Fréttablaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar EIRÍKS JÓNSSONAR The look ... Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I KE 21 83 9 0 8/ 20 03 284 blaðsíður - stærri en nokkru sinni fyrr. Vörulistanum hefur nú verið dreift á öll heimili í landinu. A ð búa m eð börnum Stofa Borðstofa Eldhús H eim askrifstofa Svefnherbergi Baðherbergi BarnaIKEA Sm ávara ...er kominn! IKEA-vörulistinn 2004 www.IKEA.is Sá Steve McQueen í Bullitt í sjón-varpinu um daginn. Horfði með öðru auganu til að byrja með enda komið fram á nótt. McQueen lék löggu í ónáð. Búinn að klúðra öllu en lét þó ekki deigan síga. Barðist áfram til fundar við réttlætið til hlið- ar við spillt kerfi sem vildi granda honum. Heima beið hans dulúðug kona á förum af hræðslu við að missa hann. Falleg saga í mynd. Toppgæi í toppformi. Því lengur sem ég horfði, því stærri urðu augun. Steve McQueen kom mér kunnuglega fyrir sjónir. Of kunnuglega. Blá augu. Stingandi ró. Þó kraumaði af krafti undir yfir- borðinu. Allt þetta rann saman við smekklegan klæðaburð sem í raun var byltingarkenndur á þessum tíma. Uppháir rúskinnsskór, rúllu- kragapeysur úr vandaðri ull, jakk- arnir síðir en þröngir. Setti upp sól- gleraugu þegar hann hugsaði. Svar- aði spurningum í hálfkæringi. Spurði helst ekki nema vita svarið sjálfur. Varð móður á hlaupum en stoppaði aldrei. Kyssti konur með lokuð augu en opinn huga. Dansaði til að gleyma. Bliknaði við barnsgrát. Minn maður. Mundi það eins og gerst hefði í gær. Hafði séð myndina í Tónabíói í Skipholti fjórtán ára. Man enn betur þegar ég gekk út og fékk mér Pepsí og krembrauð á mjólkurbarnum á Nóatúnshorninu. Stóð þar með lakk- rísrör ofan í stútnum. Í fótógenísk- um stellingum í samförum við ein- semdina. Saug hægt en örugglega úr flöskunni og ákvað eitt: Svona ætlaði ég að verða. Og varð á staðnum. Síðan hef ég gengið í uppháum skóm, rúllukragapeysum og síðum en þröngum jökkum. Með órætt blik í bláum augum, svarað í hálfkæringi og helst ekki spurt nema vita svarið. Barist fyrir réttlætinu, hunsað kerf- ið og aldrei kysst konu með opin augu. Síðan í þeirri trú að ég væri sannur maður. Komst að því þarna um nóttina fyrir framan skjáinn að ég var eftirlíking. Fölsk vara. Gott ef ekki svikin. Það sem ég taldi eðlis- einkenni mín – voru í raun Steve McQueen. Spilaborgin hrundi. Hvaða mynd ætli Kári Stefáns- son hafi horft á fjórtán ára? Eða Halldór Ásgrímsson? Eða Ingibjörg Sólrún? Eða...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.