Fréttablaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 30
30 31. janúar 2003 FÖSTUDAGUR KONAN MÍN Ljóðið bjargar mannslífum Ingibjörg Haraldsdóttir fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ljóðabók sína Hvar sem ég verð. Hún segist neita að taka undir það svartagallsraus að ljóðið sé dautt. LJÓÐSKÁLD Þegar Ingibjörg tók við verðlaununum úr hendi forseta Íslands á Bessastöðum þakkaði hún fyrir þann heiður sem sér og bók hennar væri sýndur með því að flytja stuttan pistil sem hún nefndi Um nytsemi ljóða. Þar benti hún meðal annars á að allt frá því að Egill Skallagrímsson orti Höfuðlausn sína hefur það verið ljóst að ljóð geta bjargað mannslífum og að Egill hefði einnig sýnt það með Sonatorreki að þau gætu læknað þunglyndi, þó kvenlegir klækir hafi að vísu einnig komið þar við sögu. Ingibjörg segir það mjög gleðilegt að ljóðabók skuli fá þessa viðurkenningu enda sé það frekar sjaldgæft. Ingibjörg er fjórði rithöfundurinn sem fær Ís- lensku bókmenntaverðlaunin fyrir ljóðabók en Stefán Hörður Grímsson fékk þau þegar þau voru afhent fyrst árið 1989, fyrir Yfir heiðan morgun, Þorsteinn frá Hamri hlaut verðlaunin 1992 fyrir Sæfarann sofandi og Hann- es Pétursson árið eftir fyrir Eld- hyl. Ingibjörg hafnar því alfarið að ljóðið sé við dauðans dyr. „Ég vona svo sannarlega að þessi viðurkenning verði ljóðskáldum hvatning og hún verði til þess að útgáfu dánarvottorðs ljóðsins verði frestað enn um sinn.“ Í er- indi sínu gat Ingibjörg þess jafn- framt að ljóðið virtist oft án framtíðar og tilgangslaust í nú- tímanum, sem gerir fyrst og fremst miklar arðsemiskröfur, sem gerði það að verkum að vinna skálda væri oftast metin til fárra fiska. Hún áréttaði þó að ljóðið hefði verið og væri enn til margra hluta nytsamlegt, ekki síst hvað varðaði fræðslu, upp- eldi og afþreyingu barna. „Það eru lánsöm börn sem alast upp við skáldskap og ljóðalestur,“ sagði hún meðal annars og taldi óhætt að fullyrða að heimurinn væri friðsamlegri ef móðir nú- verandi Bandaríkjaforseta hefði gert meira af því að lesa fyrir hann ljóð en að troða í hann spergilkáli. Ingibjörg er afkastamikill þýðandi og hefur þýtt verk Dostojevskís af mikilli list. Hún hefur ákveðið að gefa þýðingun- um smá frí. „Ég er komin á það virðulegan aldur að það er við hæfi að byrja að rifja upp og ég er að reyna að skrifa endurminn- ingabók.“ Hún segist þó hvergi nærri vera hætt þýðingum enda bjóði rússnesku meistararnir upp á endalaus viðfangsefni. thorarinn@frettabladid.is VERÐLAUN SAMNINGAMAÐUR Björn Árnason stendur nú í ströngu sem formað- ur og framkvæmdastjóri Félags íslenskra hljómlistarmanna við að semja við Útfararstofu kirkju- garðanna um gjald fyrir söng í jarðarförum. Þetta er ekki fyrsta rimman sem Björn tekur í samn- ingamálum fyrir hljómlistar- menn enda verið formaður þeirra síðan 1987. „Starf mitt felst í því að gæta þess að allt sé í lagi,“ segir Björn, sem sjálfur er fagottleikari og sem slíkur lausamaður í Sinfóní- unni. Þá leikur hann hjá Íslensku óperunni og hefur gert lengi: „En ég spila aldrei á dansleikjum enda er fagottið ekki hljóðfæri til þess þó Stuðmenn hafi notað það endrum og sinnum,“ segir hann. Til hliðar við starfið á Björn sér ástríðu sem gefur honum mikið í bland við músíkina: „Ég á hlut í 32 feta skútu ásamt fimm öðrum. Við höfum verið með skútuna í Skandinavíu og siglt þar á milli Danmerkur og Sví- þjóðar. Þá hef ég siglt henni tvisvar hér yfir hafið,“ segir Björn, en skútan er nú í geymslu í Stykkishólmi og bíður þess að flytja eigendur sína á vit nýrra ævintýra með hækkandi sól. Þótt skútusiglingar séu mikil íþrótt hefur Björn þó náð lengst á því sviði þegar hann varð Ís- landsmeistari með meistara- flokki KR í knattspyrnu árið 1968. Þar lék Björn stöðu vinstri bakvarðar og átti sinn þátt í Ís- landsmeistaratitlinum, sem lét ekki sjá sig í herbúðum KR í 30 ár eftir þetta. Björn er kvæntur Sigurlínu Scheving flugfreyju og eiga þau tvö börn, strák og stelpu, 26 og 16 ára. ■ Björn Árnason er formaður Félags íslenskra hljómlistarmana og á nú í samningaviðræðum við Útfararstofu kirkjugarðanna um verðlagningu á söng í jarðarförum. Persónan Músíkmaður í skútu INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR „Ljóð eru mannbætandi og okkur veitir ekki af góðu fólki í þessum voðalega heimi sem við búum í.“ MEÐ SÚRMJÓLKINNI FORMAÐURINN Björn Árnason varð Íslandsmeist- ari með KR fyrir 35 árum en siglir nú um heimsins höf á skútu sem hann á hlut í með öðrum. LÓÐRÉTT: 1 mett, 2 annars, 3 sindri, 4 sprækur, 5 hagur, 6 múli, 7 formin, 8 eljusamri, 11 grjótið, 14 barefli, 16 snáðana, 18 píni, 20 fríð, 21 stórir, 23 skekkja, 26 heilsutæpi, 28 hey, 30 flöktir, 31 sál, 33 drottinn. LÁRÉTT 1 lasleiki, 4 brýni, 9 leðjan, 10 innhverfi, 12 aukist, 13 rusls, 15 svelgurinn, 17 áflog, 19 utan, 20 liðugir, 22 kinn, 24 álpist, 25 farandkvilli, 27 lélegt, 29 æviskeiðið, 32 bæti, 34 skelin, 35 einatt, 26 ýfði, 37 útlimi. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 stál, 4 lestur, 9 ráðafár, 10 grun, 12 liðu, 13 gamall, 15 unnt, 17 seig, 19 tár, 20 hnýti, 22 rauna, 24 vaf, 25 krás, 27 arðs, 29 aukast, 32 unað, 34 arta, 35 sólinni, 36 sáttir, 37 angi. Lóðrétt: 1 segg, 2 árum, 3 lánast, 4 lalli, 5 efi, 6 sáðu, 7 truntu, 8 réttra, 11 raunar, 14 leik, 16 nánast, 18 gráu, 20 hvamms, 21 ýfðust, 23 askana, 26 ráðir, 28 snót, 30 arin, 31 tapi, 33 ali. KROSSGÁTA TÍMAMÓT „Hún er traust. Hún er skynsöm. Hún er skemmtileg. Og hún er góð manneskja,“ segir Ögmundur Jónasson alþingismaður um eig- inkonu sína Valgerði Andrésdótt- ur. Valgerður er erfðafræðingur að mennt og hefur starfað um langt skeið við rannsóknastörf á tilraunastöð Háskólans að Keld- um. Að gefnu tilefni skal tekið fram að forsæt- isráðherra er ekki lesblindur þó hann lesi alltaf E-S-B sem N-E-I. Leiðrétting Lítill froskur fór til spákonu ogspurði hana hvort á vegi hans ætti eftir að verða ung og falleg stúlka. Spákonan svaraði honum ját- andi. „Hvar hitti ég hana?“ spurði froskurinn spenntur. „Á bar eða í heimahúsi?“ Spákonan hristi höfuðið og svaraði: „Nei, í líffræðitíma.“ JARÐARFARIR 10.30 Sigríður Rósa Meyvantsdóttir, Grensásvegi 60, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Arndís Þorvaldsdóttir, fyrrver- andi kaupmaður, Hæðargarði 29, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 13.30 Ágúst Sverrisson, Melhaga 17, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. 13.30 Hildur Kristín Jakobsdóttir, Borgarsíðu 12, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. 13.30 Hjördís Leifsdóttir, Arnarheiði 22, Hveragerði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Jófríður Margrét Guðmunds- dóttir, Hrauntungu 40, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogs- kirkju. 14.00 Ingvar Jónsson, Sæborg, Skaga- strönd, verður jarðsunginn í Hóla- neskirkju. 15.00 Guðmundur Einar Júlíusson, matreiðslumeistari, Goðheimum 22, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju. 15.00 Þórhildur Gunnþórsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. MINNINGARATHÖFN 15.00 Minningarathöfn um séra Björn Sigurbjörnsson, Dambakken 47, 3460 Birkerød. verður í Hall- grímskirkju. Hann verður jarð- sunginn í Kaupmannahöfn á morgun. ANDLÁT Páll M. Guðmundsson, Engjahlíð 1, Hafnarfirði, lést 17. janúar. Útförin hefur farið fram. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.