningsaðila seinfærra/þroska- heftra foreldra í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er öllum opinn. 15.00 Samtökin ‘78 og Mannréttinda- skrifstofa Íslands bjóða til mál- þings um atvinnumál í Norræna húsinu og nefnist það Samkyn- hneigðir á vinnumarkaði. Frum- mælendur eru Rannveig Trausta- dóttir, Atli Gíslason, Páll Hreins- son, Bergþóra Ingólfsdóttir, Árelía E. Guðmundsdóttir og Halldór Guðmundsson. Fundarstjóri er Ragnar Aðalsteinsson. 16.15 Meistaraprófsfyrirlestur í verk- fræðideild Háskóla Íslands. Margrét Dóra Ragnarsdóttir heldur fyrirlestur um meistara- verkefni sitt við tölvunarfræðiskor um notkun tungutækni til að styðja samskipti í flugumferðar- stjórn. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 158 í VR-II, Hjarðarhaga 2-6 og er opinn öllum meðan hús- rúm leyfir. 16.15 Í tilefni af Evrópuári fatlaðra held- ur Margrét Margeirsdóttir, fé- lagsráðgjafi og fyrrverandi deildar- stjóri málefna fatlaðra í félags- málaráðuneytinu, opinberan fyrir- lestur sem ber heitið Fötlun og samfélag: Þróun í málefnum fatl- aðra hér á landi. Fyrirlesturinn verður í hátíðarsal Háskóla Ís- lands, aðalbyggingu. 20.00 Þorrahús Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður að Háaleitis- braut 68. Stefán Jón Hafstein, rit- stjóri Veiðimannsins, spjallar um framtíð blaðsins. Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur og veiðikona, heldur tölu um minni veiðmanna og Samúel Örn Er- lingsson, íþróttafréttamaður og veiðimaður, talar fyrir minni veiði- kvenna. Fræðslunefnd SVFR kynn- ir vetrarstarfið, Fluguveiðiskólann og fleira. FRUMSÝNINGAR 20.00 Nemendaleikhúsið frumsýnir leikritið Tattú eftir Sigurð Pálsson. 20.00 Leikfélag Akureyrar frumsýnir Leyndarmál rósanna eftir Manu- el Puig í leikstjórn Halldórs E. Lax- ness. LEIKHÚS 20.00 Söngleikurinn Með fullri reisn eftir Terrence McNally og Davit Yazbek á Stóra sviði Þjóðleik- hússins. 20.00 Söngleikurinn Sól og Máni eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson á Stóra sviði Borgarleikhússins. 20.00 Jón og Hólmfríður eftir Gabor Rassov á Nýja sviði Borgarleik- hússins. 20.00 Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare í þýðingu Hallgríms Helgasonar á Litla sviði Borgar- leikhússins. 21.00 Beyglur með öllu í Iðnó. 21.00 Einleikurinn Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur í NASA við Austur- völl. SKEMMTANIR 23.00 Á Cafe Romance skemmta Har- old Burr og Kjartan Valdimars- son gestum. 23.59 Örkuml og 5ta herdeildin rokka á Grandrokk í kvöld. “Valíum“, þeir óborganlegu Hjörtur og Halli, skemmta gestum í Ara í Ögri. SSSÓL leikur á Players í Kópavogi Mannakorn spilar gömul og ný lög á Kringlukránni. SÝNINGAR Heimildir nefnist sýning Hafdísar Helgadóttur í Þjóðarbókhlöðunni. Sýn- ingin er á vegum Kvennasögusafns. Á fjórðu hæð er spjaldskrá með sjálfs- myndum listamannsins frá 1963-1998, en í sýningarkassa á 2. hæð eru blöð með myndum af sömu verkum. Smákorn 2003 nefnist sýning á smá- verkum 36 listamanna í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16. Þetta er í þriðja skipti sem Gallerí Fold efnir til smáverkasýningar. Eina reglan um gerð verka er að innanmál ramma sé ekki meira en 24x30 sentimetrar. María Kristín Steinsson sýnir olíumál- verk í Café Cozy, Austurstræti. Sýningin er opin á opnunartíma Café Cozy. Margrét Oddný Leópoldsdóttir sýnir „Storesarnir eru að hverfa“ í gluggum sínum í Heima er best, Vatnsstíg 9. Sýn- ingin stendur til 26. febrúar. Í Nýlistasafninu, sýna þau Finnur Arn- ar Arnarsson, Hlynur Hallsson og Jessica Jackson Hutchins verk sín. Nú stendur yfir samsýning 7 málara í Húsi málaranna, Eiðistorgi. Allir þessir málarar eru löngu þjóðkunnir fyrir verk sín og einkennir fjölbreytni sýninguna. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru: Bragi Ásgeirsson, Einar Hákonarson, Ein- ar Þorláksson, Guðmundur Ármann, Kjartan Guðjónsson, Jóhanna Bogadóttir og Óli G. Jóhannsson. Sýningin stendur til 2. mars. Jón Sæmundur er með myndbandsinn- setningu í rýminu undir stiganum í gall- eríinu i8 við Klapparstíg. Sýningin er opin fimmtudaga og föstudaga kl. 11- 18, laugardaga kl. 13-17 og eftir sam- komulagi. 18 31. janúar 2003 FÖSTUDAGUR FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR hvað? hvar? hvenær? Sendu SMS skeytið „BT“ á 1415 (Tal) - 1848 (Síminn) Gluggi>nýtt>BT (BTGSM, Rautt, Íslandssími) SMS-ið KOSTAR KR. 99,- TÍUNDI HVER VINNUR! Föst 31/1 kl. 21, AUKASÝNING, UPPSELT Lau 1/2 kl. 21, UPPSELT Fös 7/2 kl. 21, UPPSELT Lau 8/2 kl. 21, UPPSELT Fim 13/2 kl. 21, UPPSELT Föst 14/2 kl. 21, AUKASÝNING, nokkur sæti Lau 15/2 kl. 21, UPPSELT Fim 20/2 kl. 21, UPPSELT Föst 21/2 kl. 21, UPPSELT Lau 22/2 kl. 21, laus sæti Föst 28/2 kl. 21, laus sæti Sýning í Þjóðarbókhlöðu: Heimildargildi sjálfsmynda kannað MYNDLIST Sjálfsmyndir geta verið með forvitnilegri viðfangsefnum myndlistarmanna. Þær geta verið merkar heimildir, bæði um mynd- listarmanninn sjálfan og um sam- tíma hans. „Heimildir“ er einmitt yfir- skriftin á sýningu Hafdísar Helgadóttur í Þjóðarbókhlöðunni. Þar sýnir hún 31 sjálfsmynd sem hún hefur gert um ævina. „Sú elsta er frá árinu 1963. Þá var ég fjórtán ára. En yngsta myndin er frá 1998,“ segir Hafdís. „Þetta eru alls konar myndir. Þetta eru bæði málverk og teikn- ingar, ýmist litlar myndir eða stórar og sumar gerðar með blandaðri tækni.“ Hún segist aldrei hafa stundað það meðvitað að gera sjálfsmynd- ir frekar en önnur verk. „Þetta var nú frekar tilviljana- kennt hjá mér. Ég spáði aldrei neitt í það að safna sjálfsmynd- um.“ Fyrir tveimur árum gerði Hafdís sér hins vegar ljóst að hún var komin með dágott safn í hend- urnar. „Þegar mér bauðst svo að sýna í Þjóðarbókhlöðunni datt mér í hug að tengja sýninguna ákveðn- um vangaveltum um hlutverk bókasafna og fræða. Hugmyndin er kannski sú að það geti verið meira kjöt á beinum myndlistar heldur en bara skrautið. Þetta gæti hugsanlega verið rannsókn- arefni líka. Þessi verk segja ýmis- legt, ekki bara um mig heldur líka um samtímann.“ Sýning Hafdísar er í tveimur hlutum. Frumgerðir sjálfsmynd- anna má sjá á fjórðu hæð í Þjóðar- bókhlöðunni, þar sem er skrif- stofa Kvennasögusafns Íslands. „Þar á skrifstofunni eru sjálfs- myndirnar geymdar í spjaldskrá. En svo tók ég afrit af öllum mynd- unum og sýni þau í sýningarkassa niðri í anddyrinu á 2. hæð.“ ■ HAFDÍS HELGADÓTTIR „Sumar sjálfsmyndanna næ ég engu sambandi við lengur, finnst þær jafnvel hálf hlægilegar.“ Mannakorn á Kringlukránni: Sígildar dægurperlur TÓNLIST Hljómsveitin Manna- korn lifnar við á Kringlukránni í kvöld og annað kvöld. Þeir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson ætla að spila hinar alþekktu perlur sínar og hafa fengið tvo unga tónlistarmenn til liðs við sig að þessu sinni. „Þetta er meira svona tón- leikaprógram frekar en dans- skemmtun. Við spilum þessi gömlu Mannakornslög og svo líka þetta nýjasta sem ég hef verið að gera með Kristjáni,“ segir Magnús. „Það kemur þarna þetta Alzheimerfólk sem kann þessi lög öll. Það biður okkur alltaf um ákveðin lög líka. Annars er ég undrandi á því hvað það kemur alltaf mikið af ungu fólki líka, sem kann þessi lög okkar.“ ■ MANNAKORN Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson eru gamlir í hettunni og kunna sitt fag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.