Fréttablaðið - 01.10.2003, Page 15

Fréttablaðið - 01.10.2003, Page 15
15MIÐVIKUDAGUR 1. október 2003 Enn á ný halda þjóðir heimsinsupp á 1. október sem dag byggingarlistar- innar, til að minna á mikilvægi hennar í daglegu lífi. Hefur svo verið gert frá árinu 1988. Ánægjulegt er að geta bent á að um- ræða um bygging- arlist og skipulags- mál eflist með ári hverju hér á landi og þátttaka al- mennings í þeirri umræðu eykst sífellt. Vitundarvakning fólks um umhverfi sitt er mjög svo af hinu góða og markviss umræða mun án efa skila okkur bættu umhverfi. Hvata til umræðu um bygging- arlist og skipulagsmál höfum við umhverfis okkur alla daga, allt árið um kring, hið manngerða um- hverfi sem við lifum og hrærumst í. Aftur á móti finnst okkur yfir- leitt þetta daglega umhverfi svo sjálfsagt að flest okkar taka naumast eftir því. Það er ekki fyrr en það breytist eða hlutar þess hverfa að við gefum því gaum, stundum þá um seinan. Því er vit- undarvakning um umhverfið mik- ilvæg, hún getur spornað við fæti eða óskað breytinga, bent á mis- fellur, stuðlað að betrumbót og lagfæringum. Vitundarvakning um um- hverfið Fjórar sýningar um umhverfis- og skipulagsmál hafa verið haldn- ar í miðborg Reykjavíkur í sumar og haust, sem mjög hafa aukið um- ræðu um þessi málefni. Má þar fyrst nefna hina stórmerku sýn- ingu á Austurvelli, „Jörðin séð frá himni“, sem staðið hefur allt sum- arið og mikla athygli vakið. Sýn- ingin hefur um allan heim hvatt til umhugsunar um ástand jarðar og mikilvægi sjálfbærrar þróunar fyrir alla jarðarbúa. Arkitektafé- lag Íslands stóð á menningarnótt fyrir samnorrænni sýningu á Skólavörðustíg, sem stóð út ágúst- mánuð og bar heitið „Auðlegð í norrænni byggingarlist“. Megin- þema þeirrar sýningar voru vist- vænar byggingar og sjálfbært skipulag og voru verkefni frá öll- um Norðurlöndum. Aflvaki í sam- vinnu við hverfisráð miðborgar- innar hefur í Bankastræti sýnt „uppbyggingu í miðborginni – stefnu og framtíðarsýn“, bæði full- unnin og samþykkt skipulagsverk- efni en einnig mjög svo frjóar hug- myndir og tillögur að byggingum sem enn eru á hugmyndastigi. Byggingarlistardeild Listasafns Reykjavíkur heldur nú upp á tíu ára afmæli sitt í Hafnarhúsi og gefur þar að líta mörg stórmerk sýnishorn af þeim verkum sem safnið hefur eignast á þessu tíma- bili. Albína Thordarson arkitekt heldur fyrirlestur á alþjóðlegum byggingarlistardegi um föður sinn, Sigvalda Thordarson arki- tekt, í tengslum við sýninguna. Sjaldan eða aldrei hefur mátt sjá jafn mikla umfjöllun í Reykja- vík um þennan málaflokk í einu á sýningum og skilar það sér aug- ljóslega í miklum áhuga og um- ræðum. Vonast er til að framhald verði hér á. Þessi málaflokkur hef- ur verið allt of lítið í umræðunni hingað til. Íslenskur jarðvegur er frjór á þessu sviði og getur orðið góð uppspretta djarfra hugmynda framtíðinni til heilla. ■ Ferðafélagið og Útivist eru félögáhugafólks um útivist og gönguferðir. Þessi félög hafa byggt marga og velútbúna skála víða á hálendinu í grennd við náttúruperlur. Síðan hafa skapast vinsælar gönguleið- ir milli skálanna. Ég hef verið í Útivist í allnokkur ár og hef m.a. farið fjölmarg- ar ferðir í frítímum mínum og á eigin kostnaði upp á há- lendi ásamt konu, börnum og hópi fólks. Meðferðist hafa verið kerrur fullar af margs konar byggingarefni í þeim til- gangi að reisa nýja skála. Þá hafa verið farnar ferðir til þess að dytta að skálum, endurnýja gas, olíu- birgðir og hreinsa m.a. salerni eins og t.d. í skálanum á Fimmvörðu- hálsi þar sem ekki er við komið venjubundnum aðferðum. Þeim ferðalöngum sem átt hafa leið hjá hefur staðið til boða að nýta sér skálana og þá aðstöðu og skjól sem fyrir er. Í einfeldni okk- ar settum við upp bauka þar sem gestir voru beðnir að skilja eftir nokkur hundruð krónur í þeim til- gangi að standa undir kostnaði. Þá stóðu vonir til að hægt væri að safna til byggingar fleiri skála. Vonuðumst við eftir að þurfa ekki að greiða allan rekstrar- og bygg- ingarkostnað úr eigin vasa. Allir félagsmenn hafa með glöðu geði greitt gistigjöld þegar gist er í skálum sem þeir sjálfir hafa reist fyrir eigin kostnað og í eigin frí- tíma. Skelfileg umgengni Nú er komið babb í bátinn. Í vaxandi mæli þeysa um hálendið menn á snjósleðum og vel búnum ofurjeppum sem kosta milljónir króna. Í venjulegri helgarferð eyða menn mörgum þúsundum króna í eldsneyti og mat. Ekkert er til sparað enda engin ástæða að hafa það slæmt á fjöllum uppi. En eftir standa leifarnar á borðum, í ruslapokum, eða þá að drasli er kastað út í snjóskafl sem síðan blasir við okkur illa lyktandi þeg- ar við komum í vorhreingerning- arnar. Í þessum skemmtiferðum er drukkinn bjór og áfengi. Slíkt breytir oft athæfi manna og stundum er tekið til við að breyta innviðum skálanna í slagsmálum eða öðru sem af ölæði hlýst. Þess- ir „gestir“ okkar veigra sér ekki við að skrifa skilaboð í gestabæk- ur þar sem gerðar eru kröfur um betri aðbúnað. Þrátt fyrir það dettur þeim ekki í hug að skilja eftir í bauknum nokkur hundruð krónur áður en sest er á milljóna- tækin og brunað í burtu. Í fyrra höfðum við upp úr krafsinu nokk- ur hundruð krónur þrátt fyrir að eiga mikið notaða skála á mjög vinsælum vetrarleiðum. Lagt í ferð með skipulögð- um hætti Skálarnir okkar hafa stundum bjargað mannslífum. Þá hefur fólk farið á hálendið með þá vissu í farteskinu að það ætti í öruggt skjól að leita bregðist veðurguð- irnir. Við höfum reynt okkar besta undanfarin ár en ástandið er kom- ið út fyrir allt velsæmi. Til viðbót- ar við hrikalega umgengni þarf göngufólk stundum að klöngrast yfir milljónatækin til að komast að. Þegar þeim áfanga er náð taka við fullir gestir í öllum skúma- skotum þrátt fyrir að gönguhóp- urinn hafi verið búinn að bóka skálann og greiða gistigjöld. En nú er nóg komið. Í framtíð- inni verða þeir sem hafa virt að vettugi umgengnisreglur að skipu- leggja ferðir sínar öðruvísi. Við viljum ekki fá þá í heimsókn til okkar. Það er næsta víst að sæk- tum við heim þetta fólk og höguð- um okkur í samræmi við þá um- gengni sem hefur verið í skálun- um, myndi það örugglega segja: „Heyrðu, gerðu mér nú þann greiða að koma ekki aftur í heim- sókn.“ Ég verð að viðurkenna að ég vorkenni þessum mönnum ekkert þótt að þeir þurfi að panta gistingu fyrir fram og greiða fyrir það nokkuð hundruð krónur, sem nær ekki einu sinni andvirði hálfrar kippu af bjór. Og komi menn í heimsókn förum við fram á að þeir hagi sér eins og venjulegt fólk. ■ Umræðan VALDÍS BJARNADÓTTIR ARKITEKT FAÍ ■ skrifar um alþjóð- legan dag bygging- arlistarinnar sem haldin er 1. október. Umræðan GUÐMUNDUR GUNNARSSON ■ skrifar um þá ákvörðun að loka skálum við svo- nefndan Laugaveg í vetur. Alþjóðlegur dagur byggingarlistarinnar ■ ...vitundarvakn- ing um um- hverfið mikil- væg, hún getur spornað við fæti eða óskað breytinga, bent á misfellur, stuðlað að betrumbót og lagfæringum, krafist aðgerða. ■ Í framtíðinni verða þeir sem ekki hafa virt umgengnisregl- ur að skipu- leggja ferðir sínar öðruvísi. Við viljum ekki fá þá í heim- sókn til okkar. Gerðu mér greiða – ekki koma í heimsókn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.