Fréttablaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 32
Forseti Alþingis hefur vakið verð-skuldaða athygli fyrir þá stjórn- visku að vilja koma í veg fyrir að Guðmundur Árni Stefánsson komi almenningi úr jafnvægi með því að láta Ríkisendurskoðun hnýsast í starfslokasamninga hálfgleymdra ríkisforstjóra. Alvörustjórnmála- skörungar skilja að höfuðskylda stjórnmálamanna er að forða al- menningi frá óþægilegum upplýs- ingum. Þeir vita að almenningur er of upptekinn í lífsbaráttunni til að það sé forsvaranlegt að trufla hann með einhverri upplýsingasíbylju um kaup og kjör forstjóra sem hvort sem er lifa og hrærast á Sagaklass lífsins langt fyrir utan og ofan fá- tæklegan og lítt spennandi reynslu- heim almennings. STJÓRNMÁLAMENN eiga að forðast að rugla almenning í ríminu með sífelldum upplýsingum um hin og þessi mál, nema þá í hæsta lagi að skýra lauslega frá lokaniðurstöð- um eftir að málin hafa örugglega verið til lykta leidd. Til marks um hversu vanþroska almenningur er og vanhæfur til að takast á við upp- lýsingar má nefna hversu erfiðlega gengur að koma fólki í skilning um að það sé fullkominn óþarfi að þvarga um pólitík nema í hæsta lagi allrasíðustu vikurnar fyrir kosning- ar á fjögurra ára fresti. Í DAGLEGA LÍFINU er ekki verið að trufla fólk með upplýsingum sem koma því ekki við. Ekki ganga flug- freyjur um á öðru farrými og dreifa matseðlum svo að apexfólkið geti lesið hvað farþegarnir á Sagaklass eru að leggja sér til munns. Slíkar upplýsingar mundu aðeins valda ókyrrð meðal apexfólksins og auka hættuna á því að flugdólgar sem eru búnir að drekka 20 míníatúra á fast- andi maga geri uppsteyt og spræni yfir matarbakkana. STJÓRNMÁLAMENN sem vilja standa undir nafni verða að rækja þá skyldu sína að vernda almenning fyrir óþörfum upplýsingum sem valda fólki vonbrigðum, kvíða og hugarangri. Í frægri bók stendur: „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa.“ Þetta er náttúrlega prent- villa og í næstu útgáfu bókarinnar mun standa: „Sannleikurinn mun gera yður mjög áhyggjufulla.“ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar Þráins Bertelssonar Frábærir vinningar: Sony skjávarpi, Nokia 3350 GSM símar, rapp geisladiskar, bíómiðar og heill hellingur af Sprite Tíundi hver vinnur! Sendu SMS skeytið „BT“ á 1415 (Tal) - 1848 (Síminn) Gluggi>nýtt>BT (BTGSM, Rautt, Íslandssími) Með þátttöku ertu orðinn meðlimur í SMS klúbb BT SMS-ið KOSTAR KR. 99,- HE ILD ARV ERÐMÆ TI VINNING A 1.000.000 Upplýsingar frá Sagaklass

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.