Fréttablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 12
12 1. október 2003 MIÐVIKUDAGUR RÁÐHERRA MEÐAL MUNAÐARLEYSINGJA Nicole Ameline, jafnréttisráðherra Frakk- lands, hélt í tveggja daga ferðalag til Afganistan. Hún hvatti til aukinnar áherslu á menntun stúlkna og fundaði með nokkrum samtökum kvenna. Met sett í fjáröflun fyrir bandarísku forsetakosningarnar: Sex milljarðar í sjóðina Átök um lífshlaup Halldórs Laxness BÓKMENNTIR Spenna ríkir á milli fjölskyldu Nóbelsskáldsins Hall- dórs Laxness og forsætisráðu- neytisins eftir að spurðist út að Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor væri að rita ævisögu skáldsins. Hannes Hólmsteinn hafði látið spyrjast út að sögu hans væri ætlað að sýna skáldið í réttu ljósi og að ekkert yrði dreg- ið undan í þeim efnum. Auði Lax- ness, ekkju Halldórs, og börnum hans mun hafa runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar Hannes Hólmsteinn hófst handa við verkið og talið af fyrri reynslu að ætlan prófessorsins væri frem- ur að sverta minningu Laxness en að varpa raunverulegu ljósi á þann mann sem hafði hvað mest áhrif á íslenska þjóðarsál á síð- ustu öld. Vitað er að Hannes Hólmsteinn hefur stjórnmála- skoðanir sem eru lengst til hægri og hann hefur lengi haft áhuga á þeim hluta fortíðar Halldórs Lax- ness þegar skáldið var sannfærð- ur kommúnisti og í samskiptum við Sovétríkin sálugu. Þá hefur spurst út að Hannes Hólmsteinn vilji gera kvennamálum skáldsins skil og hann er sagður hafa sögur í handraðanum í þeim efnum. Í munkaklaustur Hannes Hólmsteinn hefur tek- ið rannsóknir sínar á þjóðskáldinu alvarlega og leitast við að feta í fótspor hans. Meðal annars hefur hann heimsótt klaustrið í Clervaux þar sem Halldór dvaldi á meðal munka. Hannes Hólm- steinn dvaldi nú síðsumars í sama klaustri og svaf þar í sama her- bergi og Laxness forðum. Áður en hann lagði upp í för sína til dvalar hjá munkunum í Clervaux hringdi Hannes Hólmsteinn í Auði Lax- ness, ekkju Halldórs, til að óska eftir samstarfi við hana um ritun bókarinnar. Auður sagði Hannesi í því samtali að hún teldi nægjan- legt að einn ævisagnaritari, Hall- dór Guðmundsson, fyrrum út- gáfustjóri Eddu útgáfu, ynni að skráningu á sögu eiginmanns síns. „Þetta leggst ekkert vel í mig því mér finnst hann vera dálítill flumbrari stundum. Maður veit ekkert hvað kemur frá honum og hann er strax farinn að tala um að hann sé ekki eins góður og allir halda, hvað sem það þýðir,“ sagði Auður við Fréttablaðið í endaðan ágúst. Hún taldi að yfirlýsingar Hannesar Hólmsteins um að bók hans um Halldór innihaldi ein- hverjar sprengjur boði ekki gott. Þarna sé Hannes Hólmsteinn að búa til söluvöru úr lífshlaupi Hall- dórs. Gljúfrasteinn seldur Auður Laxness seldi ríkinu Gljúfrastein í apríl 2002 fyrir 35 milljónir króna. Samninga um kaupin undirritaði Davíð Oddsson forsætisráðherra. Ákveðið var að í húsinu yrði safn til minningar um Nóbelsskáldið og allt innbú húss- ins og bókasafn fylgdi með í kaup- unum. Í upphafi var samstarf fjöl- skyldu Halldórs og forsætisráðu- neytisins friðsælt. Sett var stjórn yfir væntanlegt safn. Þórarinn Eldjárn var skipaður formaður og Halldór Þorgeirsson, kvikmynda- framleiðandi og tengdasonur skáldsins, var skipaður í stjórn Minningarsafns um Halldór Lax- ness, fyrir hönd fjölskyldunnar. Þá var Guðný, dóttir Halldórs Lax- ness, ráðin til þess að gæta Gljúfrasteins á launum frá ráðu- neytinu. Ráðningarsamningur hennar var til eins árs og átti að renna út þann 1. september sl. Framan af var allt tíðindalítið á Gljúfrasteini og það var ekki fyrr en síðasta sumar að ólgan hófst. Halldór Árnason, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, kom einn góðan veðurdag með Hannes Hólmstein Gissurarson í heimsókn og sýndi honum heimili skáldsins. Fjölskyldan frétti af þessu og var ekki skemmt. Um sama leyti réði forsætisráðuneytið Völu Káradótt- ur íslenskunema, án auglýsingar, til þess að flokka bækur og skrá þær og tengja gagnagrunni. Ákvörðunin var tilkynnt stjórn Minningarsafnsins. Fjölskyldan hefur gagnrýnt að Vala Káradóttir tengist Hannesi Hólmsteini Giss- urarsyni, einkavini forsætisráð- herra, vinaböndum og hafi aðstoð- að hann í einhverjum tilvikum og ráðning hennar til þessara starfa líti í því ljósi illa út. Vala hefur ekki menntun á sviði bókasafns- fræða auk þess að starf hennar var ekki auglýst á sínum tíma heldur var hún ráðin beint af ráðuneytinu. Sjónarmið fjölskyldunnar eru þau að ráða hefði átt forstöðumann við safnið strax í vor í stað þess að for- sætisráðuneytið héldi forræðinu og skipaði sínu fólki til verka. Í þeim efnum er bent á að venjan sé sú varðandi söfn að þau séu undir forræði menntamálaráðuneytisins en þetta virðist vera ein af undan- tekningunum. Ljósritunarsveit Þrátt fyrir að titrings gætti vegna bókarskrifa Hannesar Hólmsteins dró ekki til tíðinda fyrr en fjölskylda Halldórs komst að því að Hannes Hólmsteinn var með vaska sveit í handritadeild Þjóðarbókhlöðunnar að ljósrita bréf úr safni Halldórs sem Auður Laxness hafði gefið safninu til varðveislu. Fjölskyldan fór fram á það við útgefanda skáldsins að ljósritun Hannesar Hómsteins yrði stöðvuð og þann 18. september greip hún til þess ráðs að banna óviðkomandi aðgang að bréfasafn- inu. Undanskilin voru Halldór Guðmundsson og Helga Kress auk þess sem fyrrverandi ritari skálds- ins hafði aðgang. Engum duldist að Grænfriðungar snúa brátt aftur: Vilja svör frá stjórnvöldum HVALVEIÐAR „Á þessari stundu stefnum við að því að koma aftur eftir tvær til þrjár vikur,“ sagði Frode Pleym, talsmaður Grænfrið- unga, en þá hyggjast þeir hitta Árna M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra og fá svör við tilboði sam- takanna til íslensku þjóðarinnar. Frode sagðist ekki hafa stað- festar nýjustu tölur yfir þá með- limi Grænfriðunga sem hefðu lýst áhuga sínum á að heimsækja land- ið ef hvalveiðum verður hætt. „Gróf ágiskun er að fjöldinn sé nálægt tíu þúsund manns.“ ■ BETRI TÍÐ Tekjur kúabænda jukust á milli áranna 2001 og 2002. Niðurstöður búreikninga birtar: Framleiðsla kúabúa eykst LANDBÚNAÐUR Framleiðsla kúabúa jókst milli áranna 2001 og 2002 en dróst saman hjá sauðfjárbúum á sama tímabili. Þetta eru niður- stöður búreikninga sem Hagþjón- usta landbúnaðarins hefur tekið saman. Framleiðsla þeirra 82 kúabúa sem komu til samanburðar bæði árin jókst úr 137 þúsund lítrum í 149 þúsund lítra. Tekjur af mjólk og öðrum nautgripaafurðum juk- ust um tæp 13% og heildarfram- legð um rúm 9%. Á þeim 26 sauðfjárbúum sem komu til uppgjörs á sama tímabili dróst framleiðsla saman um 561 kg. Tekjur af sauðfé hækkuðu hins vegar um 5,3% en framlegð lækkaði um 3,2%. ■ Írösk stjórnarskrá: Óraunhæf tímamörk BAGDAD, AP Ólíklegt er að ný stjórnarskrá fyrir Írak verði til- búin innan sex mánaða, segir tals- maður framkvæmdaráðs lands- ins. Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefur lagt til að stjórnarskráin verði tilbúin innan þess tíma og segir að Bandaríkjastjórn láti völdin í Írak ekki af hendi fyrr en lýðræðislega kjörin stjórn er til staðar. „Við viljum öll sjá nýja stjórn- arskrá eins fljótt og auðið er,“ sagði Entifadh Qanbar, talsmaður framkvæmdaráðsins, en sá tvö vandamál í veginum. Fyrst þurfi almenna umræðu um stjórnar- skrána meðal írösku þjóðarinnar og svo þurfi hún að fara í þjóðar- atkvæðagreiðslu. ■ HALLDÓR LAXNESS Fjölskylda Nóbelsskáldsins hafnar því að prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson riti sögu skáldsins. GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR Lét loka bréfasafni föður síns í Þjóðarbókhlöðunni. Fréttaskýring REYNIR TRAUSTASON ■ Fjallar um deilurnar um lífshlaup Halldórs Kiljans Laxness. Fjölskylda Halldórs Kiljans Laxness berst gegn ævisagnaritun Hannesar Hólmsteins. Tortryggni gætir í garð forsætisráðuneytisins. Hannes heldur sínu striki, forsætisráðuneytið réð starfsmann á Gljúfrastein án auglýsingar. BANDARÍKIN Þó enn sé rúmt ár þangað til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðum og velja sér forseta til næstu fjögurra ára er George W. Bush Bandaríkjafor- seti búinn að safna andvirði rúmra sex milljarða króna í sjóði til að heyja kosningabaráttu sína. Það er meira en nokkur hefur áður safnað svo snemma. Bush hefur safnað mun meira fé en aðrir frambjóðendur, að því er fram kemur í Washington Post. Howard Dean er öflugastur í fjáröflun af þeim sem lýst hafa yfir framboði fyrir demókrata og hefur þegar sett met fyrir mest fé safnað í einum ársfjórðungi. Hann safnaði milljarði í síðasta ársfjórðungi, sem er rúmum 200 milljónum meira en það mesta sem Bill Clinton tókst að safna í einum ársfjórðungi. Dean er eini frambjóðandinn í forvali Demókrataflokksins sem vitað er til að hafi aflað meira fjár á þriðja ársfjórðungi 2003, sem lauk í gær, en öðrum árs- fjórðungi. Að sögn Washington Post geta John Edwards, Joseph Lieberman og John Kerry lent í vandræðum með fjármögnun kosningabaráttu sinnar þegar margar forvalskosningar fara fram á skömmum tíma í byrjun næsta árs. ■ GEORGE W. BUSH Búinn að safna sex milljörðum króna í kosningasjóði. Markmiðið er að safna fimmtán milljörðum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.