Fréttablaðið - 30.10.2003, Side 23

Fréttablaðið - 30.10.2003, Side 23
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, ann-ar umsjónarmanna sjónvarps- þáttarins At, segir að ef hún mætti kaupa sér hlut á heimilið að eigin vali yrðu Bang & Olufsen hljómflutningstæki fyrir valinu. „Ég leigi núna með strák sem á svona græjur en næsta sumar flyt ég til Danmerkur. Ég á eftir að sakna þeirra en þær kosta alltof mikið. Ég þyrfti að eiga slatta af peningum til að splæsa í þær.“ Sigrún Ósk notar sem sagt græjur meðleigjandans mikið og segir það ekki bara vera gæðin sem heilla hana: „Þær eru svo flottar.“ Sigrún Ósk segist mikið spá í hluti til heimilisins og hún kíkir reglulega í húsgagnabúðir. „En ég á nú orðið allt. Ég var nefni- lega svo mikið að drífa mig og keypti 100 fermetra íbúð á Akra- nesi þegar ég var nítján ára. Þá keypti ég fullt af húsgögnum. Ég flutti svo til Reykjavíkur, í pínu- litla íbúð, og öll húsgögnin eru nú í geymslu á Akranesi. Næsta sumar fer ég svo á stúdentagarða í Danmörku og sé þessi húsgögn örugglega ekki aftur fyrr en ég er orðin þrítug. Ég hefði kannski betur farið hægar af stað,“ segir Sigrún Ósk. ■ Heimilisblaðið 30. október 2003Sérblað um heimilið ▲ SÍÐA 6 Losnaði við kulda og hávaða Linda Vilhjálmsdóttir: ▲ SÍÐA 2 Uppþvottavél efst á óskalistanum Birkir Jón Jónsson: ▲ SÍÐA 4 Veggfóðrað um allan bæinn Beinteinn Ásgeirsson: Einn hlutur á heimilið: Bang & Olufsen græjur Drykkjablandarar eru gríðar-lega vinsælir þessa dagana en þeir verða sífellt öflugri og skilin milli blandara og matvinnsluvéla óskýrari. Karl Trausti Einars- son, sölumaður í Raftækjaverslun Íslands, segir að enn felist þó munurinn í því að blandarar eru fyrir vökva og drykki en mat- vinnsluvélar eru meira alhliða og nýtast betur í eldhúsunum. Með þeim er hægt að saxa niður grænmeti og hnoða saman kjöti eða deigi. Þeim fylgir einnig oft blandari. Blandararnir eru mikið notaðir til að blanda saman fæðubótarefni og í dag eru skyrblöndur það vin- sælasta. Karl Trausti segir að blandarar séu vissulega orðnir kraftmiklir en mikilvægt sé að fólk láti ísmola ekki í fyrr en vökvi er kominn ofan í til að hlífa hnífunum. Safa- pressur eru ein- nig vinsælar en þær gera safa úr ávöxtum og grænmeti og skilja hratið frá. Einnig eru til sítrussafapressur en þær eru veigaminni. ■ Blandarar, matvinnsluvélar og safapressur: Sífellt kraftmeiri og vandaðri tæki BLANDARI Hentar vel til að búa til hollustu- drykki. SAFAPRESSUR Skilja hratið frá safanum. MATVINNSLUVÉL Meiri alhliða not af þeim í eldhúsinu. SIGRÚN ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR Væri til í að eiga Bang & Olufsen græjur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.