Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2003, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 02.04.2003, Qupperneq 12
12 2. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR REYNT AÐ NÁ MYNDUM Fjölmiðlamenn gengu hart fram í að ná myndum og fréttum af réttarhöldunum í gær. Einn kvikmyndatökumaður sjónvarps- stöðvar fór niður á hnén og reyndi að ná myndum undir girðingu af bílnum sem flutti sakborningana í réttarsal. Réttarhöld yfir Marc Dutroux og félögum hafin: Átta ára bið á enda BELGÍA, AP Réttarhöldin yfir Marc Dutroux og þremur samverka- mönnum hans hófust í gær. Fólk- ið er ákært fyrir að ræna sex stúlkum, misþyrma þeim og beita þær kynferðislegu ofbeldi auk þess að hafa valdið dauða fjögurra stúlknanna. Dutroux er kærður fyrir að ræna og nauðga stúlkunum sex og myrða fjórar þeirra. Hann er líka kærður fyrir morðið á fjórða samverkamanni sínum, Bernard Weinstein. Fyrrverandi eiginkona hans, Michelle Mart- in, er kærð fyrir að taka þátt í ránunum. Michel Lelievre er ákærður fyrir nokkur mannrán og nauðganir. Michel Nihoul er kærður fyrir ránið á Laetitia Delhez. Í gær var valið í kviðdóm, úr hópi 180 einstaklinga sem voru kvaddir á staðinn. Í dag lesa sak- sóknarar upp ákæruliðina gagn- vart fjórmenningunum og búist er við því að sakborningar lýsi yfir sekt eða sakleysi á morgun. Um 500 vitni koma fyrir rétt- inn meðan á réttarhöldunum stendur, þeirra á meðal Sabine Dardenne sem var frelsuð eftir tæpa þrjá mánuði í kjallara Dutroux. Áætlað er að réttar- höldunum ljúki ekki fyrr en 20. maí. ■ Miskunnarlausir glæpamenn og rannsókn sem klúðraðist Ekkert sakamál hefur valdið jafn miklu uppnámi í Belgíu og rán og nauðganir á sex stúlkum og morðin á tveimur þeirra. Misheppnuð lögreglurannsókn og grunsemdir um víðfeðmt samsæri grófu undan trú almennings á löggæslu- og réttarkerfinu. Klisjurnar eiga allar við. Rétt-arhöldin hafa verið nefnd réttarhöld aldarinnar þó þau séu nýbyrjuð. Helsti sakborningurinn hefur verið kallaður skrímslið frá Charleroi og óvinur þjóðarinnar. Glæpirnir voru viðurstyggileg grimmdarverk gegn börnum og rannsókn lögreglu á þeim meingölluð. Þess utan hefur stóran hluta bel- gísku þjóðarinnar alltaf grunað að enn meira samsæri væri á bak við glæpina, samsæri sem teygði sig alla leið upp eftir stjórnkerfinu. Ekkert sakamál hefur valdið meiri óróa í Belgíu en ránin á sex stúlkum á aldrinum átta til nítján ára, kynferðisleg misnotkunin á þeim, morðin á tveimur þeirra og andlát tveggja sem sultu í kjallar- anum hjá Marc Dutroux eftir að lögregla handtók hann vegna rannsóknar á öðrum afbrotum hans. Á skilorði fyrir fimm nauðganir Atvinnulausi rafvirkinn Marc Dutroux átti að baki langan af- brotaferil þegar hann varð mið- punkturinn í barnaníðingsmáli sem skók belgísku þjóðina og vakti óhug langt út fyrir landa- mærin. Á níunda áratugnum var hann dæmdur til fangelsisvistar fyrir fimm nauðganir. Árið 1992, þegar hann hafði afplánað hluta refsingar sinnar, fékk hann reynslulausn og hafði ekki lokið henni þegar glæpirnir áttu sér stað. Stúlkunum sex var rænt á um það bil eins árs tímabili, þeim fyrstu sumarið 1995, þeirri síð- ustu í ágúst 1996. Í millitíðinni hafði lögregla gert húsleit á heim- ili Dutroux, eftir ábendingu frá móður hans. Þá töldu lögreglu- menn sig heyra hljóð í stúlku eða stúlkum en fundu ekkert. Stúlkun- um hélt Dutroux í vel földum kjallara. Það var ekki fyrr en fá- einum dögum eftir að síðustu stúlkunni var rænt sem Dutroux var handtekinn og vísaði lögreglu á kjallarann. Þar voru tvær stúlk- ur á lífi, önnur sem hafði verið í haldi og sætt kynferðislegu of- beldi í 80 daga. Hinar fjórar voru látnar, tveimur voru gefin inn lyf og þær grafnar lifandi að talið er og tvær sultu í hel meðan Dutroux afplánaði dóm fyrir bílaþjófnað. Lögregla klúðrar rannsókninni Glæpirnar, sem Dutroux og samverkafólk hans, eiginkona hans Michelle Martin, Michel Lelievre og lögmaðurinn Michel Nihoul, frömdu, vöktu óhug. Það gerði einnig mislukkuð rannsókn lögreglunnar sem þykir hafa brugðist í málinu. Þingnefnd, sem rannsakaði þátt lögreglunnar, komst að því að samkeppni og ósætti á milli lögregludeilda hefði hamlað rannsókninni. Þær hefðu ekki skipst á upplýsingum sem hefðu getað leitt til þess að komist hefði upp um sakborninga fyrr en raun bar vitni. Almenningur krafðist umbóta. Fjölmargar kröfugöngur voru farn- ar og er talið að um 300.000 manns hafi tekið þátt í þeirri fjölmennustu. Ríkisstjórn Belgíu var við það að falla og Albert konungur óskaði eft- ir því á opinberum vettvangi að lög- gæslu- og réttarkerfið yrði bætt. Skipulagi lögreglunnar var gjör- breytt í kjölfar málsins. Slapp úr varðhaldi Þrátt fyrir að Dutroux og fé- lagar hafi verið handteknir fyrir átta árum var málinu engan veg- inn lokið. Í apríl 1998 var Dutroux fluttur fyrir dómara í Neu- fchateau. Þar hrifsaði hann byssu af einum fangavarða sinna og lagði á flótta. Stal bíl og hélt í átt að landamærunum að Lúxem- borg. Þar fannst hann og var handtekinn. Belgíska stjórnin riðaði næst- um til falls vegna flótta þessa hataðasta glæpamanns Belgíu. Dómsmálaráðherrann og innan- ríkisráðherrann sögðu báðir af sér og það gerði yfirmaður lög- reglunnar líka. Afsagnar forsæt- isráðherrans var krafist en henni hafnað. Dagar ríkisstjórnarinnar voru þó taldir og hún rúin trausti. Ný stjórn tók síðan við völdum eftir kosningar næsta ár. ■ Nær þriggja mánaða martröð rifjuð upp: Sagðist vera góði maðurinn ÞÉTTSETINN RÉTTARSALUR Lögreglumenn gæta sakborninga sem sitja fyrir aftan skotheldar rúður. Fjöldi lögmanna kemur að málinu, verjendur sakborninga, saksóknarar og lögmenn fórnarlambanna og aðstandenda þeirra. TVEIR SAKBORNINGA Michel Nihoul til vinstri og Michel Leli- evre var vel gætt í dómsalnum. Marc Dutroux: NIHOUL VAR HÖFUÐPAURINN BELGÍA, AP Marc Dutroux sagði í bréfi til VTM sjónvarpsstöðvarinnar í fyrrakvöld að hann væri hluti af glæpasamtökum sem breiddu anga sína inn í belgísku lögregluna. Hann sagði Michel Nihoul, lögmann frá Brussel og einn sakborn- inga, vera höfuðpaurinn í samtökunum. Ummæli hans eru vatn á myllu þeirra sem telja að málið sé mun umfangs- meira en þó hefur komið í ljós; þeirra sem telja að samsæri, sem teygði sig inn í stjórnkerfi og lagakerfi Belgíu, hafa valdið því að fjórmenningarnir fengu að ganga lausir jafn lengi og reyndin varð. Lögregla segir þessar samsæriskenningar hafa valdið því að rannsóknin tæki svo langan tíma. Þurft hafi að rannsaka ásak- anir og fylgja grunsemdum sem síðan hafi ekki reynst fótur fyrir. ■ FORELDRAR AN MARCHAL Móðir einnar stúlkunnar sem var myrt grét í réttarsalnum. Hjónin hafa gagnrýnt harkalega hversu lengi málsóknin hefur tafist. ATBURÐARÁSIN 1992 Dutroux sleppt úr fangelsi eftir að hafa afplánað þrjú ár af þrettán ára dómi fyrir að nauðga fjórum ungum konum og einni stúlku undir lögaldri. Sumar 1995 Átta ára vinkonum, Julie Lejeune og Melissa Russo, og An Marchal, sautján ára, og Eefje Lambrecks, nítján ára, er rænt. Mánaðarlöng leit ber engan ár- angur. Desember 1995 Lögregla gerir húsleit hjá Dutroux eftir ábendingu móður hans. Heyra hljóð en finna stúlkurnar ekki. Maí 1996 Sabine Dardenne, tólf ára, hverfur. Ágúst 1996 Laetitia Delhez, fjórtán ára, hverfur. 13. ágúst 1996 Dutroux handtekinn eftir ábendingu. Sabine og Laetitia finnast á lífi í kjall- ara hans tveimur dögum síðar. Lík Julie, Melissu, An og Eefje finnast graf- in í garði hans nokkru síðar. 20. október 1996 Hápunktur mótmæla almennings þeg- ar 300.000 taka þátt í kröfugöngu um bætta löggæslu. 23. apríl 1998 Dutroux sleppur úr varðhaldi í dóms- húsi. Næst fjórum stundum síðar en tveir ráðherrar og yfirmaður lögregl- unnar segja af sér vegna þessa. 1. mars 2004 Réttarhöld hefjast í málinu. ■ Hinar fjórar voru látnar, tveimur voru gefin inn lyf og þær grafnar lif- andi að talið er, tvær sultu í hel meðan Dutroux afplánaði dóm fyrir bílaþjófn- að. Fréttaskýring BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON ■ skrifar um barnaníðingsmál sem olli óhug meðal Belga og gróf undan tiltrú þeirra á réttarkerfinu. Sabine Dardenne var tólf áraþegar Marc Dutroux og samverkamaður hans, Michel Lelievre, rændu henni þar sem hún var að hjóla í skólann í maí 1996. Þar með upphófst nærri þriggja mánaða raun hennar þar sem henni var haldið læstri í kjallara, nauðgað og misþyrmt sálarlega. Mörgum árum síðar, þegar Dutroux hafði enn ekki verið dreginn fyrir dóm vegna málsins, rifj- aði hún málið upp fyrir belgíska fjölmiðla. „Hann sagðist vera að bjarga lífi mínu, hann væri góði mað- urinn sem væri að vernda mig gegn þeim sem vildu skaða mig og hefðu krafið foreldra mína um peninga,“ sagði Sabine um Dutroux, eina manninn sem hún sá í einangrun sinni, þar til önn- ur stúlka bættist í hópinn síð- ustu dagana. Dutroux sagðist vera í sam- bandi við foreldra hennar og fékk hana til að skrifa bréf til þeirra. Þau póstlagði hann aldrei heldur las þau sjálfur og notaði upplýsingar úr þeim til að hafa stjórn á Sabine. Í einveru sinni bjó Sabine til dagatal. Hún setti hringi utan um frídaga móður sinnar, krossa við dagana þegar hún hitti Dutroux og stjörnur fyrir „önnur atvik“ sem lögmaður hennar segir vera þá daga þegar henni var nauðgað. ■ MARC DUTROUX Þekktasti barnaníðingur heims fluttur á milli staða í skotheldu vesti. DUTROUX GRÚFIR SIG YFIR BORÐIÐ Marc Dutroux lá löngum stundum fram á borðið með andlitið falið í höndum sér meðan verið var að ræða við hugsanlega kviðdómendur. Dómarinn sá ástæðu til að vara einn verjenda Dutroux við því að sakborningurinn kynni að sofna. AP /T EI KN IN G FÓRNARLAMBA MINNST Víða í Belgíu hafa verið sett upp vegg- spjöld með myndum af þeim fjórum stúlk- um sem létust í höndunum á barna- níðingunum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.